Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir blaðið Basic kona. Blaðinu verður dreift á suðvesturhorn- inu. FÓLKI gafst í gær kostur á að kynn- ast lífinu á Keflavíkurflugvelli og sögu varnarliðsins í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá gerð varnarsamn- ings Íslands og Bandaríkjanna. Orr- ustuflugvélar og ýmis tækniundur vöktu athygli þessa unga manns sem svipaðist um á sögusýningu. Flugvélar á sögusýningu Morgunblaðið/Páll WILLIAM F. Kennan, hershöfðingi og yfirmaður Atlantshafsherstjórn- ar NATO, lýsti á málþingi um Ísland og varnarmál í Þjóðmenningarhús- inu á föstudag ánægju með að nú sæi fyrir endann á útfærslu á tvíhliða samkomulagi Íslands og Bandaríkj- anna um verktöku á Keflavíkurflug- velli. Slíkur samningur myndi stuðla að því að halda niðri kostnaði við rekstur varnarstöðvarinnar í Kefla- vík. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er um að ræða samning um nákvæma útfærslu samkomulags ríkjanna frá 1996 um afnám einka- réttar verktakafyrirtækja á Kefla- víkurflugvelli, sem á að eiga sér stað í áföngum til 2004. Eftir það eiga all- ar framkvæmdir fyrir varnarliðið að fara í opið, frjálst útboð. Bandaríkjamenn vilja draga úr kostnaði við herstöðvar erlendis og vilja að bandamenn í Atlantshafs- bandalaginu leggi meira fram í þeim efnum. Íslensk verktakafyrirtæki hafa í reynd haft einkarétt á flestum framkvæmdum fyrir varnarliðið hér á landi. Árið 1996 var gerð bókun til fimm ára milli Bandaríkjamanna og Ís- lendinga um fækkun í herliði Banda- ríkjamanna og fleiri atriði í fram- kvæmd varnarsamningsins frá 1951. Er meðal annars sagt í bókuninni að stefnt sé að því að allar framkvæmd- ir fyrir varnarliðið fari í opið útboð eins og gert hefur verið þegar mann- virkjasjóður NATO hefur kostað framkvæmdir hér. Opin útboð á verktöku fyrir varnarliðið Samkomulag um útfærslu sagt á lokastigi HALDIÐ var upp á 10 ára afmæli Húsaskóla í Graf- arvogi í gær. Verk nemenda frá liðnum vetri voru sýnd, leikþættir fluttir og ýmis önnur skemmti- atriði. Fjöldi fólks heimsótti skólann og nemendur, foreldrar og aðrir aðstandendur skemmtu sér hið besta. Hátíð í Húsaskóla Morgunblaðið/Þorkell FORSVARSMENN Alþýðusam- bands Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins segja of snemmt að meta hvort verðbólguspá Seðlabankans hafi áhrif á kjarasamninga, gangi hún eftir. Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur ASÍ, segir að endur- skoðun kjarasamninga muni taka mið af þeim veruleika sem blasi við á næsta ári, enda geti ýmsir óvissu- þættir í spánni farið á hvorn veginn sem er. „Verðbólguþróunin verður skoðuð við endurskoðun samninga í febrúar á næsta ári og hafi þróunin ekki ver- ið eins og forsendur gera ráð fyrir getur tvennt gerst. Annars vegar getur nefndin orðið sammála um inn- spýtingu í kjarasamningana eða, komist hún ekki að samkomulagi, þá geta félögin sagt samningunum laus- um.“ Að sögn Rannveigar er nauðsyn- legt að menn líti ekki á það sem sjálf- sagðan hlut, eins og margir hafa ver- ið að gera á undanförnum dögum, að bein sjálfvirk tengsl séu á milli geng- is krónunnar og verðhækkana á vörum í þjóðfélaginu. Mikilvægt sé að gefa ekki grænt ljós á að reikna prósentulækkunina á genginu beint inn í hækkanir á verði og ekki verði opnað aftur á þennan gamla hugs- unarhátt sem ríkti áður. „Við sáum það í fyrra þegar geng- ið var að styrkjast og hefði jafnvel átt að skila sér í lækkandi vöruverði, að það gerði það ekki. Það er alveg ljóst að einhverjir hafa tekið þann gengishagnað inn í auknu álagi og það er spurning hvort þeir eigi þá ekki inni fyrir þessari gengislækk- un.“ Rannveig bendir á að þeir sem ákvarði verð séu einnig að greiða laun og því hljóti að vera þeirra hag- ur, jafnt og neytenda, að setja spurn- ingarmerki við það hvort senda þurfi gengislækkun beint út í verðlagið. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA, segir alls ekki tímabært að velta því fyrir sér núna hvernig menn bregðist við eftir átta mánuði. „Það geta verið komnar upp einhverjar allt aðrar aðstæður. Verðbólguspá á hverjum tíma spegl- ar þá vitneskju sem menn hafa þá, en í byrjun næsta árs verða komnar nýjar spár og nýjar aðstæður.“ Vaxtalækkanir geta komið í veg fyrir erfiða lendingu Hannes segir spá Seðlabankans eflaust vandaða og líklegt að hún standist miðað við þær forsendur sem hún byggist á. Hann telur ljóst að gengisbreytingin muni fara út í verðlagið. Að sögn Hannesar er það mikilvægt, m.a. fyrir stöðu gengis- ins, að mikið aðhald verði í ríkisfjár- málum sem geti stuðlað að því að trú á forsendur styrkist. Þá geti þær vaxtalækkanir, sem allir bíði eftir að verði hér á landi, komið í veg fyrir of sársaukafulla að- lögun. ASÍ segir of snemmt að meta áhrif verðbólgu á samninga Brýnt að lækkun geng- is hækki ekki verðlag ÓSKAR Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að stofnunin beri vissulega hluta ábyrgðar á því sem miður fór við framkvæmdir við skrifstofuhúsnæði Alþingis við Austurstræti. Hann hafnar því hins vegar að fram- kvæmdin hafi verið tvöfalt dýrari vegna þess að Framkvæmdasýslan hafi brugðist hlutverki sínu. Hann metur það svo að vegna mistaka í framkvæmd hafi kostnaður e.t.v. orð- ið 20–30% meiri en eðlilegt var. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að kostnaðaráætlun vegna húsnæðisins hafi verið 133 milljónir en heildarkostnaður orðið um 250 milljónir. Meginskýringin sé sú að í veigamiklum atriðum hafi ver- ið vikið frá ákvæðum laga um skipan opinberra framkvæmda og leiðbein- ingum fjármálaráðuneytisins. Þá tafðist verkið mjög þar sem hönnun var ekki lokið áður en framkvæmdir hófust með tilheyrandi kostnaði. Óskar segir að Framkvæmdasýsl- an hafi aldrei litið svo á að sú áætlun sem gerð var í upphafi hafi verið raunveruleg kostnaðaráætlun. Skrif- stofa Alþingis hafi óskað eftir því að Framkvæmdasýslan setti fram hug- myndir um kostnað þar sem Alþingi þurfti kostnaðaráætlun til að hægt væri að fara fram á fé til fram- kvæmdanna. Áætlun Framkvæmdasýslunnar hafi verið unnin „á handahlaupum“ og án þess að forsendur fyrir fram- kvæmdunum lægju fyrir. Stofnunin hafi jafnvel ekki haft teikningar af húsinu. Þetta hafi Alþingi verið ljóst. Lög stangast á Varðandi tafir vegna þess að hönn- un var ekki lokið þegar framkvæmdir hófust segir Óskar að Framkvæmda- sýslan hafi lagt til við Alþingi að sam- ið yrði við aðra teiknistofu um að koma að verkinu þegar ljóst varð að tafir yrðu á hönnun. Þessu hafi Al- þingi hafnað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar seg- ir að hvorki hönnun né framkvæmd- irnar sjálfar hafi verið boðnar út þótt kveðið sé á um slíkt í lögum. Varð- andi hönnunina segir Óskar að þar stangist ákvæði höfundarréttarlaga og laga um opinberar framkvæmdir á. Ekki hefði verið hægt að bjóða út hönnun innanhúss nema með því að brjóta höfundarréttarlög á þeim arkitekt sem eigendur hússins höfðu samið við. Svipað eigi við um verk- takann. Skipulags- og byggingarlög kveði á um einn byggingarstjóra í hverju verki. Því hefði ekki verið hægt að semja við annan verktaka meðan sá verktaki sem byggði húsið var enn að störfum nema með því að fresta framkvæmdum. Það hafi Al- þingi hins vegar ekki viljað. Því hafi verið farin sú leið að semja við ÍAV sem byggði húsið um að taka að sér að vera aðalverktaki fyrir hönd Al- þingis en bjóða að öðru leyti verkið út til undirverktaka. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar seg- ir að Framkvæmdasýslan hafi mælt með tilboði leigusalans um að Alþingi tæki að sér innréttingar í stað 30 milljóna króna greiðslu. Kostnaður vegna þessa hluta innréttinganna varð hins vegar um 95 milljónir. Ósk- ar segist ekki hvika frá því að þetta hafi verið hagstæður samningur mið- að við þau efni og útfærslur sem leigusalinn hugðist nota. Alþingi hafi hins vegar óskað eftir því að önnur og dýrari efni yrðu notuð við innrétting- arnar. Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins Mistök juku kostn- að um 20–30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.