Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 41
YFIRSKRIFT greinarinn-ar sem Hallfríður ritaði íLesbók er „Trúin á hrein-leikann og fjölmenning-
arlegt lýðræði – ósættanlegar and-
stæður?“. Þar rýnir hún í þær
forsendur og þá hugmyndafræði-
legu arfleifð sem hún telur íslenska
málverndarstefnu byggja á. Stefn-
una telur Hallfríður mótast af hug-
myndum um hreinleika þar sem
tungan, sem verður nokkurs konar
ígildi þjóðernis- og þjóðmenningar,
er vernduð fyrir utanaðkomandi
„mengun“. Slíkar hreintunguhug-
myndir telur Hallfríður eiga sér
samhljóm í þjóðernishyggju og til-
hneigingar til menningarlegrar
einsleitni. Íslenska málstefnu segir
hún jafnframt einkennast af ofur-
áherslu á formgerð tungumálsins
fremur en innhald þess, þ.e. ekki það
sem sagt er heldur hvernig það er
sagt. Það verður að hennar mati til
þess að þeim, sem ekki kunna full
skil á íslenskunni, kunna hana „illa“
eða hafa annað tungumál sem móð-
urmál, eru takmörk sett í samfélag-
inu. Niðurstaða Hallfríðar er sú að
„þjóðernismýtur um hreinleika í
tengslum við tungumálið eða ann-
að,“ stingi í stúf við þróun í átt til
fjölmenningar og aukins straums
innflytjenda hingað til lands. Telur
Hallfríður að fjölmenningarlegar
lýðræðisskyldur Íslendinga séu
ósæmræmanlegar þeirri málstefnu
sem ríkt hafi hér á landi um árabil.
Sjálfsagt sameiningartákn
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra var fyrstur spurður álits á
þessum sjónarmiðum. Sagðist hann
ekki geta tekið undir skoðun Hall-
fríðar, að stefna Íslendinga vegna
tungu sinnar sé til marks um of
mikla eða óeðlilega þjóðerniskennd.
„Það er hvergi amast við því að sjálf-
stæðar þjóðir gæti tungu sinnar og
móti sér skýra stefnu um það hvern-
ig það er gert. Við Íslendingar höf-
um ekki neina löggjöf um verndun
þessa mikilvæga menningararfs
okkar heldur lítum við á það sem
eðlilegan þátt í að þróa það tæki,
sem tungumálið er, að leitast við að
eignast íslensk orð yfir flest ef ekki
allt sem við tökum okkur fyrir hend-
ur. Ég átta mig ekki á því hvernig
unnt er að líta slíka viðleitni nei-
kvæðum augum eða telja hana í and-
stöðu við hagsmuni annarra þjóða.
Fyrir utan að tungumálið er sam-
skiptatæki okkar Íslendinga er það
sameiningartákn okkar, án þess að
með því sé á nokkurn hátt gengið á
hlut annarra.“ Björn ítrekar þó að
hitt sé þó ljóst að hið sama eigi við
um íslensku og önnur tungumál, að
þeir sem læra hana ekki, njóti sín
ekki í íslensku málsamfélagi, og það
sé staðreynd sem ekki verði færð
undir neina þjóðernishyggju. „Ég er
málsvari þess að við höldum áfram á
sömu braut og leggjum ríka rækt við
íslenska tungu jafnhliða því sem
lögð er rík áhersla á kennslu er-
lendra tungumála, því að þekking á
þeim er orðin jafnnauðsynleg og að
kunna að lesa, skrifa og reikna.“
„Í nýrri námskrá er skilgreind ís-
lenskukennsla fyrir þá sem hafa ís-
lensku sem annað tungumál,“ segir
Björn þegar hann er spurður hvort
leitast verði við að greiða nýjum Ís-
lendingum leið inn í málsamfélagið.
