Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 39 Heimsferðir bjóða nú nokkur við- bótarsæti til Barcelona þann 23. maí og gistingu í hjarta Barcelona, rétt við Ramblas, hina frægu göngugötu borgarinnar. Einfalt, hreinlegt 2ja stjörnu hótel, Hotel Condestanble, rétt við Atlantis hótelið, sem er okkar aðal hótel í Barcelona. Öll herbergi með baði og loftkælingu, veitingastaður, bar og móttaka á hótelinu. Frábær staðsetning fyrir þá sem vilja einfalda gistingu í hjarta Barcelona. 18 viðbótarsæti Vika í Barcelona 23. maí frá 49.930 kr. Verð kr. 49.930 M.v. 2 í herbergi með morgun- mat, flug, gisting, skattar. 2 stjörnur. Aukagisting á 3ja og 4ra stjörnu hótelum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is LAUGARDAGURINN síðasti var óvenjufagur og við hæfi að þiggja boð Stórsveitar Reykjavík- ur að hlýða á ,,stórsveitarblóma landsins“ einsog Sigurður Flosa- son orðaði það er hann bauð gesti velkomna í Ráðhúsið. Síðan taldi hann fyrir og blés með félögum sínum í Stórsveit Reykjavíkur smell Harolds Allens, That Old Black Magic í útsetningu Maríu Schneider. Ólafur Jónsson tenór- saxófónleikari var einleikari og leysti það vel af hendi, en dálítið var brassið hikandi á stundum. Um það bil helmingur Stórsveit- arinnar var nýkominn frá höfuð- borg Grænlands, Nuuk, en þar léku þeir í Stórsveit Norður-Atl- antshafsins undir stjórn stórsveit- armeistaras fagra, Maríu Schneid- er. Næsta verk á dagskrá sveitarinnar var eftir Maríu, Gush, og var Sigurður Flosason þar ein- leikari á sópransaxófón. Þetta var toppurinn á tónleikunum. Ægifag- urt verk með andblæ frá Stray- horn og Gil Evans. Seiður bassa- klarinetts Kristins Svavarssonar og bassa Birgis Bragasonar brugðu mistri yfir sólskinið í saln- um. Veigar Margeirsson, tromp- etleikari og tónskáld í Los Ange- les, skrifaði verk fyrir stórsveitina í Nuuk. Wings nefnist það og var Jóel Pálsson þar einleikari. Lag- línan var af poppættinni en útsetn- ingin flott skrifuð og Jóel setti punktinn yfir i-ið með tenór- blæstri sínum. Svo var endað á laginu sem María heyrði mömmu sína syngja yfir uppvaskinu; My Ideal. Birkir Freyr Matthíasson blés listilega í flygilhornið, en sveitin virtist betri í orginölunum en stöndurðunum. FÍH bigbandið var næst á dag- skrá, en því hefur Edward Fred- riksen básúnuleikari stjórnað um árabil af miklum dugnaði. Enn var María Schneider á ferðinni, að þessu sinni útsetning hennar á Lady Bird eftir Tad Dameron. Þetta var dálítið máttlaust, en í næsta ópus fór Eyjólfur að hress- ast. Það var ballaðan makalausa sem Ralph Burns skrifaði fyrir Woody Herman bandið og Stan Getz sló í gegn með sóló sínum þar. FÍH-bigbandið lék verkið í útsetningu Manny Albans og voru einleikarar Finnur Ragnarsson básúnuleikari og Hlynur Ómars- son tenóristi. Svo endaði bandið á tveimur latínópusum með glans. Léttsveit Reykjanesbæjar var næst á dagskrá en henni stjórnar trompetleikarinn Karen Stur- laugsson. Tvær fyrstu hljómsveit- irnar voru eingöngu skipaðar körl- um en nú var blandað til helminga. Þessi sveit byrjaði í haust og er frábært hversu Karenu hefur tek- ist að ná henni á flug. Útsetning- arnar voru að vísu af léttara tag- inu. Byrjað á einfaldri útsetningu á Sing, Sing, Sing þarsem tromm- arinn, Þorvaldur Halldórsson, sólóaði skemmtilega í anda Gene Krupa og tuggði meira að segja jórturgúmmí á meðan einsog meistarinn gerði jafnan. Svo kom Route 69 og Lady Madonna Lenn- ons og McCartneys, en kveikjuna að því lagi mátti fyrst greina í inn- gangi Fats Wallers að You are Not The Only Oyster In The Stew frá 1934. Lokalagið var I Feel Go- od þarsem gamall léttsveitar- félagi, Jón Marinó Sigurðsson, söng en hann nemur nú leiklist í London. Þar lék kornungur piltur vel uppbyggðan gítarsóló – Gylfi Gunnar Gylfason heitir hann. Stórsveit Tónmenntaskólans í Reykjavík var síðust á sviðið og stórnaði Sigurður Flosason henni. Þessi sveit er skipuð unglingum á aldrinum 14–18 ára og er að ljúka starfsferlinum. Þar var ekkert gefið eftir og byrjað á The Heath Is On sem Sammy Nestico samdi fyrir Count Basie. Svo var blús í Kansas City stíl eftir Oliver Nel- son á dagskrá og blésu þar bás- únusólóa bræðurnir Kári Hilmar og Finnur Ragnarssynir. Þá var fönkað með Bob Mintzer og Lenn- on og McCartney áttu síðasta lag- ið: Got To Get You Into My Life. Þar réð ryþmasblúsinn ríkjum. Stórsveit Reykjavíkur þarf ekki að kvíða framtíðinni. Það á eftir að koma nægur efniviður í endurnýj- unina úr þessum efnilegu nem- endahljómsveitum og er óhætt að óska Edward, Karenu og Sigurði til hamingju með árangurinn. Stórsveitarblómi Vernharður Linnet DJASS R á ð h ú s R e y k j a v í k u r Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Flosasonar, Stór- sveit Tónlistarskóla FÍH undir stjórn Edwards Fredriksens, Léttsveit Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar undir stjórn Karenar Sturlaugsson og Stórsveit Tón- menntaskóla Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Flosasonar. Laugardagurinn 28.4. 2001. FJÓRAR STÓRSVEITIR Sterk gó l fe fn i Ármúla 23, sími 533 5060
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.