Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKIPULAGS- og byggingar- nefnd Reykjavíkur er jákvæð fyrir því að skoða möguleika á frekari aukningu á framboði gistirýmis á Grand hótel við Sigtún en vill að fundnar verði leiðir sem verði ásættanlegar fyrir umhverfi hótelsins. Þetta kemur fram í bókun vegna erindis varðandi bygg- ingu á 22 hæða turni við hót- elið, en Hótelfélagið Sigtún 38 ehf., eigandi Grand hótels, hefur um nokkurt skeið unnið að úttekt á því hvernig hag- kvæmast yrði að stækka hót- elrýmið. Ólafur Torfason hót- elstjóri segir að í árslok 1999 hafi fengist samþykki fyrir 100 herbergja stækkun hót- elsins og hugmyndin um turn- inn sé í framhaldi af því en 100 herbergi eru fyrir. Hann segir að fyrrnefnd samþykkt stækkun hafi ekki þótt hag- kvæm því hún hafi tekið mikið rými og vegna þenslunnar hafi verið ákveðið að bíða. Nú virtist vera breytt við- horf til hábygginga í sam- félaginu og því hefði hug- myndinni um turninn verið komið á framfæri en gert er ráð fyrir að hann verði um 63 metra hár með um 200 her- bergjum. Í tillögum Hótelfélagsins kemur m.a. fram að með þess- um hætti yrðu lóðir hótelsins nýttar með hagkvæmustum hætti með tilliti til framtíðar. Hábygging sé einnig í sam- ræmi við það sem byggt hefur verið vestan Kringlumýrar- brautar, í Hátúni og Sóltúni. Fram kemur að skuggamynd- un sé að langmestu leyti inn- an lóðar hótelsins á sumrin en að sögn Ólafs er áætlað að kynna íbúum í nágrenni hót- elsins hugmyndirnar á næst- unni. 22 hæða turn reist- ur við Grand hótel? Reykjavík Tillaga Teiknistofunnar Arkform að 22 hæða turnbyggingu við Grand hótel í Reykjavík. GALAKLÆÐNAÐUR, góður matur og vímuleysi setti svip sinn á glæsiball nemenda og kennara í Borgarholtsskóla í síðustu viku en ballið var lokahnykkurinn á vímuvarn- arviku sem haldin var í sam- vinnu við forvarnarfulltrúa skólans. Að sögn formanns nemendafélagsins var þetta flottur endir á sérlega góðu ári í félagslífi skólans þar sem upp úr stendur frábær árangur nemenda í spurn- ingakeppni framhaldsskól- anna, Gettu betur. Sigursteinn Sigurðsson, formaður nemendafélags Borgarholtsskóla, segir ákveðið hafi verið að gera eitthvað sem aldrei hefði verið áður gert í félagslífi skólans. „Við ákváðum í samstarfi við forvarnar- fulltrúann að halda vímu- varnarviku sem myndi enda á glæsiballi og það tókst al- veg glimrandi vel,“ segir hann og útskýrir að í vikunni hafi verið uppákomur í öll- um hádegishléum nemenda. Má þar nefna tísku-, dans- og leiksýningar, fyrirlestur Sóknar gegn sjálfsvígum að ógleymdri „Grunnu laug- inni“ sem var eins konar af- bökun á þættinum Djúpu lauginni á Skjá einum. Há- punktur vikunnar var hins vegar ball þar sem þrírétta máltíð var á borð borin af kennurum skólans sem brugðu sér í þjónshlutverk af tilefninu. Lærifeðurnir létu þó ekki þar við sitja því þeir tróðu einnig upp í drag- sýningu sem vakti að sögn Sigursteins mikla kátínu nemenda. Eftir matinn var dansað við undirleik hljóm- sveitarinnar Á móti sól. Sigursteinn segir nem- endur hafa staðið sig vel í því að láta vímuefnin lönd og leið þetta kvöld. „Við höfð- um áhyggjur af því að fólk kæmi eftir að hafa drukkið en þetta var alveg hundrað prósent pottþétt. Meira að segja mestu töffararnir í skólanum, sem eru ekkert fyrir það að vera edrú, komu og skemmtu sér best. Þannig að við komumst að því að það er vel hægt að skemmta sé án vímuefna.“ Hlutu Múrbrjótinn Þrátt fyrir að tveggja mánaða verkfall kennara hafi sett strik í félagslíf nem- enda hefur verið líflegt í skólanum eftir áramót. „Við höfum haldið nokkur böll, meðal annars stórt ball með Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ þar sem hljómsveitin Stuðmenn tróð upp. Svo vor- um við í fyrsta skipti með skíðaferð sem tókst líka frá- bærlega vel. Reyndar vorum við veðurteppt og misstum aðeins af skólanum en það var bara eitthvað sem allir höfðu gaman af.