Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR hafa m.a. það hlutverk að koma til okkar fréttum og upplýsing- um af málefnum líð- andi stundar. Þrátt fyrir að við verjum meiri tíma en nokkru sinni fyrr í fjölmiðla, er það fáum fært, ef nokkrum, að komast yfir allt það magn upplýsinga sem okkur stendur til boða. Flestir fjölmiðlar selja auglýsingapláss til að fjármagna upplýsinga- flutning sinn og nú er einnig orðið offramboð á auglýs- ingum. Offramboð í þeim skilningi að allt það auglýsingaflóð sem á okkur dynur daglega, fer að stórum hluta fram hjá okkur. Þetta hefur leitt til þess að sífellt verður dýrara að ná árangri með hefð- bundnum auglýsingaaðferðum því magnið sem þarf orðið til verður sí- fellt meira. Auglýsingar eru almennt magn- auglýsingar sem eru sendar út á fjöldann. Þó svo að búið sé að greina okkur í markhópa og finna út staðsetningu þar sem er líklegt að við fáum skilaboðin, eru þau sniðin að fjöldanum og ætluð stórum hópi fólks. Annað sem flest- ar auglýsingar eiga sameiginlegt í dag er að þær eru í eðli sínu trufl- un fyrir okkur. Þær trufla okkur við þá iðju sem við erum að fást við. Mér er til efs að nokkur hlakki til að koma heim og lesa allan aug- lýsingapóstinn sem berst inn um lúguna á hverjum degi. Það eru líka mjög fáir sem bíða óþreyjufullir eftir auglýsingahléi mitt í spennandi spurninga- þætti. Og það eru ekki nema hörðustu aug- lýsingamenn sem kaupa blöð auglýsing- anna vegna. Það er umhugsun- arvert hversu oft við erum trufluð við iðju okkar með auglýsing- um og skilaboðum. Frá morgni til kvölds erum við stanslaust áreitt: Í bíl á leið til vinnu keyrum við framhjá vegaskiltum, auglýsingar á bílum og strætisvögnum, útvarpið í gangi og í nýjustu bíltækjum koma auglýsingar á stilliskjáinn. Við flettum prentmiðli og þar er efnið snyrtilega brotið upp svo hægt sé að trufla okkur með auglýsingum. Í póstkassanum við heimkomu er auglýsingapóstur fyrirferðarmeiri en hinn hefðbundni póstur. Það er jafnvel gert hlé á fréttatímanum í sjónvarpinu og svo mætti lengi telja. Fyrir tæpum tveimur áratugum var nægjanlegt að birta heilsíðu- auglýsingu í Morgunblaðinu og vera með í auglýsingatíma eftir fréttir í sjónvarpi til að flestir landsmenn væru með á nótunum um framboð á vöru og þjónustu. Í dag krefst það umfangsmikilla og dýrra auglýsingaherferða að koma skilaboðum á framfæri og aldrei hefur verið jafn flókið og kostn- aðarsamt að ná til fjöldans og ein- mitt nú. Neytendur hafa tekið upp á því að dreifa sér víðar og skiptast nú í enn fleiri flokka en áður. Svar auglýsingaiðnaðarins við þessu hef- ur verið að skjóta enn stærri og kröftugri skeytum út á þegar yf- irfullan auglýsingamarkaðinn. Einnig leita miðlasérfræðingar log- andi ljósi að nýjasta jaðarmark- aðinum, í þeirri von að geta skil- greint enn einn markhópinn til að hæfa með nýjustu skeytunum. Inn í allt þetta blandast svo vörumerkjaheimspekin. Neytendur í dag treysta ákveðnum vörumerkj- um umfram önnur. Þeir hafa ann- aðhvort reynsluna, einhver sem þeir treysta hefur mælt með vör- unni eða að auglýsingar hafa haft áhrif á val þeirra. Og það þarf mik- ið til að fá neytendur til að kaupa annað vörumerki en þeir treysta. Til að ná til þeirra og fá þá til að íhuga nýtt vörumerki þarf aukið auglýsingafé. Aukið auglýsingafé þýðir enn meira auglýsingamagn og það leiðir af sér enn meiri at- hygliskreppu. Því meiru sem eytt er í hefðbundnar auglýsingar, því minni áhrif hafa