Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 39
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 39
Heimsferðir bjóða nú nokkur við-
bótarsæti til Barcelona þann 23. maí og
gistingu í hjarta Barcelona, rétt við
Ramblas, hina frægu göngugötu borgarinnar. Einfalt, hreinlegt 2ja
stjörnu hótel, Hotel Condestanble, rétt við Atlantis hótelið, sem er
okkar aðal hótel í Barcelona. Öll herbergi með baði og loftkælingu,
veitingastaður, bar og móttaka á hótelinu. Frábær staðsetning fyrir
þá sem vilja einfalda gistingu í hjarta Barcelona.
18
viðbótarsæti
Vika í
Barcelona
23. maí
frá 49.930 kr.
Verð kr. 49.930
M.v. 2 í herbergi með morgun-
mat, flug, gisting, skattar.
2 stjörnur.
Aukagisting á 3ja og 4ra stjörnu
hótelum.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
LAUGARDAGURINN síðasti
var óvenjufagur og við hæfi að
þiggja boð Stórsveitar Reykjavík-
ur að hlýða á ,,stórsveitarblóma
landsins“ einsog Sigurður Flosa-
son orðaði það er hann bauð gesti
velkomna í Ráðhúsið. Síðan taldi
hann fyrir og blés með félögum
sínum í Stórsveit Reykjavíkur
smell Harolds Allens, That Old
Black Magic í útsetningu Maríu
Schneider. Ólafur Jónsson tenór-
saxófónleikari var einleikari og
leysti það vel af hendi, en dálítið
var brassið hikandi á stundum.
Um það bil helmingur Stórsveit-
arinnar var nýkominn frá höfuð-
borg Grænlands, Nuuk, en þar
léku þeir í Stórsveit Norður-Atl-
antshafsins undir stjórn stórsveit-
armeistaras fagra, Maríu Schneid-
er. Næsta verk á dagskrá
sveitarinnar var eftir Maríu, Gush,
og var Sigurður Flosason þar ein-
leikari á sópransaxófón. Þetta var
toppurinn á tónleikunum. Ægifag-
urt verk með andblæ frá Stray-
horn og Gil Evans. Seiður bassa-
klarinetts Kristins Svavarssonar
og bassa Birgis Bragasonar
brugðu mistri yfir sólskinið í saln-
um. Veigar Margeirsson, tromp-
etleikari og tónskáld í Los Ange-
les, skrifaði verk fyrir stórsveitina
í Nuuk. Wings nefnist það og var
Jóel Pálsson þar einleikari. Lag-
línan var af poppættinni en útsetn-
ingin flott skrifuð og Jóel setti
punktinn yfir i-ið með tenór-
blæstri sínum. Svo var endað á
laginu sem María heyrði mömmu
sína syngja yfir uppvaskinu; My
Ideal. Birkir Freyr Matthíasson
blés listilega í flygilhornið, en
sveitin virtist betri í orginölunum
en stöndurðunum.
FÍH bigbandið var næst á dag-
skrá, en því hefur Edward Fred-
riksen básúnuleikari stjórnað um
árabil af miklum dugnaði. Enn var
María Schneider á ferðinni, að
þessu sinni útsetning hennar á
Lady Bird eftir Tad Dameron.
Þetta var dálítið máttlaust, en í
næsta ópus fór Eyjólfur að hress-
ast. Það var ballaðan makalausa
sem Ralph Burns skrifaði fyrir
Woody Herman bandið og Stan
Getz sló í gegn með sóló sínum
þar. FÍH-bigbandið lék verkið í
útsetningu Manny Albans og voru
einleikarar Finnur Ragnarsson
básúnuleikari og Hlynur Ómars-
son tenóristi. Svo endaði bandið á
tveimur latínópusum með glans.
Léttsveit Reykjanesbæjar var
næst á dagskrá en henni stjórnar
trompetleikarinn Karen Stur-
laugsson. Tvær fyrstu hljómsveit-
irnar voru eingöngu skipaðar körl-
um en nú var blandað til helminga.
Þessi sveit byrjaði í haust og er
frábært hversu Karenu hefur tek-
ist að ná henni á flug. Útsetning-
arnar voru að vísu af léttara tag-
inu. Byrjað á einfaldri útsetningu
á Sing, Sing, Sing þarsem tromm-
arinn, Þorvaldur Halldórsson,
sólóaði skemmtilega í anda Gene
Krupa og tuggði meira að segja
jórturgúmmí á meðan einsog
meistarinn gerði jafnan. Svo kom
Route 69 og Lady Madonna Lenn-
ons og McCartneys, en kveikjuna
að því lagi mátti fyrst greina í inn-
gangi Fats Wallers að You are
Not The Only Oyster In The Stew
frá 1934. Lokalagið var I Feel Go-
od þarsem gamall léttsveitar-
félagi, Jón Marinó Sigurðsson,
söng en hann nemur nú leiklist í
London. Þar lék kornungur piltur
vel uppbyggðan gítarsóló – Gylfi
Gunnar Gylfason heitir hann.
Stórsveit Tónmenntaskólans í
Reykjavík var síðust á sviðið og
stórnaði Sigurður Flosason henni.
Þessi sveit er skipuð unglingum á
aldrinum 14–18 ára og er að ljúka
starfsferlinum. Þar var ekkert
gefið eftir og byrjað á The Heath
Is On sem Sammy Nestico samdi
fyrir Count Basie. Svo var blús í
Kansas City stíl eftir Oliver Nel-
son á dagskrá og blésu þar bás-
únusólóa bræðurnir Kári Hilmar
og Finnur Ragnarssynir. Þá var
fönkað með Bob Mintzer og Lenn-
on og McCartney áttu síðasta lag-
ið: Got To Get You Into My Life.
Þar réð ryþmasblúsinn ríkjum.
Stórsveit Reykjavíkur þarf ekki
að kvíða framtíðinni. Það á eftir að
koma nægur efniviður í endurnýj-
unina úr þessum efnilegu nem-
endahljómsveitum og er óhætt að
óska Edward, Karenu og Sigurði
til hamingju með árangurinn.
Stórsveitarblómi
Vernharður Linnet
DJASS
R á ð h ú s R e y k j a v í k u r
Stórsveit Reykjavíkur undir
stjórn Sigurðar Flosasonar, Stór-
sveit Tónlistarskóla FÍH undir
stjórn Edwards Fredriksens,
Léttsveit Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar undir stjórn Karenar
Sturlaugsson og Stórsveit Tón-
menntaskóla Reykjavíkur undir
stjórn Sigurðar Flosasonar.
Laugardagurinn 28.4. 2001.
FJÓRAR STÓRSVEITIR
Sterk gó l fe fn i
Ármúla 23, sími 533 5060