Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÆST á eftir fóstbræðrun-um norsku, Ingólfi Arn-arsyni og Hjörleifi Hróð-marssyni má segja að Óli
norski Haldorsen sé í röð minnis-
stæðra Norðmanna, sem í hugann
koma þegar kallaðir eru fram á skjá
minninganna fjarskyldir „frændur“
af norsku kyni. Þótt ár og aldir skilji
þá að í ættarkeðju kynslóðanna þá
lifa sögur og sagnir um þá „þre-
menninga“, sem eru þess virði að
rifja upp til fróðleiks og skemmtun-
ar.
Þessa dagana verður húsasmiðum
og listamönnum þeim, sem hafa
næmt auga fyrir fegurð húsa og
varðveislugildi, tíðrætt um hús eitt
við Laugaveg, sem þeir hafa orðið
sammála um að beri að þyrma og
bjarga frá hruni og eyðileggingu.
Hindra tímans tönn í að vinna á því
með hægfara en markvissri tæringu
sinni.
Morgunblaðið birti nýlega ljós-
mynd af húsi því sem Magnús Páls-
son múrari frá Pálshúsum á Bráð-
ræðisholti lét reisa norðan við
Vegamótabrú í Reykjavík og taldist
til að stæði við Laugaveg númer 21.
Magnús múrari var bróðir Þóru, sem
brasaði og brúnaði stórsteikur á
veisluborð konunga og keisara í höll
Valdemars Danaprins, yngsta sonar
Kristjáns IX Danakonungs, þess
sem kom með stjórnarskrána 1874
og bað Íslendinga í Guðanna bænum
að syngja íslenskt lag þegar kór Jón-
asar Helgasonar stóð á grasblettin-
um við heimili landshöfðingja, sællar
minningar. Saga Þóru, systur Magn-
úsar múrara, er líkust ævintýri, en
hér ber að segja frá bróður hennar,
Magnúsi múrara. Hann réð norskan
mann, Ole Haldorsen, til þess að
standa fyrir smíðinni árið 1884. Ole
Johan Haldorsen (Óli norski) var yf-
irsmiður við bygginguna. Hann
stækkaði húsið og hækkaði árið 1895
en hann hafði flutt í húsið ári áður,
1894.
Freyja Jónsdóttir sem oft hefir
ritað fróðlegar greinar um hús í höf-
uðstaðnum ritaði um húsið í Dag/
Tímann 5. apríl 1997. Þar birtir
Freyja skrá um íbúa hússins árið
1901. Þar er þá getið meðal íbúa
hússins fjölskyldu Eiríks Guð-
mundssonar, sem er húsbóndi og
trésmiður. 33 ára. Kona hans er Vil-
borg Guðnadóttir 32 ára fædd í
Lágafellssókn. Börn þeirra hjóna
eru Guðmundur 9 ára og Ásta Sigríð-
ur 7 ára. Hér mun vera um að ræða
móður Vigdísar Finnbogadóttur for-
seta Íslands. Guðmundur Eiríksson
var faðir Ívars Daníelssonar lyfsala.
Hann fór til Ameríku.
Óla norska er víða getið í bókum
og bréfum. Kristleifur Þorsteinsson,
fræðimaðurinn góðkunni, segir frá
ferð sinni í Borgarnes vorið 1877. Þá
sér hann fyrstu húsgrindina reista
þar. „Var það þar sem verslunarhús
Jóns frá Bæ standa nú. Einn maður
var þar að verki, lágvaxinn og kýttur
í herðum. Hann var Norðmaður,
skildi dálítið í íslensku, en gat þó
ekkert óbjagað orð talað. Hann
kvaðst heita Óli og vera tuttugu og
sjö og hálfs árs að aldri. Óli þessi
mun hafa dvalist hér á landi upp frá
þessu og lifði í Reykjavík til elli. Eft-
ir að hann hafði bangað saman þetta
fyrsta hús sem byggt var í Borgar-
nesi, fór hann til Norðtungu til Jóns
bónda Þórðarsonar og smíðaði timb-
urkirkju, sem stendur þar á klöpp
við ána. Var sú kirkja af sumum
nefnd Berghylskirkja, því að hylur
sá í Örnólfsdalsá, sem kirkjan stend-
ur hjá, heitir Berghylur. Vegna þess
að Óli norski var fyrsti maðurinn,
sem lagði hönd að húsbyggingu í
Borgarnesi, og Akra-Jón fyrsti mað-
ur, sem tók sér þar bólfestu, tel ég
ástæðu til að minnast þeirra nokkuð
í sambandi við upphaf þessarar
byggðar. Óli var enginn listamaður,
eins og smíðar hans bera vitni um.
En hann vildi bera
margt við, og meðal
annars var hann að
reyna að yrkja á ís-
lensku, og urðu nokkr-
ar vísur hans land-
fleygar. Meðal þeirra
er þessi um Akra-Jón:
Í Borgarnesi höfðinginn
búer,
undir sig hann sveitung-
inn kúer,
með svikin og lygin hann
spiller sig op,
ég trúi hann sé ekki af
mjallhvítum flokk.
