Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 19
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 19
Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa
býður til ráðstefnu um
BÖRN ÁFÖLL OG MISSI
Aðalfyrirlesari er dr. Phyllis R. Silverman
félagsráðgjafi
Dagskrá:
Kl. 9.00-9.15 Sólveig Pétursdóttir,
dómsmálaráðherra, setur ráðstefnuna.
Kl. 9.15-12.00 Never too young to know, death in
children´s Lives, dr. Phyllis R. Silverman.
Einnig mun Nanna Sigurðardóttir,
félagsráðgjafi, fjalla um börn, áföll og
missi. Að alast upp sem langveikt barn;
Ingveldur M. Hannesdóttir 14 ára
segir frá reynslu sinni.
Kl. 12.00-13.00 Hádegishlé.
Kl. 13.00-15.00 Málstofur.
1. Börn og skilnaðir foreldra,
dr. Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi.
2. Börn og ástvinamissir, Bragi Skúlason,
sjúkrahúsprestur.
3. Alvarleg veikindi og/eða fötlun barna,
Vigdís Jónsdóttir og
Áslaug Ólafsdóttir, félagsráðgjafar.
4. Börn á flótta og börn í nýjum
heimkynnum, Lilja Hjartardóttir,
stjórnmálafræðingur.
5. Börn sem búa við bágar heimilisað-
stæður, Guðrún Frímannsdóttir,
félagsráðgjafi
6. Börn, skólinn og sorgin,
Ólöf Helga Þór, kennari.
Kl. 15.00-15.20 Kaffihlé.
Kl. 15.20-16.00 Pallborðsumræður-stjórnandi
Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi og
félagsmálastjóri.
Kl. 16.00-16.15 Þórhildur Líndal, umboðsmaður
barna slítur ráðstefnunni.
föstudaginn 18. maí á Grand Hóteli kl. 9.00 – 16.15
Skráning fyrir 11. maí soc-work@soc-work.is og í símum 588 5679 og 696 9372
milli kl. 13.00-16.00 dagana 7. til 11. maí. Kostnaður er kr. 9.500.
Vinsamlegast gefið upp nafn og kennitölu greiðenda, ásamt nafni, starfsheiti og
vinnustað þátttakenda, ásamt þeirri málstofu sem þeir hafa valið.
SAFNINU að Skógum hefur verið
afhent gjafabréf frá menntamálaráð-
herra, húsfriðunarnefnd ríkisins og
Þjóðminjasafni Íslands að upphæð
ein milljón króna til uppbyggingar
fjóssins að Hnausum í Meðallandi.
Var það gert í tilefni af áttræðisaf-
mæli Þórðar Tómassonar, safnvarð-
ar að Skógum, en hann hefur ásamt
Vilhjálmi Eyjólfssyni bónda að
Hnausum verið aðalhvatamaðurinn
að endurbótum þess. „Við Vilhjálm-
ur erum mjög þakklátir fyrir þann
skilning sem menntamálaráðherra,
húsfriðunarnefnd og Þjóðminjasafn-
ið hafa sýnt okkur með þessum
stuðningi en uppbygging hússins
hefur verið okkar áhugamál lengi.
Þetta er gömul bygging sem hefur
mjög mikið minjagildi, enda eina
uppistandandi húsið af sinni gerð í
landinu,“ segir Þórður.
Fjósið að Hnausum var nokkurs
konar undanfari fjósbaðstofunnar.
Þar voru kýr hafðar í fjósi en á loft-
inu yfir var vinnupallur eða loft þar
sem fólk sat og vann við ylinn af kún-
um. Gamla fólkið undi sér svo vel í
hlýjunni að það settist þar að og má
segja að vinnupallurinn hafi orðið
eins konar elliheimili.
Þórður segist vona að hægt verði
að halda áfram með framkvæmdir
við fjósið á þessu ári. „Við réðumst í
að endurbyggja húsið fyrir tveimur
árum en þá voru máttarviðir orðnir
mjög fúnir og var þá endurnýjað allt
sem þurfti. Næsti áfangi er sá að
setja glugga í húsið, bæði að fram-
hlið og aftan, og leggja gólf í fjósið.
Við stefnum á að settur verði melur í
þakið þannig að fjósið fái alveg sitt
upprunalega útlit,“ segir Þórður.
Uppbygging og viðhald fjóssins
verður í umsjón safnsins að Skógum
og verður að sögn Þórðar kærkom-
inn hluti af ferðamannaþjónustu í
Skaftafellssýslu.
Vilhjálmur Eyjólfsson og Þórður Tómasson fyrir utan fjósbaðstofuna á
Hnausum. Fyrirhugað er að fjósið fái upprunalegt útlit.
Gjöf til uppbygg-
ingar fjóssins
á Hnausum
Á AÐALFUNDI Félags íslenskra
tónlistarmanna nýverið voru
kjörnir tveir heiðursfélagar, þau
Guðrún Tómasdóttir söngkona og
Haukur Guðlaugsson orgelleikari
og söngmálastjóri þjóðkirkjunnar.
Einnig var úthlutað styrkjum úr
Hljómdiskasjóði félagsins.
Styrki hlutu þau Edda Erlends-
dóttir píanóleikari til útgáfu á pí-
anóverkum Josep Haydn og Sím-
on Ívarsson gítarleikari til að
gefa út disk með íslenskum gít-
arverkum, m.a. eftir Gunnar
Reyni Sveinsson.
Félagsmenn eru nú 125 talsins
og formaður félagsins er Margrét
Bóasdóttir.
Morgunblaðið/Golli
Margrét Bóasdóttir, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna, Símon
Ívarsson, Margrét Helgadóttir, sem tók við styrknum fyrir hönd Eddu
Erlendsdóttur, Haukur Guðlaugsson og Guðrún Tómasdóttir.
Kosin heiðursfélagar FÍT