Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 22

Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD í Kína fordæmdu í gær harðlega ákvörðun Bandaríkja- stjórnar um að selja Taívönum ýmis háþróuð vopn en varnarmálasér- fræðingar segja, að þau muni efla verulega hernaðargetu taívanska hersins, einkum flotans. Bandaríkja- menn urðu þó ekki við óskum Taív- ana um tundurspilla, sem búnir eru hinu háþróaða Aegis-ratsjárkerfi, en sögðu, að sú ákvörðun yrði endur- skoðuð eftir eitt eða tvö ár. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær, að kín- verska stjórnin, sem lítur á Taívan sem kínverskt land, teldi vopnasöl- una óvirðingu við fullveldi Kína og íhlutun í kínversk málefni. Vildi hann ekkert segja um hugsanleg við- brögð við vopnasölunni en sagði, að það væri á ábyrgð Bandaríkjastjórn- ar en spennan milli ríkjanna ykist. Wu Xinbo, prófessor við þá deild Fudan-háskóla í Shanghai, sem fjallar um bandarísk málefni, spáði því í gær, að stjórnin í Peking myndi ekki láta sitja við orðin tóm, heldur mótmæla vopnasölunni, einkum kaf- bátasölunni, með áþreifanlegum hætti og það heldur fyrr en seinna. Munar mest um kafbátana Bandaríkjamenn ætla að selja Taívönum fjóra tundurspilla af Kidd- gerð, 12 P-3-flugvélar, sem notaðar eru gegn kafbátum, þyrlur og ýmis önnur árásarvopn. Þá munu Taívan- ar fá átta dísilknúna kafbáta en um þá hafa þeir lengi beðið. Eiga þeir aðeins fjóra fyrir en Kínverjar 60 til 70 þótt fæstir þeirra séu raunar tald- ir haffærir. Í þessum flota eru hins vegar fjórir rússneskir kafbátar af Kilo-gerð, sem gefa Kínverjum mikla yfirburði á þessu sviði. Kínverjar segja, að Bandaríkja- stjórn hafi stigið yfir ákveðið „rautt strik“ með því að selja Taívönum kafbáta þar sem þeir séu árásarvopn fremur en varnarvopn. Salan sé því ekki í samræmi við þær skuldbind- ingar Bandaríkjamanna, að þeir sjái Taívönum fyrir varnarvopnum. Villt um fyrir Kín- verjum með Aegis? Varnarmálasérfræðingar segja, að með kafbátunum gætu Taívanir gert að engu hugsanlegar tilraunir Kínverja til að ráðast inn í Taívan og auk þess, sem Kínverjum hugnast enn verr, gætu þeir skotið stýri- flaugum á Kína kæmi til styrjaldar. Eins og fyrr segir urðu Banda- ríkjamenn ekki við óskum Taívana um Arleigh Burke-tundurspilla, sem búnir væru Aegis-ratsjám, en tals- maður Bandaríkjastjórnar sagði, að það yrði tekið til endurskoðunar eftir ár eða tvö. Raunar hefði Bandaríkja- stjórn ekki getað afhent tundurspill- ana fyrr en 2010 eða sjö árum eftir afhendingu kafbátanna. Sumir fréttaskýrendur og varnar- málasérfræðingar geta sér raunar til, að öllu talinu um Aegis-kerfið hafi verið ætlað að villa um fyrir Kínverj- um. Þeir hafi litið söluna á því mjög alvarlegum augum og telji sig nú hafa unnið nokkurn sigur en í raun hafi umræðunni verið ætlað að skyggja á kafbátasöluna til Taívana. Hún sé í raun mikilvægari en Aegis- kerfið. Stjórnvöld á Taívan höfðu ekki tjáð sig opinberlega um söluna síð- degis í gær en þá var þess enn beðið, að taívanskri sendinefnd yrði kynnt hún formlega í bandaríska hermála- ráðuneytinu. Steve Chou, taívanskur þingmaður og uppgjafaherforingi, kvaðst hins vegar vera mjög ánægð- ur og einkanlega vegna kafbátanna. Bandarískir þing- menn ánægðir Bandarískir þingmenn, jafnt demókratar sem repúblikanar, lýstu yfir stuðningi við ákvörðun stjórnar George