Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 25
Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki-
færi í glæsilega vorferð til Costa del Sol þann 8. maí á hreint
ótrúlegu verði í 14 nætur. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brott-
för látum við þig vita á hvaða gististað þú dvelur í fríinu. Þú nýtur
fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað við
Miðjarðarhafið og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Verð kr. 39.985
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
8. maí, 14 nætur.
Flug, gisting, skattar.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 49.930
M.v.2 í stúdíó. Santa Clara,
8. maí, 14 nætur,
Flug, gisting, skattar.
Aðeins 30 sæti
á sértilboði
Stökktu til
Costa del Sol
8.maí
frá 39.985 kr.
GRUNUR leikur á, að maður hafi
smitast af gin- og klaufaveiki í
Bretlandi en búist var við niður-
stöðum rannsóknar á því í gær eða
í dag. Ef rétt reynist er um að
ræða annan manninn, sem vitað er
til, að hafi smitast af sjúkdómnum,
sem annars leggst eingöngu á
klaufdýr. Þykja þessar fréttir mikil
ótíðindi fyrir ferðaiðnaðinn breska.
Maðurinn, sem um ræðir, er
slátrari og vann við að farga sýkt-
um gripum í Cumbriu á Norðvest-
ur-Englandi. Var hann að færa til
dauða kú er rotnandi skrokkurinn
sprakk framan í hann. Nú er hann
kominn með ýmis einkenni gin- og
klaufaveikinnar, sár í munni, á
höndum og fótum.
Læknar segja, að þrátt fyrir
þetta sé engin hætta á ferðum og
fullyrða, að slátrarinn muni ná sér
alveg. Mjög sjaldgæft sé, að gin-
og klaufaveikiveiran berist í menn
og talið sé útilokað, að hún geti
borist á milli manna. Í gin- og
klaufaveikifaraldrinum í Bretlandi
1967 sýktist einn maður en hann
náði sér fljótt fullkomlega.
Nýjum tilfellum
hefur fækkað
Gin- og klaufaveikitilfellin í
Bretlandi eru nú orðin 1.452 talsins
en nýjum tilfellum í viku hverri
hefur fækkað úr 40 fyrir fáum vik-
um í 16. Er nú búið að slátra rúm-
lega 2,1 milljón skepna, nautgrip-
um, sauðfé og svínum, og hefur
skrokkunum verið brennt í stórum
köstum. Veldur það áhyggjum, að í
reyknum, sem frá þeim leggur, er
mikið af krabbameinsvaldandi efn-
um og hefur verið lagt til, að
skrokkunum verði eytt með na-
palmi. Er það til athugunar hjá yf-
irvöldum en napalmið er sagt
tryggja miklu hraðari og hreinni
bruna.
Um 20% samdráttur hefur orðið
í breskum ferðaiðnaði vegna gin-
og klaufaveikinnar og óttast er, að
ekki muni ástandið batna ef rétt
reynist, að maður hafi sjúkdóm-
urinn hafi lagst á mann.
Grunsemdir um gin- og klaufaveiki í breskum slátrara
Með sár í munni, á
höndum og fótum
London. AFP.
AP
Nokkrar þúsundir skrokka brenndar í South Arscott í Devon á Eng-
landi. Komið hefur í ljós, að mikið er af krabbameinsvaldandi tvísýr-
ingssamböndum í reyknum.