“ Þá fékk nemendafélagið viðurkenninguna Múrbrjót- inn frá Þroskahjálp í ár fyrir jafnrétti í félagslífi þroska- heftra og annarra nemenda í Borgarholtsskóla en í skól- anum er sérdeild fyrir þroskahefta nemendur. „Við lítum á viðurkenninguna sem mjög mikla hvatningu og munum halda áfram að gera vel á þessu sviði vegna þess að þroskaheftu krakk- arnir eru nemendur eins og aðrir og taka alveg jafnmik- inn þátt í þessu öllu saman,“ segir hann. Hápunktur félagslífsins í ár var þó án efa góð frammi- staða keppnisliðs nemenda í skólanum í spurningakeppn- inni Gettu betur, en eins og landsmönnum er í fersku minni náði liðið alla leið í lokaúrslit keppninnar þar sem það tapaði naumlega fyrir liði Menntaskólans í Reykjavík eftir æsispenn- andi keppni. Þjóðhátíð í Grafarvoginum „Það var eiginlega þjóðhá- tíð hér í Grafarvoginum þeg- ar við komumst svona langt. Strákarnir eru álitnir hetjur í skólanum og eru dýrkaðir og dáðir.“ Hann segir ekki vafa á að skólinn sé vinsælli fyrir vikið. „Í fyrra komumst við í fyrsta skipti í undan- úrslit og strax þá varð miklu meiri aðsókn í skólann. Skólastjórnin býst við því að þetta verði miklu meira núna því það er alls staðar verið að tala um Borgarholtsskóla eftir Gettu betur.“ Sigurliðið í keppninni hlaut í verðlaun ferð til Ír- lands á tónleika með hljóm- sveitinni U2 og að sögn Sig- ursteins þótti tilhlýðilegt að lið Borgarholtsskóla fengi einnig verðlaun fyrir frækna frammistöðu. „Skólinn ákvað að gefa þeim líka ferð á U2-tónleika. Þeir komust reyndar ekki til Írlands en þeir fóru til Danmerkur í staðinn og það var virkilega gaman að horfa á þá þegar þeim var sagt þetta því þeir brostu alveg hringinn,“ segir hann. En verður hægt að end- urtaka leikinn að ári? „Við stefnum á það,“ segir Sig- ursteinn ákveðinn. „Tveir strákar úr liðinu eru að út- skrifast en það er þegar byrjað að þjálfa nýtt lið. Við erum komnir á kortið og það var Gettu betur sem varð til þess,“ segir hann að lokum. Gott ár í félagslífinu í Borgarholtsskóla endaði með vímulausu glæsiballi nemenda Grafarvogur Gestir voru prúðbúnir á vímuvarnarballinu sem haldið var í Borgarholtsskóla í síðustu viku. Komnir á kortið Sigursteinn Sigurðsson er hæstánægður með fé- lagslífið í skólanum í ár. Morgunblaðið/Jim Smart stendur á núverandi vegstæði í gegnum hraunið. Austast á reitnum samsíða Lækjargötu verða íþróttamannvirkin stað- sett verði hugmyndirnar að veruleika. Ný gata frá Lækjargötu Tillagan gerir ráð fyrir að aðkoma að leikskólanum verði um Tjarnarbraut og verða bif- reiðastæði skólans staðsett austanvert við það. Aðalað- koma að skólabyggingunni og íþróttahúsinu verður um nýja götu frá Lækjargötu en nýja gatan mun einnig þjóna sem aðkoma að Sólvangi. Í greinargerð arkitekta segir að tekið hafi verið tillit til þess hversu viðkvæmt byggingarlandið er en það einkennist af hrauni. Þannig séu fyrirhuguð mannvirki að mestu leyti staðsett á svæðum sem nú þegar hafi verið skemmd eða þau grafin inn í landið. Þá verður leitast við að nota hraunið sem áferð á mannvirki og sem hleðslur og umgjörð um leik og starf á skólalóð. Fundurinn í Hafnarborg í kvöld, þar sem þessar tillögur verða kynntar, hefst klukkan 20:00 og er öllum opinn. TILLAGA að deiliskipulagi Hörðuvalla – Reykdalsreits verður kynnt á borgarafundi sem haldinn verður í Hafnar- borg í kvöld. Á fundinum verður einnig kynnt tillaga að leikskóla og nýjum Lækjar- skóla sem fyrirhugað er að byggja á svæðinu auk íþrótta- húss. Samkvæmt hugmyndinni verður leikskólinn neðst á svæðinu eða við Hörðuvellina en stærsta byggingin, grunn- skólinn, er miðsvæðis í fyrir- huguðu skipulagi reitsins og Breytingar fyrir- hugaðar í miðbænum Hafnarfjörður Skipulag Hörðuvalla samkvæmt tillögunum sem kynntar verða í kvöld. Tölvumynd/Onno
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.