Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Hafnarfjarðarhöfn:
Seafrost kemur í dag.
Orlik fer á morgun,
Lagarfoss kemur á
morgun.
Mannamót
Gjábakki, Fannborg 8
og Gullsmári Gullsmára
13. Vorsýning eldri
borgara í Kópavogi
verður í Gjábakka og
Gullsmára helgina 12.
og 13. maí. Sýningarnar
verða opnaðar kl. 14.
báða dagana. Sýning-
armunir þurfa að berast
í félagsheimilin fyrir kl.
17 fimmtudaginn 10.
maí. Handverksmark-
aður verður í Gjábakka
laugardaginn 12. maí frá
kl. 14. Þeir sem vilja
selja þar handverk sitt
skrái sig sem fyrst í af-
greiðslu Gjábakka, sími
554-3400.
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 8.45 leikfimi, kl.
10 boccia, kl. 14 félags-
vist, kl. 12.30 baðþjón-
usta.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 opin handa-
vinnustofan, penna-
saumur og perlusaumur,
kl. 10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13.30 félags-
vist, kl. 13 opin smíða-
stofan/útskurður, kl.
13.30 félagsvist, kl. 16
myndlist, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 10 sam-
verustund, kl. 13
bútasaumur.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30-18, s. 554 1226.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð og myndlist, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10–
13 verslunin opin, kl.
11.10 leikfimi, kl. 13
handavinna og föndur,
kl. 13.30 enska, fram-
hald.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Á
morgun kl. 9 böðun, kl.
9.45 leikfimi, kl. 9 hár-
greiðslustofan opin.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Mánud. 7 maí:
boccia kl. 10.30, leikfimi
kl. 12.10, þriðjud. 8 maí:
spilað í Kirkjuhvoli kl.
13.30, miðvikud. 9 maí:
ferð að Skógum kl. 10.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
morgun verða púttæf-
ingar í Bæjarútgerðinni
kl. 10-11:30, tréút-
skurður í Flensborg kl.
13, félagsvist kl. 13:30.
Á þriðjudag saumur og
brids.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Sunnudagur:
Félagsvist kl. 13.30.
Dansleikur kl. 20,
Caprí- tríó leikur fyrir
dansi. Mánud: Brids kl.
13. Danskennsla Sig-
valda fellur niður. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB kl. 10-16 í síma
588-2111. Silfurlínan op-
in á mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10–12.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9-16.30
vinnustofur opnar, frá
hádegi spilasalur opinn,
dans hjá Sigvalda fellur
niður. Myndlistarsýning
Gunnþórs Guðmunds-
sonar stendur yfir. Allar
upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575-7720.
Félagsstarf aldraðra,
Háteigskirkju. Spilað í
Setrinu mánudaga kl.
13-15, kaffi. Miðviku-
dagar kl. 11-16 bæna-
stund, súpa í hádeginu,
spilað frá kl. 13-15, kaffi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgun kl.
9-16.30 opin vinnustofa,
handavinna og föndur,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14
félagsvist.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9-17, kl. 9.30 gler og
postulínsmálun, kl. 13.30
lomber og skák.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 postulínsmálun,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 10.30 bæna-
stund, kl. 13 hár-
greiðsla, kl. 14
sögustund og spjall.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir, keramik,
tau- og silkimálun og
klippimyndir, kl. 10
boccia, kl. 13 spilað.
Norðurbrún 1. Á morg-
un verður fótaaðgerða-
stofan opin kl. 9-14,
bókasafnið opið kl. 12-
15, ganga kl. 10.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13 kóræfing,
kl. 12.15 danskennsla,
framhald, kl. 13.30 dans-
kennsla, byrjendur.
Vorsýning verður í
félags- og þjónustu-
miðstöðinni dagana 10,
11 og 12. maí frá kl. 13-
17. Sýndir verða munir
sem unnir hafa verið í
vetur. Tréútskurður,
glerlist, postulínsmálun,
myndlist og almenn
handavinna. Einnig
verður kórsöngur, dans-
sýning og leikfimi.
Kaffiveitingar frá kl. 13
alla dagana. Allir vel-
komnir. Þjónustu-
miðstöðin verður lokuð
miðvikudaginn 9. maí
vegna undirbúnings
handavinnusýningar.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smiðjan og hár-
greiðsla, kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir, kl. 13
handmennt, kl. 13 leik-
fimi, kl. 13 spilað.
