Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 33
t
g
r
r
g
a
a
a
r
i
g
g
t
i
a
a
i
i
g
t
r
i
r
a
Bandaríkin viljað draga úr umfangi varnarstöðv-
arinnar, bæði vegna nýrra aðstæðna í alþjóða-
málum og vegna krafna heima fyrir um sparnað
og hagræðingu.
Flugherinn hefur þegar dregið mjög úr um-
svifum sínum í Keflavík; þar eru nú aðeins fjórar
orrustuþotur en voru átján þegar mest var. Rat-
sjárvélarnar, sem áður sveimuðu yfir Norður-
Atlantshafi, eru horfnar til annarra verkefna,
sömuleiðis nokkrar af kafbátaleitarvélunum.
Varnarliðsmönnum hefur fækkað um 40% frá
1990. Með bókun þeirri, sem gerð var við varnar-
samninginn í apríl 1996 og átti að gilda til fimm
ára, var kveðið á um frekari sparnaðaraðgerðir,
m.a. með því að afnema einkarétt Íslenzkra aðal-
verktaka og Keflavíkurverktaka á framkvæmd-
um fyrir varnarliðið og koma á frjálsum útboðum.
Bandarískir þingmenn þrýsta mjög á um sparnað
í rekstri herstöðva, bæði innan lands og utan og
eru ekki líklegir til að umbera að illa sé farið með
fé bandarískra skattgreiðenda utan lands á sama
tíma og herstöðvum í heimaríki þeirra er lokað.
Gera má ráð fyrir að í þeim viðræðum, sem nú
fara fram milli íslenzkra og bandarískra stjórn-
valda um framkvæmd varnarsamningsins næstu
árin, geri Bandaríkin kröfu um að Ísland standi
straum af stærri hluta kostnaðar við rekstur
Keflavíkurflugvallar en nú. Samkvæmt varnar-
samningnum eru Bandaríkin enn skuldbundin að
greiða kostnað við rekstur og viðhald flugvall-
arins sjálfs en Íslendingar hafa séð um flugum-
ferðarstjórn. Þrátt fyrir að nokkur ár séu síðan
borgaralegt flug varð meirihluti umferðar um
völlinn og hlutfall þess fari áfram vaxandi á
kostnað herflugsins, hafa íslenzk stjórnvöld neit-
að að taka þátt í kostnaði við rekstur flugbraut-
anna. Okkur er ekki stætt á þeirri afstöðu lengur.
Það kann að hafa verið eðlilegt fyrir hálfri öld að
Bandaríkin greiddu rekstur og viðhald flugvall-
arins, enda hafði Ísland þá tæplega bolmagn til að
standa undir rekstri alþjóðaflugvallar. Hins veg-
ar getur ekki hafa verið ætlunin að varnarsamn-
ingurinn fæli í sér niðurgreiðslu á rekstri alþjóð-
legs flugvallar við núverandi aðstæður. Tekjur
íslenzka ríkisins af Keflavíkurflugvelli fara vax-
andi vegna aukinnar umferðar. Það er sjálfsagt
og eðlilegt að sjálfstætt ríki reki sinn eigin milli-
landaflugvöll með sóma og að Íslendingar greiði
sinn skerf af rekstrarkostnaði flugbrautanna.
Hvað eru
trúverðugar
varnir?
MISMUNANDI sjón-
armið eru uppi innan
bandaríska stjórn-
kerfisins um það á
hvaða hernaðarlega
viðbúnaði sé þörf í
Keflavík. Samstaða virðist ríkja um að Keflavík-
urstöðin sé nauðsynleg til að fylgjast með ferðum
flugvéla og kafbáta á Norður-Atlantshafi. Banda-
ríski flugherinn hefur hins vegar a.m.k. frá árinu
1993 verið þeirrar skoðunar að orrustuþotur hans
í Keflavík gegni fremur pólitísku hlutverki en
hernaðarlegu og að miklu meiri þörf sé fyrir þær
við önnur verkefni, t.d. eftirlitsstörf á átaka- og
hættusvæðum. Yfirmenn flughersins hafa talið að
hætta á loftárás á Ísland sé orðin svo fjarlæg að
komi til þess að hún verði fyrir hendi, gefist nóg-
ur tími til að senda orrustuþotur til Íslands í tæka
tíð.
Íslenzk stjórnvöld eru ósammála þessu við-
horfi. Þau telja nauðsynlegt að hafa hér virkar
loftvarnir, eigi varnir landsins að teljast trúverð-
ugar. Það er ekki hægt að misskilja ummæli Dav-
íðs Oddssonar forsætisráðherra og Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra í viðtölum um
þessi efni í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Ráð-
herrarnir eru sammála um að núverandi fjöldi
flugvéla í Keflavíkurstöðinni sé lágmarksviðbún-
aður. „Hér á ekki að vera varnarstöð ef hún þjón-
ar eingöngu eftirlits- og forvarnahlutverki fyrir
Bandaríkjamenn vegna hugsanlegrar hættu á
svæðinu og þjónar ekki því sem við skilgreinum
sem varnir Íslands,“ segir Davíð. „Ef Banda-
ríkjamenn komast að þeirri niðurstöðu að þeir
vilji ekki halda uppi stöð sem þjóni hagsmunum
beggja verður hún einfaldlega lögð niður. Flókn-
ara er þetta ekki og í þessu felst engin hótun.
Bandaríkjamenn skilja þetta vel þótt til séu Ís-
lendingar sem ekki gera það. Hér er um sameig-
inlega varnarstöð að ræða, hún ver hagsmuni
beggja þjóðanna.“
Hin nýja ríkisstjórn George W. Bush hefur
ekki mótað endanlega þær kröfur sem settar
verða fram varðandi framkvæmd varnarsamn-
ingsins næstu árin. Það vakti athygli að Charles
Ries, varaaðstoðarráðherra í bandaríska utanrík-
isráðuneytinu, fjallaði í erindi sínu á áðurnefndu
málþingi í Þjóðmenningarhúsinu eingöngu um
þörfina á viðbúnaði í Keflavík vegna eftirlits-
starfa á Norður-Atlantshafi annars vegar og leit-
ar- og björgunarstarfa hins vegar en nefndi ekki
loftvarnirnar. Það verður þó að teljast ólíklegt af
pólitískum ástæðum að bandaríska utanríkis-
ráðuneytið taki undir afstöðu flughersins frekar
en það hefur gert síðustu tvö skiptin sem samið
hefur verið um fyrirkomulag á framkvæmd varn-
arsamningsins. Slíkt myndi augljóslega valda gíf-
urlegum pólitískum erfiðleikum í samskiptum
Bandaríkjanna og Íslands og innan Atlantshafs-
bandalagsins.
Jafnframt hljóta menn að spyrja hvort það
væri skynsamlegt út frá hernaðarlegu sjónarmiði
að engar orrustuþotur væru í Keflavík, heldur
treyst á liðsauka frá flugstöðvum í nágrannalönd-
unum. Davíð Oddsson bendir í áðurnefndu viðtali
við Morgunblaðið á að „hryðjuverkamenn í þrem
flugvélum eða svo“ gætu tekið landið ef hér væri
enginn her. Ógnin af alþjóðlegri hryðjuverka-
starfsemi fer vaxandi. Það væri hrikalegt áfall
fyrir öryggi vestrænna ríkja í heild ef hryðju-
verkamenn næðu einhverjum mikilvægum stöð-
um eða stjórnarstofnunum í aðildarríki NATO á
sitt vald, jafnvel þótt þeir yrðu yfirbugaðir eftir
einhverjar klukkustundir. Björn Bjarnason
menntamálaráðherra og Michael T. Corgan, Ful-
bright-prófessor við stjórnmálafræðiskor Há-
skóla Íslands, benda báðir á annan flöt á málinu í
blaðinu um varnarsamninginn. Hann er sá að
liðsflutningar til Íslands á óvissutímum geti leitt
til þess að spenna stigmagnist og ástandið verði
enn óvissara en ella og þar af leiðandi meiri hætta
á átökum.
