Morgunblaðið - 03.05.2001, Page 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKHÚSKÓRINN frumsýnir
óperettuna Sígaunabaróninn eftir
Jóhann Strauss II í Samkomuhús-
inu á Akureyri í kvöld, fimmtudag-
inn 3. maí. Sýningin er samstarfs-
verkefni Leikhússkórsins á
Akureyri og Leikfélags Akureyrar.
Alls taka þátt í sýningunni 20
manna kór, níu einsöngvarar og
fjörurra manna hljómsveit.
Leikhúskórinn er sjálfstætt starf-
andi kór áhugamana um leik-
hústónlist og er nú á sínu sjöunda
starfsári. Kórinn hefur staðið fyrir
konsert-uppsetningum á söng-
leikjum og óperum og tónleikum
með blandaðri söngleikjadagskrá.
Roar Kvam hefur stjórnað kórnum
frá upphafi, annast tónlistar-
stjórnun auk þess sem hann sér um
allar útsendingar bæði fyrir kór og
hljómsveit.
Leikstjóri er Skúli Gautason en í
aðalhlutverkum eru Alda Ingi-
bergsdóttir, Haukur Steinbergsson,
Sigríður Elliðadóttir, Sveinn Ár-
mann Sæmundsson, Hildur
Tryggvadóttir, Þórhildur Örvars-
dóttir, Ari Jóhann Sigurðsson,
Baldvin Kr. Baldvinsson og Stein-
þór Þráinsson. Undirleikarar eru
Aladar Rácz píanó, Jaan Alavere
fiðla, Björn Leifsson klarinett og
Pétur Ingólfsson kontrabassi.
Sýningar verða í Samkomuhús-
inu á Akureyri á fimmtudögum og
sunnudögum út maí.
Leikhúskór-
inn frumsýn-
ir Sígauna-
baróninn
Þórhildur Örvarsdóttir og Ari
Jóhann Sigurðsson í hlutverkum
Saffi og Barinkáy.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
„Herkúles getur þetta með léttum leik“
FÉLAGARNIR Magnús og Arnar Þór voru víga-
legir þegar þeir bisuðu við að færa til steinhnull-
ung í Aðalstræti á Akureyri nýverið. Þeir sögð-
sagði Magnús þegar hvorki gekk né rak og Arn-
ar Þór bætti við að ef þeim tækist að fá svona
tuttugu menn til liðs við sig myndi verkið ganga.
ust hafa verið að í þrjá tíma en eflaust hefur
tímaskynið eitthvað verið á reiki hjá þeim vin-
um. „Herkúles getur þetta með léttum leik,“ BJARGRÆÐISKVARTETTINN
heldur tónleika í Deiglunni á Akur-
eyri í kvöld, og hefjast þeir kl. 21.30.
Þá verða tónleikar á Gamla Bauk á
Húsavík á föstudagskvöld, 4. maí og
hefjast þeir kl. 21.
Kvartettinn mun flytja sína vin-
sælu dagskrá með textum Ómars
Ragnarssonar við lög hinna ýmsu
höfunda. Lögin eru flest vel þekkt en
fá hér nýjan hljóm í sérstæðum
Bjargræðis-útsetningum.
Ómar Ragnarsson er afkastamik-
ill textahöfundur og fjölmargir ís-
lenskir flytjendur hafa leitað í texta-
smiðju hans enda er úr mörgu að
velja þar sem hugðarefni Ómars eru
mörg og margvísleg.
Bjargræðiskvartettinn hefur
sömu kynjaskipan og ABBA forðum,
eða tvennt af hvoru kyni, allir syngja
og allir spila á allskonar hljóðfæri.
Kvartettinn skipa: Reykvíkingurinn
Anna Sigríður Helgadóttir, Patreks-
firðingurinn Gísli Magnason, Hafn-
firðingurinn Örn Arnarson og Hús-
víkingurinn Aðalheiður Þorsteins-
dóttir.
