Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 14
LISTIR 14 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 8. maí - Þri. og fim. kl. 19:30 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu.Ásmundur www.yogastudio.is Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560 og 864 1445 Yoga Studio - Halur og sprund ehf. Í verslun okkar er að finna: vandaða nuddbekki frá Custom Craftworks, og Oshadi 100% hágæða ilmkjarnaolíur. Opnir jógatímar í allt sumar SÍÐASTA kvikmynd sem sýnd verð- ur á sunnudagssýningu kl. 15 í MÍR, Vatnsstíg 10, á þessu vori er kvik- myndin Sigurinn. Þetta er leikin mynd með fréttamyndaívafi gerð í Moskvu á seinni hluta áttunda ára- tugar síðustu aldar. Sagt er frá því er tveir fyrrverandi hermenn, annar bandarískur og hinn rússneskur, hitt- ast á öryggismálaráðstefnunni í Hels- inki 1975, en þeir höfðu kynnst í Ber- lín eftir uppgjöf Þjóðverja vorið 1945. Kvikmyndin er með enskum texta og er aðgangur ókeypis. Sigurinn í MÍR O RÐ á borð við „safn“ og „safn- gripir“ eru kveikja að minn- ingum sem eru eiginlega orðn- ar hálfgerð klisja, styrkt bæði í bókmenntum og bíómyndum. Fyrst flýgur í gegnum hugann mynd af rykföllnum munum, samhengislausum brotum fortíðar, náttúrulífs eða lista sem engin leið er að henda reiður á þannig að það veki skilning eða innblástur. Glerkassar og snúrur sem notaðar eru til að girða hluti af ýta undir þá tilfinningu að það sem er til sýnis sé ofurviðkvæmt og í ætt við nátttröllin; þoli varla dagsins ljós án þess að verða að dufti. Gestirnir flýta sér í gegn til þess að valda sem minnstum spjöllum og draga svo djúpt andann þegar þeir koma út í dagsljósið á nýjan leik, fegnir að tilheyra núinu þar sem ferskir vindar blása og tilveran hefur ekki verið flokkuð og sett í spjaldskrá. Því á þessum söfn- um endurminninganna eru rafrænir gagna- bankar ekki enn orðn- ir að veruleika. Þannig eru söfn minn- inganna eins og hálf- gert völundarhús þekkingar sem ein- ungis þeim þrautseig- ustu tókst að fikra sig í gegnum svo að þeir gætu bergt á þeim fróðleiksbrunni sem þar var fólginn. Á síðustu áratugum hafa söfn þó tekið á sig allt aðra mynd eftir byltingu í stefnumótun. Stjórnendur safna stóðu frammi fyrir því að keppa í síauknum mæli við það mikla og að- gengilega flæði fróðleiks sem almenningur hafði skyndilega aðgang að, fyrst í gegnum sjónvarp og síðar í gegnum tölvur. Í stað þess að vera stofnanir stöðugleika og algildra sann- inda urðu söfnin að takast á við síbreytilegan veruleika, endurmat á fortíðinni og leiðir til að laða fólk upp úr hægindastólunum. Hug- myndaríkir safn- og sýningarstjórar víða um heim urðu því til þess að gefa gömlum stofn- unum nýja ásýnd og skapa sýningar sem laðað hafa að sér ótrúlegan fólksfjölda, hver svo sem efniviðurinn er; vísindi, listir, fornleifar eða náttúra. Undirrituð átti leið í gegnum London fyrir skömmu en þar hefur víða tekist einstaklega vel til við að gera gamalgróin söfn að stöðum sem fólk heimsækir reglulega og nýtir sér eins og hverja aðra uppbyggjandi afþreyingu. Má þar á meðal nefna heimsfræg söfn á borð við British Museum, sem á dögunum opnaði sýningu helgaða hinni sögufrægu persónu Kléopötru, þar sem goðsögnin um hana er könnuð frá öllum hugsanlegum sjónarhornum – fornleifavísinda ekki síður en dægurmenn- ingar. Það var eins og við manninn mælt, sýn- ingin hefur fengið metaðsókn fram að þessu og safnið, sem býr yfir ótrúlegum fjölda sögu- frægra gripa, sýnir þar með og sannar að það stendur ekki einungis undir nafni, heldur einn- ig undir væntingum þeirra sem leggja fram fé til rekstrarins, hvort heldur það er hið opinbera eða stuðningsaðilar af öðrum toga. Stjórnendum Science Museum í Londonhefur einnig tekist að setja á laggirnarsýningar sem draga til sín mikinnfjölda gesta, enda er safnið nú einn af þeim tíu stöðum sem mestra vinsælda njóta meðal ferðamanna í London. Safnastefnan þar hefur beinst að því að skapa ákveðinn reynslu- heim fyrir gestina, þar sem þeir eru virkir þátt- takendur í