Gullsmárabrids. Brids-
deild FEBK í Gullsmára
býður alla eldri borgara
velkomna að brids-
borðum í félagsheim-
ilinu í Gullsmára 13 á
mánudögum og fimmtu-
dögum. Mæting og
skráning kl. 12.45. Spil
hefst kl. 13.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12. Á
morgun kl. 19 brids.
GA-fundir spilafíkla,
eru kl. 18.15 á mánudög-
um í Seltjarnar-
neskirkju (kjallara), kl.
20.30 á fimmtudögum í
fræðsludeild SÁA, Síðu-
múla 3-5,og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laug-
ardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis
halda fundi alla mánu-
daga kl. 20 á Sól-
vallagötu 12, Reykjavík.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Kvenfélagið Hrönn
heldur „Fjölskyldu
bingó“ í Húnabúð,
Skeifunni 11, mánudag-
inn 7. maí kl. 20. Félags-
konur taki með sér
gesti.
Kvenfélagið Fjallkon-
urnar verður með
gestafund í Safn-
aðarheimili Fella- og
Hólakirkju mánudaginn
7. maí kl. 20. Allar kon-
ur mæti með hatta,
happdrætti. Takið með
ykkur gesti.
Kvenfélag Garðabæjar
heldur vorfund sinn
þriðjudaginn 8 maí á
Garðaholti kl. 19.30,
fundurinn er mat-
arfundur að venju, mun-
ið að tilkynna þátttöku.
ÍAK, Kópavogi. Ferð í
Bláa lónið og heimsókn
til Keflavíkur þriðjudag-
inn 8. maí. Farið kl.
10.45 frá Digra-
neskirkju.
Kvenfélagið Heimaey
verður með sitt árlega
lokakaffi í dag, sunnu-
daginn 6. maí, kl. 14 í
Súlnasal Hótels Sögu.
Allir velkomnir.
Breiðfirðingafélagið. Í
dag verður „Dagur aldr-
aðra“ í Breiðfirðingabúð
og hefst kl. 14.30. M. a.
syngur Breiðfirð-
ingakórinn. Kaffiveit-
ingar í umsjón breið-
firskra kvenna.
Hana-nú, Kópavogi.
Spjallstund verður á les-
stofu Bókasafns Kópa-
vogs kl. 14 mánudag 7.
febrúar. Rætt verður
um safn til sögu Hana-
nú. Allir velkomnir.
Kvenfélag Laug-
arnessóknar. Fundur í
safnaðarheimilinu
mánudaginn 7. maí kl.
20.
Safnaðarfélag
Ásprestakalls. Fundur
verður í safnaðarheimili
Áskirkju miðvikudaginn
9. maí kl. 20. Gestir
fundarins verða Þor-
valdur Halldórsson og
Margrét Scheving,
söngvarar verða með
skemmmtidagskrá.
Fjölmennið og takið
með ykkur gesti.
Kvenfélag Breiðholts
heldur fund þriðju-
daginn 8. maí kl. 20.
Óvæntar uppákomur.
Í dag er sunnudagur 6. maí, 126.
dagur ársins 2001. Orð dagsins: Allt
megna ég fyrir hjálp hans, sem mig
styrkan gjörir.
(Fil. 4, 13.)
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI naut þess á dögunumað snæða ásamt konu sinni á
veitingahúsinu Argentínu við Bar-
ónsstíg. Argentína er raunar stund-
um kallað steikhús, enda sérhæfir
veitingahúsið sig í eldun og fram-
reiðslu nautakjöts, en í fyrri heim-
sóknum Víkverja á þetta prýðilega
veitingahús hefur hann einnig gætt
sér á annars konar réttum og jafnan
með mikilli ánægju.
Það var nokkuð liðið á laugardags-
kvöld þegar Víkverja og konu hans
bar að garði, en engu að síður var
þétt setinn bekkurinn á staðnum,
bæði í setustofu og í veitingasal.
Stemmningin var engu að síður frá-
bær og stjanað við viðskiptavinina
svo til fyrirmyndar var. Einhvern
veginn sést strax á starfsfólki í þjón-
ustugeiranum hvort viðkomandi er
ánægður í sínu starfi og miðað við þá
kenningu er hægt að draga þá álykt-
un að vel sé gert við starfsfólkið á
Argentínu.
