Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 43
ÁRIÐ 1994 höfnuðu
Norðmenn aðild að
Evrópusambandinu í
þjóðaratkvæðagreiðslu
í annað sinn. Margir
ályktuðu sem svo að
hér væri á ferðinni fyr-
irmyndardæmi um
sjálfstæðis- og lýðræð-
ishugsjón Norðmanna.
Raunveruleikinn er allt
annar. Með því að
hafna aðild og staðfesta
EES-samninginn má
segja að Noregur, auk
Íslands og Liechten-
stein, sé aukaaðili að
Evrópusambandinu.
Munurinn á aukaaðild og fullri aðild
er í grófum dráttum sá að aukaað-
ildin gefur enga möguleika á áhrifum
við stefnumótun sambandsins.
Skákað í skjóli myrkurs
Með EES-samningnum skuld-
bundu EFTA-ríkin í EES sig til að
innleiða alla löggjöf ESB varðandi
innri markaðinn. Jafnfram skuld-
bundu þau sig til að taka upp alla
nýja löggjöf sem ESB setur og snýr
að innri markaðnum til að tryggja
einsleitni á öllu svæðinu. Í Noregi fer
þetta fram á eftirfarandi hátt og er
ferlið örugglega svipað ef ekki ná-
kvæmlega eins á Íslandi:
Þegar ný löggjöf um innri mark-
aðinn hefur verið mótuð og afgreidd
af stofnunum ESB – framkvæmda-
stjórninni, Evrópuþinginu og ráð-
herraráðinu – er hún kynnt fyrir
EFTA-/EES-ríkjunum. Upplýsing-
arnar eru sendar áfram af sendi-
nefnd Noregs í Brussel til utanrík-
isráðuneytisins í Osló. Þar tekur
utanríkisráðherra við gjörningnum –
setur í skjalatösku og heldur áleiðis
til Stórþingsins.
Í þinginu hittir ráðherra fyrir
þingnefnd sem hefur umsjón með
málefnum EES-samningsins. Hún
samanstendur af utanríkismála-
nefnd auk fulltrúa úr viðeigandi
nefndum sem málið varðar. Fundur-
inn fer fram fyrir luktum dyrum og
fundargerð er ekki gerð opinber fyrr
en 12 mánuðum seinna. Fundurinn
stendur yfirleitt ekki lengur en í 35
mínútur og engin atkvæðagreiðsla á
sér stað – þingmennirnir kinka kolli
og taka þannig undir fyrirmæli ráð-
herrans. Að loknum fundi kemur
ráðherrann þeim skilaboðum á fram-
færi við sína fulltrúa í Brussel að
málið hafi verið rætt og það afgreitt
án athugasemda.
Norski sendiherrann fer með
þessi skilaboð til sameiginlegu EES-
nefndarinnar en í henni sitja – ásamt
honum – fulltrúar Íslands, Liechten-
stein og Evrópusambandsins.
Fulltrúi ESB fer yfir þau atriði sem
fyrir liggja og fulltrúar EFTA-/
EES-ríkjanna kinka kolli og sam-
þykkja möglunarlaust í samræmi við
fyrirmæli að heiman.
„Staðfestingarferlið“
Eftir þessa æfingu eru tjöldin
dregin frá og leiksýningin hefst. Við-
komandi gerð er send til Noregs og
hið opinbera staðfestingarferli fer í
gang. Utanríkisráðuneytið sendir
fyrirliggjandi upplýsingar í viðeig-
andi ráðuneyti og oftast öðlast við-
komandi gerð lagagildi án nokkurar
umræðu og án þess að nokkur verði
þess var. Fyrir kemur
þó að einstaka gerð er
tekin fyrir sem tillaga
að lögum. Í slíkum til-
fellum er málsmeðferð-
in hefðbundin á yfir-
borðinu. Gerðin er
kynnt fyrir hagsmuna-
aðilum og fyrir Stór-
þinginu sem formleg
tillaga. Þetta ferli get-
ur tekið allt upp í tvö ár
frá því að gerðin var
samþykkt af fulltrúum
hinna 15 aðildarríkja
Evrópusambandsins.
Hér er á ferðinni hrein
og klár sýndar-
mennska. Þessi meinta umræða er
með öllu gagnslaus einfaldlega
vegna þess að EFTA-/EES-ríkin
verða, fyrr eða síðar, að staðfesta
viðkomandi gerð til að tryggja eins-
leitni á öllu EES-svæðinu. Fari svo
að ein EFTA-þjóð í EES hafni gerð
sem snýr að innri markaðnum þýðir
það uppsögn á EES-samningnum á
því sviði og næði uppsögnin þá til
allra EFTA-/EES-ríkjanna. Keðju-
verkun færi í gang og getur enginn
með nokkru móti séð fyrir endann á
þess háttar uppákomu.
