Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 35
KÓR Hafnarfjarðarkirkju hreppti
silfurverðlaun í alþjóðlegri kóra-
keppni sem haldin var í Grado á Ítalíu
18.–22. apríl sl. Stjórnandi kórsins er
Natalía Chow. Keppnin, sem heitir
„Isola del sole“, er skipulögð af Mus-
ica-Mundi og var þetta í þriðja skiptið
sem hún er haldin. 35 kórar frá 15
þjóðlöndum tóku þátt í keppninni og
voru kórarnir m.a. frá Kína, Ísrael,
Póllandi, Lettlandi, Rússlandi, Finn-
landi og Noregi. Keppt var í 5 flokk-
um og var Kór Hafnarfjarðarkirkju í
flokki kammerkóra, ásamt fimm öðr-
um kórum. Kór Hafnarfjarðarkirkju
fékk silfur en það var pólskur kór sem
fékk gullið. Auk þátttökunnar í
keppninni söng kórinn á tónleikum í
Santa Eufemia-kirkjunni í Grado og
flutti þar fimm kirkjuleg verk, einnig
sungu þar kórar frá Kína og Ung-
verjalandi. Að sögn kórstjórans, Nat-
alíu Chow, var keppnin vel heppnuð
og mótshöldurum til sóma að öllu
leyti og vel tekið á móti þeim í Grado.
Komust ekki á
Ólympíuleikana
„Forsaga þess að við tókum þátt í
keppninni er sú að í fyrra hugðumst
við taka þátt í Ólympíuleikum kóra
sem nú eru haldnir á hverju ári. Áður
en að því kom var orðið ljóst að við
höfðum unnið í lottói sem tengt er
keppninni og fól vinningurinn í sér
frítt húsnæði og fæði í fjóra daga. Það
varð þó ekkert úr því að við kæmumst
á Ólympíuleikana vegna þess að ég
var að fæða barn á þessum tíma. Í
sárabætur fyrir það að geta ekki nýtt
okkur lottóvinninginn og tekið þátt í
Ólympíuleikunum var okkur boðið að
taka þátt í þessari keppni en það eru
sömu aðilar, Musica Mundi, sem
skipuleggja hvort tveggja. Undirbún-
ingur fyrir keppnina var mikill, ekki
síst að afla fjár til að komast. Það var
skylda að syngja eitt ítalskt endur-
reisnarlag frá því fyrir 1600 en annað
gátum við valið sjálf og vorum með ís-
lensk kórlög, m.a. Heyr himna smiður
eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Graf-
skrift eftir Hjálmar H. Ragnarsson
og Maístjörnuna eftir Jón Ásgeirs-
son. Sem skylduverk völdum við
madrigal eftir Ruggiero Giovannelli.“
Erfið byrjun en
fall er fararheill
Að sögn Natalíu bjóst hún alls ekki
við að vinna til verðlauna í keppninni.
Ferðalagið var langt og strangt og
eftir flug til Frankfurt tók við löng
rútuferð til Grado og kórinn var ekki
kominn á hótelið sitt fyrr en milli kl. 2
og 3 um nótt.
„Strax næsta morgun kl. 9 áttum
við svo að syngja í því sem kallast
Consultation Round 1, en þar gafst
kórunum tækifæri til að syngja fyrir
dómarana fimm og fá leiðbeiningar
um hvað betur mætti fara. Þarna vor-
um við svefnlaus og dauðþreytt eftir
ferðina og sungum frekar illa. Hins
vegar lærðum við mikið af þeim leið-
beiningum sem við fengum og æfðum
stíft þar til að keppninni sjálfri kom.
Þar gerðum við auðvitað okkar besta
en bjuggumst ekki við þessum ár-
angri. Við verðlaunaafhendinguna
voru allir kórstjórarnir kallaðir upp á
svið og þá kom í ljós að við höfðum
hreppt annað sæti eða silfurverðlaun-
in.“
Natalía Chow kveðst hafa lært
mikið af því að fylgjast með kórunum
í keppninni. Einn dómaranna benti
henni sérstaklega á að fylgjast með
pólska kórnum, sem hreppti gullið,
ekki síst hvernig verkefni hann var
með. Það þótti draga kínverska kór-
inn niður að vera nánast eingöngu
með kínversk verk og Natalía telur að
kórinn hennar hefði einnig þurft að
vera með fjölbreyttara lagaval.
Lærdómsrík
þátttaka
„Ég veit betur núna hvernig maður
setur saman efnisskrá fyrir svona
keppni.“ Eftir keppnina sjálfa var
boðið upp á Consultation Round 2, en
þar tók einn dómaranna kórinn í
„masterclass“, og var þá eingöngu
farið yfir ítalska lagið sem kórinn
söng. „Þessi dómari er sérfræðingur í
ítalskri kórtónlist frá endurreisnar-
tímanum og þó að keppninni sjálfri
væri lokið var þetta mjög lærdóms-
ríkt fyrir okkur því hann fór í alls kon-
ar smáatriði sem skipta máli í ítalskri
söngtónlist frá þessum tíma.“
Ólympíuleikar kóra verða haldnir í
Kóreu í haust en Natalía Chow telur
að Kór Hafnarfjarðarkirkju hafi ekki
fjárhagslega burði til að sækja þá eft-
ir þetta ævintýri. „Hins vegar hitti ég
kínverskan kórstjóra í Grado og við
töluðum um að kórinn okkar færi ein-
hvern tíma í heimsókn til Kína og
tæki þátt í kórakeppni þar.“
Kór Hafnarfjarðarkirkju hreppti silfur í alþjóðlegri kórakeppni
Bjuggumst alls ekki við þessu
Kór Hafnarfjarðarkirkju, ásamt stjórnandanum Natalíu Chow, í Grado á Ítalíu.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni