Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ ORSTEINN Marelsson rithöfundur varð sextug- ur í febrúarmánuði síðast- liðnum. Í afmælisveislu í félagsheimili Valsmanna í Reykjavík var margmenni, ýmis kunn andlit og önnur minna þekkt, æskufélagar, listamenn og hópur starfsfélaga Þorsteins hjá SÁÁ og nokkrir Valsmenn. Flutt var tveggja tíma prógramm, æviágrip úr lífi af- mælisbarnsins. Þjóðlagasöngvarinn Kristján Kristjánsson steig á sviðið og flutti nokkur lög. Nokkrir bar- áttufélagar frá þeim árum þegar Þorsteinn var í fararbroddi í samtök- um ungra sósíalísta sungu Interna- sjónallinn, alþjóðasöng verkalýðsins, við undirleik Ómars Axelssonar á pí- anó og borð svignuðu af dýrindis veigum. Þorsteinn Marelsson var heiðraður með gjöfum og heillaóska- skeytum. Hann hefur ýmislegt afrek- að um ævina, t.d. samið mörg leikrit fyrir útvarp, svið og sjónvarp og ritað unglingabækur sem hafa fengið góða dóma gagnrýnenda og þakklæti les- enda, en einnig margt reynt sem hef- ur mótað hann og styrkt og er í frá- sögur færandi. Við hittumst á heimili hans í Unufelli í Reykjavík á góðvirð- isdegi í marsmánuði. Langalangafar lentu í miklum hremmingum ,,Ég er fæddur 8. febrúar 1941 í Ölfusholti í Holta- og Landsveit, sem hét þá Holtahreppur. Þar var ég þar til ég var orðinn fimm ára. Þaðan á ég ýmsar minningar og man til dæmis eftir því þegar Hekla gaus 1947. Það var rétt áður en ég flutti af bernsku- slóðum mínum. Þaðan fór ég eftir að móðir mín veiktist, skömmu eftir að ég fæddist, og faðir minn varð að bregða búi. Foreldrar mínir höfðu búið þarna í nokkur ár og föðuramma mín var á bernskuheimili mínu. Móð- ir mín hafði átt við heilsuleysi að stríða og lamaðist þegar ég var barn að aldri. Ég var eitt ár hjá móður- systur minni eftir að móðir mín fór á sjúkrahús og faðir minn flutti suður til Reykjavíkur. Síðan var ég eitt ár í Reykjavík hjá föðursystur minni og hennar manni og föður mínum og ömmu. Þaðan fór ég síðan austur í Holtsmúla í Landsveit til frændfólks míns, Sigríðar Jónsdóttur og Ingvars Loftssonar, þau eru bæði lifandi í hárri elli. Ég ólst að miklu leyti upp hjá þeim og alveg fram á unglingsár. Þau eiga son sem heitir Elías, og er töluvert yngri en ég og ég hef alltaf litið á hann sem bróður minn. Ég er einbirni og við Elías áttum margar góðar stundir saman. Það var mjög gott mannlíf þarna fyrir austan og þaðan á ég góðar minningar. Faðir minn, Marel Þorsteinsson, var bóndi fyrir austan, fæddur og uppalinn í Rangárvallasýslu, í Holtsmúla í Landsveit. Móðir mín, Margrét Snæ- laugsdóttir, var ættuð úr Eyjafjarð- arsýslu, frá Árskógsströnd. Það var ákveðin tilviljun að foreldrar mínir kynntust. Móðir mín og systir henn- ar komu að norðan og þær réðu sig í kaupavinnu í Landsveit. Móðir mín kynntist föður mínum og systir henn- ar frænda pabba. Ég er ekki beinlínis ættfróður, en hef þó aðeins verið að kynna mér ættfræði á liðnum árum, til dæmis föður- og móðurættir mín- ar. Tveir langalangafar mínir lentu í miklum hremmingum, annar fyrir norðan – hinn fyrir sunnan, sá sem bjó hér fyrir sunnan hét Sigurður Guðmundsson, og var langalangafi minn í föðurætt. Hann var dæmdur til dauða og líklega sá síðasti, sem dæmdur var til dauða hér á landi.“ Og hvers vegna fékk hann svo þung- an dóm? ,,Hann var líklega dæmdur fyrir lauslæti, fyrir að hafa átt börn með mörgum konum, en danski kóngurinn náðaði hann. Langa- langafi minn í móðurætt lenti í því sem ungur piltur að verða konu að bana með slysaskoti. Það var réttað í því máli, en hann var aldrei dæmdur, það var talið að þetta hefði verið slys, en sagan segir að hann hafi aldrei beðið þess bætur. Hann var kominn af merku fólki, faðir hans var séra Baldvin Þorsteinssson, sem var prestur á Upsum, við Dalvík, bróðir hans var Hallgrímur, faðir Jónasar Hallgrímssonar skálds. Systir þeirra var Snælaug, og var amma Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Ég er kominn af prestum og sjómönnum í móður- ætt og bændum í föðurætt. Það hefur verið fróðlegt að kynnast sögu þessa fólks og mér finnst það útskýra ým- islegt fyrir mér. Mér finnst eins og oft hafi tvennt togast á í mér, annars vegar að vera mjög jarðbundinn og svo hins vegar að vera hálfgerður bó- hem. Ég skil það að mörgu leyti þeg- ar ég skoða sögu ættmenna minna. Ég lauk barnaskólaprófi í merkum skóla, á sveitabæ, Hellum í Land- sveit. Kennari við skólann var Guð- laugur Jóhannesson frá Klettstíu í Borgarfirði, minnisstæður maður og góður kennari. Í skólanum voru ein- göngu börn úr Landsveitinni og þetta var ekki fjölmennur skóli. Eftir að barnaskólanámi lauk fór ég í Skógaskóla og lauk þaðan gagn- fræðaskólanámi vorið l959. Frá Skógaskóla á ég margar góðar minn- ingar um skólafélaga og kennara. Þar var gott bókasafn og ég las mikið bækur eftir Laxness og Þórberg. Mér leið vel í skólanum, spilaði fót- bolta og tefldi skák. Í Skógaskóla kynntist ég nokkrum vinum og vin- konum sem hafa verið góðir vinir allt fram á þennan dag, eins og t.d. Árna Sigurðssyni og Aðalbirni Kjartans- syni. Fyrsti leikfélaginn fyrir austan og góður vinur var Gunnar Guð- mundsson, kenndur við Heiðarból. Þarna voru blómlegar sveitir og það var mikil uppbygging í sveitunum á þessum tíma og miklar breytingar í búskaparháttum og ýmsar tækninýj- ungar varðandi landbúnaðarstörf að koma á sveitabæina. Það var þó þannig að í Holtsmúla var aldrei raf- magn á meðan ég var þar og ekki á flestum sveitabæjum í Landsveitinni, en á Hellum, þar sem skólinn var, þar var rafmagn, þeir voru með ljósamót- or. Það var kominn sími á alla bæi.“ Kynntist þú ekki ýmsum mætum mönnum og minnisstæðum í sveit- inni? ,,Jú. Ég man t.d. eftir séra Ragnari Ófeigssyni, sem var tvíbura- bróðir Grétars Fells, rithöfundar og fyrrum forstöðumanns Guðspeki- félagsins. Hann dó áður en ég fermd- ist. Séra Sveinn Ögmundsson, prest- ur í Þykkvabænum, fermdi mig og er einnig mjög minnisstæður. Við vor- um fimm fermingarsystkinin sem fermd vorum vorið 1955. Í Landsveitinni og reyndar einnig í Rangárvallasýslu voru svo til ein- göngu framsókarmenn og sjálfstæð- ismenn. Menn voru töluvert pólitísk- ir. Við afabróðir minn, sem ég kallaði alltaf afa áttum undir högg að sækja, við vorum miklir sjálfstæðismenn og allt í kringum okkur voru framsókn- armenn. Við trúðum á Ingólf Jónsson á Hellu! Eitt af fyrstu lestrarefnum mínum var skýrsla frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem afi átti og hann taldi að væri holl lesning fyrir mig! Eftir að ég lauk gagnfræða- skólanámi rofnuðu þessi tengsl við bernskustöðvarnar að miklu leyti. Ég vann um sumur í kirkjugörðunum í Reykjavík sem var skemmtilegur vinnustaður. Ég tók þar grafir og keyrði traktor. Það voru miklar hremmingar fyrsta daginn í vinnunni. Ég keyrði traktor ofan í gröf! Þá var ég eitt sinn að taka gröf með grafaranum, sem hét Guðmund- ur og var hinn mætasti maður. Það var búið að setja kistuna ofan í gröf- ina. Guðmundur tók böndin af kist- unni og fór með þau í vinnuskúr. ,,Byrjaðu nú að moka ofan á kistuna,“ sagði hann. Ég stóð þarna með skóflu og byrjaði að moka. Þá heyrði ég að það var lamið bylmingshögg í kistuna! Ég taldi að ég væri orðinn meira en lítið taugaveiklaður! Ég hélt áfram að moka ofan á kistuna, en þá kom annað högg! Mér fannst ég ekki getað haldið áfram og farið að moka ofan mann sem var kannski lif- andi! þá kom þriðja höggið! Ég lagði ekki í að fara að skrúfa lokið af kist- unni! Ég var búinn að leggja frá mér skófluna og ætlaði að ná í yfirgraf- arann! Þá sá ég allt í einu hvað var að gerast. Stórir moldarkögglar hrundu ofan á kistuna! Ég fór að verða Reyk- víkingur að svo miklu leyti sem ég er það. Ræturnar eru enn fyrir austan. Ég áttaði mig á því í umræðum nú nýlega um framtíð Reykjavíkurflug- vallar og aukna byggðarmöguleika á höfuðborgarsvæðinu að líklega get ég ekki talið mig Reykvíking þótt ég hafi búið hér í Reykjavík í áratugi. Ég er svona beitarhúsmaður, eins og ,,Krummi“ minn, Hrafn Gunnlaugs- son myndi orða það! “ Voru það ekki mikli umskipti að fara úr sveitinni og flytja til Reykjavíkur? ,,Jú, en ég var ekki með öllu ókunnugur borginni. Ég hafði átt hér heima eitt ár sem ungur drengur. Faðir minn hafði ver- ið hér í vinnu og móðir mín var á sjúkrahúsi í Reykjavík og ég kom alltaf tvisvar á ári til Reykjavíkur og var í Reykjavík í viku eða jafnvel hálfan mánuð og borgin kom mér því ekki mjög á óvart. Ég var tólf ára þegar ég veiktist al- varlega og enginn vissi hvað var að mér. Síðan fékk ég þann úrskurð að þetta væri botnlangakast eða heift- arleg botnlangabólga. Ég lá lengi á sjúkrahúsi, nánast meðvitundarlaus, með mikinn hita og miklar kvalir í maganum, síðan lauk þessum kvöl- um. Ég var það veikur ég mundi ekk- ert dögum saman og var með sprung- inn botnlanga og var kominn með lífhimnubólgu. Ég var fluttur suður til Reykjavíkur og skorinn upp á Hvíta bandinu. Þetta var auðvitað mikil lífsreynsla og mér var ekki hug- að líf, en ég fékk heilsuna að nýju. Maður sem lá með mér þarna á stofu sagðist hafa sé eina nóttina líkkistu við rúmið mitt!“ Í prentnám í Gutenberg En hvenær byrjaðir þú að læra prent í Gutenberg? ,,Ég byrjaði að læra prent í Gutenberg haustið l959, fór þá þegar á samning. Þá hóf ég nám við Iðnskólann og var kominn með lögheimili í Reykjavík. Frænka mín, sem hafði unnið í Ísafoldar- prentsmiðju nánast alla sína starfs- ævi, hafði milligöngu um að koma mér í prentnám í Gutenberg. Það var ásókn í prentnám á þessum árum. Ég var alveg sáttur við það að hefja prentnám, en hafði enga köllun til þess að verða prentari. Ég áttaði mig á því að starfið myndi koma mér í kynni við skemmtilegt fólk. Starfið var þokkalega vel launað og prent- arar stóðu framarlega í verkalýðs- baráttunni. Ég lauk síðan fjögurra ára prentnámi og vann í Gutenberg í tvo áratugi. Þarna var fjölmennur hópur prentara, setjara, bókbindara, skrifstofufólks og aðstoðarmanna og margir litríkir persónuleikar. Ég eignaðist marga góða félaga og vini í Gutenberg. Þar störfuðu þjóðþekktir menn sem voru þar um lengri eða skemmri tíma og mjög eftirminnileg- ir og ég á góðar minningar um, t.d. Grímur Engilberts, sem var um ára- bil ritstjóri Æskunnar, og Guðgeir Jónsson, bókbindari og fyrrum for- seti Alþýðusambandsins. Verkstjóri í setjarsal var Einar heitinn Jónsson. Einar var minnisstæður persónuleiki og reyndist mér vel, en við áttum það til að rífast heiftarlega. Einar var skapstór og lét mig stundum heyra eitt og annað ef honum líkaði ekki eitthvað. Eitt sinn sagðist ég vera bú- inn fá nóg og vera hættur störfum og óð út úr húsinu. Einar hljóp á eftir mér út Þingholtsstrætið og þá sner- ist mér hugur! Þá voru þarna fleiri eftirminnilegir vinnufélagar, t.d. Thor Cortes, Ingvar Bjarnason, Sig- urður Jónsson og Sigurþór heitinn Árnason. Sigurþór vann á lagernum og afgreiddi pappírinn og keyrði einnig út pappír í ríkisstofnanir. Sig- urþór hafði mjög mikil áhrif á að móta lífsskoðanir mínar. Hann var róttækur sósíalisti, var ekki flokks- bundinn, mjög sjálfstæður og hafði sínar skoðanir og var skynsamur, greindur og víðlesinn. Þá voru í Gutenberg af minni kyn- slóð, eða aðeins yngri eða eldri, margir góðir félagar. Við Jón Otti Jónsson urðum snemma góðir vinir. Björn Bragi Magnússon, skáld og setjari, sonur Magnúsar Ástmars- sonar, forstjóra Gutenberg, er mjög eftirminnilegur. Hann fórst ungur af slysförum, rúmlega tvítugur, en hafði þá áður gefið út tvær ljóðabækur sem vöktu athygli. Vilmundur heit- inn Gylfason vann þarna sem sendill um sumur, Berti Möller, hljómlistar- maður og lögreglumaður, vann í Gut- enberg um tíma og var skemmtilegur félagi, einnig Óli Kr. Sigurðsson, fyrrum forstjóri Olís, sem lést langt fyrir aldur fram fyrir nokkrum árum. Jónas Þorvaldsson, bókbindari og landskunnur skákmaður, vann þarna einnig lengi.“ Trúði því að til væri betri heimur Var það þá vegna áhrifa frá vinnu- félögum í Gutenberg að þú gerðist sósíalisti? ,,Já, þarna hætti ég að Lengi skal manninn reyna Þorsteinn Marelsson rithöfundur er þekkt- ur unglingabókahöfundur og leikskáld. Jafnframt ritstörfum hefur hann síðastlið- inn áratug starfað sem meðferðarfulltrúi í áfengis- og fíkniefnamálum hjá SÁÁ. Ólaf- ur Ormsson ræddi við Þorstein um ým- islegt minnisstætt frá liðnum árum og bar- áttu hans við illvígan sjúkdóm á síðari árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.