Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 29 ZANUSSI 195 lítra kælir og 105 lítra frystir. Sjálfvirk afþíðing í kæli. Hraðfrysting. HxBxD: 179x59,5x60 cm. Fjölkerfa blástursofn Undir- og yfirhiti, grill og grillteinn. Geymsluhólf. 4 hellur hraðsuðuhella. HxBxD: 85x49,5 x60 cm. Stór kæliskápur með frysti Eldavél með blæstri ➤Áður kr. 42.000 ➤Áður kr. 8.990 Kraftmikil eldhúsvifta. 3 soghraðar og 1x40W ljós. Bæði fyrir innblástur og útblástur. 157 l kælir og 20 l frystihólf. Hálfsjálfvirk afþíðing í kæli. HxBxD: 85x55x60 cm Kæliskápur með frystihólfi ➤Áður kr. 32.900 33.600 Umboðsmenn um land allt A F S LÁTTUR• A F S LÁ TT UR • 20% A F S LÁTTUR• A F S LÁ TT UR • 29% A F S LÁTTUR• A F S LÁ TT UR • 27% A F S LÁTTUR• A F S LÁ TT UR • 33% 49.900 ➤Áður kr. 69.900 34.900 A F S LÁTTUR• A F S LÁ TT UR • 23% 39.900 Stillanlegur vinduhraði 300-1000 snúninga. Stiglaus hitastillir 25-95°C. 14 þvottakerfi þ.á.m. gott ullarkerfi. 3. ára ábyrgð. Þvottavél 1000 sn. ZANUSSI ➤Áður kr. 55.900 Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 A F S LÁTTUR• A F S LÁ TT UR • 29% 23.900 Eldavél með undir- og yfirhita + grill. 4 hellur þ.á.m. hraðsuðuhella. Geymsluhólf. 60 cm eldavél ➤Áður kr. 45.200 ZANUSSI Eldhúsvifta VE ÐFALL 5.990 23. - 29. apríl vikunnar GARÐBÆINGAR hafa bæst í hóp þeirra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sem hafa komið sér upp glæsilegum tónlistarskóla. Kópavog- ur og Hafnarfjörður skarta glænýj- um og fallegum tónlistarskólum, og báðir skólarnir hafa góða tónleika- sali, en Salurinn í Kópavogi hefur orðið einn vinsælasti tónleikastaður á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra bætt- ist Garðabær í þennan hóp og tónlist- arskólinn þar í bæ hefur einnig innan sinna veggja sérstaklega góðan sal. Salurinn tekur liðlega hundrað manns í sæti og er bjartur og mjög hljómgóður; kjörinn fyrir tónleika af því tagi sem þar voru á sunnudag. Þar voru komin Rússarnir Elena Denisova fiðluleikari og Alexei Kornienko píanóleikari, sem bæði starfa í Vín, en erindi þeirra hingað auk tónleikahalds er að halda nám- skeið fyrir nemendur Tónlistarkóla Garðabæjar. Fyrir hlé léku þau tvær sónötur fyrir fiðlu og píanó, aðra eftir austurríska „Íslandsvininn“ Helmut Neumann, hina eftir Brahms. Sónata Neumanns frá 1995 var lít- ið og snoturt verk og að sögn tón- skáldsins byggt á því sem hann kall- ar tólftóna kadensu, hugmynd sem kennari hans Ottmar Steinbauer skapaði og þróaði á fyrri hluta 20. aldar. Alltént er verkið áheyrilegt en hljómar engan veginn jafnmódern og þessi tónsmíðahugmynd gæti gefið til kynna – verkið hljómar síðróm- antískt og nokkuð gamaldags. Elena Denisova og Alexei Kornienko léku það feiknarvel og ljóst var strax að þarna voru afar flinkir tónlistarmenn á ferð. Sónata Brahms í d-moll op. 108 er einstakt verk og fagurt. Den- isova og Kornienko léku það af tæknilegri fullkomnun og miklu ör- yggi en nokkuð vantaði þó á að fiðlu- leikarinn næði tilfinningalegri dýpt Brahms. Þetta var sérstaklega áber- andi í ægifögrum adagio-þættinum þar sem vantaði miklu meiri hlýju og brahmsíska mýkt. Píanóleikarinn Alexei Kornienko er þó greinilega á heimavelli í Brahms og leikur hans var sérdeilis fallegur. Samleikur þeirra tveggja er sérstaklega sam- stilltur og andardráttur þeirra í tón- listinni einn og samur. Eftir hlé var slegið á allt aðra strengi og tónleikagestir fengu að heyra sjaldheyrða gullmola; útsetn- ingar fiðlusnillingsins Jascha Heifetz á smáverkum annarra tónskálda. Þetta eru glansnúmer sem Heifetz skreytti sig með á frægðarför sinni um heiminn á fyrri hluta aldarinnar, verk sem útsett voru með það fyrir augum að sýna sem best snilld hans og fimi á fiðluna. Þarna voru þau Denisova og Kornienko sannarlega í essinu sínu. Denisova hristi fram úr erminni hvert glæsiverkið af öðru, fór á kostum í dýrðlegri spila- mennsku. Tæknileg fullkomnun hennar gerði henni þetta létt verk og hún fór frábærlega með virtúósíska standarda eins og Hora staccato eftir Dinicu, Sevilla