Kristleifur telur að lítið beri að
leggja upp úr þessari mannlýsingu
Óla norska. Akra-Jón hafi ekki verið
óvinsæll maður.
Árið sem Kristleifur nefnir í frá-
sögn sinni, 1877, er einmitt hið sama
og tengir þá Akra-Jón og Óla norska
böndum viðskipta og verslunar. Jón
Jónsson, sem nefndur var Akra-Jón,
var kenndur við fæðingarstað sinn.
Hann hafði hug á kaupmennsku. Í
því skyni tók hann sér ferð á hendur
til Bergen og gekk á fund Johan
Langes athafnamanns sem hafði
mikil umsvif og stundaði viðskipti við
Ísland. Jón hugðist stofna verslun
við Brákarpoll og kom í þeim erind-
um að koma á sambandi við Lange,
ná við hann samningum um lánskjör
og umboð til kaupskapar. Jóni tókst
að ná samningum.
Jafnframt því að gera samning við
Akra-Jón um verslunarstörf hans og
kaupskap við Brákarpoll sendir
Lange Ole Johan Haldorsen (Óla
norska) með skútu sinni sem eins-
konar fulltrúa er gæti hagsmuna og
sendi sér skýrslu um framgang allan
og afkomuhorfur. Lange hafði tekið
tryggð við Ole og fann til samkennd-
ar með honum vegna bæklunar hans
og líkamslýta, en Óli hafði slasast á
yngri árum og bar þess
menjar alla tíð.
Óli norski færði sér í
nyt alla þá þekkingu
sem hann gat aflað sér
og var iðinn við skriftir
sínar og skýrslur er
hann sendi til Langes
stórkaupmanns og
grósséra. Thor Jensen,
sem frægur varð fyrir
framtak sitt og stór-
hug, var faktor í Borg-
arnesi um skeið. Mág-
ur hans, Albert
Þórðarson, faðir Krist-
jáns Albertssonar,
teiknaði mynd af krambúð og vöru-
geymsluhúsi því sem reist var við
Brákarpoll í Borgarnesi.
Knud Zimsen borgarstjóri segir
frá Óla norska í bók sinni „Úr bæ í
borg“. Óli býr þá á Laugavegi 21.
Hann tekur til máls á borgarafundi
sem haldinn er um vatnsveitu
Reykjavíkur. Fundurinn er haldinn í
Báruhúsinu. Guðmundur Björnsson
landlæknir talar þar um vatnsveitu.
Óli norski sagði í ræðu að óþrifnaður
bæjarbúa stafaði ekki af vatnsskorti.
Gæti hann fært rök fyrir því. Við hús
sitt væri fimmtíu tunna brunnur og
þar þryti aldrei vatn. Þó hefði fjöl-
skylda í einni íbúðinni hjá sér ekki
þvegið gólf frá jólaföstu til páska.
Í bókinni „Til en artig forlystelse“,
sem fjallar um ævi og störf Johan
Lange, norska athafnamannsins sem
rak verslun í Borgarnesi, er sagt ít-
arlega frá ævi Óla norska, ástarsaga
hans rakin og greint frá kvonfangi
hans og æviferli. Væntanlega gefst
tækifæri til þess að greina nánar frá
sögu hans. Sonarsonur Óla norska
var Þorlákur Haldorsen listmálari.
Hann hafði málverkasýningar á
Laugavegi 21 og tók þátt í mörgum
samsýningum listmálara, auk þess
sem hann hélt fjölda einkasýninga.
Óli norski og
Laugavegur 21
Eftir Pétur Pétursson.
Morgunblaðið/Ásdís
Laugavegur 21. Húsið stendur á horni Laugavegar og Klapparstígs.
Óli norski og fjölskylda hans.
Magnús Pálsson
múrari.
ÓVÍST er hvenær Stanley
Kubrick fyrst fékk hugmyndina að
kvikmynd um geimferðir. Hann
kynnti hana í það minnsta MGM –
kvikmyndaverinu árið 1964 og
hafði þá gert samning við vísinda-
skáldskaparhöfundinn Arthur C.
Clarke um samstarf um gerð hand-
rits eftir einni af sögum Clarkes.
MGM samþykkti að greiða fram-
leiðslukostnaðinn, sem var svim-
andi hár eða 6 milljónir dollara
(endaði í 10.5 milljónum og fór einu
og hálfu ári fram úr tökuáætlun).
Miðað við verklag Kubricks má vel
gera ráð fyrir því að hann hafi ver-
ið farin að huga að geimferðar-
mynd mörgum árum fyrr.