„Þá stefnu er verið að útfæra, bæði
af hálfu sveitarfélaganna og
menntamálaráðuneytisins. Við erum
með augað á þessum þætti í þeim til-
gangi að skólakerfið taki á þessu
fólki með þeim hætti sem best verð-
ur talinn.“
Flámæli og harðmæli
Birna Arnbjörnsdóttir, málfræð-
ingur og lektor við Háskóla Íslands,
segist fagna innleggi Hallfríðar í
umræðuna um málpólitík og stöðu
nýbúa hér á landi innilega. „Fræði-
menn eru börn síns tíma en flest
stöndum við á herðum þeirra sem á
undan okkur fóru í fræðunum. Ég
held að nútímamálfræðingar geti
tekið undir það að málsniðum sé rað-
að á ás eftir virðingarstöðu og að
þetta hefur ekkert með „gæði“ mál-
sniðsins að gera heldur þær stefnur
og strauma sem ríkja í samfélaginu
hverju sinni. Eins er með íslensk-
una. Frá mállegu sjónarmiði eru flá-
mæli og þágufallsýki hvorki verri né
betri en harðmæli.“
Birna bendir á að samspil sam-
félags og tungumáls sé einn þeirra
þátta sem taka verður mið af þegar
Íslendingar ákveða hvort og hvernig
þeir ætla að koma í veg fyrir að ís-
lenskan fari sömu leið og þau 90%
tungumála sem spáð er að hverfi
innan 100 ára. „Slíkar ákvarðanir
mega ekki ráðast af tilfinningasemi
né úreltum hugmyndum um eðli
tungumála heldur í ljósi þekkingar á
hvernig tungumál breytast, hvernig
þau eru notuð og af hverjum. Ef
hressilegar skoðanir nýrra doktora
verða til að hrista upp í þeirri um-
ræðu er það hið besta mál.“
Samræða við fortíðina
Ari Páll Kristinsson málfræðing-
ur er forstöðumaður Íslenskrar mál-
stöðvar sem rekin er af Íslenskri
málnefnd. Hann telur þá svörtu
mynd sem Hallfríður dregur upp af
íslenskri málstefnu ekki samræmast
því starfi sem forystumenn Ís-
lenskrar málnefndar og mennta-
mála hafa unnið að undanfarin ár.
„Íslensk málstefna er og hefur verið
í endurskoðun síðastliðin 20 ár. Ef
við lítum til að mynda á álitsgerð op-
inberrar nefndar sem fjallaði um ís-
lenska málstefnu og framkvæmd
hennar árið 1986, má sjá að þar er
lögð áhersla á að leyfa breytileika í
máli að njóta sín. Ég tel að mörg þau
sjónarmið sem Hallfríður setur fram
feli fyrst og fremst í sér samræðu við
fortíðina, þar sem þau eiga sér ekki
samhljóm með því sem er að gerast í
nútímanum.“
Ari Páll gerir athugasemdir við
nokkrar af staðhæfingum Hallfríðar
um íslenska málstefnu og bendir á
að nýyrðastefnan sé t.d. ekki eins af-
dráttarlaus og Hallfríður vilji láta
líta út fyrir. „Það liggja margvísleg
hagkvæmnisrök fyrir nýyrðastefn-
unni sem hafa ekkert með hug-
myndir um hreinleika að gera og ný-
yrðastefnan hefur ákveðinn lýð-
ræðislegan vinkil. Þegar smíðað er
orð á borð við „geðlæknisfræði“, í
stað þess að taka inn orð eins og
„psykeatría“, eru töluverðar líkur á
því að fólk geti skilið nýtt hugtak
þótt það hafi aldrei heyrt um það tal-
að. Nýyrðastefnan hefur átt sinn
þátt í því að færa sérfræðiþekkingu
nær almenningi hér á landi.“ Ari
Páll telur það villandi gefa í skyn að
Íslendingar geri meira en aðrir af
því að draga fólk í dilka eftir málfari.
