Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ F átt er hvimleiðara en tilburðir einstakra hópa í litrófi stjórn- málanna til að skipta með sér þjóðfélags- kökunni og halda í heiðri nokkurs konar heiðursmannasam- komulagi um „sín“ mál og „ann- arra“. Samkomulag þetta virða menn öllu jafna og gera sig því ekki seka um að rugga bátnum, en af og til verður einhverjum sakleysingjanum á að brjóta boð- orðið og hlýtur þá jafnan makleg málagjöld af hendi þeirra sem telja sig hafa skipt kökunni og standa dyggilega um hana vörð. Eitt skýrasta dæmið um þenn- an úrelta hugsunarhátt kristallast í umræðunni um verkalýðsmál og ekki síður efnahagsmál. Þar er skammt öfg- anna á milli og fjöldi sjálf- skipaðra spekinga hefur talið sér trú um að þeirra skoðun sé hin eina rétta og aðrir sem láta sig málið varða – andstæðingarnir – vaði ekki að- eins reyk heldur hljóti beinlínis að vera knúnir áfram af annarlegum hvötum. Nú stendur yfir verkfall sjó- manna og floti landsmanna liggur að mestu í höfn. Flestir eru sam- mála um að þetta verkfall er hið versta mál, en þó ber svo við að sjálfskipaðir sérfræðingar í um- ræðunni hafa komið sér fyrir í skotgröfunum og telja sig þess umkomna að dæma um það hverj- ir megi ræða málin og hverjir ekki. Og að auki hvaða skoðun viðkomandi megi hafa og svo ekki. Dæmi um þetta er pistill sem nýlega birtist á vefriti ungra jafn- aðarmanna, politik.is, undir yf- irskriftinni „Fáránlegar kröfur sjómanna“. Án þess að séstaklega sé tekið undir þau orð, verður ekki annað séð en höfundur færi rök fyrir máli sínu þegar hann segir: „Þegar fyrirtæki fjárfestir í nýjum búnaði sem gerir því kleift að fækka starfsfólki og hagræða í sínum rekstri er það sjaldan svo að starfsmennirnir telji sig eiga að fá alla hagræðinguna í sínar hendur. Forsvarsmenn sjómanna berjast nú fyrir því að sá pen- ingur sem útgerðarmenn eyða til að kaupa betri skip og tækjabún- að, sem að sjálfsögðu leiðir til þess að færri sjómenn þarf á hvert skip, fari óskertur til sjó- manna. Nú eru margar atvinnu- greinar sem hafa hagrætt í sínum rekstri og aldrei hefur komið upp jafnvitlaus staða og hjá sjómönn- um.“ Hér verður ekki betur séð en pistlahöfundur hafi fært fram ákveðin sjónarmið í umræðunni, fært rök fyrir máli sínu og nýtt þar með sjálfsagðan rétt sinn í lýðræðissamfélagi. En sjá; á öðru vefriti, murinn.is, hafa fulltrúar róttækari vinstrimanna séð sig knúna til að finna að málflutningi jafnaðarmannsins með grein und- ir fyrirsögninni „Ungir jafn- aðarmenn ganga erinda útvegs- manna“. Inngangur greinarinnar er álíka málefnalegur og yf- irskriftin, en hann gengur út á að Pólitík sé vefrit sem haldið er úti af ungliðahreyfingu Samfylking- arinnar og þar með tæki hennar. Síðan segir: „Undanfarið hefur þar verið lýst sérkennilegri af- stöðu til sjómanna sem aðstand- endur ritsins finna flest til for- áttu. Þannig birtist ritstjórnargrein föstudaginn 20. apríl um kröfur sjómanna. At- hygli vekur að höfundur grein- arinnar ... tekur algjörlega svari útvegsmanna og greinin gæti þess vegna verið skrifuð á skrif- stofu LÍÚ.