Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LJÓSMYNDASÝNINGIN World Press Photo 2001, sem er þekktasta samkeppni í heiminum á sviði fréttaljósmyndunar, var opnuð í Kringlunni í gær. Á sýningunni er að finna fjölda ljósmynda sem unnu til verðlauna í ólíkum flokkum en fréttaljósmynd ársins er eftir amer- íska ljósmyndarann Lara Jo Regan. Myndin var tekin fyrir tímaritið Life og sýnir móður mexíkóskrar innflytjendafjölskyldu sem berst í bökkum við að sjá sér og börnum sínum farborða í Texas í Bandaríkj- unum. Sýningin hefur verið haldin ár- lega síðan 1955 en að sögn for- manns dómnefndar má greina áherslu á mannlega þætti og hvers- daglíf á henni. Samhliða sýningunni verður ljós- myndasýning Morgunblaðsins sem ber heitið Andlit manns og lands. Á sýningunni er úrval ljósmynda fréttaritara og ljósmyndara blaðs- ins á landsbyggðinni. Sýningin er liður í samkeppni um bestu ljós- mynd fréttaritara frá árunum 1999–2000. Sýningunni lýkur 14. maí næst- komandi og er hún opin á opnunar- tímum Kringlunnar: Frá 10 – 18:30 frá mánudagi til miðvikudags, 10 – 21 á fimmtudögum, 10 – 19 á föstu- dögum, 10 – 18 á laugardögum og 13 – 17 á sunnudögum. Morgunblaðið/Þorkell Frá ljósmyndasýningunni World Press Photo í Kringlunni. World Press Photo opnuð í Kringlunni SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- málaráðherra, segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af þróun síðustu ára í kynferðisafbrotamál- um. Ráðherra segir að þótt veru- lega hafi áunnist síðastliðinn ára- tug sé brýn þörf á að halda áfram að bæta stuðnings- og meðferð- arúrræði fórnarlamba kynferðisaf- brota og auðvelda þurfi þolendum kæru- og dómsferilinn eins og kostur er. Þetta kom m.a. fram í heimsókn Sólveigar á Neyðarmóttöku vegna nauðgana á slysa- og bráðadeild Landspítalans í gær. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um starfsemina og fara yfir stöðu og úrræði í kynferðisafbrotamálum og þróun þeirra mála hér á landi að undanförnu. Með ráðherra voru fulltrúar frá embættum ríkissak- sóknara, ríkislögreglustjóra, lög- reglustjórans í Reykjavík, dóms- málaráðuneytisins og dómstóla- ráðs, auk formanna tveggja nefnda sem ráðherra hefur skipað í mála- flokknum. Kærum vegna nauðgana hefur fækkað á síðustu árum Í máli Guðrúnar Agnarsdóttur, yfirlæknis Neyðarmóttökunnar, og Eyrúnar B. Jónsdóttur, umsjónar- hjúkrunarfræðings, kom m.a. fram að nauðganamálum hefði fækkað á síðustu þremur árum. Árið 1999 komu upp 103 mál og þar af voru 45 þeirra kærð, eða í 44% tilvika. Í 10 þessara mála var um hópnauðg- anir að ræða og í 30 málum kom áfengisdauði fórnarlambs við sögu. Á síðasta ári komu 97 nauðg- anamál til kasta Neyðarmóttök- unnar og 30 þeirra voru kærð til lögreglu, eða í 31% tilvika. Eyrún sagði erfitt að skýra þessa fækkun og þar kæmi margt til. Umræðan í þjóðfélaginu hefði þar mikið að segja og þau alvarlegu nauðgana- mál sem hefðu komið upp. Þá saknaði Eyrún þess að umræða um alnæmi virtist liggja niðri og brýn þörf væri á rækilegri fræðsluher- ferð sem flestra aðila sem að mála- flokknum kæmu. Guðrún sagði að á fyrstu fimm starfsárum Neyðarmóttökunnar hefðu 211 mál verið kærð. Af þeim hefðu 78 verið dæmd í héraðsdómi, þar af endaði 51 mál með sakfell- ingu eða í 65% tilvika. Af þeim 15 málum sem gengu til hæstaréttar var sakfellt í 10 málum. Guðrún benti á að þótt kærum hefði fækk- að væri fjöldi þeirra mun meiri hér á landi en á Norðurlöndunum. Skýringin á því væri eflaust sú að úrræði eins og Neyðarmóttaka vegna nauðgana stæði nær almenn- ingi hér en víða annars staðar. Dómsmálaráðherra sagði að í ljósi upplýsinga frá starfsmönnum móttökunnar væri full ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri þróun sem átt hefði sér stað síðastliðin ár. „Ungur aldur og mikil áfengis- neysla virðist einkenna þær að- stæður þar sem kynferðisafbrot eru framin, enda er viðnám brota- þola þá lítið eða ekkert. Það gladdi mig hins vegar að heyra að sam- starf Neyðarmóttökunnar og lög- reglunnar hefur verið með ágætum og er á skipulegum grunni,“ sagði Sólveig. Hún sagði ennfremur að þynging refsidóma í kynferðisafbrotamálum mætti ekki eiga sér stað í stökkum heldur ætti slíkt að þróast í fram- kvæmd dóma. Eðlilegt væri að líta svo á að dómarar hefðu svigrúm til að meta refsingar innan ákveðins ramma. Æskilegt væri því að varð- veita sem kostur væri sjálfstætt mat dómstóla í þessum efnum. „Skapist hins vegar verulegt misræmi milli refsiákvarðana dóm- stóla í þessum og öðrum brota- flokkum annars vegar og almennr- ar réttarvitundar og siðmats fólks hins vegar, svo og ef brotum á þessu sviði fjölgar verulega, þá þarf að bregðast við því,“ sagði Sólveig og benti á að refsirammi nauðgana væri hár hér á landi, eða allt að 16 ára fangelsi. Sambæri- legur refsirammi í Danmörku væri 10 ára fangelsi. Sakfelling fyrir Hæstarétti í 86% tilvikum nauðgana Fram kom hjá Sólveigu að á ár- unum 1950 til 1998 voru 57 ein- staklingar ákærðir fyrir nauðgun hér á landi. Þar af voru 49 sak- felldir, eða í 86% tilvika, en 8 sýkn- aðir, eða í 14% tilvika. Hjá héraðs- dómstólum voru 59 einstaklingar ákærðir fyrir nauðgun á árunum 1993–2000. Mál 56 þeirra gengu til dóms en 3 voru afturkölluð eða vís- að frá. Af þessum 56 málum var sakfellt í 37, eða 66%, en sýknað í 19 málum, eða í 34% tilvika. Sól- veig benti einnig á að á árunum 1998–2000 komu 58 nauðganamál til meðferðar hjá embætti ríkissak- sóknara. Af þeim voru 45 mál felld niður þar sem þau þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Sólveig sagðist í máli sínu vilja leggja áherslu á að af hálfu yf- irvalda væri kostað kapps um að gera þessi mál sem best úr garði svo að vel mætti við una og auð- velda þyrfti þolendum slíkra brota kæru- og dómsferilinn eins og kostur væri. Telur þróun síðustu ára vera áhyggjuefni Ráðherra skoðar Neyðarmóttöku vegna nauðgana Morgunblaðið/Kristinn Dómsmálaráðherra skoðar bráðamóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. GRUNNSKÓLAR í Reykjavík munu hefja kennslu þann 24. ágúst nk. eða viku fyrr en undanfarin ár. Ellert Borgar Þorvaldsson, formað- ur Skólastjórafélags Reykjavíkur og skólastjóri Ártúnsskóla, sagði að skólastjórar í borginni hefðu komist að þessari niðurstöðu á fundum sem haldnir hefðu verið undanfarið. Samkvæmt síðustu kjarasamning- um kennara verður skólaárið nú 180 nemendadagar í stað 170 áður og getur hver skóli ákveðið hvenær hann hefur kennslu og hvenær hann gefur nemendum frí yfir veturinn. Ellert Borgar sagði að ákveðið hefði verið að láta alla skóla borg- arinnar hefja kennslu sama dag, ekki síst til þess að valda ekki ruglingi á meðal foreldra og forráðamanna barna. Þá sagði hann að tilmæli hefðu komið frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur um að skólar á sömu svæðum samræmdu sín skóladaga- töl, þannig að t.d. ef skólar ákvæðu að veita vetrarfrí yrði það gert á sama tíma. Kennsla hefst 24. ágúst í grunnskólum Reykjavík Lögreglan segir að 9–10 manns hafi verið á staðnum þegar atburð- urinn átti sér stað og tengjast mál- inu. Ljóst þykir að tveir hópar hafi verið að gera upp einhverjar sakir en samkvæmt upplýsingum lögreglu er óvíst að það tengist fíkniefnum eins og talið var í fyrstu. Lögreglan sagði málið á frumstigi og ekki hægt að gefa frekari upplýs- ingar að svo stöddu. LÖGREGLAN í Reykjavík fékk á þriðjudag þriðja manninn úrskurð- aðan í gæsluvarðhald vegna skot- árásarinnar við íþróttasvæði ÍR í Breiðholti á sunnudagskvöld. Lög- reglan lagði síðan fram gæsluvarð- haldskröfu yfir fjórða manninum í gær vegna málsins og tók dómari sér frest til dagsins í dag, fimmtudags, til að taka afstöðu til kröfunnar. Gæsluvarðhald mannanna þriggja var ákveðið til 7. maí og í öllum til- vikum lágu rannsóknarhagsmunir til grundvallar gæsluvarðhaldskröfum lögreglu. Margir yfirheyrðir Lögreglan segir að margir hafi verið yfirheyrðir vegna málsins og ekki væri útilokað að fleiri verði handteknir. Í gær fékkst upplýst hjá lögreglu að skotvopnið sem lagt hef- ur verið hald á er 22 kalíbera skammbyssa. Gæsluvarðhaldskrafa lögð fram yfir fjórða manninum Rannsókn skotárásarinnar í Breiðholti á sunnudag KARLMAÐUR á fertugsaldri var á mánudag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast með ofbeldi að konu á sam- eiginlegri snyrtingu í svefnskála starfsmanna við Kröfluvirkjun, taka hana föstum tökum og þannig hindr- að að hún kæmist leiðar sinnar. Hlaut konan eymsli og væga bólgu á enni hægra megin, áverka á upp- handlegg og marblett og eymsli á úlnlið. Maðurinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómi. Dæmdur fyrir árás á konu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.