Morgunblaðið - 03.05.2001, Page 38
LISTIR
38 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JERRY (Brad Pitt) er seinheppinn
snattstrákur hjá Mafíunni. Eitthvað
fer það fyrir brjóstið á Samöntu (Julia
Roberts), kærustunni hans, sem vill
að Jerry fylgi sér til Las Vegas, borg
drauma og dala. Þegar hann er nauð-
beygður til að taka að sér enn eitt
skítverkið fyrir glæponana, sækja
sögufræga skambyssu – Mexíkóann –
suður fyrir landamærin tryllist Sam.
Hún er dálítið háttstemmd og áhorf-
endur verða nú að sitja undir fyrsta
hnakkrifrildi þeirra af mörgum.
Jerrry heldur suður og kemst að
því að byssan Mexíkói er eftirsótt af
heilli bófahjörð, þrátt fyrir að grip-
urinn sé illræmdur, aldargamall böl-
valdur; boðað ógæfu öllum sem nærri
henni koma, líkt og sýnt er með aft-
urhvörfum. Á meðan brunar hin
skilningslausa og stygga Samanta í
átt til Vegas, en er rænt á leiðinni af
glæpamanninum Leroi (James Gand-
olfini) sem tekur hana í gíslingu til að
þröngva Jerry til að afhenda sér
Mexíkóann í fyllingu tímans. En
byssuhólkurinn er gallagripur og öll
plön renna lengst af útí sandinn.
Í stórum dráttum er sagan síst
verri en margar aðrar, en því miður
er handritshöfundurinn, J.H. Wym-
an, verri sögumaður en flestir aðrir.
Þráðurinn tekur á sig alltof marga
hliðarkróka og rembist án afláts við
að vera hress og fyndin án þess að
takast það yfir höfuð. Stritað við, af
svipaðri getu, að gera persónurnar
aðlaðandi, þannig að áhorfandinn hef-
ur fengið nóg þegar kemur suður fyr-
ir landamærin. Einkum er Samanta
ruglingsleg og óspennanndi einsog
Wyman sendir hana frá sér, bæði
óskiljanleg og óþolandi. Rifrildissegg-
ur sem hann reynir að mýkja með því
að elta í sífellu á kamarinn. Þvílíkt
hugmyndaflug. Hennar mjúka hlið er
greinilega ekki einn af leyndardóm-
um salernisins svo J.H. Wyman gríp-
ur til óyndisúrræða (fyrir áhorfand-
ann); að láta hana bindast
skilningsríkum tilfinningaböndum við
leigumorðingjann og fangara sinn,
Leroi. Svo það fái hrifið hugi áhorf-
enda, að mati J.H., gerir hann Leroi
undir kaldrifjuðum morðskrápnum
að frústreruðum homma. Ætli hann
sé að reyna að tryggja sér aðsókn
samkynhneigðra, a.m.k. er þessi per-
sóna og öll hans mál, sorgir og gleði
og skammvinnt ástarævintýri, svo
gjörsamlega óþarft og dragbítur á
sögunni að hún getur tæplega glatt
nokkurn mann. Svo er Mexíkóinn
dapurlega mislukkuð að þegar upp er
staðið er það einmitt fáránleg drama-
tíkin í kringum Leroi sem virkar
skást.
Samanta hlær og rífst og grætur,
daga jafnt sem nætur og maður tekur
út með eymingja Júlíu að þurfa að
rembast við að holdi klæða þessa
rakalausu og ofauknu samsetningu.
Sömuleiðis Gandolfini, sem er furðu
geðugur, þrátt fyrir glórulausar línur.
Pratt fær illskásta hlutverkið og
stendur sig bærilega, þótt hann þurfi
að berjast við að reyna að vera fynd-
inn alla myndina og efnið bjóði sjaldn-
ast uppá svo mikið sem brosvipru.
Ótrúlegt að Hollywood láti jafn
klaufalega, ótrúverðuga og ófyndna
gamanmynd frá sér fara. Prýða hana
tvær af vinsælustu stjörnum kvik-
myndanna í dag. Í stað þess að verða
kassastykki í A-flokki er útkoman
seigdrepandi langhundur þar sem
fátt kætir skilningarvitin annað en
tónlistin hans Alans Silvestres. Jafn-
vel hún gerist þreytandi er á líður. Af-
leitt handrit og leikstjórn gera
Mexíkóann að stefnulausu samsulli
rómantískrar gamanmyndar og
glæpareyfara.
