Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 69 DAGBÓK 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 3. maí, verður sjötugur Óskar Bjarnason, fyrrverandi sjó- maður og netagerðarmað- ur, Barðastöðum 9, Reykja- vík. Eiginkona hans er Anna Bjarnadóttir, fyrrv. stöðvarstjóri. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Nk.föstudag 4. maí verð- ur fimmtugur Árni Bene- diktsson verslunarmaður, Dælengi 9, Selfossi. Hann og eiginkona hans, Elsa Jónsdóttir, taka á móti ætt- ingjum og vinum í Oddfell- owhúsinu, Vallholti 19, Sel- fossi, á afmælisdaginn frá kl. 19.30-22. 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 3. maí, verður níræð Margrét Pétursdóttir frá Varmadal í Vestmannaeyjum. Hún tek- ur á móti vinum og ættingj- um í Akogeshúsinu laugar- daginn 5. maí kl. 15. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík LJÓÐABROT REYKJAVÍK Þjóðminningardaginn 1897 Þar fornar súlur flutu á land við fjarðarsund og eyjaband, þeir reistu Reykjavík. Hún óx um tíu alda bil, naut alls, sem þjóðin hafði til, varð landsins högum lík. – Og þó vor höfn sé opin enn og enn þá vanti knerri og menn, við vonum fast hún vaxi senn og verði stór og rík. En þó við flóann byggðist borg með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð, – ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi, er hún ber, er betra að vanta brauð. – Þeir segja, að hér sé hættan mest og hérna þróist frónskan verst og útlend tízka temjist flest og tungan sé í nauð. – – – Einar Benediktsson Regnfatadagar Kvenregnkápur Fóðraðar með 100% bómull. Þrír litir, stærðir S-XL. Verð kr. 5.900. Regngallar st. 80-120 cm Litir: Bláir og rauðir. Tilboðsverð: Jakki kr. 2.200, buxur kr. 2.220. Hlífðarsett Stærðir 110-160 cm. Jakki og buxur, tilboðsverð kr. 4.500. Kringlunni — s. 568 1822 Mercedes Bens S 1994 Til sölu Mercedes Bens 280 S-body árg. 1994. Innfluttur af Ræsi. Ekinn 56 þús. Verð 2.600.000. Upplýsingar í síma 864 3700 STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Þú ert gefinn fyrir gátur og ert með það á hreinu að al- heimurinn geymir fleira en við vitum um. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er einhver óróleiki yfir þér sem gerir þér illkleift að festa hugann við starfið. Þú verður að sigrast á þessu flögri og taka vinnuna föstum tökum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert að ganga í gegnum mikið tilfinningaskeið nú um stundir sem slær þig eilítið út af laginu. Reyndu að afgreiða þessi mál sem fyrst. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu óhræddur við að sýna öðrum árangur starfs þíns því þú mátt vera stoltur af því sem þú hefur fengið áorkað. Mundu bara að ofmetnast ekki því dramb er falli næst. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að verða þér úti um einhver grið frá hinni daglegu streitu og mættir þess vegna nota þann tíma bæði til að mennta þig og bæta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert svo nákvæmur og ferð því ítarlega í hlutina sem kemur starfsfélögum þínum á óvart og jafnvel sjálfum þér. Öðrum þýðir ekki að rökræða við þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Taktu umhverfi þitt til gagn- gerar endurskoðunar og drífðu svo í þeim breytingum sem þér finnast nauðsynleg- ar. Slíkar breytingar þurfa hreint ekki að vera