“ Er nema von að menn setji hljóða undir slíkum skot- grafahernaði? Er nema von að menn velti því upp hvort nokkur þróun hafi orðið á lýðræðislegri umræðu þegar ungir menn halda á penna og finna að skoðunum annarra, kalli þær sérkennilegar þar sem tekið sé svari útvegs- manna og þær gætu þess vegna verið skrifaðar á skrifstofu LÍÚ? Mega menn virkilega ekki mynda sér sjálfstæða skoðun á einhverju tilteknu máli án þess að uppskera fyrir vikið tengingu við hags- munasamtök og bornar séu á þá ásakanir um annarlegar hvatir? Dettur mönnum ekki í hug að ver- ið geti að höfundur pistilsins á Pólitík hafi einfaldlega verið að segja sína skoðun? Með sömu rökum liggur beinast við að segja að skrif Múrsins hljóti að vera runnin undan rifjum þeirra manna í Farmanna- og fiski- mannasambandinu sem sitja nú heima í verkfalli, en hafa alla jafna margfalt það kaup af vinnu sinni sem venjulegt fólk í landi verður að sætta sig við. En slíku dettur höfundi þessa pistils vitaskuld ekki í hug að halda fram. Fleiri slík dæmi mætti nefna. Á dögunum skrifaði ég pistil á þess- um vettvangi sem gekk út á það að lækka beri skatta á fyrirtæki og setja þannig aukinn kraft í at- vinnulíf landsmanna. Margir fleiri hafa lýst sömu skoðun, fulltrúar atvinnulífsins og margir fleiri. En með hvaða orðum dæma Múrverj- ar slíkan málflutning: Jú, eftir að fréttastofa Ríkisútvarpsins fjallaði um umræðu um skatta á fyrirtæki á dögunum og vísaði til orða Ingólfs Bender, hagfræðings hjá Íslandsbanka-FBA, kom þessi málefnalega málsgrein: „Skatta- lækkun á fyrirtæki er það sem auðvaldið í þessu landi stefnir að, hvort sem er í atvinnulífinu eða í ríkisstjórn. Og hið þæga Útvarp bregst hratt við og flytur frétt um það hvað Ingólfi Bender finnst. Vegna þess að honum finnst það sem valdsherrunum hentar.“ Það er nefnilega það. Hættum nú að mála veröldina í svörtu og hvítu og lítum fremur á litrófið allt og leyfum okkur að hafa skoðanir á málefnum líðandi stundar og tjá þær í ræðu og riti. Það er álíka líklegt að Kristján Ragnarsson í LÍÚ véli um mál- flutning ungra jafnaðarmanna og að sá sem hér heldur á penna óski eftir lækkun skatta á fyrirtæki til þess gera það „sem valdsherr- unum hentar“. Svona skotgrafahernaður held- ur bara ekki vatni og ætti að heyra fortíðinni til. Fráteknar skoðanir Hættum nú að mála veröldina í svörtu og hvítu og lítum fremur á litrófið allt og leyfum okkur að hafa skoðanir á málefnum líðandi stundar og tjá þær í ræðu og riti. VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is ÖLLUM eru sjálf- sagt í fersku minni þær umræður sem urðu í vetur á Alþingi og víða í þjóðfélaginu, eftir að Hæstiréttur Íslands kvað upp úrskurð sinn í öryrkjamálinu svokall- aða, þar sem hann úr- skurðaði að tekjutrygg- ing öryrkja í sambúð hefði verið skert á ólög- mætan hátt undanfarin sjö ár vegna tekna maka. Öll munum við viðbrögð ríkisstjórnar, stjórnar þingmanna og lögspekinga ríkisstjórn- arinnar, við úrskurði þessum, að ekki kæmi til greina að fara eftir honum, það þyrfti að setja ný lög vegna þess að úrskurðurinn var svo óskýr. Fengnir voru sérstakir spekingar til að semja nýtt frumvarp til laga og komust þeir að þeirri nið- urstöðu að tekjur öryrkja í sambúð, sem voru rúmlega fimmtíu þúsund krónur, og hæstiréttur úrskurðaði að ekki mætti skerða, væru nægilegar rúmlega fjörutíu þúsund krónur og að nægilegt væri að borga fjögur ár aft- ur í tímann, þó svo að ólögleg skerð- ing hefði varað í sjö ár. Af hálfu stjórnarþingmanna, með Pétur Blöndal í broddi fylkingar, var því haldið fram, eða ég gat ekki skilið það öðruvísi, að makar þessara ör- yrkja, sem áttu að fá leiðréttingu, væru allir hátekjumenn og þarna ætti að greiða stórfé til hátekjufólks. Því væri ný skerðing sett á greiðslur til öryrkjanna og ekki borgað nema fjögur ár, því þeir hefðu ekkert við þessa peninga að gera. Pétur Blöndal margspurði þingmenn stjórnarand- stöðunnar hvort ekki væri réttara að nota þessa peninga til að bæta kjör hinna verst settu heldur en