Bjargræðis-
kvartett með
tónleika
SÝNING á verkum Elínar Kjartans-
dóttur verður opnuð í Handverks-
miðstöðinni Punktinum á Akureyri í
dag, fimmtudag. Hún stendur til
maíloka og er opin frá kl. 13 til 17 alla
virka daga en einnig frá kl. 19 til 22 á
mánudags- og miðvikudagskvöldum.
Á sýningunni eru ofnar mottur úr
leðri og mokkaskinni. Elín starfar á
vinnustofu sinni í Aðaldal en þar hef-
ur hún innréttað gamalt fjós til
þeirra nota og kallar Tóverið Tumsu.
Elín sankar að sér náttúrulegu
hráefni, svo sem dýrahári af öllu
tagi, leðri, mokkaskinni, trjágrein-
um og beinum. Einnig aflóga flíkum,
tuskum, rúllubaggaplasti, dagblöð-
um, glerbrotum og ryðguðum
gaddavír en úr þessu býr hún til
mottur, kort, gluggatjöld eða lampa-
skerma svo dæmi séu tekin.
Elín sýnir
öðruvísi vefnað
♦ ♦ ♦
VINSTRI hreyfingin – grænt fram-
boð nýtur stuðnings 15,5% Akur-
eyringa samkvæmt könnun sem
Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri gerði dagana 7. til 11.
apríl síðstliðinn. Hringt var í rúm-
lega 500 manns og var svörun
67,3%.
Fram kemur í könnuninni að Ak-
ureyringar eru óvissir í afstöðu
sinni til þeirra flokka og framboða
sem hugsanlega bjóða fram til bæj-
arstjórnar, en aðeins helmingur
svarenda lýsti stuðningi við tiltek-
inn flokk eða framboð.
Fylgi Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks er svipað og mældist í
síðustu könnun Rannsóknarstofn-
unar fyrir um ári. Framsóknar-
flokkur fengi 25,9% atkvæða og
héldi sínum þremur mönnum í bæj-
arstjórn, Sjálfstæðisflokkur 44,8%
og fimm menn kjörna líkt og þeir
hafa nú.
Listi fólksins og Akureyrarlisti
tapa mönnum yfir til VG
Listi fólksins sem bauð fram í
síðustu bæjarstjórnarkosningum
nýtur fylgis 5,7% svarenda, en hann
fékk 11,5% í síðustu kosningum og
einn mann kjörinn í bæjarstjórn.
Samkvæmt könunninni myndi list-
inn tapa honum. Hið sama er uppi á
teningnum varðandi Akureyrarlist-
ann, sem Alþýðubandalagið, Al-
þýðuflokkurinn og Kvennalistinn
buðu fram sameiginlega í síðustu
kosningum. Fylgi við hann hefur
hrapað úr 22,8% í síðustu kosning-
unum í 8% nú samkvæmt könn-
uninni. Akureyrarlistinn fékk tvo
menn kjörna, en missir annan sam-
kvæmt könnuninni. Vinstri-Grænir
njóta samkvæmt könnuninni fylgis
15,5% bæjarbúar og myndu fá tvo
menn kjörna í bæjarstjórn.
Fleiri ánægðir með
störf meirihlutans
Í könnuninni var einnig spurt um
afstöðu til meirihlutans í bæjar-
stjórn Akureyrar. Ánægja með
störf meirihlutans hefur aukist lít-
illega miðað við sambærilega könn-
un á síðasta ári, en 41,7% svarenda
voru mjög eða frekar ánægð á móti
38,3% í fyrra. Alls voru 22,2% svar-
enda frekar eða mjög óánægð með
störf meirihlutans sem er svipaður
hópur og tjáði sig á þann hátt í síð-
ustu könnun. Langflestir eða 38,2%
voru hvorki ánægðir né óánægðir
með meirihlutann.
Eins og kannski nærri má geta
voru fylgismenn meirihlutaflokk-
anna í bæjarstjórn ánægðastir með
störf þeirra. Þannig sögðust 75,6%
kjósenda Sjálfstæðisflokks vera
ánægð með meirihlutann og 64,3%
kjósenda Akureyrarlistans, en þess-
ir flokkar mynda meirihlutann í
bæjarstjórn. Þá má geta þess að
nær 38% kjósenda Framsóknar-
flokks eru ánægð með meirihlut-
ann, 30% fylgismanna Lista fólksins
og um 23% þeirra sem kjósa Vinstri
græna.
Þjóðmálakönnun Rannsóknarstofnunar HA
VG fengi tvo menn í
bæjarstjórn Akureyrar
!"
!!#
! $!!#! !%
!
" STRAX, matvöruverslun Matbæjar ehf. í verslun-
armiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri, verður lokað í
þessum mánuði og var öllu starfsfólki, 6 manns,
sagt upp störfum fyrir skömmu. Að sögn Sigmund-
ar Ófeigssonar framkvæmdastjóra Matbæjar
munu einhverjir starfsmenn flytjast til innan
félagsins. Hann sagði að verslunin í Sunnuhlíð hefði
ávallt verið erfið í rekstri og verið rekin með tapi
nánast frá upphafi.
„Húsið hefur aldrei fengið næga traffík af fólki og
það var illa í sveit sett í upphafi. Þarna átti aldrei að
verða verslunarmiðstöð en staðsetningin hefur þó
heldur skánað með tilkomu Borgarbrautar. Við höf-
um reynt ýmislegt, m.a. rekið apótek við hliðina á
búðinni en það breytti engu og reyndist útilokað að
reka apótekið. Það var reynt að lækka vöruverð en
það þýddi bara enn verri afkomu í versluninni.
Sigmundur sagði að þróunin hefði verið sú að
litlum verslunum hafi verið að fækka jafnt og þétt
víða um land, enda rekstrargrundvöllurinn að verða
sífellt erfiðari. Velta verslunarinnar í Sunnuhlíð
nam um 90 milljónum króna á síðasta ári en Sig-
mundur sagði að verslun sem velti undir 100 millj-
ónum króna á ári bæri sig ekki í dag.
Húsnæðið leigt eða selt
Húsnæðið í Sunnuhlíð er í eigu Kletta ehf., sem
er fasteignafélag Kaupfélags Eyfirðinga, og að
sögn Sigmundar verður húsnæðið væntanlega leigt
eða selt í kjölfarið. Um síðustu áramót hætti Mat-
bær rekstri Strax-verslana í Hrísey og Grímsey og
tóku einkaaðilar yfir verslunarrekstur í eyjunum.
Eftir lokun í Sunnuhlíð rekur Matbær þrjár versl-
anir undir merkjum Nettó, sex verslanir undir
merkjum Strax, þrjár verslanir undir merkjum Úr-
vals og kostasölu.
Mikil breyting til hins betra varð á rekstri Mat-
bæjar á síðasta ári. Velta félagsins nam tæpum 5
milljörðum króna og var rekstur félagsins jákvæð-
ur um liðlega 10 milljónir króna. Eins og fram kom í
máli Eiríks S. Jóhannssonar kaupfélagsstjóra á að-
alfundi KEA um síðustu helgi, má rekja afkomu-
bata KEA-samstæðunnar að miklum hluta til Mat-
bæjar en þar hefur framlegð hækkað um rúm 4
prósentustig á milli ára.
Matvöruversluninni í Sunnuhlíð lokað
LÍFEYRISSJÓÐUR Norðurlands
hefur keypt 14,9% hlut í Íslenskum
verðbréfum hf. Hlutafé Íslenskra
verðbréfa hf. hefur verið aukið sem
nemur hinum nýja hlut en fyrri hlut-
hafar féllu frá forkaupsrétti sínum.
Þetta kemur fram á heimasíðu
Lífeyrissjóðsins en frá þessu var
gengið þann 30. apríl með samhljóða
samþykki allra hluthafa Íslenskra
verðbréfa hf. Samhliða þessum
kaupum munu Lífeyrissjóður Norð-
urlands og Íslensk verðbréf hf. hefja
samstarf, einkum á sviði eignastýr-
ingar fyrir sjóðinn og verður það
nánar útfært af samningsaðilum á
næstu mánuðum.
Lífeyrissjóð-
ur Norður-
lands kaupir
hlut í ÍV
♦ ♦ ♦