Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 39

Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 39 UM aldamótin veltu margir því upp sín á milli hver landsmanna, lífs eða liðinn, hefði haft mest áhrif á öld- inni sem leið. Er spá- mennskan sú sjálfsagt frekar til gamans enda erfitt að standa að slíku vali. Nokkuð óumdeilan- lega hefur nóbels- skáldið okkar, ritsnill- ingurinn Halldór Kiljan Laxness, verið gerður að manni nýlið- innar aldar og er það sjálfsagt bæði vel og eðlilegt. Ekki er ætlun mín að rýra gildi verka hans eða áhrif á samfélagið nema síður sé. Langar mig þó í fáeinum orðum að vekja athygli á öðrum áhrifamanni nýliðinnar aldar. Séra Friðrik Friðriksson Sennilega eru fáir menn sem hafa haft jafn mikil áhrif hér á landi á öldinni sem leið og æsku- lýðsleiðtoginn sr. Friðrik Friðriks- son. Það vill bara þannig til að maðurinn er látinn fyrir fjörutíu ár- um, þá á nítugasta og þriðja aldurs- ári, og muna Íslendingar undir fimmtugu því eðlilega vart eftir honum og áhrif hans því sennilega nokkuð vanmetin þótt þeirra gæti enn víða. Hann var einn þeirra sem helg- uðu líf sitt köllun sinni allt sitt líf. Hann háði baráttu við Guð og menn og þá ekki hvað síst við sjálfan sig. Átti hann að koma til Íslands og hefja hér kristilegt æskulýðsstarf eins hann hafði verið beðinn um eða átti hann að fara aðrar leiðir sem kannski virtust meira spennandi fyrir ungan mann á upp- leið? Köllunin var skýr, starf á meðal íslenskra ungmenna. Og hann bar gæfu til að hlýðn- ast kallinu þótt ekki hafi það verið baráttu- laust. Forvarnarstarf, menningarstarf af margvíslegum toga, íþróttir og heilsurækt, allt umvafið heilbrigðu og eðlilegu trúarlegu innsæi. Þar sem frels- ari mannanna Jesús Kristur, upprisa hans frá dauðum og daglegt líf með honum varð að eðlilegu og sjálfsögðu lífi þúsunda ungmenna sem hafa síðan borið arfinn góða með sér og smitað út frá sér á sinni göngu um lífið. Í samskiptum við samferðarmenn, til barna sinna og barnabarna, á heim- ilum sínum og á vinnustöðum. KFUM og KFUK Sr. Friðrik er sennilega þekkt- astur fyrir að hafa stofnað æsku- lýðsfélögin síungu KFUM og KFUK sem fögnuðu 100 ára afmæli sínu fyrir tveimur árum með eft- irminnilegum hætti. Þátttakendur í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK skipta þúsundum á ári hverju og hafa gert í yfir 100 ár. Stór hluti ís- lensku þjóðarinnar hefur með bein- um eða óbeinum hætti orðið fyrir áhrifum af starfi sr. Friðriks og KFUM og KFUK. Eitthvað færri hafa meðvitað tekið beinan þátt í starfinu sem börn eða unglingar í KFUM og KFUK eða öðrum æsku- lýðsfélögum sem með sínum þrosk- andi störfum eru beinn eða óbeinn ávöxtur eða afsprengi starfa sr. Friðriks og KFUM og KFUK. Um það eru fjölmörg dæmi. Íþróttir, tónlist, ferðalög, útileg- ur, skátastarf og önnur tómstunda- og menningarstörf Fyrripart tuttugustu aldarinnar stóð sr. Friðrik að stofnun íþrótta- félaga, gönguklúbba og leikfimis- hópa ásamt börnum úr æskulýðs- starfi KFUM og KFUK. Má þar þekktust nefna knattspyrnufélögin Val sem fagnar 90 ára afmæli um þessar mundir og Hauka sem eru einmitt sjötugir. Lifa þessi félög enn góðu lífi. Tónlist var snemma einkennandi fyrir starf KFUM og KFUK. Lúðrasveitir, hljómsveitir, hljóð- færaleikur, kórar og einsöngvarar. Þúsundir einstaklinga og hópa stigu sín fyrstu skref og stundum einu í tónlistar- og kórstarfi í KFUM og KFUK fyrir áhrif sr. Friðriks og síðar