að greiða mökum þessara hátekjumanna eins og hæstiréttur úrskurð- aði. Ég gat ekki skilið þessa lagasetningu öðruvísi, en að þarna væri ríkið að spara stórfé, nokkur hundruð milljóna króna, til að geta bætt kjör hinna verst settu í þjóðfélag- inu. Svo kom loks að því að borga öryrkjunum út það sem ranglega var af þeim tekið og var það mörghundruð milljón- um króna minna en upphaflega hafði verið talað um, er úrskurður féll. Þegar fór að styttast í páska lýsti forsætisráðherra því yfir að eldri borgarar ættu að fá leiðréttingu á tekjum í samræmi við úrskurð hæsta- réttar í öryrkjamálinu, sett yrðu lög um það efni. Lögin voru sett og í páskavikunni var síðan tilkynnt að nú fengju ellilífeyrisþegar leiðréttingu eins og öryrkjarnir. Hvernig var svo leiðréttingin? Jú, ellilífeyrisþegar fá leiðréttingu frá áramótum og ríkið strikaði alveg út þessi sjö ár, sem ólögmæt tekju- skerðing hafði átt sér stað, og hljóta þar að hafa sparast nokkur hundruð milljónir króna handa þeim verst settu í þjóðfélaginu. Við eldri borgarar, og sjálfsagt ör- yrkjar líka, höfum beðið eftir tillögum frá Pétri Blöndal, ríkisstjórn og lög- spekingum hennar, eftir málflutning- inn í vetur, um úrbætur til hinna verst settu, en það eru sjálfsagt ekki þeir öryrkjar og ellilífeyrisþegar, sem voru ofsælir af rúmlega fimmtíu þús- und krónum á mánuði og voru lækk- aðir í rúm fjörutíu þúsund. Ekkert bólaði á neinum tillögum fyrr en nú rétt fyrir páska, þá kemur tillaga frá Pétri Blöndal um að nú þurfi að hækka laun ákveðinna manna, og eftir allt tal hans í vetur og alla hans umhyggju fyrir hinun verst settu í þjóðfélaginu mátti ætla að komið væri að þeim, en hver er til- lagan? Hækka skal laun alþingismanna þannig að þau verði rúmlega tíföld laun öryrkja og ellilífeyrisþega, eftir því sem Pétur Blöndal og félagar hans sögðu í vetur, að væri hæfilegt, og nú skal hækka laun ráðherra þannig að mánaðarlaun forsætiráð- herra verði tuttugu og fjögurföld laun öryrkja og ellilífeyrisþega, eða sem svarar til tveggja ára launa þessara hópa. Þessi tillaga kemur í beinu framhaldi af umræðunni í vetur um nauðsyn þess að bæta kjör hinna verst settu í þjóðfélaginu. Þegar mað- ur sér og heyrir svona tillögur frá þeim sem hafa talað fjálglega um að bæta kjör hinna verst settu kemur í huga manns þessi gamla setning: Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. Er hægt að sýna öryrkjum og öldr- uðum meiri lítilsvirðingu? Kjarabætur til handa þeim verst settu Karl Gústaf Ásgrímsson Aldraðir Eldri borgarar hafa beðið eftir tillögum frá Pétri Blöndal, rík- isstjórn og lögspek- ingum hennar, segir Karl Gústaf Ásgríms- son, um úrbætur til hinna verst settu. Höfundur er formaður félags eldri borgara Kópavogi. Evrópusamtökin eru þverpólitísk samtök sem stofnuð voru árið 1995 af einstaklingum sem báru í brjósti brennandi áhuga og hugsjónir tengdar Evr- ópusamvinnu. Þrátt fyrir háleit markmið samtakanna hefur flug- ið verið fremur lágt að undanförnu. Ein af ástæðunum er að eftir að EES-samningurinn gekk í gildi 1994 og eftir að EFTA-ríkin Svíþjóð, Finnland og Austurríki gengu að fullu til liðs við Evrópusambandið 1995 hefur verið biðstaða í Evrópuumræðu á Ís- landi. Á þessum tíma hafði einungis einn stjórnmálaflokkur aðildarum- sókn á stefnuskrá sinni og tefldi djarft. Þessi sami flokkur, Alþýðu- flokkurinn, bar jafnframt hitann og þungann af EES-samningnum og má segja að flokkurinn hafi barið þetta umdeilda mál í gegnum þingið af mikilli útsjónarsemi og þrautseigju en fengið bágt fyrir. Nú, um sex ár- um