kostnað- arsamar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er ekki amalegt útlitið hjá þér í dag. Ef þú misstígur þig hvergi muntu uppskera ánægjuleg laun erfiðis þíns í aðdáun vinnufélaga þinna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér finnst eins og úr þér sé allur máttur. Farðu þér því hægt á meðan þú endurnýjar þig og hafðu sérstakan vara á stjórnsömum einstaklingum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að hugsa meira um „við“ en „ég“ því nú er tími samstarfsins og þú kemst ekkert áfram án þess að gefa þig í það af fullum heilindum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Farðu þér hægt í því að fitja upp á nýjum hlutum í dag og gakktu heldur frá öllum laus- um endum. Vertu viðbúinn að svara spurningum annarra um fyrirætlanir þínar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það má margt læra af sam- ferðamönnum sínum hvort sem þeir standa manni nær eða fjær. Reynsla þeirra er bæði hvatning og viðvörun eftir efnum og ástæðum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Í viðskiptum geta margir flet- ir verið upp á teningnum. Farðu þér því hægt og gaum- gæfðu hvern þann möguleika sem býðst í stöðunni áður en þú afræður nokkuð. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hannes Hlífar Stefánsson (2570) var ótvírætt skákmað- ur síðasta árs enda voru sigr- ar hans sérlega glæsilegir. Það er óskandi að þetta ár verði álíka gjöfult en ekkert virðist vera því til fyrirstöðu. Fyrir skömmu lauk opnu al- þjóðlegu móti í Tanta í Egyptalandi þar sem Hann- es varð annar af sigurvegur- um mótsins. Í stöðunni hafði hann hvítt gegn heimamanni að nafni Esam Ahmed (2362). 36.Kc5! Svarti hrók- urinn er dauðans matur eftir þetta. Framhaldið varð: 36...Rxf4 37.Kd6 He6+ 38.Bxe6 Rxe6 39.Hd7 g5 40.Hxb7 g4 41.Hb6 h5 42.Hxa6 c5 43.b4 cxb4 44.cxb4 Rd4 45.Kd5 Rf3 46.e6 og svartur gafst upp. Skákin tefld- ist í heild sinni: 1.e4 c5 2.Rf3 e6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 a6 5.Bd3 Rc6 6.Rxc6 dxc6 7.O-O e5 8.Rd2 Dc7 9.a4 Rf6 10.a5 Bb4 11.Rc4 Be6 12.Df3 Bxc4 13.Bxc4 O-O 14.Bg5 Re8 15.Hfd1 Rd6 16.Bb3 Bc5 17.Hd3 Kh8 18.Be3 Bxe3 19.Dxe3 Had8 20.Had1 Rb5 21.Dc5 Hfe8 22.Db6 Hxd3 23.Hxd3 De7 24.c3 h6 25.g3 Rd6 26.Db4 Rb5 27.Dxe7 Hxe7 28.Hd8+ Kh7 29.Kf1 g6 30.Ke2 Kg7 31.Ke3 Rc7 32.f4 exf4+ 33.gxf4 Re8 34.Kd4 Rf6 35.e5 Rh5 o.s.frv. Hvítur á leik. Umsjón Helgi Áss Grétarsson SKÁK ÍTALIRNIR Bocchi og Duboin spila fárveikt grand á hagstæðum hættum – 9-12 HP, en það getur verið erfitt að eiga við þá sögn með millisterk spil. Í síðustu viku skoðuðum við spil frá Nat- ions Cup, sem er sýningar- keppni fjögurra þjóða í hol- lenska mótinu Forbo- Krommenie, en spil dagsins er frá aðalkeppninni, sem Ítalir unnu. Hér er þeirra besta par – Bocchi og Dub- oin – í vörn gegn þremur gröndum Ísraelans David Birmans. Fyrst skulum við setja okkur í spor Birmans: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ K10 ♥ D63 ♦ KD1095 ♣ D52 Suður ♠ ÁG65 ♥ ÁG8 ♦ G842 ♣ G10 Vestur Norður Austur Suður Bocchi Zeligman Duboin Birman -- -- 1 grand * Pass 2 tíglar ** Dobl 2 hjörtu 3 grönd Pass Pass Pass * 9-12 HP! **Yfirfærsla í hjarta (hugsanlega á fjórlit). Zeligman og Birman eru reyndasta par Ísraela og sigruðu í sagnbaráttunni með því að komast í þrjú grönd, þrátt fyrir veika grandopnun