„Hvaða rannsóknir hafa leitt það í
ljós? Benda má t.d. á að í Morgun-
blaðinu sl. laugardag var löng grein
eftir Mike Handley um nauðsyn
þess að nota ensku svona en ekki
hinsegin til að ná árangri í viðskipt-
um.“
Ari Páll segir að rétt sé að viðhorf
þjóða til eigin tungumáls geti tengst
hugmyndum um þjóðerni. „Þegar
um nýsjálfstæðar þjóðir er að ræða
er þetta oft sérstaklega viðkvæmt. Í
grein sem ég skrifaði í Lesbók 17.
mars síðastliðinn ræddi ég m.a.
þessi tengsl. Íslenska málstefnu má
hins vegar rökstyðja nú á dögum al-
gerlega óháð þjóðerni, líkt og sjá má
ef litið er til margs þess sem skrifað
hefur verið um íslenska málstefnu
undanfarin 15 ár eða svo“.
Ari Páll bendir að lokum á að al-
þjóðastofnanir á borð við UNESCO
og Evrópuráðið leggi áherslu á
nauðsyn þess að viðhalda tungumál-
um sem fáir tala. „Íslensk málrækt
er þannig hluti af alþjóðlegri nú-
tímahreyfingu til viðhalds menning-
arlegri fjölbreytni. Við megum ekki
gleyma hvílíkur ábyrgðarhluti það
væri að gera eitthvað sem slítur ís-
lenskt málsamhengi og lokar afkom-
endum okkar leiðina sem enn er
greið að mörg hundruð ára íslenskri
rithefð.
Efla þarf fullorðinsfræðslu
Hulda Karen Daníelsdóttir, fram-
haldsskólakennari og kennsluráð-
gjafi í nýbúafræðslu, segist að
mörgu leyti sammála því sem Hall-
fríður segir í grein sinni. „Hún bend-
ir á að íslensk málstefna geti haft
þau áhrif að fólk eigi erfitt með að
tjá sig í ræðu og riti vegna hræðslu
við að gera mistök og tel ég að hún
hafi þar rétt fyrir sér,“ segir Hulda
Karen. „En hvort um er að ræða
meðvitaða valdastefnu sem miðar að
því að vernda og tryggja samfélags-
lega stöðu þeirra sem þetta mál-
afbrigði tala leyfi ég mér að efast
um.“
Hulda telur umræðuna hins vegar
vera af hinu góða enda sé ýmislegt
sem við þurfum að læra í umgengni
okkar við nýja Íslendinga. „Til dæm-
is sýna rannsóknir að það tekur börn
tvö ár að læra talmál en sjö til níu ár
að ná lesskilningi og tjá sig óhindrað
í rituðu máli. Íslenska er lykill að ís-
lensku samfélagi þótt hún sé vað-
andi í slettum eða töluð með hreim,
því er mikilvægt að standa vel að ís-
lenskukennslu fyrir útlendinga.“
Hulda bendir að lokum á að þótt
skólakerfið reyni að koma til móts
við þarfir barnanna sé alltaf hægt að
gera betur í þeim málum. „Hins veg-
ar þarf að gera mikið átak í fullorð-
insfræðslunni því þeir sem að henni
koma anna ekki eftirspurn.“
Þótti illa máli farin
Ingibjörg Hafstað hefur starfað
sem kennsluráðgjafi á sviði nýbúa-
fræðslu og hefur víðtæka reynslu á
því sviði. Hún rekur nú, ásamt Birnu
Arnbjörnsdóttur, fyrirtækið Fjöl-
menningu ehf. sem vinnur með
tungumál og samskipti þvert á
menningarheima. Ingibjörg segist
vona að grein Hallfríðar, sem er að
hennar mati í senn skemmtileg af-
lestrar og hápólitísk, veki marga til
umhugsunar og umræðu hér á landi
um þessi mál.