W. Bush forseta um vopna- söluna en sumir töldu, að einnig hefði átt að selja Taívönum Aegis- kerfið. Um er að ræða mestu vopnakaup Taívana frá því snemma á síðasta áratug er þeir keyptu 150 F-16-orr- ustuþotur frá Bandaríkjunum og 60 Mirage 2000-5-orrustuþotur og sex Lafayette-freigátur af Frökkum. Kínverjar mótmæla harðlega vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Taívans Stóreflir varnir Taívana gegn hugsanlegri innrás Peking, Washington. AP, AFP, Reuters. AP Tundurspillir af Kidd-gerð. Taívanar fá fjóra slíka, átta kafbáta, 12 kafbátaleitarflugvélar og fleiri vopn. EINN af þekktari þingmönn- um breska Íhaldsflokksins, Gerald Howarth, hvetur til þess að kjósendur í Englandi riti stjórnvöldum og krefjist þess að fá að merkja við reit með orðinu „enskur“ á eyðu- blaði vegna væntanlegs mann- tals hagstofunnar. „Það virð- ist vera í lagi að vera skoskur, velskur eða írskur en ekki enskur,“ segir hann en reitir eru fyrir Skota og Íra. Wales-búar hafa ekki enn sérstakan reit en hafa verið hvattir til að tilgreina þjóð- erni sitt undir reitnum „hvítur af öðru þjóðerni en ofan- greindu“. Verða þeir þá flokk- aðir sérstaklega en ekki er ljóst hvort Englendingarnir sem nota reitinn fá slíka með- ferð. Howarth segist ætla að skrifa ensk-skoskur. Byrjað var að setja reiti fyrir þjóðerni á eyðublaðið fyrir áratug og segja embætt- ismenn að með því sé gert auðveldara að beina fjárfram- lögum til minnihlutahópa sem þurfi aðstoð. Kannanir hafi ekki gefið til kynna að margir vilji fá réttinn til að mega kalla sig enska og íbúar í Englandi líti fremur á sig sem breska. Howarth er í hópi þing- manna sem neita að undirrita yfirlýsingu allra breskra flokksleiðtoga sem beinist gegn kynþáttafordómum en er nú orðin umdeild. Manntal í Bretlandi Vill fá að vera enskur London. The Daily Telegraph. SHEIKH Abdul Aziz bin Abdullah-al- Sheikh, múfti og æðsti embættismaður trú- mála í Sádi-Arabíu, fordæmdi fyrir nokkr- um vikum Pokémon-leikinn vinsæla á þeirri forsendu að hann ýtti undir fjárhættuspil, trú á þróunarkenningu Darwins og væri þáttur í samsæri síonista gegn múslimum. Var leikurinn formlega lýstur óalandi og óferjandi í heimi íslams, gefin út svonefnd „fatwa“ sem einnig getur þýtt dauðadóm ef hún beinist gegn einstaklingi. Múslimaleiðtogar í Dubai og Katar hafa tekið undir með Sheikh Abdul og gefið út „fatwa“ í krafti embætta sinna um að dygg- ir stuðningsmenn íslams eigi ekki að taka þátt í Pokémon-æðinu með börnum sínum. Sheikh Abdul segir að á flestum Pokémon- spilum séu „sex arma stjörnur, tákn hins al- þjóðlega síonisma og Ísraels“ og einnig „krossar með ýmiss konar lögun“. Höfundur Pokémon er Japani, Satoshi Tajiri. Vildi hann að sögn tímaritsins News- week á sínum tíma búa til leik þar sem hann gæti rifjað upp eftirlætisviðfangsefni sín í æsku: að horfa á skrímslamyndir í sjónvarpinu og veiða skordýr. Mikið er um óvæntar myndbreytingar persónanna eins og í fleiri teiknimyndasögum og mun það vera ástæðan fyrir tilvísun í þróunarkenn- inguna af hálfu trúarleiðtogans sádi- arabíska. Tajiri kynnti leikinn árið 1996 og síðan hefur hann farið sigurför um allan heim. Auk spilanna eru framleiddir hvers skyns smáhlutir í tengslum við persónurnar, gerð myndbönd og sjónvarpsþættir og nokkrar kvikmyndir í fullri lengd. Ævintýri Pikachu og félaga hennar eru hvarvetna