Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 4
Nýfundnalandi. Indriði Kristinsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, sagði engum vandkvæðum bundið að taka á móti þetta stóru skipi inn í höfnina, það væri nýlega búið að dýpka innsiglinguna og dýpið við Suðurvararbryggjuna væri nægi- legt. Indriði sagði að fljótlega yrði farið í dýpkun inni í höfninni og við Skarfaskersbryggju. fyrirtæki sem eiga beitusmokkinn, Dímon á 1400 tonn og Netasalan á 140 tonn, þessi fyrirtæki munu síð- an dreifa beitusmokknum um allt land og einnig til Færeyja og Græn- lands. Skipið, sem er um 7000 brúttó- lestir og 135 metra langt, kom með beitusmokkinn frá Falklandseyjum en er búið að lesta hluta farmsins á STÆRSTA skip sem komið hefur til Þorlákshafnar kom með 1600 tonn af beitusmokk frá Falklands- eyjum. Það er Ísfélag Þorláks- hafnar sem tekur á móti skipinu og verður farmurinn geymdur í frysti- geymslu þeirra í Kuldabola. Að sögn Guðmundar Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Ís- félags Þorlákshafnar, eru það tvö Stærsta skip sem komið hefur til Þorlákshafnar Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Mikið hefur verið að gera við höfnina í Þorlákshöfn undanfarið. Hér er verið að taka á móti beitusmokki frá Falklandseyjum úr stærsta skipi sem komið hefur til Þorlákshafnar. 1.600 tonn af beitusmokki frá Falklandseyjum Þorlákshöfn. Morgunblaðið. FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 29/4–5/5  SÖLUFÉLAG garð- yrkjumanna, SFG, hefur kært ákvörðun samkeppn- isráðs um að SFG, Ágæti og Mata hafi stundað ólöglegt samráð og hamlað sam- keppni á grænmetis-, kart- öflu- og ávaxtamarkaðnum.  Á MÁNUDAG voru tíu ár liðin frá því að Davíð Odds- son tók við embætti for- sætisráðherra. Hann hefur gegnt því embætti lengur samfellt en nokkur annar.  FJÓRIR sitja í gæslu- varðhaldi vegna skotárásar í Breiðholti sl. sunnudags- kvöld. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps.  RÚMLEGA 300 einkenn- isklæddir lögreglumenn gengu fylktu liði að Alþingi á mánudag til að mótmæla seinagangi í kjara- viðræðum við ríkið.  Kostnaðaráætlun vegna innréttinga á skrifstofum Alþingis við Austurstræti hljóðaði upp á 133 milljónir en heildarkostnaður reynd- ist 249,9 milljónir.  LÍKLEGT er að þorsk- veiðiheimildir verði skorn- ar niður á næsta fisk- veiðiári en upplýsingar um vöxt og viðgang þorsk- stofnsins benda til minni stofnstærðar.  LANDSVIRKJUN telur að umhverfisáhrif Kára- hnjúkavirkjunar séu innan viðunandi marka í ljósi þess ávinnings sem virkjun og sala orkunnar myndi skila þjóðinni.  SMÁSÖLUÁLAGNING á innfluttum jarðaberjum var allt að 157% á miðviku- dag. Verð hefur lækkað síð- an. Krónan fellur GENGI krónunnar lækkaði um rúm 6% á miðvikudag en þá voru metvið- skipti á gjaldeyrismarkaði. Við lok við- skipta var gengisvísitala íslensku krón- unnar 141,54 en um síðustu áramót var vísitalan 120,95. Hækkun vísitölunnar þýðir lækkun á gengi krónunnar. Á föstudag var gengisvísitalan komin í 140 stig. Verð á bifreiðum og utanlandsferð- um hækkaði í kjölfar gengisfalls krón- unnar og búist er við því að verðlag á matvörum og fleiru hækki einnig. Forsvarsmenn nokkurra af stærstu fyrirtækjum landsins segja að gengis- lækkunin hafi slæm áhrif á gengi fyr- irtækjanna. Gengislækkunin bitni