Mærin og Mexíkóinn
KVIKMYNDIR
L a u g a r á s b í ó ,
H á s k ó l a b í ó ,
B o r g a r b í ó , A k u r e y r i
Leikstjóri Gore Verbinski.
Handritshöfundur J.H. Wyman.
Tónskáld Alan Silvestri. Kvik-
myndatökustjóri Dariusz Wolski.
Aðalleikendur Julia Roberts, Brad
Pitt, James Gandolfini, J.K.
Simmons, Bob Balaban, Sherman
Augustus, Gene Hackman.
Sýningartími 125 mín. Bandarísk.
Dreamworks. Árgerð 2001.
MEXÍKÓINN –
THE MEXICAN 1 ⁄2
„Í stórum dráttum er sagan síst
verri en margar aðrar, en því
miður er handritshöfundurinn,
J.H. Wyman, verri sögumaður
en flestir aðrir.“
Sæbjörn Valdimarsson
KÓRAUPPGJÖRI vorsins fer
senn að ljúka og nú var það Árnes-
ingakórinn, sem skilaði því söngefni,
sem safnað hafði verið saman á liðn-
um vetri, á tónleikum í Tónlistarhús-
inu Ými, s.l. laugardag. Þar í safni
voru ættjarðarlög, íslensk þjóðlög,
frumsamin söngverk og syrpa úr óp-
erunni Porgy and Bess, eftir
Gershwin. Ættjarðarlögin voru Eitt
er landið ægi girt, eftir Bjarna Þor-
steinsson (ekki Thorsteinsson), Yfir
voru ættarlandi, eftir Sigfús Einars-
son, Átthagar, eftir Sigurð Braga-
son, Land míns föður, eftir Þórarin
Guðmundsson, Íslands lag, eftir
Björgvin Guðmundsson og Úr útsæ
rísa Íslandsfjöll, eftir Pál Ísólfsson,
allt gamalkunn söngverk nema lag
söngstjórans, Átthagar, einfalt og
ágætt lag. en í því söng einsöng
Njáll Þorgeirsson og skilaði sínu vel.
Í lagi Björgvins, Heyrið vella á heið-
um hveri, söng ungur bassbariton,
Davíð Viðarsson, og gerði það vel og
líklega er þarna á ferðinni efnilegur
söngvari, en hins vegar var þátttaka
kórsins frekar slök og „púið“ hljóm-
laust. það var hins vegar töluvert
bragð að söng kórsins í lagi Páls Ís-
ólfssonar, en einnig var Land míns
föður fallega flutt. Karlaraddirnar í
kórnum eru sérlega góðar og gáfu
söngnum mikinn þéttleika. Kven-
raddirnar voru einnig góðar, þó tón-
un sópransins hafi á köflum verið
nokkuð hörð, einkum þegar á reyndi
í hæð og styrk.
Fjögur íslensk þjóðlög voru næst
á efnisskránni, Krummi krunkar úti,
Krummi svaf í klettagjá, Ljósið
kemur langt og mjótt og Vorið langt,
sem öll eru tekin úr syrpu þjóðlaga-
raddsetninga og voru lög þessi
ágætlega sungin, einkum Krumma-
vísurnar. Einsöngvari í Vorið langt,
var Þorsteinn Þorsteinsson, er söng
þennan karlrembusöng um tóbaks-
og brennivínsleysi, með töluverðum
tilþrifum.
Eftir hlé voru flutt lög eftir Sigfús
Halldórsson, Þín hvíta mynd og
Dagný og var auðheyrt að kórinn
naut þess að syngja þessi fallegu lög
Sigfúsar. Syngjum, nefnist lag eftir
Loft S.Loftsson og var þetta fallega
lag sungið af látleysi og þýðri hljóm-
an af Árna Sighvartssyni. Nýtt lag,
eftir Sigurð Bragason, við kvæði
Tómasar Guðmundssonar, Fagra
veröld, syngst vel og fellur mjög vel
að lýrískum texta Tómasar og er
óhætt að spá þessu látlausa og
hljómþýða lagi vinsældum.
Vornótt, eftir Zbigniew Zucho-
wicz, við kvæði eftir Davíð Stefáns-
son, féll ekki vel að kvæði Davíðs, en
oft falla lög erlendra höfunda ekki
að áhersluskipan íslenskunnar og
jafnvel ekki setningaskipaninni.