Menn hafa velt því fyrir sér hvort Íslendingar
gætu snúið sér til annarra bandamanna sinna,
færi svo að Bandaríkin vildu ekki halda úti orr-
ustuþotunum í Keflavík. Það verður hins vegar að
teljast einkar ósennilegt að einhver evrópsku
NATO-ríkjanna treysti sér til að tryggja loft-
varnir Íslands. Evrópuríkin komast enn ekki með
tærnar þar sem Bandaríkjamenn hafa hælana
hvað varðar herstyrk og getu til aðgerða, eins og
dæmin sanna, og hafa ekki síður en Bandaríkin
dregið saman útgjöld sín til hermála.
Sjálfstætt ríki
verður að axla
byrðar í varn-
armálum
Varnarsamstarfið við
Bandaríkin, ásamt
þátttöku okkar í Atl-
antshafsbandalaginu
og tengdum alþjóða-
stofnunum, hefur gef-
izt vel og er sá grunn-
ur sem við munum áfram byggja á. Við verðum
hins vegar auðvitað að horfast í augu við að það er
skýrt samhengi milli hinna ýmsu þátta í þessu
samstarfi. Frumkvæði og virk þátttaka í öryggis-
málasamstarfi vestrænna ríkja, ásamt því að Ís-
lendingar axli þann hluta af rekstrarkostnaði
Keflavíkurflugvallar sem til fellur vegna borg-
aralegrar starfsemi, geta greitt fyrir því að sam-
staða náist til frambúðar um að Bandaríkin við-
haldi þeim vörnum hér á landi sem Íslendingar
telja viðunandi. Jafnframt þurfum við að huga að
því að Íslendingar taki að sér fleiri verkefni í
vörnum landsins sem innlendar stofnanir ráða við
með góðu móti.
Ýmsar hugmyndir hafa verið nefndar í því efni,
t.d. er gert ráð fyrir því við hönnun nýs varðskips
Landhelgisgæzlunnar að það geti tekið þátt í
sameiginlegum æfingum með varnarliðinu og
hugmyndir eru uppi um að stofnunin taki að sér
hlutverk sprengjueyðingarsveitar Bandaríkja-
flota við Ísland. Þá hafa íslenzk stjórnvöld gert
sér far um að auka stuðning Landhelgisgæzlunn-
ar, lögreglunnar og Almannavarna við heræfing-
arnar Norður-Víking sem fara fram hér á landi
annað hvert ár. Viðbúnaður lögreglu og tollgæzlu
vegna aðildar okkar að Schengen-samstarfinu
stuðlar aukinheldur að því að efla gæzlu innra ör-
yggis ríkisins. Aðgerðir af þessu tagi eru dæmi
um það sem Björn Bjarnason nefnir í grein sinni í
Morgunblaðinu í dag, laugardag; að eigi Íslend-
ingar að axla fjárhagslegar byrðar vegna eigin
varna, sé það bezt gert með því að við tökum sjálf
að okkur skilgreinda þætti þeirra.
Varnar- og öryggismál Íslands munu áfram
krefjast mikillar athygli og umræðu. Við búum
eftir sem áður í ótryggum heimi þótt hætturnar
hafi breytzt. Varnarsamstarfið kostar okkur ekki
þær hatrömmu innanlandsdeilur og átök, sem
það gerði, en í staðinn kemur miklu meiri fyrir-
höfn og beinn fjárhagslegur kostnaður við að
tryggja varnir Íslands og öryggi í okkar heims-
hluta. Þetta eru byrðar sem við verðum að axla –
það er einfaldlega hluti af því að vera sjálfstætt
ríki sem tekið er mark á í alþjóðlegu samstarfi.
Morgunblaðið/RAX
Við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Frumkvæði og virk
þátttaka í öryggis-
málasamstarfi vest-
rænna ríkja, ásamt
því að Íslendingar
axli þann hluta af
rekstrarkostnaði
Keflavíkurflug-
vallar sem til fellur
vegna borgaralegr-
ar starfsemi, geta
greitt fyrir því að
samstaða náist til
frambúðar um að
Bandaríkin viðhaldi
þeim vörnum hér á
landi, sem Íslend-
ingar telja við-
unandi. Jafnframt
þurfum við að huga
að því að Íslend-
ingar taki að sér
fleiri verkefni í
vörnum landsins
sem innlendar stofn-
anir ráða við með
góðu móti.
Laugardagur 5. maí