Veitingarnar sjálfar voru svo í
fullkomnu samræmi við þjónustuna
og af þeim sökum vill Víkverji deila
með öðrum ánægju sinni með þessa
kvöldstund. Það er nefnilega jafn
sjálfsagt að geta þess sem vel er gert
og þess sem miður fer. Aðbúnaður-
inn og starfsfólkið á nefndu veitinga-
húsi fær fyrstu einkunn; fullt hús.
x x x
HUGMYND forsvarsmannaGrand Hótels í Sigtúninu um
byggingu risavaxins 22 hæða turns
við hótelið með hundruðum nýrra
herbergja þótti Víkverja allrar at-
hygli verð.
Í allri umræðunni um framtíð
Vatnsmýrarinnar og Reykjavíkur-
flugvallar á dögunum spannst nokk-
ur umræða um þéttingu byggðar og
mögulegar leiðir til þess að hamla
því að höfuðborgarsvæðið teygi sig
yfir öll holt og allar hæðir allt frá
Kjós til Straumsvíkur og ýmis
félagasamtök og arkitektar hafa
bent á leiðir til þess að koma fyrir
meiri starfsemi og fleiri íbúum á
færri fermetrum, t.d. með háhýsum.
Það voru Víkverja því talsverð
vonbrigði að lesa hér í Morgun-
blaðinu að formaður skipulagsnefnd-
ar, Árni Þór Sigurðsson, sagði um-
ræddar hugmyndir vera alveg út úr
kortinu. Viðbrögð Árna Þórs eru al-
veg dæmigerð fyrir þann kerfislæga
vanda þeirra sem starfa í stjórnsýsl-
unni og snýr að hræðslu við nýjung-
ar og djörfung.
Vitaskuld myndi hótelturninn
skera sig úr. Eflaust yrði hann
hæsta bygging landsins. En er það
bara ekki hið besta mál? Er eitthvað
að því að færa íslenskt byggingarlag
nær því sem svo algengt er erlendis?
x x x
AÐ mati Víkverja er það bábiljaað benda á að við Íslendingar
búum svo fáir í svo stóru landi og
þurfum því ekki að þétta byggð eins
og gert er í stórborgum heimsins.
Þessum rökum er auðvelt að svara
með skynsemi þess að byggja þéttar,
með tilliti til ótal þátta, svo sem sam-
gangna og aukinnar hagkvæmni
þess að nýta betur þær stoðir sem
fyrir eru, svo sem menntastofnanir
og fleira.
Aukinheldur skapast allt önnur
stemmning í þéttbýlum borgar-
kjörnum en í strjálbýlum úthverfum
eins og allir þekkja. Af þessum sök-
um er sorglegt að nýstárlegri hug-
mynd forráðamanna Grand Hótels
skuli vísað svo umræðulaust á bug af
hálfu meirihlutans í borgarstjórn.
Við hvað eru menn hræddir?
TRÚARJÁTNING krist-
inna manna, sem hefur að
leiðarljósi boðskap Krists
og hans kærleika til allra
manna, hefur tekið breyt-
ingum gegnum tíðina. Í
stað upprisu holdsins er
komin upprisa mannsins.
Nú hef ég hvorki löngun
eða getu til að betrumbæta
verk fræðimanna. Nóg er
samt, þegar gamall Reyk-
víkingur lítur í kringum
sig í miðborginni. Nýtt
fyrirtæki tekur við af öðru
og þarf endilega að breyta,
ekki aðeins með parketi og
flísalögnum, jafnvel í
hundrað ára gömlum hús-
um, heldur líka með nýrri
nafngift. Til að mynda
gamli góði Hressingar-
skálinn í Austurstræti er
núna McDonald, með sí-
bylju á páskadag. Samt
sem áður, hvað snertir
trúarjátninguna. Væri
ekki nær að segja upprisa
lífsins? Þar er allt innifalið.
Annað sem mig langar
að minnast á, en það er
móðerni/faðerni. Stundum
fellur mér allur ketill í eld.
Barn er kennt við móður,
til að mynda Völudóttir,
Völuson og svo framvegis.
Er ekki faðirinn gerand-
inn? Barn á ekki að gjalda
fyrir faðerni sitt. Gegnum
tíðina höfum við Íslending-
ar verið kenndir við fað-
erni. Vonandi verður fram-
hald á.
Guðrún Jacobsen,
Bergstaðastr. 34, Rvík.
Vorstemmning
ÉG vissi ekki að krían væri
frétt! En sem sagt er ég
gekk út í vorið í matartím-
anum mínum fyrir viku
hafði ég á orði þegar ég
kom til baka, að ég hefði
fengið vorpakkann eins og
hann leggur sig, beint í æð.