ferli sem iðulega byggist á hreyfingu og snertingu er að lokum leiðir til skilnings á ákveðnu hugtaki, fyrirbrigði eða verkun. Hið nýja Tate Modern-safn, sem helgað er nútímalistum allt frá síðustu aldamótum, er þó líklega sú safnastofnun sem mesta eftirtekt hefur vakið undanfarna mánuði í Bretlandi. Sýningarstefna Tate hefur vakið athygli og þótt til fyrirmyndar þegar að því kemur að sýna og setja samtímalistir í samhengi sem auðveldar sýningargestinum skilning á ýmsum verkum sem ein og sér geta reynst leikmanni ærið tor- ræð. Ístað þess að sýna safneign sína á hefð-bundinn hátt í tímaröð hefur safn-stjórnin valið nýja leið. Sýningin Collec-tion 2001 skiptist í fjögur þemu, sem hvert um sig spannar alla öldina. Markmið sýn- ingarinnar er að afhjúpa hvernig nektar- myndir, málverk af sagnfræðilegum toga, kyrralífsmyndir og landslagsmyndir, sem sam- an mynduðu listhefð nítjándu aldar, hafa lifað af, þróast og umbreyst í listsköpun tuttugustu aldar allt fram á þá tuttugustu og fyrstu. Þem- un ganga þvert bæði á hugmyndafræðilegar hreyfingar og listmiðla, tengja sögufræg verk samtímaverkum og tvinna verk er byggjast á kvikmyndum, myndböndum og ljósmyndum, saman við málverk og skúlptúra. Þemað sem sýnir framþróun nektarmynda heitir Nekt/Hreyfing/Líkami, en þar er tekist á við þá spurningu hvernig listamenn hafa allt frá fyrstu tíð gert tilraun til að sýna mannslíkam- ann. Margar markverðustu tilraunir nútíma- lista hverfast um löngun listamannsins til að brjóta sig frá hefðum list- vinnustofunnar til þess að ná fram ósviknara sam- bandi við manneskjuna sem viðfangsefni. Hugmyndin á bak við þetta þema mótast af því að í samhengi við djúpstæðar þjóðfélags- breytingar hafa listamenn nálgast líkamann á róttæk- an máta, bæði sem efnivið og hlut, ekki síður en sem leið til að kanna lífið, dauð- ann og einstaklingseðlið. Þeir hafa skráð ummerki um sinn eigin líkama með ýmsu móti og á síðustu ár- um má jafnvel merkja aukna tilhneigingu lista- manna til að draga fram sambandið á milli líkama áhorfandans og verksins sem hann virðir fyrir sér. Í þeim sölum sem helgaðir eru þessum efniviði kennir mikillar fjölbreytni enda eru þar jafnólíkir listamenn og Henri Matisse og Tony Oursler, Alberto Giacometti og Tracey Emin. Svo ótrú- legt sem það virðist er auð- velt fyrir áhorfandann að átta sig á samhenginu á milli þeirra þótt þeir virðist ekki eiga margt sammerkt í fyrstu. Annað þema er Sagan/ Minnið/Samfélagið og er þar vísað til þeirrar hefðar í málverkum er leitast við að takast á við siðferðisleg, félagsleg og pólitísk málefni hvers tíma, iðulega með því að leggja út frá mikil- fenglegum augnablikum fortíðarinnar. Þau verk sem sýnd eru undir þessum formerkjum afhjúpa hvernig listamenn hafa brugðist við ýmsum at- burðum tuttugustu aldar, numið samfélags- breytingar og hversdagslífið, eða jafnvel kynnt til sögunnar róttækar breytingar á ríkjandi þjóðfélagsmynd. Í þessum flokki eru meðal annars verk eftir Mondrian og Dali, heill salur er helgaður listamönnum Fluxus-hreyfing- arinnar, auk þess sem finna má tímamótaverk eftir Dan Flavin og Andy Warhol. Sem fyrr felst styrkur framsetningarinnar í samhenginu; innbyrðis tengslum listamannanna sem birtast hreint ekki í efnivið eða formi, heldur í hug- lægum veruleika, viðhorfi þeirra til hefðarinnar og hversdagslífsins. Þriðja þemað er Kyrralífsmyndir/Hlutir/Raunverulegt líf og byggist áhógværri en þó íhaldsamri greinmyndlistarinnar, kyrralífsmyndinni, þróun hennar yfir í hluti og raunverulegt líf. Kyrralífsmyndin hefur, þrátt fyrir kjölfestu sína í hefðinni, orðið brennipunktur fyrir rót- tækar nýjungar í listum. Þær endurspegla framfarir á sviði vísinda og tækni er t.d. hafa umbylt framleiðslu hluta og „hlut“verki þeirra í lífi okkar. Þarna mátti meðal annars sjá kvik- mynd Fernand Léger, frá byrjun aldarinnar, um vélræna ballettinn, verk eftir Marcel Duchamp, Peter Fischli og David Weiss, auk verka Warhol og fleiri frá sjöunda áratugnum er hverfðust um hversdagslíf og