eftirmanna hans. Nægir að nefna Karlakórinn Fóst- bræður sem áður hét Karlakór KFUM. En kórinn er einmitt 85 ára á árinu. Ljóð voru samin og frumsamdar sögur sagðar á fundum. Stofnað var skátafélag, farið var í ferðalög og útilegur svo aðeins fátt eitt sé talið upp. Fullyrða má að tómstundastarf í skólum og starf á vegum félags- miðstöðva Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga sé eftirmynd, hugsanlega óbein eftirmynd hinna margbreytilegu starfa sem boðið hefur verið upp á í KFUM og KFUK í gegnum tíðina. Nema hvað trúarlegi þátturinn hefur e.t.v. að einhverju eða öllu leyti verið skilinn frá tómstunda- og íþróttastarfinu og er það að sjálfsögðu miður þar sem bænin og samfélagið við leið- toga lífsins er svo mikilvægur þátt- ur í uppeldi barna og unglinga. Daglegt líf með Jesú í bæn og þökk til Guðs ætti og á að vera sjálfsagð- ur og eðlilegur þáttur í lífi barna á öllum aldri, alla ævi. Áhrif á starf kirkjunnar Fáir, ef nokkur einstaklingur, hafa haft meiri áhrif á starf kirkj- unnar í landinu á liðinni öld en ein- mitt sr. Friðrik Friðriksson. Áhrif- in eru ómæld en blasa við hvert sem litið er á nútímalegt og fjöl- breytilegt starf borgarkirkjunnar. Prestar, aðrir starfsmenn, sóknar- nefndir og sjálfboðaliðar, starfsað- ferðir og áherslur. Bein og óbein áhrif af starfi sr. Friðriks og KFUM & K þegar kirkjan var að breytast úr dreifbýliskirkju í kirkju þéttbýlis. Sumarbúðir Þá eru ótalin áhrif sumarbúða KFUM og KFUK í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri og á Hólavatni á tugi þúsunda íslenskra barna og unglinga. Í Vatnaskógi einum dvelja um 1.200 drengir á hverju sumri. Þar hafa dvalið yfir 18.000 drengir í nær 80 ár. Margt ungmennið hefur lært meira um menningu, íþróttir, mannleg samskipti, tillitssemi og lifandi trú sem nýtist á eðlilegan hátt í daglegu lífi manna í bæn, eft- irfylgd við Jesú Krist, þjónustu við hann og náungann á öfgalausan en eðlilegan og markvissan hátt, en annars staðar á lífsleiðinni. Á þann hátt að dagleg, öfgalaus trúariðkun verður eðlilegur og sjálfsagður hluti af lífinu og auðveldar að vinna sig í gegnum uppákomur daganna vegna þess dýrmæta nestis sem þegið var jafnvel aðeins með stuttri dvöl í sumarbúðum KFUM og KFUK sem er bæði vandaður, markviss og hollur, já bráðnauð- synlegur sumarskóli fyrir börn og unglinga. Að lokum Á orðum mínum má ætla að áhrif æskulýðsleiðtogans sr. Friðriks Friðrikssonar hafi verið og séu mikil enn þann dag í dag, þótt þau vissulega hafi þróast í gegnum tím- ans rás. Stundum á eðlilegan hátt en stundum með óæskilegri og varasamri útþynningu. Þúsundir Íslendinga gætu vitnað um umrædd áhrif. Þeir eru þó efa- laust enn fleiri sem hafa notið um- ræddra áhrifa án þess að gera sér grein fyrir þeim. Áhrifa sem hafa orðið þeim til góðs, ómetanlegra minninga, lærdóms og reynslu sem hefur fylgt þeim um ævidagana og gott hefur verið að rifja upp og leita til í banka reynslunnar. Höfum þau lífsgildi og heilbrigðu markmið fyrir líkama, sál og anda sem sr. Friðrik Friðriksson stóð fyrir og ræktaði á meðal íslenskrar æsku að leiðarljósi inn í nýja tíma. Þá mun komandi kynslóðum Ís- lendinga farnast vel. Talandi um mann aldarinnar Sigurbjörn Þorkelsson Leiðtogi Sennilega eru fáir menn sem hafa haft jafn mikil áhrif hér á landi á öld- inni sem leið, segir Sig- urbjörn Þorkelsson, og æskulýðsleiðtoginn sr. Friðrik Friðriksson. Höfundur fæst við ritstörf og er framkvæmdastjóri