helst á þeim fyrirtækjum sem hafi eingöngu tekjur í íslenskum krónum en gjöld og skuldir í erlendri mynt. Hækkun á bensínverði OLÍUFÉLÖGIN hækkuðu öll verð á bensínlítranum um 6,60 krónur á þriðjudaginn. Félögin sögðu þetta nauðsynlegt vegna lækkandi gengis krónunnar gagnvart dollar og vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði. Á fimmtudag hækkaði Olíufélagið hf. verðið aftur um 3,40. Daginn eftir hækkaði Olíuverslun Íslands verðið á sama hátt. Skeljungur hefur ekki tekið ákvörðun um frekari hækkanir. Rannsókn á smásölumarkaði Í SKÝRSLU Samkeppnisstofnunar um matvörumarkaðinn og verðlagsþróun í smásöluverslun kemur fram að á árun- um 1996 til 2000 minnkaði samkeppni í kjölfar samruna og álagning jókst á matvörumarkaði. Tvö fyrirtæki ráða nú 2/3 hlutum smásölumarkaðarins en þau réðu 45% markaðarins árið 1996. Samkeppnisstofnun hyggst hefja rannsókn á einstökum fyrirtækjum á smásölumarkaði. INNLENT Vara við vígbúnaðar- kapphlaupi KÍNVERJAR vöruðu á miðvikudag við nýju vígbúnaðarkapphlaupi ef Bandaríkjastjórn hætti ekki við um- deild áform sín um að koma upp gag- neldflaugavarnakerfi en Rússar sögð- ust vera tilbúnir að ræða við banda- ríska embættismenn um áformin. Kínverjar og Rússar svöruðu þannig ræðu sem George W. Bush Banda- ríkjaforseti flutti á þriðjudagskvöld. Hann hvatti þá til þess að ABM-sátt- málinn frá 1972, sem takmarkar gagn- eldflaugavarnir, viki fyrir nýjum samningi til að gera Bandaríkjunum kleift að verjast hugsanlegum eld- flaugaárásum óvinveittra ríkja í þriðja heiminum eða árásum sem kynnu að verða gerðar fyrir mistök. Embættis- menn í Washington sögðu að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hefði gefið skipun um að allri samvinnu um varnarmál við Kínverja yrði hætt í bili. Kínverjar hafa neitað að skila banda- rískri njósnaflugvél sem varð að nauð- lenda á Hainan-eyju fyrir skömmu. Vaxandi ágreiningur í Ísrael VAXANDI ágreiningur er í ísraelsku ríkisstjórninni um afstöðuna til Palest- ínumanna. Birtist hann meðal annars í mjög ólíkum yfirlýsingum þeirra Ar- iels Sharons, forsætisráðherra og leið- toga Likud-flokksins, og Shimon Per- esar, utanríkisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins. Peres átti á fimmtudag viðræður við George W. Bush Bandaríkjaforseta í Washington og sagði að þeim loknum að hann hefði heitið að beita sér fyrir nýjum frið- arviðræðum. Fjölþjóðleg nefnd undir forystu Bandaríkjamanna lagði á föstudag fram drög að skýrslu um átök Ísraela og Palestínumanna og hvatti Ísraela til að stækka ekki byggðir gyðinga á her- numdu svæðunum.  JÓHANNES Páll II páfi hóf á föstudag sögulega heimsókn til Grikklands og bað guð að fyrirgefa rómversk-kaþólsku kirkj- unni syndir hennar gagn- vart grísk-kaþólsku kirkj- unni eftir klofning þeirra fyrir tæpum 1000 árum.  POUL Nyrup Rasm- ussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur hafnað þeim óskum Anfinns Kallsbergs, lögmanns Færeyinga, að samið verði aftur til þriggja ára um framlag danska rík- isins til Færeyja. Fram- vegis verði aðeins samið til eins árs í senn.  HER Makedóníu hóf á fimmtudag nýja sókn gegn albönskum skæru- liðum eftir að þeir felldu tvo stjórnarhermenn.  MOHAMMED Khatami, hinn umbótasinnaði for- seti Írans, hefur ákveðið að gefa kost á sér til end- urkjörs í kosningum í næsta mánuði.  