Svikamylla
Á Íslandi og í Noregi eru margir
sem styðja þessa svikamyllu í nafni
sjálfstæðis og fullveldis! Þeir eru
þeirrar skoðunnar að EES-samning-
urinn sé hin fullkomna og endanlega
lausn frændþjóðanna í norðri gagn-
vart ESB – hér er um reginmisskiln-
ing að ræða. EES-samningurinn er
dæmi um alþjóðasamning sem felur í
sér eitt mesta fullveldis- og sjálf-
stæðisafsal og áhrifaleysi sem um
getur. Að auki er hann brothættur
sem postulín. Það er borðleggjandi
að eftir því sem Evrópusambandið
vex og dafnar dvínar áhuginn á þess-
um „biðstofusamningi“. Þetta er
hinn blákaldi veruleiki þrátt fyrir
kurteisislegar yfirlýsingar einstakra
leiðtoga í stuttu spjalli yfir kaffibolla
um að samningurinn sé enn í gildi.
Hann er vissulega í fullu gildi í því
formi sem hann var og er en staða
hans er mun veikari en áður og á eft-
ir að veikjast enn frekar.
Noregur í ESB 2003?
Ísland og Noregur munu í náinni
framtíð tengjast ESB sífellt nánari
böndum. Til viðbótar við EES-samn-
inginn eru bæði ríkin aðilar að
Schengen-vegabréfasamstarfinu og í
deiglunni er náin samvinna á sviði
öryggis- og varnarmála. Auk þess
hafa ríkin náið samstarf við ESB á
ýmsum sviðum sem EES-samning-
urinn nær ekki yfir. Mér virðist sem
opinber umræða um þessi mál sé
lengra á veg komin í Noregi en á Ís-
landi. Það eru teikn á lofti og fram-
undan eru líflegar umræður um
framtíð Noregs í Evrópusamstarfi.
Stjórnmálaskýrendur eru sammála
um að umræðan fari á fullt í kjölfar
þingkosninga sem haldnar verða síð-
ar á þessu ári og þeir sem lengst
ganga telja að Noregur muni jafnvel
sækja um aðild eigi síðar en 2003.
Norsku Evrópusamtökin fagna
hverju skrefi sem tekið er í átt að
nánara samstarfi við ESB. Endan-
legt markmið er full aðild Noregs að
Evrópusambandinu þannig að áhrif
Norðmanna á eigin framtíð verði
tryggð og að þeir fái notið samstarfs-
ins sem á sér stað innan ESB til
fullnustu. Við gerum okkur grein
fyrir því að örlög frændþjóðanna –
Noregs og Íslands – eru samofin
hvað þetta varðar. Taki Norðmenn
af skarið mun það hafa mikil áhrif á
Íslandi og öfugt. Það er því mikið
fagnaðarefni fyrir norsku Evrópu-
samtökin að kollegar okkar á Íslandi
hafa nú blásið til sóknar eftir nokk-
urn dvala og óskum við þeim velfarn-
aðar í framtíðinni.
Leyndarmálið á bak
við EES-samninginn
Gunnar Bolstad
ESB
Endanlegt markmið,
segir Gunnar Bolstad,
er full aðild Noregs að
Evrópusambandinu.
Höfundur er formaður norsku
Evrópusamtakanna.
Bómullar-satín
og
silki-damask
rúmföt
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050
Ferðamannafranska,
hraðnámskeið í frönsku
Námskeiðið er 10 tímar, tvö á dag frá mánudegi til föstudags og miðast við
að undirbúa Frakkalandsfara sem best fyrir Frakklandsdvölina með áherslu
á kennslu í daglegum orðaforða. Námskeiðin verða haldin í maí, júní og júlí.
Upplýsingar í síma 552 3870 frá kl. 11-18.
Hringbraut 121 - 107 Reykjavík - Fax 562 3820.
Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is
Kringlan Rvík -
skrifstofuhæð
Vorum að fá í einkasölu glæsilega
skrifstofuhæð, 249,7 fm, á fjórðu hæð
í suður-turni Kringlunnar. Hæðin er
fallega innréttuð og er öll í útleigu í
dag. Verð kr. 65.000.000.
Kringlan Rvík -
verslunarpláss - fjárfesting
Vorum að fá í einkasölu mjög vel
staðsett ca 143 fm verslunarpláss
með langtímaleigusamning. Nánari
upplýsingar eingöngu veittar á skrif-
stofu, ekki í síma.
Laugavegur -
verslunarhúsnæði
Erum með í einkasölu ca 230 fm versl-
unarhúsnæði, mjög vel staðsett við
Laugaveg. Húsnæðið er í leigu í dag
en getur verið laust eftir nánara sam-
komulagi. Verð kr. 36.000.000.
Ármúli - verslun/skrif-
stofa/þjónusta
Erum með í einkasölu glæsilegt versl-
unar-, skrifstofu- og þjónustuhús-
næði á tveimur hæðum, (báðar jarð-
hæðir). Hvor hæð um sig er 709 fm
þannig að heildarflatarmál eignarinn-
ar er 1.418 fm. Eignin er mjög vel
staðsett við Ármúlann og er neðri
jarðhæð með góðum innkeyrsludyr-
um, mikilli lofthæð og afgirtri lóð.
