Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 55 MEISTARAMÓT skákdeildar Félags eldri borgara í Reykjavík var haldið í febrúar sl. Teflt var í A- og B-flokki. Sigurvegarar í flokki A voru Bragi Björnsson, sem hlaut 1. verð- laun, Haraldur Axel Sigurbjörns- son hlaut 2. verðlaun og Lárus Johnsen hlaut 3. verðlaun. Sigurvegarar í flokki B voru Lár- us Arnórsson, sem hlaut 1. verð- laun, Pétur Kristbergsson hlaut 2. verðlaun og Grímur Jónsson hlaut 3. verðlaun. Teflt var um farandbikar og einnig voru veitt 1.-3. verðlaun í hvorum flokki. Teflt er á þriðjudögum kl. 13.30. Mikil aukning hefur verið á þátt- töku í vetur. Frá vinstri: Pétur Kristbergsson, Grímur Jónsson, Bragi Björnsson, Sig- urður Pálsson gjaldkeri, sem afhenti bikara, Lárus Johnsen og Har- aldur Axel Sigurbjörnsson. Lárus Arnórsson var fjarverandi. Efstir á skákmóti eldri borgara VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, samþykkti eftirfarandi álykt- un þann 30. apríl eftir að ljóst varð að ekki yrði úr boðuðu verkfalli Félags háskólakennara dagana 2.– 16. maí. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, fagn- ar því að samningar hafa náðst í kjaradeilu háskólakennara og ríkis- valdsins, og að þar með hafi yfir- vofandi verkfalli háskólakennara verið afstýrt. Verkfall á próftímabili hefði haft ófyrirsjáanlegar fjárhags- legar og félagslegar afleiðingar fyr- ir stúdenta og fjölskyldur þeirra. Vaka stóð fyrir undirskriftasöfn- un meðal nemenda, þar sem deilu- aðilar voru hvattir til að sýna sátta- hug í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem í húfi voru, segir í fréttatil- kynningu. Tæplega eitt þúsund stúdentar skrifuðu undir og forystumenn Vöku afhentu formönnum samn- inganefndanna skilaboð stúdenta um aukinn sáttahug að kvöldi sunnudagsins 29. apríl. Á samninga- fundi sem þá hófst og stóð alla nótt- ina tókust samningar og verkfalli var aflýst. Vaka fagnar samningum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.