Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagsmorg-
unninn síðasti var ekki
eins og flestir sunnu-
dagsmorgnar, þá
hringdi síminn og ég lá
fyrir og var að lesa en
það var amma sem
hringdi og ég fann á
henni að það var eitthvað sem amaði
að og hún færði mér þessar sorg-
arfrétt að Kristín frænka væri dáin.
Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Þegar
ég hafði lagt símann á fór ég að
hugsa um allar gömlu góðu minning-
arnar sem við áttum saman. Þá rifj-
aðist margt upp fyrir mér, en við
Kristín vorum jafn gamlar og vorum
saman í bekk fyrstu árin okkar í
skóla og höfðum við gaman af því
hvað það var ruglast á okkur því að
við þóttum mjög líkar á okkar yngri
árum og vorum við oft spurðar að því
hvort við værum tvíburar en það var
ekki og þá kom á eftir: Þá eruð þið
örugglega systur, en við vorum bara
frænkur. Það var oft sem kennarinn
okkar ruglaði okkur saman og okkur
fannst þetta bara allt í lagi. Þegar ég
hugsa til baka þá er svo margt sem
ég gæti skrifað um því að það var al-
veg sama hvað Kristín gerði, það var
allt upp á 10 og mér er svo minni-
stætt þegar við fórum í skíðaferðalag
með skólanum, þá vorum við nú
komnar á unglingsár, þá tók Kristín
sig til og söng fyrir allan hópinn og
það var þögn í skálanum lengi á eftir
því söngurinn var alveg stórkostleg-
ur eins og annað sem Kristín tók sér
fyrir hendur. Elsku besta frænka, ég
er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að
og minningarnar um þig mun ég
geyma í hjarta mínu en ég veit það
að núna ertu komin til guðs og engl-
anna.
Ég sendi fjölskyldu Kristínar inni-
legar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Kristínar.
Þín frænka,
Bylgja.
Vorið er tími gróanda og nýs lífs.
Þá vaknar jörðin aftur eftir að hafa
verið undir hélugráma um stund.
Kristín Gerður er farin, farin inn í
nýtt líf. Dauðinn fær okkur til að
doka við um stund og hugsa um lífið.
Það er óþægilegt að doka þetta við
og vera þvinguð til að hugsa svona
mikið um dauðann, alla vega svona
trekk í trekk. En hvað höfum við upp
úr því? Það besta að manni fer að
þykja svo skrambi vænt um þetta líf
sem maður hefur og þá sem eru lif-
andi í kringum mann.
Lífshlaup Kristínar Gerðar var
meira en svo að það komist í eina
minningargrein. Það þarf heila bók.
Það mætti ætla að hún hefði fyllt
miklu fleiri áratugi en þessa þrjá í
þessu jarðlífi, svo margt upplifði
hún. Myndin sem ég hef í huga mér
af Kristínu er fjölbreytileg og lit-
skrúðug. Hún var sérlega vel af guði
KRISTÍN GERÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Kristín GerðurGuðmundsdóttir
fæddist í Keflavík 13.
mars 1970. Hún lést
20. apríl síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Keflavíkur-
kirkju 27. apríl.
gerð, bæði falleg og vel
gefin. Kristín, þegar
hún sem lítil hnáta kom
í sveitina til ömmu og
afa, lífsglöð og svo
hamingjusöm að fá að
vera LÍKA í sveitinni.
Kristín Gerður, sem
kaupakona hjá mér á
Kirkjubóli, fimmtán og
sextán ára. Þá var hún
sjálfstæð og var ekki
alltaf á því að koma til
mín og spyrja hvort
ætti að gera hlutina
svona eða einhvern
veginn öðruvísi. Það
var bara ráðist í þá enda átti hún
traust okkar og mistökin voru bara
til að hlæja að þeim. Öll bréfin frá
henni sem voru svo fjölbreytileg,
fyndin, sorgleg, fræðandi og hvetj-
andi. Þessi bréf voru frekar í ætt við
bókmenntaverk heldur en smábréf.
Því hún var leiftrandi penni. Alltaf
var gott að fá frá henni símtöl því
hún var viðræðugóð og alltaf svo ljúf
og vinaleg og þegar við hittumst
voru faðmlögin svo sönn. Það voru
margir sem áttu Kristínu sem trún-
aðarvinkonu, hún var góður hlust-
andi og svo skynsamleg í ráðum.
Kristín Gerður er hún stóð hnarreist
og barðist við eiturlyfjadjöfulinn upp
á líf og dauða og bar sigur úr býtum
fyrir nokkrum árum. Það sem hún
tók sér fyrir hendur var ekkert kast-
að til höndunum. Hvorki við það að
vera í dópi eða að hætta því. En á eft-
ir þurfti hún að takast á við afleiðing-
arnar sem ekki gáfu henni nein grið.
Það var svo ósegjanlega sárt að geta
ekki létt undir hjá henni í erfiðum
veikindum núna síðustu ár, geta ekki
borið smyrsl á sárin eða gefið ráð
sem dugðu. En hún átti góða að. For-
eldra sem aldrei gáfust upp né gáfu
upp von um bata. Eftir sitjum við
fjölskyldan og syrgjum. Við höfum
líka lært, lært svo ótrúlega mikið. Ég
græt það hvað lífið lagði á þessa ynd-
islegu stúlku, græt það að hún hafi
ekki fengið að njóta, og við hin líka,
allra þeirra hæfileika sem hún átti
svo mikið af. En ég syrgi af því ég
átti hlutdeild í svo miklu og hef
misst.
„Enn syngur vornóttin vögguljóð
sín“. Vornóttin tekur hana upp á
arminn og vaggar henni mjúklega
inn í eilífðina þar sem hinn almáttugi
skapari tekur hana í faðm sinn. Megi
allir góðir vættir styrkja okkur sem
þótti vænt um hana og láta góða
minningu verða blómið sem við hlú-
um að í sorg okkar. Það er trú mín og
von að Kristínu Gerði takist nú í gró-
andanum að hefja nýtt líf, líf sem við
fáum að njóta með henni – seinna.
Halla Signý.
Stóri gullmoli. Það er erfitt að
hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig
aftur, koma til þín og knúsa þig,
segja hvað mér þykir vænt um þig og
hvað þú ert yndislegust. Elsku hjart-
ans yndið mitt, þú munt alltaf eiga
stóran stað í hjarta mínu, allar þær
stundir sem við áttum saman og það
sem þú kenndir mér um lífið, allt
þetta er mér ómetanlegt. Núna veit
ég að fallega hjartað þitt og yndis-
lega sálin hefur loksins fengið lang-
þráða hvíld og frið. Ég samgleðst þér
þó að söknuðurinn sé næstum óbæri-
legur en ég veit að þú vakir yfir þeim
sem þú elskar, það ert þú.
Ég hlakka til að sjá þig og eins og
síðustu orðin þín til mín voru, „svo
sjáumst við aðeins seinna“.
Risastórt faðmlag frá mér til þín.
Ég votta foreldrum, systkinum og
öðrum aðstandendum mína dýpstu
samúð.
Ólöf Ósk.
Mig langar að skrifa nokkur orð
um Kristínu Gerði. Hún var kenn-
arinn minn í 3. bekk Grunnskóla
Mýrdalshrepps. Hún var mjög góð
kona. Mér finnst mjög sorglegt að þú
hafir veikst og dáið. Ég mun alltaf
hugsa fallega til þín í minningunni.
Guð geymi þig.
Ég kveð minn kennara með þakk-
læti í huga og sendi samúðarkveðju
til fjölskyldu Kristínar Gerðar.
Kær kveðja.
Sara Lind Kristinsdóttir.
