Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 61 OUTLET 10 ++++merki fyrir minna++++ Faxafeni 10, s. 533 1710 S U M A R D A G A R Opið mán.-fös. 12-18 laugardaga 11-16 Merkjavara og t ískufatnaður á 50-80% lægra verði Verðdæmi: Verð frá Jakkaföt 9.500 Dragtir 5.800 3.500 3.500 1.900 1.900 990 1.900 5.900 990 2.900 990 500 1.900 3.900 2.900 2.900 gallabuxur gallabuxur gallabuxur skyrtur toppar bolir jakkar bolir skór sandalar skór strigaskór strigaskór strigaskór strigaskór Levis Diesel Amazing Morgan Kookai Kookai InWear Matinique DKNY Bull Boxer Bassotto Cat Nike Fila Puma Þ EIR Hjalti Karlsson og JanWilker opnuðu hönnunar-stofuna Karlsson–Wilker Inc. í New York síðastliðið haust. Hjalti hefur verið búsettur í New York undanfarin 11 ár. Eftir að hafa lokið námi við Parson’s School of Design starfaði hann sjálfstætt í tvö ár en hóf síðan samstarf við Austurríkismannin Stefan Sag- meister. Hönnunarstofan Sag- meister Inc. er mjög virt og sér- hæfir sig í hönnun geisladiska- umslaga. Í samstarfi við Stefan hefur Hjalti hannað umslög fyrir hljómsveitirnar Aerosmith, Rolling Stones, David Byrne og gert tón- listarmyndband fyrir Lou Reed. Hefur hönnun þeirra hlotið yfir tvö hundruð verðlaun víðs vegar um heim. Í september 2000 ákvað Stefan Sagmeister að taka ekki að sér ný verkefni í eitt ár. Síðasta verkefni Hjalta hjá Sagmeister Inc. var að vinna bók um stofuna sem kemur út í vor. Stefan Sag- meister hefur á síðastliðnum mán- uðum ferðast um heim og haldið fyrirlestra. Hjalti starfaði hjá Sag- meister Inc. í ein fjögur ár. Hjalti og Jan kynntust á hönn- unarstofunni Sagmeister Inc. en Jan hafði unnið þar eitt sumar. Jan Wilker er enginn nýgræðingur á þessu sviði, hann nam grafíska hönnun við Stuttgart State Aca- demy í Þýskalandi, var áður með eigin hönnunarstofu í Ulm þar í landi og vann sér nafn fyrir nýstár- lega hönnun geisladiskaumslaga. Þeir Hjalti og Jan ákváðu að hefja samstarf og þannig varð til Karls- sonWilker Inc. sem er til húsa á 6. breiðgötu á miðri Manhattan. Bræðurnir Warner Stefna Hjalta og Jan með nýja fyrirtækinu er að finna hönnunar- verkefni sem gefa þeim eins frjáls- ar hendur og mögulegt er. Frá því að stofan opnaði í haust hafa þeir félagar unnið fyrir Warner Broth- ers, hannað geisladiskaumslag fyr- ir plötu gítarleikarans Pat Meth- eny, sem kom út í desember 2000, og fundið nafn (Blueshift) og hann- að merki fyrir nýja tilraunadjass- deild innan plötuútgáfufyrirtækis- ins CRI. Allar plötur frá Blueshift bera hönnun KarlssonWilker, sem einkennist af svarthvítum myndum sem prentaðar eru á umslagið, og lituðum formum eða myndum prentuðum á umbúðarplastið. Einfaldleiki rauði þráðurinn Eitt skemmtilegasta verkefni sem félagarnir KarlssonWilker segjast hafa unnið er fyrir veit- ingastaðinn El Diner í Fíladelfíu. Staðurinn er opinn allan sólar- hringinn og markhópurinn er há- skólanemar. Hjalti og Jan fengu tvo mánuði til að hanna allt útlit staðarins. Segja má að einfaldleiki sé rauður þráður í út- liti El Diner; einlitir eld- spýtustokkar, bolir, kaffibollar, skálar og diskar bera orð og stutt- ar setningar í gráu letri. Sem dæmi má nefna boli starfsfólks en á þeim stendur til dæmis „El cook“, „El waitress“, og „El vis“. Húmor af þessu tagi er gegnum- gangandi í hönnun KarlssonWilk- er. Á salernisveggjum staðarins eru segulstál með orðum sem fólk getur raðað saman á vegginn og þar með er komið í veg fyrir veggjakrot. Eigandi El Diner mun opna þrjá veitingastaði á Manhatt- an á næstunni og hafa Hjalti og Jan verið ráðnir til að finna þema og hanna útlit þeirra allra. Um er að ræða mjög ólíka staði: Sjáv- arréttastað, hamborgarastað og ítalskt veitingahús. Spennandi hlutir á Íslandi Hjalti hefur lítið hannað fyrir ís- lenskan markað en hefur tekið að sér að hanna umslag fyrir vænt- anlegan geisladisk Óskars Guð- jónssonar saxófónleikara og Skúla Sverrissonar rafbassaleikara sem gefin verður út af Eddu á næst- unni. „Ég sé svo margt spennandi að gerast núna á Íslandi, bæði í tónlist og öðrum listum, sem ég gæti vel hugsað mér að taka þátt í,“ segir Hjalti. Jan og Hjalti eru sammála um að það sé allt önnur tilfinning að vinna á eigin hönnunarstofu en að vinna undir öðrum. Hér eru þeir í beinu sambandi við viðskiptavinina og hafa algjörlega frjálsar hendur í verkefnavali. Aukinn orðstír Ýmis verkefni bíða þeirra á næstunni. Jan og Hjalti hafa verið valdir í hóp fremstu hönnuða af yngri kynslóðinni til að taka þátt í sýningu á vegum Art Directors Club of New York. Sýningin, sem nefnist „Young Guns III“, stendur yfir til 10. maí nk. Þeir hafa einnig verið beðnir um að kenna útskrift- arnemum grafíska hönnun í Par- sons School of Design og School of Visual Arts. Búast má við að orðs- tír KarlssonWilker muni aukast mjög við þessi verkefni. Þeir sem hafa haft viðskipti við Karlsson- Wilker búast nú aðeins við því besta, enda er markmið Hjalta og Jan að vera ávallt fremstir í ný- sköpun og hugmyndaauðgi. Búist við því besta Ljósmynd/Katrín Auglýsingaskilti sem Hjalti og Jan unnu fyrir El Diner en þar er opið allan sólarhringinn. Íslenski hönnuðurinn Hjalti Karlsson gerir það gott í New York Hjalti Karlsson er margverðlaunaður hönn- uður sem unnið hefur að plötuumslögum og gert tónlistarmyndbönd fyrir heimsfræga listamenn á borð við Rolling Stones, Aero- smith og Lou Reed. Katrín Elvars- dóttir heimsótti hann og félaga hans Jan Wilker á hönn- unarstofu þeirra í New York og fræddist nánar um starf þeirra. Plötuumslag sem Hjalti og Jan hönnuðu fyrir djassgítaristann Pat Metheny ber sterk einkenni þeirra – einfalt og smekklegt. Hjalti og Jan fengu að hanna ná- kvæmlega allt eftir sínu höfði á El Diner – meira að segja tann- stönglabréfin! „Ég sé svo margt spenn- andi að gerast núna á Íslandi, bæði í tónlist og öðrum list- um, sem ég gæti vel hugs- að mér að taka þátt í.“ Hjalti og Jan á hönnunarstofu sinni sem er til húsa á 6. breið- götu í Manhattan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.