Köllunarklettsvegur -
skrifstofuhæð
Erum með í einkasölu glæsilega 614,9
fm nýinnréttaða skrifstofuhæð. Hæð-
in skiptist í ca 450 fm hæð ásamt ca
130 fm milligólfi með þakgluggum.
Frábær staðsetning, glæsilegt útsýni,
parket á gólfum, sjón er sögu ríkari.
Eignin er laus strax.
Austurströnd Seltj. -
verslun/skrifst./lager
Erum með til sölu mjög gott 154,8 fm
skrifstofu/verslunar- og lagerhús-
næði. Húsnæðið er mjög vel staðsett
og getur losnað fljótlega. Verð kr.
15.500.000.
Lindahverfi Kóp. -
fjárfesting
Til sölu í Lindahverfinu í Kópavogi
glæsilegt 800 fm skrifstofuhúsnæði
með langtímaleigusamning við
trausta aðila. Áhvílandi hagstæð lán
ca 60.000.000. Verð kr. 90.000.000.
Leigutekjur ca kr. 900.000. á mánuði.
Viðarhöfði Rvík - jarðhæð
Erum með í einkasölu mjög gott 218,5
fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð, enda-
bil. Eignin er í útleigu í dag. Verð kr.
16.000.000.
Vatnagarðar Rvík -
kvikmyndaver
Til sölu glæsilegt 945,8 fm skrifstofu-
og þjónustuhúsnæði við Vatnagarða í
Reykjavík.
Smiðjuvegur Kóp. -
fjárfesting
Erum með í sölu verslunarhúsnæði
sem hýsir matvörumarkað, langtíma-
leigusamningur. Nánari upplýsingar
veittar á skrifstofu.
Lækjarmelur Rvík - iðnaður
Erum með í sölu 1.400 fm iðnaðarhús-
næði sem hægt er að skipta upp í
minni einingar.
Grettisgata Rvík - jarðhæð
Erum með í sölu 304,9 fm húsnæði á
jarðhæð, sem getur nýst undir ýmsa
starfsemi. Húsnæðið er laust í júlí nk.
Verð kr. 22.500.000. Áhvílandi hagstæð
lán ca kr. 11.000.000.
Eldshöfði Rvík - iðnaður
Erum með í sölu mjög gott iðnaðar-
húsnæði, samtals ca 1.800 fm við Elds-
höfða í Rvík. Húsnæðið er laust strax.
Hagstæð lán að fjárhæð ca kr.
64.000.000. Verð kr. 99.000.000.
Dugguvogur Rvík
Erum með í sölu mjög gott 340 fm
húsnæði þar sem starfrækt er kjöt-
vinnsla í dag. Eignin er til sölu með
eða án kjötvinnslunnar.
Til sölu lóðir í Garðabæ
Erum með í sölu tvær byggingarlóðir
undir atvinnu/þjónustuhúsnæði,
mjög vel staðsettar í Molduhrauni í
Garðabæ. Nánari upplýsingar á skrif-
stofu okkar.
Atvinnuhúsnæði
til leigu
Dalvegur 18, Kóp. -
verslun/skrifstofa
Erum með til leigu glæsilega 895
fm verslunarhæð sem hægt er að
skipta í tvær ca 447,5 fm einingar.
Auk þess erum við með til leigu 778
fm skrifstofuhæð sem hægt er að
skipta niður í allt að fjórar 194,5 fm
einingar, mjög góð staðsetning og
aðkoma.
Dalvegur Kóp. -
verslunarhæð
Erum með til leigu 400 fm jarðhæð
sem hægt er að skipta í tvær ein-
ingar.
Lyngháls Rvík -
skrifstofur
Erum með til leigu ca 500 fm skrif-
stofuhæð sem hægt er að leigja út
í minni einingum. Eignin hefur öll
verið tekin í gegn á smekklegan
hátt. Hagstætt leiguverð.
Austurströnd Seltj. -
skrifstofa/íbúð
Erum með til leigu 201,3 fm skrif-
stofu/íbúðarhúsnæði. Eignin er
skráð sem 105,8 fm íbúð og 95,5 fm
skrifstofa. Mjög glæsileg hæð til af-
hendingar strax.
Atvinnuhúsnæði
óskast
Óskum eftir 500-600 fm húsnæði til
leigu í Grafarvogi. Helst allt á einni
hæð. Traustur aðili óskar eftir 10
ára leigusamningi.
Atvinnuhúsnæði til sölu
SÝNISHORN Á SÖLUSKRÁ
...og þú svífur„ S K Ý “Útgefandi glæsilegra tímarita síðan 1963
NÝTT SPENNAND I T ÍMAR I T Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ
Leikmenn dauðana: „Krufning er unnin í þögn, en ekki eins og í bíómyndunum þar sem
spúkí karakterar vinna í subbulegum líkhúsum og borða yfir krufningunni. Í krufningu er
engin sláturhússtemmning heldur meira skurðstofuyfirbragð“.