vinsæl og ekki síst í löndum araba. Orðrómur hefur lengi verið á kreiki í Jórdaníu og víðar um að orðið Pokémon merki á japönsku „gyðinglegur“ en menn- ingarfulltrúi við japanska sendiráðið í Amman vísar því á bug. Gyðinglegur sé „júdajajin“ á japönsku. Aðrir heimildarmenn segja að um sé að ræða þekkt fyrirbæri í Japan: enskuslettu. Pokémon sé afbökun og stytting á enska orðinu „pocket monster“ eða vasaskrímsli. Sheikh Abdul hefur hvatt múslima til að „gæta sín á þessum leik og hindra börn sín í að taka þátt í honum til að vernda trú þeirra og siði“. Aðrir múslimaleiðtogar benda einnig á að mikill kostnaður fylgi því að kaupa leik- föngin og allt sem þeim fylgir. Pakki af Pokémon-spilum getir kostað 16 dollara, nær 1.500 krónur, í Egyptalandi þar sem laun embættismanna eru oft ekki nema 60 dollarar eða um 5.500 krónur. Newsweek vitnar í Meryat Samaha, móður í hverfi ve- lefnaðs fólks í Kaíró, og hún er á vissan hátt ánægð með yfirlýsingarnar um tengsl- in við síonisma. „Við höfum notað hatrið sem börnin okk- ar arabísku hafa á Ísrael og fengið þau til þess að hætta að taka þátt í þessu brjál- æðislega Pokémon-spili,“ segir hún. Sums staðar hefur andstaðan birst í lesendabréf- um. „Ég ætla ekki að láta börnin mín borða meira af kartöfluflögum með Pokémon- mynt innan í vegna þess að við vitum öll að í þeim er efni sem festist í kartöflunum, fer þaðan í magann og veldur ófrjósemi,“ skrif- aði eitt foreldrið í í dagblaðinu Al-Ahram. Mörgum múslimum þykir trúarleiðtog- arnir hafa farið langt yfir mörkin í for- dæmingunni á Pokémon. Tímaritið News- week segir í grein að fyrirrennari Sheikhs Abduls í embætti hafi á sínum tíma lýst því yfir að jörðin væri flöt en ekki hnöttótt í laginu. Bandarísk samtök sem berjast gegn gyð- ingahatri hafa mótmælt ásökunum um að Pokémon sé hluti af síonistasamsæri og segja þær „fáránlegar“. Með þeim sé alið á hatri og fordómum meðal araba gegn Ísra- el og gyðingum. Yfirmaður trúmála í Sádi-Arabíu sker upp herör Pokémon-leikurinn sagður ógna gildum íslams New York. AFP. Reuters Sölumaður í leikfangaverslun í Aþenu með Pikachu-brúðu en hún seldist best af Pokémon-brúðunum í fyrra. STJÓRN Ísraels kvaðst í gær vera tilbúin að aflétta umsátri hersins um borgina Jeríkó á Vesturbakkanum en dráp ísraelskra hermanna á tveimur Palestínumönnum og sprengjuvör- puárás Palestínumanna á byggð gyðinga á her- numdu svæðunum drógu úr líkunum á því að spennan minnkaði. Palestínska lögreglan kvaðst hafa fundið lík geðtruflaðs Palestínumanns við landamæri Gaza og Ísraels. „Ísraelskir hermenn sáu grunsamlegan Palestínumann fara yfir landa- mæragirðingu í norðurhluta Gaza. Þeir hróp- uðu til hans og skipuðu honum að nema staðar. Hann gerði það ekki og þeir hleyptu af byssum upp í loftið og skutu hann síðan til bana,“ sagði talsmaður Ísraelshers. Ísraelskir hermenn skutu annan Palestínu- mann til bana í átökum við grjótkastara á Vest- urbakkanum. Þrír Palestínumenn til viðbótar særðust. Herinn sagði að Palestínumenn hefðu skotið þremur sprengjum á Gadid, byggð gyðinga á Vesturbakkanum. Enginn hefði særst í árás- inni. AP Palestínsk kona reynir að aðstoða konu sem féll í yfirlið við heimili tólf ára drengs sem ísraelskir hermenn skutu til bana á Gaza-svæðinu á sunnudag. Palestínu- menn vegnir Jerúsalem. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.