Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓ WINGS hafi verið sam-starfsverkefni er erfitt aðgreina á milli PaulsMcCartneys og hljóm-sveitarinnar; ekki bara fyrir það að Paul var í Bítlunum, helstu poppsveit sögunnar, heldur var hann einnig leiðtogi hljómsveit- arinnar, helsti lagasmiður, söngvari og andlit. Wings starfaði í níu ár, frá 1971 til 1980, og var á þeim tíma gríðarlega vinsæl og setti ýmis sölu- met. Fyrir skemmstu tók McCartn- ey sig til og setti saman tvöfaldan disk þar sem helstu lög sveitarinnar eru saman komin, en einnig var gerður sjónvarpsþáttur um sveitina sem skilar sér væntanlega í íslenskt sjónvarp innan skamms. Síðar í haust er svo væntanlegur kassi með sjaldheyrðu efni frá sveitinni aukin- heldur sem þar verður sitthvað að finna með McCartney sjálfum sem ekki hefur áður komið út. Það verður mörgum til þess að velta því fyrir sér hvað hafi verið í Wings spunnið yf- irleitt, ekki síst í ljósi þess að hún er eina eiginlega hljómsveitin sem hef- ur haft Bítli á að skipa eftir að Bítl- arnir liðu undir lok fyrir þrjátíu ár- um. Unnið á „Bítlahraða“ Paul McCartney stofnaði Wings 1971, ári eftir að Bítlarnir lögðu upp laupana opinberlega, en reyndar voru þeir hættir nokkru áður. Hann var þá búinn að senda frá sér eina sólóskífu og sama ár kom út önnur sólóplata hans. Fyrsta Wings-platan kom svo út fyrir jólin 1971, svo sjá má að McCartney var enn að vinna á „Bítlahraða“; samdi lög í bunkum, tók upp og gaf út að segja jafnharðan í stað þess að bíða eftir réttri mark- aðssetningu, myndböndum og til- heyrandi auglýsingamennsku eins og tíðkast í dag. Fyrsta Wings-plat- an þótti reyndar ekki ýkja merkileg og greinilegt eftir á að McCartney hefði betur gefið sér meiri tíma til að semja, en eins og hann segir frá sjálfur fannst honum ekki eftir neinu að bíða, því hann langaði að halda áfram þar sem frá var horfið og fannst eðlilegra að gera það með hljómsveit en að vera að basla einn. Hann rekur svo söguna að hann hafi leitað til kunningja sinna og byrjaði á að ræða við Denny Lane sem var á sínum tíma í Moody Blues. Síðan prófaði hann ýmsa trommu- og gítarleikara, en á þeim tíma stóð til að gera sveitina út frá New York, enda var Linda eiginkona McCartn- eys þaðan og hann langaði að vinna með bandarískum tónlistarmönnum í bland, og þá ekki stjörnum, heldur góðum hljóðfærleikurum sem eng- inn þekkti. Denny Seiwell kom þá til skjalanna og McCartney segist hafa ráðið hann helst fyrir það hvað þeim kom vel saman frá fyrsta degi, en ekki spillti að Seiwell var líka af- bragðs hljóðfæraleikari. Með Lindu McCartney á hljómborð, Paul McCartney á bassa, Denny Lane á gítar og Denny Seiwell á trommur tók sveitin upp fyrstu breiðskífuna, Wild Life, þar sem lögin öll utan eitt voru eftir Paul McCartney, og héldu í tónleikaferð um Betland í sendibíl. McCartney sá um bókanir sjálfur, enda tók hann að sér að vera um- boðsmaður hljómsveitarinnar til að byrja með, og sagan hermir að yf- irleitt hafi verið ekið í næsta bæ og formenn nemendafélags viðkomandi skóla spurðir hvort þeir væru til í að setja upp tónleika. Hljómsveitinni var hvarvetna vel tekið, þó platan fengi kléna dóma, og eftir það segir Paul að ekki hafi orðið aftur snúið. Engin Bítlalög Meðal þeirra reglna sem Wings setti sér í upphafi var að taka engin Bítlalög þó eðlilega hafi verið mikið óskað eftir því í ferðinni að því er McCartney segir. Wings var með ell- efu lög á dagskránni, lögin sem voru á plötunni, og gefur augaleið að ekki var það nóg til að fylla klukkustund- ar dagskrá og því voru mörg laganna tekin tvisvar, en einnig rötuðu gaml- ir rokkslagarar eins og Lucile inn á dagskrána þegar mikið lá við. Eftir því sem frá leið og Wings var metin að eigin verðleikum, en ekki bara fyrir það að í hljómsveitinni væri