Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skógum - Sameiginleg guðsþjón- usta Eyfellinga og Mýrdælinga var haldin sunnudaginn 29. apríl sl. í Skógakirkju. Á eftir kom fólkið saman í gamla barnaskólanum frá Litla-Hvammi, þar sem oddviti Austur-Eyjafjallahrepps tilkynnti kjör Þórðar Tómassonar sem heið- ursborgara hreppsins. Í tilefni af afmæli Þórðar Tóm- assonar, safnvarðar í Skógum, 28. aprílhöfðu kirkjukórar Eyfellinga og Skeiðflatarkirkju í Mýrdal undir forystu organistanna Þorgerðar Jónu Guðmundsdóttur og Kristínar Björnsdóttur frumkvæði að því að haldin var sameiginleg guðsþjón- usta í Skógakirkju sl. sunnudag. Þórður ávarpaði í upphafi kirkju- gesti í þétt setinni kirkjunni. Sr. Halldór Gunnarsson í Holti þjónaði fyrir altari, en sr. Haraldur M. Kristjánsson í Vík prédikaði. Í lok guðsþjónustunnar afhenti sr. Halldór gjöf Eyvindarhólasafnaðar til kirkjunnar í tilefni afmælisins, silfurbikar og patínu, og sagði, að frá vígslu kirkjunnar 14. júní 1998 hefðu hana sótt um áttatíu þúsund manns þar sem kirkjan og Þórður flyttu saman sína prédikun og síð- an væri lofgjörð flutt í söng við undirleik Þórðar. Á eftir buðu kirkjukórarnir og Byggðasafnið til kaffidrykkju með pönnukökum í gamla barnaskóla- húsinu frá Litla-Hvammi, sem nýbúið er að reisa við Byggðasafn- ið vestan við kirkjuna. Þar færði Þorgerður Jóna fyrir hönd kór- anna systkinunum Guðrúnu og Þórði blóm í tilefni afmæla þeirra. Verk sem hafa aukið hróður sveitarinnar Þá kvaddi Ólafur Tryggvason á Raufarfelli, oddviti Austur-Ey- fellinga, sér hljóðs og tilkynnti ein- róma kjör Þórðar Tómassonar sem heiðursborgara sveitarinnar af sveitarstjórn. Ólafur sagði m.a.: „Það er einróma mat okkar að þú hafir með störfum þínum í þágu sveitarfélagsins og raunar allrar þjóðarinnar sýnt okkur með ein- staklega ljósum hætti í uppbygg- ingu Byggðasafnsins í Skógum inn í þá fortíð, sem lýsir kjörum feðra okkar og mæðra þannig að vart verður betur gert. Á öllum tímum koma fram einstaklingar sem skara fram úr á ýmsum sviðum, þú í okk- ar samtíð með verkum þínum, sem hafa aukið hróður sveitarinnar og munu gera það um langa framtíð. Því er við hæfi á þessum tíma- mótum að færa þér þakkir með þeim hætti sem við höfum nú ákveðið... Það er einlæg ósk okkar til þín, að þér endist líf og heilsa til að vinna að hugðarefnum þínum lengi enn, til gagns og gleði fyrir nútíð og framtíð.“ Á eftir sungu kórarnir með kirkjugestum ættjarðarlög og var það samróma álit viðstaddra að gamla barnaskólahúsið endur- ómaði af ættjarðarlögunum með sérstökum hætti, þannig að líkja mætti við „hús“ fiðlunnar. Morgunblaðið/Halldór Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir ávarpar Þórð og Guðrúnu Tómasarbörn eftir að hafa fært þeim blómvendi. Ólafur Tryggvason oddviti ósk- ar Þórði Tómassyni til hamingju með heiðursborgaranafnbótina. Þórður heiðursborgari Austur-Eyjafjallahrepps Skagaströnd - Þeir voru hressir feðgarnir á Dagrún ST þegar þeir komu með þrjá stóra hákarla í sama róðrinum um helgina ásamt tveimur tonnum af fallegum þorski. Hákarl- ana fengu þeir vestur við Strandir á hákarlalóð sem þeir lögðu þar og beittu með hnísu og feitri síðu af hrossi. Lýður Hallbertsson og Eiríkur sonur hans hafa róið á Dagrúnu með þorskanet í vetur og gengið sæmi- lega. Nýlega lögðu þeir 17 króka há- karlalóð að gamni sínu „til að fá há- karl í kjaftinn á sér“, eins og Lýður orðaði það. Hafa þeir fengið fimm hákarla á lóðina, nú síðast þrjá í einu. Að sögn Lýðs hafa verið vandræði með að fá beitu og þess vegna hafa þeir ekki getað lagt lóðina. Þeir hafa helst beitt hnísu þegar þeir hafa fengið hana í netin. Í síðustu viku komust þeir félagar yfir spikfeitar hrossasíður og prufuðu að beita þeim. „Eftir að við fórum að bjóða honum hrossafituna lítur hann ekki við hnísunni. Þessir þrír núna komu allir á króka sem voru beittir með hrossafitu en enginn á hnísuna,“ sagði Lýður. Þeir feðgar verka hákarlinn sjálfir og hugsa sér gott til glóðarinnar á þorranum á næsta ári. Morgunblaðið/Ólafur B. Þeir feðgar Lýður og Eiríkur voru að vonum ánægðir með daginn enda ekki oft að þeim tekst að ná í þrjá há- karla sama daginn. Þeir skera innan úr þeim út á sjó og taka hausinn af til að létta þá og gera þá meðfærilegri. Þrír hákarlar í róðri Selfossi - Leikskólinn Árbær á Sel- fossi kynnti nýlega nýja námskrá fyrir foreldrum en vinna við hana hefur staðið yfir frá því í október á síðasta ári. Námskráin tekur mið af aðalnámskrá leikskóla og er sveigj- anlegur rammi um starfið í skólan- um. Með námskránni fylgir starfs- mannahandbók sem auðveldar nýliðum að komast inn í starf skól- ans. Leikskólinn Árbær á Selfossi er sameign Ölfuss, Gaulverjabæjar og Villingaholtshrepps. Aðalmarkmið leikskólans Árbæj- ar er að efla félagslega færni ein- staklingsins. „Barn sem öðlast félagslega færni mun standa sig vel í námi og starfi á lífsleiðinni,“ sagði Rannveig Guðjónsdóttir leikskóla- stjóri er hún kynnti nýju námskrána. Hún vitnaði í grein eftir Guðmund Finnbogason skólafrömuð og sagði: „Enginn getur orðið að manni nema í samfélagi annarra manna. Þaðan höfum vér allt sem skilur oss frá dýr- um. Menntun er samstofna maður og að menntast ætti því að þýða að verða að manni, verða þannig að all- ar eigindir mannsins nái hæfilegum þroska. Við sem vinnum hér í Árbæ munum gera okkar besta til að vinna að þessu markmiði.“ Í lokaorðum námskrárinnar er að finna eftirfarandi setningar: „Börn eru frábærir einstaklingar sem eiga skilið allt það besta sem hægt er að veita þeim. Það er á valdi okkar hinna fullorðnu að þau fái það. Það má líkja börnum við blóm. Ef við vökvum þau ekki með virðingu, ástúð, hlýju og samkennd visna þau og gleðin í augum þeirra dofnar.“ Við kynningu á námskránni færðu foreldrar skólanum bækur að gjöf með hvatningarorðum til starfsfólks- ins. Morgunblaðið/Sig. Jónss. Frá kynningu nýrrar námskrár í Árbæ á Selfossi. Ný námskrá í leik- skólanum Árbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.