Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 80

Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. GENGI krónunnar lækkaði um rúm 6% í metvið- skiptum á gjaldeyrismarkaði í gær og hefur gengið lækkað um rúm 16% það sem af er árinu og frá árs- byrjun 2000 hefur gengið lækkað um rúm 28%. Þá lækkuðu hlutabréf á Verðbréfaþingi í gær og lækkaði úrvalsvísitalan um 4,6%. Hefur vísitalan ekki verið jafnlág frá því í desember 1998. Alls lækkaði gengi átján félaga í gær en aðeins eitt hækkaði. Fimm félög stóðu í stað og engin viðskipti voru með bréf í 25 félögum. Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, sagði að það væru ekki efnahagslegar for- sendur fyrir jafnmikilli lækkun gengisins og orðið hefði í gær. „Við bendum á að núna áður en þessi lækkun kom var raungengi krónunnar orðið lægra en það hefur nokkru sinni verið síðan í apríl 1984,“ sagði Már. Hann sagði að þess vegna teldu þeir að með þess- ari miklu lækkun væri verið að skjóta yfir markið. Það væri eðli gjaldeyrismarkaða að ýkja sveiflur með þessum hætti bæði þegar gengið færi upp og niður, en hvenær þessi lækkun gengi til baka og í hversu miklum mæli væri engin leið að segja um nú. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, sagði að efnahagsumgjörðin væri traust. Hins vegar hefðum við verið að eyða um efni fram og það kallaði á gengisleiðrétingu sem hefði í raun verið að koma fram á síðustu tólf mánuðum. „Svo virðist eitthvað gerast núna sem gerir menn svartsýnni en efnahagslegar forsendur eru fyrir og það hleypur einhver vantrú í markaðinn,“ sagði Þórður enn fremur. Hann bætti því við að það hefði ekkert breyst varðandi raunstærðir eða hagvaxtahorfur sem gæfi tilefni til þeirrar djúpu dýfu í genginu sem orðið hefði í gær. Lækkun krónunnar síðustu vikur má rekja til fyrri gengisstefnu hér á landi og tengist ekki hinni nýju stefnu Seðlabankans, að því er fram kemur í nýju markaðsyfirliti frá Íslandsbanka-FBA. Þar kemur fram að verkfall sjómanna hafi bæði bein og óbein áhrif til gengislækkunar krónunnar og einnig hafi líkur á frekari niðurskurði þorskkvótans áhrif á gengið. Tíðindi dagsins í efnahagsmálum komu til um- ræðu á Alþingi í gær þegar frumvarp um sölu Landssímans var þar til meðferðar. Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Stein- grímur Sigfússon, formaður vinstri-grænna lögðu báðir áherslu á þá alvarlegu stöðu sem komin væri upp og kröfðust þess að fá að ræða málið við for- sætisráðherra með einhverjum hætti, til dæmis um- ræðu utandagskrár eða með yfirlýsingu af hans hálfu. Ekki var fallist á þetta af hálfu forseta Alþingi og hann tók heldur ekki til greina óskir stjórnarand- stæðinga um sérstaka umræðu um tíðindin í efna- hagsmálum á aukafundi í dag, fimmtudag. Gengi krónunnar lækkaði um rúm 6%  16% lækkun/40  Lægsta gildi/B1 Úrvalsvísitalan lækkaði um 4,6% SEX ára drengur, nemandi í Vesturbæjarskólanum í Reykjavík, stakk sig á sprautu- nál á skólalóðinni síðdegis í gær. Staðfest hefur verið að nálin og sprautan voru notuð af fíkniefnaneytanda. Drengurinn blóðgaðist á fingri og var flutt- ur á slysadeild þar sem hann gekkst undir rannsóknir og hann verður áfram undir eftir- liti lækna. Drengurinn var í svokallaðri skóladagvistun þegar óhappið varð. Kristín G. Andrésdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir atburðinn alvarlegan. Eftirlit með skólalóðinni verði hert í kjölfarið og hún biður foreldra að brýna fyrir börnum sínum að taka ekki upp spraut- ur sem liggja á víðavangi. Stakk sig á sprautu- nál á skólalóð VERULEGUR niðurskurður á þorskveiðiheimildum á næsta fisk- veiðiári virðist líklegur. Fyrirliggj- andi upplýsingar um vöxt og viðgang þorskstofnsins benda til minni stofn- stærðar. Leyfilegur heildarafli af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári er 220.000 tonn. Næsta fiskveiðiár á undan var leyfilegur afli 250.000 tonn en fyrir þetta fiskveiðiár lagði Hafrannsókna- stofnun til 203.000 tonna heildarafla. Skýringin á því var skekkja í stofn- stærðarmati stofnunarinnar, sem of- mat stærð þorskstofnsins, einkum eldri árganga. Hins vegar eru fjórir stórir þorskárgangar í uppvexti og á leið inn í veiðistofninn. Svokölluð afla- regla hefur verið í gildi undanfarin ár en hún kveður á um að ekki skuli veiða meira úr veiðistofni þorsksins en 25% árlega. Sjávarútvegsráðherra kynnti síðastliðið vor breytingar á þessari aflareglu sem þýða að þorsk- afli megi hvorki minnka né aukast um meira en 30.000 tonn milli ára. Á þeirri forsendu var heildarafli á síð- asta ári ákveðinn 220.000 tonn. Niður- stöður úr stofnmælingu botnfiska í marzmánuði benda til minni fisk- gengdar. Þær upplýsingar sem Haf- rannsóknastofnun hefur til að byggja á benda því til þess að lagður verði til samdráttur í þorskafla. Komi til niðurskurðar á þorskveiði- heimildum mun útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka en gera má ráð fyrir því að hver tíu þúsund tonn af þorski upp úr sjó skili um milljarði í útflutningsverðmætum. Í versta falli getur komið til niðurskurðar þorsk- veiðiheimilda um 30.000 tonn vegna sveiflujöfnunar og verði svo hefur þorskkvótinn verið lækkaður um 60.000 tonn á tveimur árum en það svarar til um sex milljarða samdrátt- ar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir enn of snemmt að segja til um tillögur stofnunarinnar fyrir næsta fiskveiði- ár en þær verði væntanlega birtar eft- ir næstu mánaðamót. Margt bendir til minni þorskkvóta á næsta fiskveiðiári Leiðrétta þarf ofmat á stærð þorskstofnsins  Margt bendir til/26 KASTÆFINGAR voru stundaðar af miklum móð við Rauðavatn í Reykjavík í gærkvöld en æfingin var hluti af flugukastnámskeiðum sem Kastklúbbur Reykjavíkur hef- ur staðið fyrir í vetur. Fluguköst- in verða æfð á sama stað í kvöld og annað kvöld milli kl. 20 og 22 og eru æfingarnar opnar öllum áhugamönnum um fluguveiðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gísli R. Guðmundsson, formaður Kastklúbbs Reykjavíkur, mundar stöngina. Flugukast- æfingar við Rauðavatn MIKILL verðmunur er um þessar mundir á kílóverði ferskra jarðar- berja í Reykjavík, Ósló og Kaup- mannahöfn. Jarðarberjaverð var 241% hærra í Reykjavík en í Kaupmannahöfn í gær þegar hæsta verð var borið sam- an á báðum stöðum. Þegar verð var borið saman í lág- vöruverðsverslununum Bónus í Reykjavík og Rema 1000 í Ósló í gær reyndust jarðarberin vera 223% dýr- ari í Bónus. Langdýrust á Íslandi  Verð á/22 Fersk jarðarber á Norðurlöndunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.