fyrrverandi Bítill, var auðveldara fyrir McCartney að taka Bítlalög og uppúr 1976 varð að sið að ljúka tón- leikum með Yesterday. Gítarleikarinn Henry McCullough slóst í hópinn 1972 og smám saman safnaði Wings í lagasarpinn. Það ár var sveitin iðin við tónleikahald og sendi frá sér þrjár smáskífur. Næsta plata var Red Rose Speedway og með henni má segja að Wings hafi stimplað sig inn, enda þótti platan fyrirtak og seldist mjög vel, fór með- al annars á toppinn vestan hafs. Í framhaldi af tónleikaferð um Bret- land 1973 kvarnaðist þó úr sveitinni því þeir McCullough og Seiwell sögðu skilið við Wings. Um líkt leyti og þeir hættu var gríðarlega vinsælt lagið Live and Let Die sem McCartney samdi fyrir James Bond- mynd, og breiðskífan sem fylgdi í kjölfarið, Band on the Run, og tekin var upp í Nígeríu, fékk fyrirtaks dóma og seldist milljónasölu. Wings-tríóið Á Band on the Run er Wings í raun tríó þeirra McCartney-hjóna og Dennys Lanes, en í kjölfarið voru nýir menn ráðnir í sveitina, gítarleik- arinn Jimmy McCulloch og trymbill- inn Geoff Britton. Þeir komu við sögu á tónleikaferð til að fylgja Band on the Run eftir og einnig á breið- skífunni Venus and Mars sem kom út 1975. Venus and Mars þykir ekki með bestu verkum Wings en seldist þó bráðvel og næsta plata, Wings at the Speed of Sound, enn betur. Sú var reyndar fyrsta platan þar sem aðrir liðsmenn Wings láta til sín taka í söng og lagasmíðum, en það voru þó tvö Paul McCartney lög sem seldu plötuna, Silly Love Songs og Let ’Em In. Tónleikaferðin í kjölfarið setti ým- is aðsóknarmet, en afrakstur hennar var þreföld tónleikaskífa, Wings over America, sem kom út 1976. Árið eftir tók sveitin sé síðan frí, en smá- skífan Mull of Kintyre sem kom út þá um haustið, varð söluhæsta smá- skífa breskrar poppsögu og hélt því meti fram til þess að lag Eltons Johns um Diönu prinsessu af Wales kom út sælla minninga. Breiðskífan London Town kom svo út 1978, en eftir hana hætti McCulloch og gekk til liðs við félaga sína í endurreistri Small Faces. Sem kvartett Wings sendi frá sér Back to the Egg 1979. Sú skífa seldist vel þó engin lög af henni hafi náð umtalsverðum vin- sældum. John Lennon myrtur Vorið 1980 hélt Wings í tónleika- ferð um Bretland, en síðan var frí til að McCartney gæfist næði til að taka upp sólóskífuna McCartney II og síðan fylgja henni eftir. John Lennon var myrtur það ár sem kom McCartney eðlilega úr jafnvægi og varð meðal annars til þess að hann ákvað að Wings myndi ekki fara í fleiri tónleikaferðir í bráð í það minnsta. Þetta átti Denny Lane erf- itt með að sætta sig við, enda tón- leikaferðir ein helsta tekjulind hans á meðan McCartney fékk höfundar- réttargjöld af lagagrúanum sem hann samdi fyrir sveitina, og svo fór að Lane hætti í sveitinni sem lagði upp laupana í kjölfarið, enda sagðist McCartney ekki hafa langað til að byrja upp á nýtt; hann myndi vera einn eftirleiðis. Eftir stendur að Wings var ein vinsælasta hljómsveit áttunda ára- tugarins og þó verk hennar verði seint talin jafnast á við Bítlana standast þau mörg tímans tönn býsna vel. Paul McCartney hefur lánast best að vinna með öðrum tón- listarmönnum, þó hann semji jafnan obba laganna sjálfur, þá kann hann greinilega að meta að hafa einhvern til að prófa hugmyndir á og til að keppa við ekki síður. Síðan hefur hann og unnið með fjölmörgum tón- listarmönnum, en engum eins lengi og Denny Lane, sem átti með honum níu ára samstarf, einu ári skemur en Paul McCartney vann með John Lennon. Þegar Bítlana þraut örendi var Paul McCartney sá eini þeirra sem stofnaði nýja hljómsveit. Árni Matthíasson rekur sögu hljómsveitarinnar Wings sem fagnar þrítugsafmæli um þessar mundir. Wings-flokkurinn á ferðalagi um Bretland. Þrítugsafmæli Wings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.