Lokaverkefni kórsins voru sex lög
úr óperunni Porgy and Bess, eftir
Gershwin. þessi ópera er mjög
skemmtileg og hefur oft orðið fyrir
barðinu á alls konar útsetjurum og
oft í ótrúlega brengluðum jazzút-
færslum. Það er í raun skaðlegt, að
fólk þekkir ekki frumgerðina og
heldur því virkilega, að óperan sé-
eins og þær misgóðu útfærslur, sem
boðið er upp á hverju sinni. Ég hef
reynslu af þessari óperu og þegar
mér ungum bárust í hendur nótur og
upptökur frá Metropolitan óper-
unni, varð mér ljóst, hversu þetta
frábæra verk er oft illilega brenglað.
Porgy and Bess er listaverk, sem
samkvæmt sæmdarrétti höfunda-
laga á að flytja í gerð Gershwins. Því
miður eru Bandaríkjamenn ekki að-
ilar að höfundasáttmálum, sem gilda
hér í Evrópu og því fer hver sem vill
að sínu, varðandi meðferð tónlistar í
Bandaríkjunum. Hvað sem þessu
líður, var sú útfærsla sem Árnes-
ingakórinn söng, mjög vel gerð bæði
fyrir kór og píanó, svo að af var
ágæt skemmtan, auk þess sem kór-
inn, undir stjórn Sigurðar Braga-
sonar, söng syrpuna af gleði og með
góðri hljóman. Það er auðheyrt að
Sigurður Bragason er góður kór-
stjóri og var söngurinn í heild sér-
lega öruggur og eins og fyrr segir,
þéttur í hljóman. Undirleikari var
Bjarni Þ. Jónatansson og var leikur
hans mjög vel felldur að söng kórs-
ins en mest mæddi á Bjarna í lagi
Páls og syrpu Gershwins, sem á
köflum var með léttri sveiflu
(swing), bæði hjá Bjarna og kórnum,
án þess að ofgert væri, eins og oft
vill verða í meðferð Evrópubúa á
bandarískri tónlist.
Með léttri
sveiflu
TÓNLIST
T ó n l i s t a r h ú s i ð Ý m i r
Árnesingakórinn, undir stjórn
Sigurðar Bragasonar, flutti íslensk
og erlend söngverk. Einsöngvarar
voru Árni Sighvatsson, Davíð Við-
arsson, Njáll Þorgeirsson og Þor-
steinn Þorsteinsson. Undirleikari
var Bjarni Þ. Jónatansson.
Laugardagurinn 28. apríl, 2001.
KÓRTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
JÓRUKÓRINN á Selfossi lýkur nú
5. starfsári sínu með tvennum tón-
leikum á Selfossi. Í dag verður
boðið upp á kaffihúsastemmningu í
sal Fjölbrautaskóla Suðurlands og
sunnudaginn 6. maí syngur kórinn
í Selfosskirkju. Báðir tónleikarnir
hefjast kl. 20.30.
Jórukórinn er skipaður 48 kon-
um sem búa á Selfossi og nágrenni.
Stjórnandi hans er Helena Kára-
dóttir og undirleikari Þórlaug
Bjarnadóttir. Aðrir hljóðfæraleik-
arar, sem koma fram á tónleikun-
um eru: Ása Ninna Helgadóttir,
sem leikur á fiðlu, Baldur Sigurð-
arson leikur á píanó og harmóniku,
Smári Kristjánsson á kontrabassa
og Ólafur Bachmann sér um slag-
verkið.
Boðið er upp á fjölbreytta efnis-
skrá; hefðbundin sönglög, djass og
dægurlög, erlend og innlend. Þar á
meðal þrjú lög í nýjum útsetning-
um stjórnandans Helenu Káradótt-
ir. Sextett Jórukórsins kemur fram
í hléi.
Vortón-
leikar Jóru-
kórsins
FÉLAG íslenskra leikara, Leik-
félag Reykjavíkur, Þjóðleikhúsið og
Leikfélag Akureyrar standa fyrir
áheyrnarprófi fyrir atvinnuleikara
og -söngvara. Prófið verður haldið
á litla sviði Borgarleikhússins
mánudaginn 7. maí nk. kl. 16-18.
Þátttakendur hafa 5-10 mínútur
hver og eru þeir beðnir um að
koma vel undirbúnir. Ef viðkom-
andi ætlar að syngja verður hann
að koma með nótur fyrir undirleik-
arann. Nauðsynlegt er að koma
með upplýsingar á blaði um nám og
reynslu.
Skráning fer fram á skrifstofu
Félags íslenskra leikara, Lindar-
götu 6, fram til kl. 14 mánudaginn
7. maí.
Leikstjórar, kvikmyndagerðar-
menn, auglýsendur og aðrir, sem
hafa áhuga á að ráða í vinnu at-
vinnuleikara eða -söngvara, eru
velkomnir í Borgarleikhúsið.