Duboins. Í raun stendur sagnhafi vel að vígi að vita svo mikið um spil varnarinnar – punktastyrk austurs og hjartalit vesturs. Útspilið var lítið lauf og Birman fékk slaginn heima á tíuna. Hann sótti tígulás- inn (sem var í austur) og vörnin tók nú þrjá slagi á lauf (vestur hafði byrjað með kóng fjórða). Duboin í austur var inni á síðasta laufinu og spilaði hlutlaust tígli. Hvernig myndi lesand- inn spila í sporum Birmans? Norður ♠ K10 ♥ D63 ♦ KD1095 ♣ D52 Vestur Austur ♠ 873 ♠ D942 ♥ K1095 ♥ 742 ♦ 73 ♦ Á6 ♣ K643 ♣ Á987 Suður ♠ ÁG65 ♥ ÁG8 ♦ G842 ♣ G10 Þetta er afar lúmskt spil. Austur hefur sýnt tvo ása og getur því ekki átt bæði hjartakóng og spaðadrottn- ingu, en hlýtur að eiga ann- að spilið. Hvers vegna spil- aði Duboin ekki hjarta þegar hann var inni á fjórða laufinu? Birman spurði sig þeirrar spurningar og svar- aði henni eins og flestir hefðu gert – hann á hjarta- kóng. Þess vegna reyndi Birman við níuna slaginn með því að svína hjartagosa og fór einn niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla OLÍS og Ungmennafélagið Fjölnir í Grafarvogi undirrituðu nýjan sam- starfssamning í íþróttamiðstöðinni við Dalhús á þriðjudaginn. Samning- urinn felur í sér að foreldrar iðkenda hjá íþróttafélaginu og iðkendurnir sjálfir geta með því að versla hjá Olís sparað sér hluta af æfingagjöldum. Tekið hefur verið í notkun svokall- að Gullpunktakort Olís og Fjölnis fyrir alla félagsmenn, en kortið er í eðli sínu safnkort. Með notkun korts- ins safna félagsmenn punktum, sem jafngilda greiðslu upp í æfingagjöld hjá Fjölni. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Fjölni má ætla að notkun kortsins geti sparað fólki allt að 30 til 40% af æfingagjöldum á ársgrund- velli. Undirritun samningsins fór fram í lok hlaups Olís og UMFF, þar sem u.þ.b. 300 þátttakendur kepptu með sér í gamni og alvöru, eins og gert hefur verið síðustu 12 ár. Morgunblaðið/Jim Smart Snorri Hjaltason, form. Ungmennafélagsins Fjölnis (t.v.), og Tómas Möller, framkvæmdastjóri Olís, við undirritun nýs samstarfssamnings. Olís og Fjölnir í samstarf MÁLBJÖRG, félag um stam, heldur ráðstefnu fyrir kennara, foreldra barna sem stama og aðra, sem um- gangast börn og unglinga sem stama. Ráðstefnan er einnig ætluð öllum sem stama, börnum, ungling- um og fullorðnum. Ráðstefnan fer fram að Sólheim- um í Grímsnesi laugardaginn 5. maí. Jón Kristjánsson heilbrigðismála- ráðherra setur ráðstefnuna klukkan 13. Ráðstefnuslit verða klukkan 19. Þátttökugjald er 1.000 fyrir félags- menn og 2.000 fyrir aðra. Hver fjöl- skylda greiðir aðeins eitt gjald. Tvær dagskrár verða í gangi sam- tímis, önnur fyrir börn og unglinga sem stama og hin fyrir fullorðna. Jó- hanna Einarsdóttir talmeinafræð- ingur ræðir um nýjustu fréttir af rannsóknum og samband barna sem stama og uppalenda. Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur ræðir um stríðni og einelti. Hvað er til ráða? Gylfi Jón ræðir fyrst við börnin og síðan fullorðna. Eftir hvort erindi verða umræður/vinnu- hópar þar sem tækifæri gefst á að ræða við fagfólkið, stjórnarmenn og aðra þátttakendur. Nánari upplýsingar eru á heima- síðu Málbjargar, www.stam.is. Hægt er að skrá sig með tölvu- pósti til malbjorg@visir.is. Ráðstefna um stam barna og unglinga FRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.