þær. Eftir því sem framboð upplýs- inga og efnis eykst finnst fólki það hafa sífellt minni og minni tíma til umráða. Tími er eitt sem við getum ekki aukið við og eigum erfitt með að sjá af. Hefðbundin auglýsinga- mennska er einmitt tímaþjófur, hún truflar okkur í því sem við er- um að gera. En kannski leynist þarna tækifæri. Þó svo að við get- um ekki keypt meiri tíma, þá erum við tilbúin til að greiða vel fyrir allt sem sparar tíma. Og markaðurinn, mitt í sinni athygliskreppu, er til í að greiða vel fyrir athyglina. Nú er það ekki svo að auglýs- ingar séu endilega alltaf óvelkomn- ar. Við þurfum og viljum fá upplýs- ingar um það sem er í boði, svo lengi sem það tengist okkur og lífs- tíl okkar. Við viljum líka að það sé talað til okkar sem einstaklings, en ekki sem hluta af landfræðilegum eða lífsháttarhópi. En við viljum ráða hvenær og hvernig við fáum þessi skilaboð. Þessi breyting gerir alveg nýjar kröfur til markaðssetn- ingar á vöru og þjónustu. Krafan er að nálgast neytendur á þeirra eigin forsendum þegar þeim hent- ar. Nú fórna sjálfsagt einhverjir höndum þegar farið er að tala um að persónugera öll skilaboðin. En hér kemur inn markaðsaðferða- fræði sem heitir markaðssamþykki (e. Permission Marketing). Hún gengur einfaldlega út á það að stofna til kynna við neytendann með aðstoð nútíma upplýsinga- tækni. Hún leyfir okkur að tala við neytendann á hans forsendum og þegar honum hentar. Þannig verða skilaboðin ekki aðeins boðin vel- komin, heldur líka lesin af meiri áhuga. Þetta leiðir til mun betri ár- angurs og við erum trufluð mun sjaldnar! Bandaríkjamaðurinn Seth Godin, höfundur bókarinnar Markaðssam- þykkis, líkir þessu við að finna sér maka. Annarsvegar er hin hefð- bundna markaðsaðferðafræði. Í því tilfelli myndi væntanlegur biðill byrja á því að ráða sér færustu markaðs- og auglýsingamenn til starfa. Þeir myndu skilgreina markhópa, vinna stefnumótunar- vinnu og út frá þeim velja vænleg- asta barinn í bænum til að herja á. Helstu hugmynda- og útlitssér- fræðingar myndu síðan klæða bið- ilinn upp á sem bestan hátt og vopnaður blómvendi myndi biðilinn mæta á barinn. Hann myndi snúa sér að fyrsta manni og bera upp bónorð. Ef hann fengi nei, myndi hann ganga að þeim næsta, og svo koll af kolli, þar til annað hvort heppilegur maki er fundinn, eða biðillinn kæmi tómhentur út af barnum. Og ef svo færi, þá væri auglýsingastofan rekin. Biðillinn sem beitir markaðssam- þykki við leit að maka myndi taka á þessu á allt annan hátt. Hann myndi byrja á því að fara á stefnu- mót. Síðan á annað og þriðja stefnumót ef vel gengi á þeim fyrstu. Þannig myndi byggjast upp traust milli aðila uns tími væri kominn til að biðja sér maka. Vissulega tímafrek leið, en mun vænlegri til árangurs. Í stað þess að skjóta skeytum sínum að fjöld- anum væri upplýsingum komið á framfæri á persónulegan hátt þeg- ar þær eiga við og eru boðnar vel- komnar. Og þeir sem ekki væru á biðilsbuxunum væru truflaðir mun sjaldnar! Meira auglýsingamagn hefur minni áhrif Hilmar Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri CAOZ hf. – stafrænnar hönnunar- og markaðsþjónustustofu. Auglýsingar Markaðssamþykki gengur út á það, segir Hilmar Sigurðsson, að stofna til kynna við neytandann með aðstoð nútíma upplýsingatækni. GINKO BILOBA FRÁ Apótekin með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla á frábæru verði Jafnar blóðflæðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.