Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hallfríður Magn-úsdóttir (Fríða)
fæddist á Hellissandi
30. júlí 1918. Hún lést
á Elliheimilinu Grund
27. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Ásta Sýr-
usdóttir, f. 16. apríl
1890, d. 1966, og
Magnús Ólafsson, f.
19. sept. 1890, d.
1969. Hallfríður ólst
upp í Fáskrúð á Hell-
issandi í stórum
systkinahóp. Áttu
þau, auk Hallfríðar,
Kristmund, Ólaf, Gest, Ester, Sýr-
us, Hrefnu, einnig tvö börn sem
létust ung að aldri. Ásta Sýrus-
dóttir átti með fyrri manni sínum
Þórði Björnssyni tvö börn, Hlöð-
ver og Guðrúnu sem bæði eru lát-
in.
Hallfríður giftist 20. des. 1943
Benedikt Hannessyni, f. 31. júlí
1918 á Hellissandi, d. 11. júní 1992.
Foreldrar hans voru Hannes
Benediktsson og Steinunn Jóhann-
esdóttir. Hallfríður og Benedikt
eignuðust fjögur börn: 1) Ásta, f.
23. feb. 1947, gift Haraldi G.
Samúelssyni, börn: Magnús Valdi-
marsson, kvæntur Vicktoriu
Valdimarsson, Dagmar Valdi-
marsdóttir, dætur hennar Mar-
grét Ásta Arnarsdóttir og Bjarn-
heiður María Arnarsdóttir.
Guðjón Finnur Har-
aldsson látinn. Hall-
fríður Þóra Haralds-
dóttir, sambýlis-
maður Friðfinnur
Örn Hagalín, Borgný
Haraldsdóttir, dóttir
hennar Hera Mist
Sigurðardóttir. 2)
Hannes, f. 2. maí
1948; börn: Pétur
Hannesson, sonur
hans Kolbeinn Elí
Pétursson, sambýlis-
kona Péturs er
Gunnhildur Guðna-
dóttir, hennar dóttir
er Ragnhildur Helga Blöndal.
Eygló Hannesdóttir. 3) Magnús, f.
16. feb. 1952, d. 19. okt. 1962. 4)
Knútur, f. 17. mars 1953, kvæntur
Ástu Þórsdóttur, dætur þeirra
Ásthildur Knútsdóttir, unnusti
Kristinn Freyr Haraldsson, og
Þórhildur Knútsdóttir.
Hallfríður flutti til Reykjavíkur
á unglingsárum til að vinna fyrir
sér, hún vann mest við umönnun-
ar- og verslunarstörf auk húsmóð-
urstarfa þegar frá leið. Hallfríður
og Benedikt bjuggu mestallan sinn
búskap á Hofsvallagötu 18. Þegar
heilsu fór að hraka varð hún vist-
maður á Grund síðustu árin.
Útför Hallfríðar fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun, mánu-
daginn 7. maí, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku amma mín, nú kveð ég þig í
hinsta sinn. Það er sárt að vera ekki
heima á Íslandi til að kveðja þig en ég
veit að þú ert hjá mér hérna úti. Mað-
ur er aldrei viðbúinn því að ástvinur
kveðji þennan heim og ég var ekki
viðbúin því að þinn tími væri kominn,
elsku amma mín. Ég hef alltaf horft
upp til þín og lífsgleði þinnar, það var
alltaf svo mikið líf og fjör í kringum
þig. Þú varst ekki bara amma í mín-
um augum heldur líka góður vinur.
Þú varst af annarri kynslóð en samt
var eins og aldurinn skipti engu máli í
samskiptum þínum við okkur unga
fólkið. Mína skemmtilegustu morgna
átti ég með þér þegar þú passaðir
mig aðeins þriggja ára gamla. Morg-
uninn byrjaði með morgunleikfimi
RÚV á eldhúsgólfinu og svo voru
húsbyggingar úr eldhúsáhöldum yfir
skyrskálinni alveg ómissandi. Okkar
seinustufundir voru í eldhúsinu
heima á Framnesveginum þar sem
við sungum hástöfum saman með lög-
um Hauks Mortens. Þú talaðir um
það hvað þig langaði mikið á ball við
tækifæri.
Elsku amma mín, nú getur hann
afi Benni boðið þér upp í dans með
sér. Ég kveð þig með gleði og sökn-
uði, elsku amma mín.
Nú frjáls hjá Guði gleðst þín önd
í góðri höfn á friðarströnd.
Það gleður þá, sem gladdir þú,
að gleðin eilíf skín þér nú.
(Matthías Jochumsson.)
Þín sonardóttir,
Ásthildur Knútsdóttir.
Er sólin rís í Rifi og Hellissandi
og roðnar hvítur Snæfellsjökullinn.
Ilmur hraunsins liggur yfir landi,
lífsgleði og orku fyllist hugurinn.
Hve fagurt kvöld þá sólin gyllir grundu
sem glóð er allur fjallahringurinn.
Bliki og kolla á skeri friðsæld fundu
og fagurt sindrar Breiðafjörðurinn.
Raddir vorsins ljóða á lífsins strengi,
lömbin hoppa og skoppa og leika sér.
Krían er með allt í góðu gengi,
glaðbeittir skarfar tilla sér á sker.
Svo fer að skyggja og berin taka að blána
börnin í hraunið labba glöð í lund,
húmsins stemming vonir vekja og þrána
og vinir hraða sér á ástarfund.
(Hrefna Magnúsdóttir.)
Hallfríður Magnúsdóttir, Fríða
systir mín, var einstaklega hlý og góð
manneskja. Hún vildi öllum gott gera
og var hjálpsöm og velviljuð. Fríða
var létt í lund og stutt var jafnan í
brosið.
Ég kom oft sem barn með móður
minni til Reykjavíkur, pabbi var
sjaldan með – hann lá lítið í ferðalög-
um. Í þessum ferðum var gist á Hofs-
vallagötu 18 hjá Fríðu og manni
hennar Benedikt (Benna) Hannes-
syni. Þau hjónin gerðu allt til að gera
okkur dvölina skemmtilega og góða.
Á unglingsárunum þegar við systk-
inin fórum að fara suður til náms eða
vinnu vorum við mikið hjá Fríðu þó
að við byggjum þar ekki. Það var eins
og að vera á æskuheimilinu, góður
andi, samheldni og öll hjartanlega
velkomin þó að þröngt væri stundum
á þingi. Það var ekki lítil gæfa fyrir
okkur að eiga athvarf hjá Fríðu ef við
þurftum á að halda og þannig var
þangað til við stofnuðum okkar eigin
heimili.
Fríða hafði góða spádómsgáfu.
Það var gaman að koma til hennar og
hvolfa bolla og fá hjá henni fallega
spádóma og framtíðarsýn. Þegar ég
var krakki komu þau Fríða og Benni
oft vestur á sumrin og var þá hátíð í
Fáskrúð. Fríða dvaldi þá gjarnan um
tíma með krakkana.
Þau byrjuðu búskap á Hofsvalla-
götunni í sambýli við foreldra Benna
en þegar fjölskyldan stækkaði
keyptu þau sér íbúð í Skálagerðinu
og bjuggu þar um stund. En tengda-
foreldrunum leiddist ákaflega að hafa
þau ekki hjá sér. Fríða og Benni gátu
ekki horft upp á vanlíðan þeirra og
seldu bara fallegu íbúðina sína og
fluttu aftur á Hofsvallagötuna.
Jafnan var gestkvæmt hjá þeim
hjónum, þau voru mikið heimsótt af
ættingjum og vinum. Það þótti sjálf-
sagt að öll fjölskylda okkar héldi þar
til, þegar á þurfti að halda, þótt þau
byggju þröngt. Ég hélt líka stundum
til hjá þeim eftir að ég eignaðist fjöl-
skyldu og var búsett á Hellissandi.
Þau höfðu líka gaman af því að heim-
sækja aðra og ferðuðust talsvert mik-
ið og nutu þess.
Þau eignuðust sumarbústað í
Hólmslandi við Geitháls sem þau
höfðu mikið yndi af. Þau áttu þennan
bústað árum saman. Fjölskyldunni
þótti gott að vera í sveitinni. Eftir að
þau seldu íbúðina í Skálagerðinu
bjuggu þau á Hofsvallagötunni þar til
Benni féll frá. Fríða fór svo á dval-
arheimilið Grund og leið þar vel.
Ég og fjölskylda mín vottum börn-
um Fríðu og ættingjum einlæga sam-
úð. Minningin um góða konu mun lifa
með okkur öllum.
Hrefna Magnúsdóttir.
Fríða Magnúsdóttir frá Hellis-
sandi, mágkona mín, gift Benna bróð-
ur sáluga, var sérlega umburðarlynd,
ljúf og síkát manneskja alla sína tíð
og brá aldrei skapi. Mislíkaði henni
eitthvað stórlega sagði hún aldrei orð
til andmælis, en þess í stað átti hún til
að brjóta herðatré ef svo stóð á, í stað
þess að beita skapi sínu því sannar-
lega var hún ekki skaplaus eftir því
að dæma. Þá er það var, bjó hún á
Hofsvallagötu 18 í tímabundinni sam-
búð fyrr á árum við móður mína
Steinunni Jóhannesdóttur ættaða frá
Grundarfirði, er átti íbúð þá er þau
bjuggu lengst af í hjónin, og reyndar
alla tíð eftir andlát móður minnar.
Dulræn var Fríða mágkona mín með
afbrigðum, og fann ýmislegt á sér er
aðrir skynjuðu ekki. Hún var góð vin-
kona mín alla tíð og gerði mér marg-
an greiðann á sinni tíð. Benedikt
bróðir minn átti þar afbragðs konu
þar sem Fríða var, enda sjálfur ljúfur
í viðmóti, sómakær og vandaður mað-
ur í hvívetna. Hann andaðist árið
1992. Blessuð sé minning hans og
þeirra beggja hjóna. Þetta voru góð
hjón og góðar manneskjur. Megi þau
hvíla í friði. Hjartans þökk fyrir allt
frá þeirra hendi. Öllum nánustu votta
ég samúð við fráfall Fríðu mágkonu.
HALLFRÍÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Skreytingar við
öll tækifæri
Langirimi 21,
Grafarvogi
587 9300
Samúðarskreytingar
Samúðarvendir
Kransar
Kistuskreytingar
Brúðarvendir
!
!"# $%%## &
' (
) %##
!"# *+
%## *
&)+ *# &*# *,
! #$ %&' ()
''*
+$,$)
-,
#$$#)
.&
#&
/0
.&
#$
*
0
! #
$ % # %& ' & %
() $ #
() % # * + ,
# - ,% .
/
/ ' - #
% * + # , 0 '
*+ #, , *+
!""
#
$ %
$$
&
!
" # $% !
!
" & '( "$$
) '* !
$' +, ! + +, -
!
" #
$ % # $%%
&' ( $%% ) *'+
) $%% , % +
- %# $%%
+ . . (