TONY Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, ruddi á fimmtudag brautina fyrir þingkosningar í júní með því að lýsa yfir að stríðið við gin- og klaufa- veikina væri í þann mund að vinnast.  DENNIS Tito, fyrsti geimferðalangur heims, neitaði því á föstudag að hann flæktist fyrir áhöfn Alþjóðlegu geimstöðv- arinnar. Hann er sagður hafa greitt sem svarar um tveimur milljörðum króna fyrir ferðina þang- að. ERLENT KJARADEILA sjómanna og útvegs- manna var rædd á ríkisstjórnarfundi á föstudag en engar ákvarðanir voru teknar um að stjórnvöld gripu inn í deiluna. Á forystumönnum hennar er að heyra að slíkt inngrip sé ekki á döf- inni. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir það alvarlegt ef forystumenn samningsaðila eru ófærir um að semja um kjör umbjóðenda sinna. Davíð segir að stjórnvöld hafi verið harðlega gagnrýnd fyrir lagasetningu á verkfall sjómanna á undanförnum árum og þau taki mið af þeirri gagn- rýni. „Við höfum verið skammaðir fyrir það margoft að skera þessa menn nið- ur úr snörunni. Báðir aðilar hafa gert það; núna síðast þegar við reyndum að bjarga loðnunni, sem tókst reynd- ar ágætlega. Þá þóttust þeir vera komnir afar langt í þessum samning- um sínum, sem við vissum reyndar að var tóm vitleysa, sem hefur síðan sannast. Þessir aðilar virðast vera gjörsamlega ófærir um að semja um kjör sín. Það hlýtur að vera alvarlegt fyrir umbjóðendur þeirra að hafa að- ila í forsvari sem ekki geta samið,“ sagði Davíð Oddsson í samtali við Morgunblaðið. Halldór Ásgrímsson sagðist ekki sjá neinar forsendur fyrir því að stjórnvöld færu að hafa afskipti af deilu sjómanna og útvegsmanna. Hann sagði að það væri vissulega ekki bjart yfir deilunni en það gæti hins vegar stundum birt hratt til í svona kjaradeilu. Hann sagði mikilvægt að allir aðilar legðust á eitt um að finna leiðir að samkomulagi. „Þetta er orðið eitthvert lengsta verkfall sem ég man eftir og er komið langt út fyrir eðlileg mörk,“ sagði Halldór. Halldór og Davíð sögðust ekki vilja leggja neinn dóm á hvort grundvöllur væri fyrir ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu. Sáttasemjari yrði að meta hvort forsendur væri fyrir slíkri tillögu. Sáttasemjari telur ekki forsendu fyrir sáttatillögu Þórir Einarsson ríkissáttasemjari kannaði á fimmtudag hjá forystu- mönnum viðsemjenda í kjaradeilu sjómanna hvort grundvöllur væri fyr- ir innanhússtillögu til lausnar deil- unni. Niðurstaðan var sú að svo reyndist ekki vera. Innanhússtillaga er sett fram gagnvart samninganefndunum sjálf- um og þarf því ekki að bera undir félagsmenn. Hún þarf því ekki að vera eins nákvæm og hnitmiðuð í orðavali og miðlunartillaga. Þórir seg- ir að kannað hafi verið ítarlega meðal forystumanna allra deiluaðila hvort flötur væri á því að leggja fram innan- hússtillögu. Svo hafi hins vegar ekki reynst vera, enda mikið borið í milli varðandi einstök atriði. „Það var mitt mat eftir viðræður við deiluaðila að ekki væri grundvöll- ur fyrir því að leggja fram tillöguna, enda fyrirséð að hún yrði felld. Staðan er því óbreytt og í raun er staðan í þessum viðræðum grafalvarleg,“ seg- ir Þórir. Davíð Oddsson forsætisráðherra um verkfall sjómanna Verkfallið komið út fyrir eðlileg mörk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.