Áheyrnar-
próf fyrir
leikara og
söngvara
Kröftugur Gauragangur
LEIKLIST
N e m e n d a f é l a g
F j ö l b r a u t a s k ó l a
S u ð u r l a n d s
Eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leik-
stjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Tón-
listarstjórn: Pálmi Sigurhjartarson.
Leikm. og bún. Sigrún Sól Ólafs-
dóttir. Lýsing: Benedikt Axelsson.
Hljóðstjórn: Einar Björnsson. Sel-
fossbíó föstudaginn 27. apríl.
GAURAGANGUR
ÞAÐ er gríðarlega stór og kröftug-
ur hópur sem stendur að sýningu
Gauragangs í hálfköruðum og óupp-
hituðum bíósal við Hótel Selfoss.
Leikgleðin og krafturinn sem smitaði
út frá sviðinu fór langt með að hita
upp salinn og taka hrollinn úr áhorf-
endum á frumsýningarkvöldið. Ann-
ars er þessi salur greinilega vel fallinn
til leiksýninga og vonandi að aðstaða
verði áfram til þess þegar hann verð-
ur endanlega fullkláraður. Selfyssing-
ar eiga skilið að hafa aðgang að góðu
leikhúsi svo öflug sem leikstarfsemi
hefur verið þar um árabil.
Sigrún Sól Ólafsdóttir hefur unnið
mikið og gott verk með hinum stóra
hópi ungra leikenda sem stíga í svið í
Gauragangi. Gott ef leikendur, dans-
arar og tónlistarmenn losa ekki fjórða
tuginn að ógleymdum þeim stóra hópi
sem stendur að tjaldabaki. Uppsker-
an er í samræmi við það.
Gauragangur er saga hins óstýri-
láta ungskálds Orms Óðinssonar og
vina hans Ranúrs og Höllu en fjölda-
margar persónur úr skóla og um-
hverfi þeirra koma við sögu. Þar má
helstar nefna Þór og Lindu, Hreiðar
gamla, Ásu systur Orms og kærasta
hennar, móður Orms og Magnús sjó-
mann, Tótu leikfimiskennara og
marga fleiri.
Fremstur meðal jafningja er Jón
Jökull Óskarsson í hlutverki Orms.
Hann hefur stór hlutverk með hönd-
um og skilar þeim ágætlega. Hann
kemur textanum vel til skila en má
gæta að röddinni, ekki var laust við að
áreynslu væri farið gæta í lok sýning-
arinnar. Það sem vekur þó mesta
ánægju er hversu jafn allur leikur er
og hversu vel hefur tekist til við að
móta persónurnar. Þær eru mjög
ákveðnar og skýrar og kraftmikill
leikur einkennir þessa hröðu sýningu
þar sem hvert atriðið rekur annað án
tafa. Ólöf Haraldsdóttir, Eyrún Ösp
Skúladóttir, Inga Hlín Valdimars-
dóttir, Bylgja Brynjarsdóttir, Elísa
Björk Jónsdóttir stóðu sig allar með
mikilli prýði og félagar þeirra Vignir
Egill Vigfússon, Atli Fannar Bjarka-
son, Árni Grétar Jóhannsson stóðu
sig ekk síður vel. Í heild stóð allur
þessi stóri hópur sig með mestu prýði.
Hljómsveitin er þétt og góð enda
hefur þar verið fenginn til stjórnar at-
vinnumaðurinn Pálmi Sigurhjartar-
son. Söngurinn var misjafn eins og
gengur en ótvíræður kostur að söng-
textar komust yfirleitt ágætlega til
skila. Dansatriði voru einföld og
stundum nokkuð handahófskennd en
þar ber að taka viljann fyrir verkið
enda hópurinn sjálfur sem útfærði
þau. Mestu skiptir að á sviðinu er allt-
af líf og hreyfing án þess að aðalatriði
tapist eða allt leysist upp í allsherjar
öngþveiti. Geimverurnar voru skond-
in viðbót sem féll ágætlega að sýning-
unni.
Ekki var heldur annað að heyra en
áhorfendur væru vel með nótunum og
greinilegt að barátta Orms og Ranúrs
við að verða að sjálfstæðum, hugsandi
einstaklingum þrátt fyrir kerfis-
bundna viðleitni skóla og umhverfis
að beina öllum í sama farveg, átti
sterkan samhljóm meðal jafnaldra
þeirra í salnum. Það er sannarlega
góðs viti.
Hávar Sigurjónsson