Sem ég gekk eftir hita-
veitustokknum gamla fyrir
neðan Grafarholtsvöllinn
kvakaði lóan í móanum,
þrjár kríur gerðu sig
merkilegar yfir höfði mér
og gulir fiflar brostu breitt
í grænu grasi, næst
stokknum. Gerist það
betra?
Ásdís Ásbjörnsdóttir.
Tapað/fundið
Lantula-borð frá
IKEA
ER einhver sem á Lant-
ula, hátt hliðarborð með
hillum undir, frá IKEA?
Þessi borð voru til fyrir
nokkrum árum, en nú er
hætt að framleiða þau. Ef
einhver á slíkt borð í
geymslu hjá sér eða úti í
bílskúr, nú eða vill losna
við, vinsamlegast hafið
samband við Rannveigu í
síma 863-7204.
Dýrahald
Kettlingur í óskilum
DÖKK grábröndóttur
fjögurra mánaða högni
hefur gert sig heimakom-
inn í Furubyggð 1 í Mos-
fellsbæ að undanförnu.
Hann er með græna ól
með gylltum göddum.
Hann er einstaklega blíður
og góður og er alveg eins
og hugur manns. Ef ein-
hver kannast við hann vin-
samlega hafið samband við
Hjördísi í síma 566-8473
eða 694-8473 fyrir hádegi
og á kvöldin.
Óska eftir
stuðningsfjölskyldu
ÉG bý í Breiðholtinu og
verð að vinna með annan
fótinn í Hveragerði í sum-
ar. Mig vantar góða stuðn-
ingsfjölskyldu til þess að
gæta Hermóðs. Hann er
eins árs köttur og mjög
félagslyndur og ástríkur.
Þeir sem áhuga hafa vin-
samlega hringið í síma
557-6746.
Síamskött vantar
gott heimili
FIMM ára síamsfress
vantar gott heimili strax.
Er vel vaninn. Uppl. gefur
Steinn í síma 554-5755.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Í lok
kristnihátíðar
STAÐAN kom upp á opna
mótinu í Tanta er lauk fyrir
skömmu í Egyptalandi.
Walaa Sarwat (2356) hafði
svart gegn Baseem Amin
(2133). 48...e4+! 49.Hxe4
Rh2+! 50.Ke3 Hxe2+
51.Kxe2 Kxe4 Svartur hef-
ur riddara yfir en þarf að
tefla af nákvæmni til að
innbyrða vinninginn. Lokin
eru lærdómsrík: 52.c4 Rg4
53.c5 Re5 54.g4 hxg4 55.h5
Rf7 56.c6 Kf5 57.c7 Rd6
58.Ke3 Kg5 59.h6Kxh6
60.Kf4 Kh5 61.Kg3 Kg5
62.Kg2 Kf4 63.Kf2 g3+
64.Kg2 Kg4 65.Kg1 Kf3
66.Kf1 g2+ 67.Kg1 Rc8 og
hvítur gafst upp. Skákfélag
Akureyrar heldur eitt af
sínum 10 mínútna mótum í
dag, 6. maí. Atkvöld Hellis
fer fram 7. maí kl. 20.00 í
húsakynnum félagsins,
Þönglabakka 1. Um sögu-
legan viðburð er að ræða
þar sem þetta verður síð-
asta atkvöldið sem þar
verður haldið!
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 sætta sig við, 4 karl-
maður, 7 jarðarför, 8
brugg, 9 eldstæði í
smiðju, 11 spilið, 13 basla
við, 14 huldumenn, 15
vex, 17 syrgi, 20 ílát, 22
rýju, 23 kærleikurinn, 24
synja, 25 fífl.
LÓÐRÉTT:
1 blítt, 2 minnast á, 3
hina, 4 heilnæm, 5
drykkjurútum, 6 þátttak-
enda, 10 bjálfa, 12 lík, 13
óhljóð, 15 varkár, 16
ofsakæti, 18 undirstaðan,
19 les, 20 sleif, 21 drepa.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 svikráðin, 8 skráð, 9 nenna, 10 ana, 11 skafl, 13
rúðan, 15 skála, 18 áfall, 21 tog, 22 krafa, 23 efans, 24
fastagest.
Lóðrétt: 2 varla, 3 kaðal, 4 árnar, 5 iðnað, 6 osts, 7 fann,
12 fúl, 14 úlf, 15 sókn, 16 ábata, 17 atast, 18 ágeng, 19 ap-
ans, 20 lost.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16