Laugarneskirkju. SAMKVÆMT sænsku verklagi er fjárlagagerð fyrir árið 2002 nú vel á veg komin og væntanlegt fjárlaga- frumvarp, eða a.m.k. rammi þess, þegar bú- inn að taka á sig mynd. Samningaviðræðum flokkanna sem standa að baki frumvarpinu, þ.e. stjórnarflokks Sósí- aldemókrata, Vinstri- flokksins og Græna flokksins, er lokið og niðurstaða liggur fyrir. Áherslurnar sem þar voru lagðar hljóta að teljast nokkur tíðindi. Þær eru í stuttu máli sagt að til stendur að auka verulega framlög til velferðarmála og verður sérstök áhersla lögð á að bæta hag barnafjöl- skyldna, atvinnulausra og annarra samfélagshópa sem óumdeilanlega tóku á sig meiri skerðingu á erfið- leikatímum í sænsku efnahagslífi og/ eða hafa minnst notið batnandi ár- ferðis að undanförnu. Með þessu er vinstri vængur sænskra stjórnmála að sýna í verki einbeittan vilja sinn til að standa vörð um hið öfluga, samábyrga velferðar- kerfi og ekki aðeins að verja það sem kyrrstætt fyrirbæri heldur þróa það og efla á tímum batnandi þjóðarhags á nýjan leik. Bakland minnihlutastjórnar í öflugum vinstriflokki Enginn vafi er á því að ofangreind niðurstaða í sænsku fjárlagagerðinni og áhersla á eflingu velferðarkerfis- ins á nýjan leik er umfram allt annað að þakka sterkri stöðu Vinstriflokks- ins undir forystu Guðrúnar Schyman. Flokkurinn vann mikinn sigur í síð- ustu kosningum, fékk um 12% fylgi og hefur síðan enn sótt í sig veðrið ef marka má skoðanakannanir. Þessi sókn Vinstriflokksins hefur haft mikil áhrif í sænskum stjórnmálum og að verulegu leyti stöðvað þá hægri þró- un sem þar gætti eins og víðar um og uppúr 1990. Að einhverju leyti má auðvita snúa þessari röksemdafærslu við og segja að sókn Vinstriflokksins sé til komin vegna þess olnbogarýmis sem hægri þróun kratanna hefur skapað. Ekki síst hefur Göran Person og krataflokkur hans neyðst til að taka mið af harðnandi samkeppni um fylgið á vinstri kantinum. Græni flokkurinn hefur á hinn bóginn átt erfiðara uppdráttar, en hann myndar ásamt Vinstriflokknum bakland minnihlutastjórnarinnar. Til samans hafa þessir tveir flokkar sænskra vinstri manna og umhverfisverndar- sinna um 18–20% kjósenda á bak við sig. Það skal þó sagt sænskum krötum til hróss að þeir velja að leita sam- starfs til vinstri og standa að áherslum í velferðarmálum af þeim toga sem áður greinir. Þeim hefur á hinn bóginn gengið illa að losa sig úr álögum nýfrjálshyggjunnar hvað ákveðin atriði varðar. Þannig heldur einkavæðing ýmissa þátta samfélags- þjónustunnar áfram undir þeirra stjórn, og það þrátt fyrir vandaðar kannanir sem sýna, svo dæmi sé tek- ið, að enginn sparnaður hefur orðið af einkavæðingu þjónustu við aldraða svo sem heimilishjálpar og að reynsl- an af einkarekinni hjúkrun er hræði- leg. Sænskur og íslenskur veruleiki Svíar standa vörð um og efla eftir því sem betur árar sitt öfluga, al- menna og samábyrga (solidariska) velferðar- kerfi. Þar er sú skoðun viðtekin að efnahags- legur og pólitískur styrkur sænsks sam- félags sé ekki síst fólg- inn í stöðugleika og far- sæld sem fæst með lífskjarajöfnuði og af- komuöryggi í sam- ábyrgu velferðarkerfi. Hrakspár um að út- gjaldabyrðar norræns eða skandinavísks vel- ferðarkerfis myndu að óbreyttu (án stórfellds niðurskurðar að mati hægri manna) gera Norðurlönd og þá ekki síst Svíþjóð ósamkeppnishæfa, hafa afsannast. Sterkir innviðir slíkra samfélaga, ekki síst öflugt mennta- og heilbrigð- iskerfi, almenn