síðar, keppist fólk víðsvegar að úr þjóðfélaginu – og úr öllum stjórn- málaflokkum – við að hrósa samn- ingnum í hástert. Þrátt fyrir að EES-samningurinn hafi sannað gildi sitt eru margir þeirrar skoðunnar að stíga eigi skref- ið til fulls og sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu sem er lang- öflugasta bandalag lýðræðisríkja í álfunni. Er það mat Evrópusamtak- anna, sem hafa það markmið að stuðla að opnum og fordómalausum umræðum um framtíðarstöðu Ís- lands í samstarfi Evr- ópuríkja og að Ísland taki virkan þátt í því samstarfi, að þessari skoðun hafi vaxið fiskur um hrygg undanfarin misseri. Auglýst eftir rökum Þeir sem eru á móti nánara samstarfi við Evrópusambandið hafa löngum vænt okkur hin um að hafa engin rök okkar málflutningi til stuðnings. Þetta er al- rangt. Rökin sem notuð eru gegn aðild, og í raun gegn allri umræðu um aðildarumsókn, eru hins vegar mjög veik fyrir ef vel er að gáð. Þau snúast einkum og sér í lagi um fullveldisafsal, sjávarútvegs- og land- búnaðarmál, kostnað við aðild og sjálfstæða mynt. Án þess að fara mörgum orðum um þessi atriði má færa rök fyrir því að með fullri aðild myndum við endurheimta fullveldi sem við klárlega afsöluðum okkur með EES-samningnum. Með honum skuldbundum við okkur til að taka upp næstum alla þá löggjöf sem snýr að innri markaðnum en höfum engin áhrif á gerð hennar. Alþingi er því hrein og klár stimpilstofnun hvað þetta varðar. Sjávarútvegsstefna ESB er ekki sú fyrirstaða sem haldið hefur verið fram. Það hefur fengist staðfest og hvergi betur en í þætt- inum Aldarhvörf sem var á dagskrá Ríkissjónvarpsins 6.11.2000 og nú síðast á blaðamannafundi Romano Prodi og Davíðs Oddssonar eftir fund þeirra í Brussel á dögunum. Allir eru sammála um að hagræða þarf í ís- lenskum landbúnaði hvort sem við göngum í ESB eða ekki. Það er ekki hægt að reikna út kostnað við aðild án þess að taka inn í dæmið ávinning íslenskra fyrirtækja og neytenda. Slíkt hefur ekki verið gert þrátt fyrir að gerð hafi verið tilraun til að reikna út hvort aðild gæti borgað sig. Þessu tengist síðan umræðan um hvort Ís- lendingar eigi að halda í sjálfstæða mynt eða ekki. Það er ljóst að fórn- arkostnaðurinn við sjálfstæða mynt er og verður mikill. Starfsskilyrði ís- lenskra fyrirtækja eru lakari en gengur og gerist, t.d. miðað við starfsskilyrði fyrirtækja sem stað- sett eru á evrusvæðinu. Sennilega hitti Jón Sigurðsson, forstjóri Össur- ar, naglann á höfuðið þegar hann lét þau orð falla í Viðskiptablaðinu (8–14. 10. 2000) að líkja mætti samkeppn- isstöðu íslenskra fyrirtækja við spretthlaupara sem mætir til leiks í stígvélum! Gengisfellingar eru dottn- ar úr hagstjórnartískunni og engin þjóð með viti myndi leika af sér með slíkri einhliða aðgerð í því viðskipta- umhverfi sem við búum við í dag. Þessi rök hafa því gengið sér til húð- ar eins og flest önnur. Spurning um pólitíska afstöðu Mín skoðun er sú að nánast úti- lokað sé að draga kosti og galla að- ildar afdráttarlaust í dilka. Það sem sumum finnst vera mikill kostur get- ur öðrum þótt mikill galli og öfugt – málið snýst því að miklu leyti um pólitíska afstöðu. Veruleikinn er ekki svarthvítur og til að fá skynsamlega niðurstöðu í Evrópuumræðuna þarf að fjalla um málið út frá réttum for- sendum; út frá hagsmunum heildar- Biðstaðan rofin í Evrópuumræðunni Úlfar Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 92. tölublað (25.04.2001)
https://timarit.is/issue/249182

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

92. tölublað (25.04.2001)

Aðgerðir: