Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isVala keppir við þær bestu í Eugene / C4 Ólafur með stórleik fyrir Magdeburg / C1 4 SÍÐUR Morgun- blaðinu í dag fylgir blaðaukinn Bæjarferð. Blaðinu verður dreift á suðvestur- horninu. Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 12 SÍÐUR Sérblöð í dag GENGISLÆKKUN krónunnar hefur mikil áhrif á afkomu skuld- ugra fyrirtækja. Um síðustu áramót skuldaði Landsvirkjun 74 milljarða. Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, sagði að um 8 milljarðar af skuldunum væru í íslenskri mynt en um 66 milljarðar væru í erlendri mynt og því væri augljóst að mikil gengislækkun krónunnar leiddi til þess að skuldir fyrirtækisins ykjust. 6% gengislækkun, eins og varð í gær, þýðir, ef lækkunin gengur ekki til baka, að skuldir Landsvirkj- unar aukast um rúmlega fjóra millj- arða. Friðrik sagði að gengisbreytingar á síðasta ári hefðu leitt til þess að skuldir Landsvirkjunar jukust um sjö milljarða brúttó. Þess bæri þó að geta að eignir fyrirtækisins ykj- ust mikið samhliða. Friðrik sagði að um 60% af tekjum Landsvirkjunar væru í íslenskum krónum og um 40% í dollurum. Aðspurður sagði Friðrik að gengisbreyting styrkti áform Norðuráls og Reyðaráls um fjárfestingar í orkufrekum iðnaði frekar en hitt. Talsverður hluti af kostnaði við framkvæmdirnar væri í íslenskum krónum en tekjurnar væru hins vegar í dollurum. Halldór Vilhjálmsson, fjármála- stjóri Flugleiða, sagði þessa miklu lækkun krónunnar ekki hafa já- kvæð áhrif á rekstur Flugleiða. Þó skipti máli hvenær ársins gengið lækkaði. Tekjur fyrirtækisins í krónum væru mestar yfir sumarið og því væri skárra að lækkunin kæmi í upphafi sumars en yfir vetr- armánuðina. Halldór sagði stærstan hluta skulda Flugleiða vera í doll- urum en að eignirnar væru einnig skráðar í dollurum og þess vegna ykjust þær líka. Stórir kostnaðarlið- ir væru í dollurum, eins og elds- neyti og tryggingar. Lækkun gengis hefur mikil áhrif á rekstur fyrirtækja Skuldaaukning Lands- virkjunar 4 milljarðar RANNSÓKNAHÚS Háskólans á Akureyri verður ekki á háskóla- svæðinu sem kennt er við Sólborg, heldur á næstu lóð við hliðina eftir drögum að deiliskipulagi að dæma. Fyrirhugað rannsókna- og nýsköp- unarhús HA verður í einkafram- kvæmd og er áætlað að heimilað verði að reisa u.þ.b. 6.000 fermetra byggingu. Byggingin á hvorki að vera innan núverandi lóðar HA né tengd fyrri byggingaráætlunum sem arkitektastofan Gláma/Kím hefur unnið eftir verðlaunaðri samkeppn- istillögu sinni undanfarin sex ár. Í þeirri tillögu átti rannsóknahúsið að vera tengt öðrum byggingum en nýja húsið verður á lóð austan við Sólborg. Gláma/Kím fór í febrúar fram á að Sýslumaðurinn í Reykjavík setti lög- bann á forval og útboð ríkisins á rannsóknahúsi HA vegna þess að hönnunin var einnig boðin út. Sýslu- maður hafnaði því og var beiðnin um lögbannið sótt og varin fyrir héraðs- dómi í gær og hefur dómari, Skúli J. Pálmason, tekið sér frest áður en hann tilkynnir niðurstöðuna. Lögmaður varnaraðila, Gunnar Jóhann Birgisson, óskaði fyrir hönd ríkisins að leggja fram gögnin um deiliskipulag lóðar HA og aðliggj- andi stofnanalóða þar sem nú er gert ráð fyrir rannsóknahúsi. Hann sagði að gögnin væru upplýsandi fyrir málið því aldrei áður hefði komið fram hvar rannsóknahúsið ætti að vera. Lögmaður sóknaraðila, Garðar Briem, mótmælti því að nýjum gögn- um væri bætt við svo seint og sagði að í útboði um bygginguna kæmi fram að hún ætti að vera á lóð HA og það hefði komið fram á kynningar- fundi í HA um málið 9. janúar 2001. Dómari taldi gögnin koma of seint fram og samþykkti ekki að bæta þeim við. Rannsóknahús HA ekki á háskólalóðinni NÝIR aðilar hafa náð yfirhöndinni í stjórn Fishery Products Internation- al á Nýfundnalandi, stærsta sjávarút- vegsfyrirtækis Kanada. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH, er meðal þeirra sem standa á bak við nýjan meirihluta í fyrirtækinu. Það var hópur hluthafa undir stjórn John Risley, stjórnarformanns Clearwater Fine Foods í Nova Scotia, sem náði völdum á aðalfundi félagsins hinn fyrsta maí, þegar 82% hluthafa kusu hans menn til forystu. Fyrrver- andi stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri félagsins, Victor Young, hefur þegar látið af störfum og liggur nú fyrir ráðning nýs fram- kvæmdastjóra. Clearwater Fine Foods, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og Barry Group á Nýfundnalandi reyndu fyrir rúmlega einu og hálfu ári yfirtöku FPI en ekkert varð af henni vegna lagalegra hindrana. Síðan þá hafa þessir aðilar og fleiri náð meirihluta í félaginu með kaupum á hlutabréfum. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á til dæmis 15% í FPI, nýsjálenska sjáv- arútvegsfyrirtækið Sanford á sömu- leiðis 15% og Clearwater Fine Foods 13%. Samkvæmt lögum má enginn einn aðili eiga meira en 15% í fyrir- tækinu og beint samráð svo stórra hluthafa við stjórnarkosningar er bannað. Nýr stjórnarformaður var kjörinn Derrick Rowe, fyrrverandi framkvæmdastjóri hátæknifyrirtæk- is í Kanada. Stjórnin er skipuð 13 mönnum en SH á ekki mann í stjórn- inni enn sem komið er. „Við styðjum hinn nýja meirihluta þótt við séum ekki með mann í stjórn,“ segir Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður SH, í samtali við Morgunblaðið. „Við bindum miklar vonir við samvinnu þessa nýja meiri- hluta í nánustu framtíð. Þarna koma saman öflug sjávarútvegs- og mark- aðsfyrirtæki úr þremur heimsálfum,“ sagði Róbert. Meirihluti SH og fleiri í FPI Í MINNISBLAÐI, sem Skúli Jón Sigurðarson, formaður rannsóknar- nefndar flugslysa, RNF, skrifaði formanni samgöngunefndar Al- þingis, segir hann að Lúðvík Berg- vinsson, þingmaður Samfylkingar- innar og fulltrúi í samgöngunefnd Alþingis, hafi á Alþingi og í fjöl- miðlum haft uppi dylgjur og órök- studdar ásakanir á hendur nefnd- inni. Allt of augljós pólitísk tengsl séu milli Lúðvíks og eins af að- standendum þeirra sem fórust í flugslysinu í Skerjafirði til að slíkt upphlaup sé sæmandi alþingis- manni. Minnt er á að RNF sæti nú lögreglurannsókn af hálfu aðstand- andans. Skúli Jón nafngreinir ekki þing- manninn í minnisblaðinu sem hann skrifaði Árna Johnsen, sem er for- maður samgöngunefndar, en af því má ráða að átt sé við Lúðvík Berg- vinsson, þingmann Samfylkingar- innar. Skúli Jón segir að RNF telji það „óheillavænlegt að nefndin eða fulltrúi hennar verði að óbreyttum aðstæðum við þeirri ósk þessa manns [Lúðvíks] um að koma á fund samgöngunefndar til þess að „skýra sjónarmið sín“ eins og hann hefur orðað það á fundi Alþingis. RNF óskar því eindregið eftir því að fundi RNF eða fulltrúa hennar með samgöngunefnd Alþingis verði frestað til haustsins 2001 þegar til- finningaöldur hefur lægt ásamt því sem opinberum rannsóknum verður þá væntanlega lokið og niðurstöður ICAO [Alþjóðaflugmálastofnunar- innar] ættu að liggja fyrir“. Árni Johnsen, formaður sam- göngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að í ljósi minnisblaðs Skúla Jóns væri ljóst að af fundi RNF með samgöngunefnd yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust. Óskað hefði verið eftir fundinum að frumkvæði þeirra Kristjáns Möller og Lúðvíks Bergvinssonar. Meirihluti nefndar- innar hefði hins vegar ekki talið rök fyrir því á þessu stigi málsins. Ætl- unin hefði verið að RNF myndi á þeim fundi gera grein fyrir verklagi sínu og vinnureglum almennt. Það hefði hins vegar ekki verið neitt launungarmál að óskin um fundinn var tengd flugslysinu í Skerjafirði. Árni sagði að það orkaði mjög tvímælis að kalla RNF, sem aðrar sjálfstæðar rannsóknarnefndir, fyr- ir þingnefndir eða aðrar nefndir. Meðferð slíks máls þyrfti að vera mjög vönduð og yfirveguð. Formaður RNF vill ekki á fund samgöngunefndar að svo stöddu Vill fresta fundi þar til tilfinn- ingaöldur lægir ÍBÚÐ í fjölbýlishúsi við Básbryggju í Bryggjuhverfi skemmdist nokkuð af völdum sóts og reyks þegar eldur kviknaði í baðherbergi hennar í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru eldsupptök ókunn en íbúðin var mannlaus þegar eld- urinn kviknaði. Enginn hafði enn flutt inn þar sem smíði hennar var ólokið. Slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina að því loknu. Morgunblaðið/Kristinn Slökkviliðsmenn sjást hér kanna aðstæður á vettvangi. Eldur á þriðju hæð KRÍA sást sveima yfir Grafarvog- inum í Reykjavík síðdegis í gær. Arnþór Þ. Sigfússon fuglafræð- ingur sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hún hefði verið ein á ferð og örugglega nýkomin til landsins. Hann sagði að á þessu ári hefði krían verið í fyrra fallinu til lands- ins en hún hefði reyndar verið snemma á ferðinni undanfarinn áratug eða svo. Krían sást á Höfn í Hornafirði hinn 21. apríl sl. en ekki er vitað til þess að hún hafi áður sést hér á landi svo snemma. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Kría sást í Grafarvogi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.