Sjálf er Ingibjörg alin að mestu
upp erlendis og varð vör við það þeg-
ar hún kom heim til Íslands 26 ára
gömul, að hún þótti illa máli farin,
jafnvel heimsk, vegna þess að ís-
lenska hennar var ekki alveg eftir
bókinni. Í öðrum löndum sem Ingi-
björg hafði dvalið í fékk hún hins
vegar hvatningu og stuðning þegar
hún reyndi að tala tungu innfæddra.
„Ég var reyndar alin upp í mikilli
virðingu fyrir íslenskri tungu og var
því samdauna opinberri hreintungu-
stefnu eftir að heim kom og það tók
mig mörg ár að byggja upp kjark til
að tala á opinberum vetvangi, hvað
þá að láta eitthvað fara frá mér
skriflega.“
Ingibjörg hefur undanfarin 10 ár
starfað með útlendingum búsettum
á Íslandi. Þótt margir þeirra tali
góða íslensku, tala þeir oft um að
þeir verði líklega alltaf að einhverju
leyti utangarðs í íslensku samfélagi
vegna þess að þeir ná ekki móður-
málsfærni í málinu. „Þeir eiga erfitt
með að fá atvinnu í samræmi við
menntun sína, þeim er ekki treyst til
ábyrgðaverka á vinnustað, margir
hafa talað um að þeir séu álitnir
heimskir. Ég er ekki í nokkrum vafa
um að opinber málstefna Íslendinga
geri aðlögun annarra að íslensku
þjóðlífi á margan hátt erfitt fyrir og
tek undir þau sjónarmið að tími sé
kominn til að fara að huga betur að
þessum málum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nemendur í nýbúadeild Austurbæjarskóla við nám.
Hreinleiki og fjölmenn-
ingarlegt lýðræði
Í grein í Lesbók Morg-
unblaðsins sl. laugar-
dag gerði Hallfríður
Þórarinsdóttir mann-
fræðingur íslenska
málstefnu að umtals-
efni og gagnrýndi þær
þjóðernislegu for-
sendur sem hún telur
hreintungustefnu vera
byggða á. Heiða Jó-
hannsdóttir innti
nokkra aðila álits á
þeim sjónarmiðum.
heida@mbl.is
krónunni
uni hækka
r að þessi
m í opna
n fremur.
til lengri
an í efna-
r sterk,
r fjármál,
ð og þess
dur fyrir
.
ast er að
manna á
þeim efn-
staðfest
ækja, sem
ins gjald-
essar að-
nnig fyrir
g umbæt-
nnulífsins
a orðið til
ður geng-
um tíma-
æða sem
kir og að
gis á nýj-
tir, hag-
ands Ís-
efnahags-
a miklum
krónunn-
n héldu ró
aldið yrði
líkindum
u að ræða.
tu dögum
i. Einnig
inn væri
íslensku
ta vegna,
ru á því.
tið um já-
sku efna-
ær hefðu
þvert á móti flestar verið neikvæð-
ar, eins og til að mynda hvað varð-
aði sjómannaverkfallið og orðróm
um minni aflaheimildir fyrir næsta
kvótaár og það væri eflaust hluti af
skýringunni á þessum miklu svipt-
ingum í genginu. Jákvæðar fréttir
gætu breytt þessari mynd fljótt.
Má rekja til fyrri
gengisstefnu
Í markaðsyfirliti ÍSFBA segir að
uppgjör markaðarins við fyrrver-
andi gengisstefnu hafi einkennt
lækkun krónunnar undanfarnar
vikur og mikið hafi dregið úr stöðu-
tökum í krónunni, t.d. hafi mikið
verið um lokanir á bæði framvirk-
um samningum og skiptasamning-
um. Forsenda þess að stofnað var
til margra slíkra samninga var sú
að vikmörk fyrri gengisstefnu
héldu. Þegar ljóst varð að sú for-
senda héldi ekki fór að bera á lok-
unum og samhliða stöðvuðust nýjar
stöðutökur og krónan veiktist. Að
mati ÍSFBA mun sá óróleiki sem
skapast hefur að þessum sökum
ekki verða varanlegur og mun því
ekki stuðla að gengislækkun til
lengri tíma litið.
Fram kemur að gengislækkunin
sé ekki hinni nýju gengisstefnu um
að kenna og að tölusett verðbólg-
umarkmið og flotgengi ásamt sjálf-
stæðum Seðlabanka sé án efa sá
kostur sem hentar betur í því um-
hverfi frjálsra fjármagnsflutninga
sem landsmenn búa nú við.
Að mati ÍSFBA hefur verkfall
sjómanna bæði bein og óbein áhrif
á lækkun krónunnar. Um 40%
gjaldeyristekna eru tilkomnar
vegna útflutnings sjávarafurða en
verkfallið stöðvar innflæði fjár-
magns sem venjulega er vegna
veiða og óvíst sé hvort að þær
tekjur skili sér síðar á árinu. Nú
mun verkfallið einnig vega að
karfaveiðum auk þess að setja
mark sitt á væntingar um þróun
krónunnar. Þá skapi verkfallið
óvissu og sé þannig til þess fallið að
draga úr stöðutöku í krónunni og
lækka verðgildi hennar.
Á yfirstandandi fiskveiðiári er
heimilt að veiða 220 þúsund tonn af
þorski en nú er búist við niður-
skurði kvótans á milli ára í stað
aukningar eins og vænst hafði ver-
ið. Slíkur samdráttur þrýstir verð-
gildi krónunnar niður en endanleg
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
mun liggja fyrir í júní. Á þenna hátt
telur greining ÍSFBA að gengis-
lækkun krónunnar síðustu vikur
eigi sér rætur í fiskveiðum líkt og
gengisfellingin árið 1993. Þó ekki
sé nú um beina skerðingu á afla-
marki að ræða valda væntingar þar
um að hluta til lækkun krónunnar.
Í markaðsgreiningu frá miðjum
mars, þegar vísitölugildi krónunn-
ar stóð í 122, spáði ÍSFBA því að
gengi krónunnar yrði óbreytt í júní
en nú eru taldar afar litlar líkur á
að sú spá rætist vegna áhrifa sjó-
mannaverkfalls og þess að ekki var
gert ráð fyrir að afnám vikmarka
myndi leiða til jafnmikilla lokana á
gnóttstöðum í krónunni og raun
bar vitni.
ÍSFBA spáir því að gengisvísi-
talan verði í 140 um mitt árið. Hins
vegar er þess ekki vænst að krónan
eigi að þurfa að lækka umfram það,
heldur fremur öðlast meiri stöðug-
leika en verið hefur og jafnvel
styrkjast eitthvað áður en árið er á
enda. Telur ÍSFBA að gengisvísi-
tala krónunnar verði 135 í árslok.
Að mati ÍSFBA er líklegt að
verðbólga fari vaxandi til skemmri
tíma litið þar sem lækkun krónunn-
ar leiði til hækkunar verðs á inn-
fluttum vörum sem smitast síðan
beint og óbeint inn í verðlagið. Bú-
ist er við því að gengisáhrifin komi
fram í verðhækkunum á 12 til 18
mánuðum. Verðbólgan á þessi ári
verði um 5,5% sem er 1,3 prósentu-
stigum hærra en spáin fyrir mánuði
hljóðaði upp á. Samkvæmt þessari
spá mun verðbólgan fara vaxandi á
næstu mánuðum og ógna nokkuð
þolmörkum nýfengins verðbólgu-
markmiðs Seðlabankans og trú-
verðugleika stefnu hans. Hins veg-
ar gerir ÍSFBA ráð fyrir því að á
næsta ári dragi úr verðbólgunni að
nýju og spáir því að hún mælist
3,6% frá upphafi til loka næsta árs.
rðar króna í gær
k-
s
um
gjald-
ekki
krón-
93.
er
ags-
kun.