neysluhyggju. Fjórða og síðasta þemað er Landslag/Efni/ Umhverfi og sýnir fram á þróun landslagsins sem aðferðar til að lýsa eðli sveita og borga. Allt frá upphafi tuttugustu aldar hafa listamenn reynt að brjóta af sér þessa hefðbundnu skil- greiningu á landslagslist með því að leita nýrra leiða til að takast á við og rannsaka umhverfi okkar. Þeir hafa fært sjálfa náttúruna sem efni- við inn í rými sýningarsalanna, eða jafnvel yf- irgefið vinnustofuna og mótað náttúruna eins og hún kemur fyrir í verk sem síðan eru skráð fyrir tilstilli ljósmynda og texta. Uppgötvanir sem gerðar hafa verið á tuttugustu öldinni um uppbyggingu lífrænna heilda og geiminn hafa verið listamönnum uppspretta nýrra aðferða við að koma hugsun sinni á framfæri og sést þess glöggt vitni í þeim sýningarsölum sem helgaðir eru þessu ferli. Sumir listamannanna hafa notað skapandi skilning sinn á náttúrunni til að umbreyta henni í abstrakt form og liti, aðrir hafa kannað hana frá óhlutbundnu sjón- arhorni og á þann hátt skapað ímyndað innra landslag. Hér eru jafnólíkir listamenn og Claude Monet og Richard Long, ásamt Carl Andre, Joseph Beuys og Mark Rothko í sölum sem bera yfirskrift á borð við; Landslagið hugs- að upp á nýtt, Efni og rými, Ummerki og staðir og Innri heimar. ÁTate Modern má sjá að til eru ótelj-andi sjónarhorn á það skapandi aflsem felst í listum. Eldri verk fá aukiðvægi í samhengi við þau nýrri og öll eru þau lykill að hugmyndafræði samtíma okk- ar eins og hann tengist fortíðinni og þróun mannsandans. Heimsóknir á söfn af þessu tagi verða óneitanlega til þess að maður veltir því fyrir sér hvort söfn á Íslandi hafi markað sér nægilega frjóa sýningarstefnu. Þjóðminjasafn- ið hefur verið lokað um langt skeið vegna um- fangsmikilla breytinga og áhugavert verður að sjá hvernig tekist verður á við að tengja forn- leifaarfinn veruleika samtímans þegar það verður opnað á nýjan leik. Hvað listasöfnin hér á landi varðar er ljóst að þau gætu sýnt mun meiri djörfung og hugmyndaauðgi við skipu- lagningu sýninga. Að auki vantar iðulega mikið upp á úrvinnslu ítarefnis, sem þegar vel tekst til getur skipt sköpum varðandi upplifun al- mennra sýningargesta sem fæstir rata rakleitt inn í heim verkanna. Söfn hafa öðrum skyldum að gegna gagnvart almenningi en t.d. listgallerí og vinna safnanna ætti að miðast við að vera hvort tveggja fræðandi og framsækin. Það gæti t.d. verið afar áhugavert að fá fleiri erlenda sýningarstjóra til að setja upp sýningar á inn- lendri sem erlendri list, minnug þess að oft er gestsaugað glöggt. Slíkt samstarf gæti einnig orðið til þess greiða veg íslenskrar myndlistar erlendis sem vissulega myndi stæla bakuggann í menningarlífinu hér þegar fram í sækir. Söfn á Íslandi hafa ef til vill ekki haft úr miklum fjár- munum að moða en nú virðist sem áhugi mark- aðsdeilda fyrirtækja beinist í auknu mæli að því að vera stuðningsaðilar menningarstarfsemi í stað þess að horfa einungis til auglýsinga, eins og samstarf Símans við Listasafn Íslands og Landsvirkjunar við Þjóðminjasafnið ber vitni um. Í því sambandi vekja rannsóknir Ágústs Einarssonar prófessors á framlagi menningar til landsframleiðslu athygli, en þær benda til þess að hlutur menningar í hagkerfinu sé van- metinn. Það væri sannarlega ánægjulegt að heim- sækja íslensk söfn sem gæfu orðinu nýja merk- ingu í minningunni. Söfn þar sem áhrifin af „safngripunum“ fælu í sér óvænta reynslu og nýjan skilning á margbreytileika mannlegrar hugsunar og þess skapandi farvegar sem hún markar sér. Sýningar og safngripir Newsmakers Tate Modern, nútímalistasafnið í London, er helgað helstu lista- mönnum nútímans sem og samtímalistum. Það er eitt þeirra safna sem vakið hefur athygli fyrir hugvitsamlega safnastefnu. Á sýningunni Collection 2001 er safneignin stokkuð upp, þvert á hugmyndafræði- lega strauma og ólíkir listmiðlar látnir skarast í sýningarsölunum í þeim tilgangi að afhjúpa vitsmunaleg og listræn átök síðustu aldar. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.