atvinnuþátttaka, stöð- ugleiki og félagsleg virkni hafa reynst verðmætari eiginleikar en það sem hin hráa hugmyndafræði nýfrjáls- hyggjunnar, um fjármagnið í öndvegi og aflvél sérhyggjunnar, hefur gefið af sér. Norðurlönd eru í fararbroddi sóknar í atvinnumálum á grundvelli þekkingar og hátækni og njóta þar í stað þess að gjalda öflugra innviða samfélaganna og velferðarkerfisins. Fróðlegt er að velta áðurnefndum atburðum úr sænskum stjórnmálum upp í samhengi við þann söng sem nú er verið að kyrja á Íslandi um nauð- syn þess að að lækka skatta á hagnað fyrirtækja og á fjármagnsgróða. Litl- ir tilburðir hafa verið sýndir til að skila lágtekjufólki og ýmsum illa sett- um „jaðarhópum“ samfélagsins þeirra hlut af margumræddu góðæri. Ekki er hægt að telja það með sem ríkisstjórn Davíðs og Halldórs hefur verið hrakin til að gera í þeim efnum með málaferlum og dómum. Hefur reyndar ekki einu sinni dugað til að vinna slík mál í Hæstarétti, eins og frægt er að endemum. Með þeirri helstu undantekningu, sem fólgin er í lengingu fæðingarorlofs, og vel að merkja þar stóð Ísland óralangt að baki hinum Norðurlöndunum, þá hef- ur lítið gerst. Og nú er söngurinn sem sagt hafinn fyrir skattalækkunum á fyrirtæki og eignamenn. Fáir nefna skattbyrðar launa- manna og enn færri minna á þörfina fyrir umbætur og endurreisnarstarf í velferðarmálum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur gert umbóta- og endurreisnar- starf í velferðarmálum að einu helsta baráttumáli sínu. Því miður erum við ekki enn í aðstöðu til að knýja fram aðgerðir eins og skoðanasystkini okk- ar í Svíþjóð, en það stendur til bóta. Ólíkt höfumst við að Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, situr í félagsmálanefnd Alþingis og í Nor- ræna ráðinu um málefni fatlaðra og í Norðurlandaráði. Skattar Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur, segir Steingrímur J. Sigfússon, gert umbóta- og endurreisnarstarf í velferðarmálum að einu helsta baráttumáli sínu. innar – hins almenna borgara – en ekki út frá ímynduðum eða raunveru- legum sérhagsmunum eins og títt er. Afstaða Evrópusamtakanna er að EES-samningurinn tryggi íslenska hagsmuni í þrengsta mögulega skiln- ingi. Samningurinn er og verður eins og hann var þegar hann gekk í gildi 1994. Síðan þá hefur samvinnan inn- an ESB þróast mjög hratt og í ljósi reynslunnar af EES-samningnum teljum við að framtíðarhagsmunum Íslands sé best borgið í náinni sam- vinnu við okkar helstu viðskipta- og vinátturíki sem öll eru aðilar, eða stefna að aðild, að Evrópusamband- inu. Evrópusamtökin hafna kenni- setningu Bjarts í Sumarhúsum um að vera engum háður og að best sé að gera allt upp á eigin spýtur í orðsins fyllstu merkingu. Þannig ganga hlut- irnir ekki fyrir sig og allir vita hvern- ig fór fyrir Bjarti. Hann varð fórn- arlamb eigin sjálfstæðisímyndar. Biðstaðan rofin Evrópusamtökin hyggjast rjúfa biðstöðuna sem einkennt hefur Evr- ópumál undanfarin misseri. Fyrsti biðleikurinn verður leikinn í kvöld á opnum fundi samtakanna sem hald- inn er á Grand Hótel og hefst kl. 20.00. Meðal framsögumanna er Gunnar Bolstad, formaður norsku Evrópusamtakanna. ESB Margir eru þeirrar skoðunar, segir Úlfar Hauksson, að stíga eigi skrefið til fulls og sækja um fulla aðild að Evr- ópusambandinu. Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. Mjúk gó l fe fn i Ármúla 23, sími 533 5060 Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.