eftir Albeniz og Bras- iliera eftir Milhaud. Hægari lögin voru líka afar fallega leikin, ekki síst sönglag Brahms, Wie Melodien Zieht es Mir, og Estrellita eftir Ponce. Einhverra hluta vegna var ekki klappað milli verka og var auð- heyrt að mörgum í salnum þótti það óþægilegt að mega ekki láta gleði sína í ljós yfir snilldarleik Denisovu og Kornienkos. En klappið í lokin var vel útilátið og fengu tónleikagestir að launum lagasyrpu úr Porgy og Bess eftir Gershwin, með laginu Summer- time sem fylgdi manni út í fallegt vorsíðdegið þar sem lóan á Hofs- staðaholtinu kvakaði sitt sumarljóð, dýrðin, dýrðin í miklum ákafa. Dýrðin, dýrð- in í Garðabæ TÓNLIST S a l u r T ó n l i s t a r - s k ó l a n s í G a r ð a b æ Elena Denisova fiðluleikari og Alexei Kornienko píanóleikari léku Sónötu eftir Helmut Neumann, Sónötu í d-moll nr. 3 ópus 108 eftir Jóhannes Brahms og útsetningar eftir Jascha Heifetz á verkum ýmissa höfunda. Sunnudag kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur er á tónleikaferðalagi í Skotlandi í þessari viku. Aðaltónleikar ferðar- innar verða á föstudaginn í Kon- unglegu tónlistarakademíunni í Glasgow þar sem kvintettinn frum- flytur nýtt verk fyrir blásarakvint- ett eftir skoska tónskáldið Sally Beamish. Verkið heitir The Naming of Birds eða Nafngiftir fugla, en verkið byggir Beamish á óratoríu sinni sem fjallar um þann vanda sem steðjar að fuglum vegna jarðrasks og manngerðra jarðvegsbreytinga í sveitum Skotlands. Í óratoríunni syngur barnakór texta með lat- neskum heitum fugla og er þessum latnesku fuglaheitum komið fyrir í blásarakvintettinum þar sem klarin- ettan er til að mynda finkan, phyr- rula phyrrula, óbóið vepjan, vanel- lus vanellus, og hornið akurhænan, perdix perdix. Fyrstu tónleikarnir í ferðinni verða í dag í merku húsi sem hinn kunni skoski arkitekt Charles Mack- intosh teiknaði. Húsið var nefnt House for an art lover, eða Hús list- unnandans, en byggingu þess var aldrei lokið á sínum tíma. Fyrir nokkrum árum var verkið loks full- komnað og þar er afbragðs tónleika- salur sem Blásarakvintettinn leikur í. Daginn eftir verður haldið til Ed- inborgar þar sem kvintettinn leikur fyrir félag sem sér um tónleika á sjúkrahúsum, Society for Music in Hospitals. Á laugardag verður leikið á geðsjúkrahúsi í Inverness en um kvöldið verða tónleikar fyrir al- menning. Auk tónleikahaldsins verður Blásarakvintett Reykjavíkur með Masterclass-námskeið í Kon- unglegu akademíunni, bæði fimmtu- dag og föstudag, fyrir nemendur skólans. Phillip Jenkins, píanóleikari og kennari við akademíuna, hefur starfað áður með Blásarakvint- ettinum og Einari Jóhannessyni, klarinettuleikara hans, og mun hann leika með kvintettinum á tónleik- unum í Skotlandi. Meðal annarra verka á efnisskrá hópsins í Skot- landi eru kvintett eftir Mozart og sextett eftir Poulenc. Að sögn Ein- ars Jóhannessonar var kunnings- skapurinn við Philip Jenkins kveikj- an að samstarfinu að þessu sinni en auk þess er Daði Kolbeinsson, óbó- leikari kvintettsins, fæddur skoti og bar nafnið Duncan Campbell áður en hann tók íslenskt ríkisfang. Blásarakvintett Reykjavíkur staddur í Skotlandi Morgunblaðið/Golli Blásarakvintett Reykjavíkur Frumflytur verk eftir Sally Beamish NÁMSKEIÐ um list og trú verður haldið í Skálholtsskóla 6.–8. maí og sérstaklega ætlað fyrir listamenn, presta og starfsfólk kirkjunnar. Aðal- kennari verður prófessor Horst Schwebel frá Marburg í Þýska- landi. Hann er forstöðumaður Bygginga- og listastofnunar kirkjunnar, sem er rekin af há- skólanum og kirkjunni sameig- inlega (Institut für Kirchenbau und kirchliche Kunst der Geg- enwart). Hann hefur ritað mik- ið um list og arkitektúr og er viðurkenndur fræðimaður á al- þjóðavettvangi á þessu sviði. Hefur komið einu sinni áður til Íslands Hann hefur komið hingað til lands einu sinni áður. Aðrir sér- fræðingar og listamenn flytja fyrirlestra á námskeiðinu og sýna mynddæmi. Nám- skeið um list og trú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.