Æðri máttarvöld
Eitt var víst. Myndin átti ekki að
eiga neitt sameiginlegt með
geimævintýrum sjötta og sjöunda
áratugarins, sem að mestu leyti
áttu heima í barnatímum sjón-
varpsins. Lélegar brellur og vond-
ur söguþráður einkenndi þær flest-
ar og innrásarmyndirnar snérust
um risamaura og pappalíkön; ein
besta undantekningin var Innrás
líkamsþjófanna með Kevin Mc-
Carthy.
Odyssey átti að vera um ferðalög
í geimnum og örlagarík kynni
mannsins af dularfullum, æðri
máttarvöldum. Þar var höfundur-
inn Clarke á heimavelli. Hann hélt
í fyrstu, samkvæmt frásögn um
gerð myndarinnar í nýlegu hefti
breska kvikmyndatímaritsins
Empire en myndin var sett í bíó-
dreifingu í Bretlandi þann 30. mars
sl., að Kubrick væri enn einn
dæmigerði Hollywoodframleiðand-
inn sem hefði í hyggju að filma
meira af ódýrum vísindaskáldskap.
Hann þurrkaði rykið af gamalli
smásögu sem hann hafði kallað
The Sentinel og hitti Kubrick í
New York nokkrum vikum síðar.
Engin af vísindasögum Clarkes
hafði verið kvikmynduð fram að því
en maðurinn þótti erfiður í við-
kynningu. Var kallaður „Egóið“.
Þeir urðu hinir mestu mátar þótt
ólíkir væru. Kubrick var New York
– búi og vakti flestar nætur og
vann. Clarke var Breti og breskur í
háttum, leiddist stórborgir og fór í
háttinn ekki síðar en hálf níu á
kvöldin. Þeir ræddu fram og aftur
um söguna og myndina sem þeir
ætluðu að gera og úr varð eins-
konar beinagrind að 2001: A Space
Odyssey.
Hún varð strax allt annars eðlis
en smásaga Clarkes sem var um
uppgötvun „risastórs þjófavarnar-
kerfis í óravíddum geimsins og
snertingu mannsins við óþekkt afl í
geimnum. Kubrick sá fyrir sér
sögulega stórmynd um tengsl
manns og tækni og hvert tæknin
gæti borið okkur í framtíðinni.
Segja má að hann hafi litið of stutt
fram í tímann. Framtíð Kubricks
er liðin án þess að sýn hans hafi
orðið að veruleika en á þeim tíma
þegar myndin var gerð voru menn
ákaflega stórhuga í geimferðaáætl-
unum sínum og ári eftir frumsýn-
ingu hennar steig fyrsti maðurinn
á tunglið.
Fyrir augað
Handritið sem þeir Kubrick og
Clarke sömdu fór í gegnum heil-
miklar breytingar fram að því er
tökur hófust. Atriði röðuðust upp á
nýtt og sum voru tekin út og önnur
bættust við. Í einni útgáfunni
snerti frummaðurinn á hinum dul-
arfulla, svarta fleti sem birtist hon-
um í auðninni strax við upphaf
myndarinnar en nokkru síðar var
atriðið sett í lok myndarinnar.
Tölvan sorgmædda, HAL, var
fyrst með kvenmannsrödd og hét
Athena og varð alls ekki morðóð.
Síðar fékk hún karlmannsrödd
(Douglas Rain) og ógnaði áhöfn
geimskipsins Discovery. Um það
leyti sem tökur hófust hafði
Stjörnubarnið, sem birtist utan úr
geimnum í lok myndarinnar, það
verkefni að setja í gang kjarnorku-
vopn á braut umhverfis jörðu og
eyða öllu mannlífi.
Myndin var að miklum hluta tek-
in í kvikmyndaveri MGM í Bret-
landi og á meðal leikara sem
reyndu að fá hlutverk sem frum-
menn er birtast í apabúningum í
upphafi myndarinnar, var smávax-
inn leikari að nafni Ronnie Corb-
ett, er síðar átti eftir að verða einn
af fremstu grínurum Breta. Kub-
rick hafnaði honum og mörgum
fleirum.
Það var meðvituð stefna hjá
Kubrick að hafa engar stjörnur í
myndinni. Þær máttu ekki að
skyggja á geimferðina, tæknina og
inntakið. Hann réði Keir Dullea og
Gary Lockwood í hlutverk geimfar-
anna tveggja, Bowmans og Pooles,
sem eru tvö burðamestu hlutverkin
í myndinni. Þeir höfðu nær engar
setningar til þess að fara með enda
hafði myndin þróast í þá átt að
reyna nær alfarið á sjóntaugarnar.
Framtíðin
er liðin
Reuters
Stanley Kubrick bak við myndavélina.
Árið 1964 samþykkti MGM – kvik-
myndaverið að framleiða myndina
Journey Beyond the Stars eftir
Stanley Kubrick, sem átti að gerast
árið 2001 og segja frá geimferðum
framtíðarinnar. Seinna fékk mynd-
in heitið 2001: A Space Odyssey.