Það er ekki langt síðan ég kynntist
Kristínu Gerði. Hún var ein í hópi
nemenda sem hófu nám við ljós-
myndaskólann síðastliðið haust.
Fljólega kom í ljós hversu yndislega
manneskju Kristín hafði að geyma
og ekki skemmdi það fyrir henni
hversu hæfileikarík hún var, ófeimin
og djörf að sýna innstu tilfinningar í
verkum sínum. Heillandi viðmót
Kristínar varð til þess að með okkur
tókst vinátta og áttum við margar
góðar stundir saman í stúdíóinu.
Kristín sinnti náminu af miklum
áhuga og ekki leið á löngu þar til hún
fór að eyða öllum sínum stundum í
ljósmyndunina. Hún hafði svo margt
að segja heiminum og vildi nota
myndirnar sínar til að tjá sig. Það er
því með sorg og söknuði sem ég kveð
Kristínu í dag um leið og ég gleðst
yfir að hafa fengið að kynnast henni.
Með þessum fáu línum vil ég votta
fjölskyldu og aðstandendum Krist-
ínar Gerðar samúð mína.
Sigríður (Sissa).
Kæra Kristín Gerður. Þú sagðir
eitt sinn að eftir dauða þinn ættu
ekki að vera nein fleiri leyndarmál.
Það væri því synd að segja að lífið
hefði leikið við þig. Líklegast er það
einhver sem ekki skilur að þú skulir
geta verið dáin núna eftir að hafa lif-
að það af að hafa farið til helvítis og
tilbaka. Þú áttir þínar góðu og vondu
stundir. En þínar vondu stundir voru
bara aðeins verri en okkar hinna.
Það var þá sem allar vondu minning-
arnar frá fortíðinni komu fram og
átu þig upp. Þú varst þó heppin, því
þú áttir góða fjölskyldu sem reyndi
að hjálpa þér á sinn hátt, en það get-
ur ekki hafa verið létt verk þar sem
þú vildir ekki vera neinum byrði.
Þú varst búin að standa þig eins og
hetja og hafðir ekki snert fíkniefni í
sex ár. Sjálfsagt er það einhver sem
heldur að þú hafir fallið á ný en þeir
sem voru þér nær vita að svo var
ekki.
Þú sagðir sjálf að það sem gaf þér
tilgang með lífinu var að þú eygðir
von um bata. Að þú gætir sofið rótt á
nóttunni og lifað áhyggjulausu lífi.
Sú von slokknaði þó fyrir tveimur
mánuðum þegar þú fékkst að heyra
að það væri engin von um endanleg-
an bata. Það var sú tilhugsun sem
varð þér um megn. Þú fékkst lítið að
ráða hvernig lífi þú lifðir – en þú
fékkst þó allavega að ráða því hvern-
ig lífið endaði.
Eftir að ég kynntist þér á ný, eftir
að hafa ekki hitt þig í nokkur ár, töl-
uðum við stundum um gömlu góðu
dagana í Keflavík. Þegar við sátum á
kvöldin í vinnunni þinni eða í mötu-
neytinu hjá Möttu og ræddum um
lífið og tilveruna. Þú opnaðir augu
mín fyrir svo mörgu á þeim tíma
þegar ég hafði höfuðið fullt af spurn-
ingum. Ég skrifaði þér eitt sinn að ég
ætti þér svo margt að þakka frá því
tímabili, að þú hefðir verið svo oft til
staðar þegar ég stóð frammi fyrir
erfiðum ákvörðunum. Þú varst alveg
ótrúleg. Þú hafðir svo mikið að gefa
og svo mikið skynsamlegt að segja.
Þér tókst einhvern veginn að fá allt
til að hljóma svo einfalt í fram-
kvæmd. Í seinni tíð óskaði ég þess
svo oft að ég gæti gert meira fyrir
þig. En það var ekki svo auðvelt. Þú
vildir vera sjálfstæð og ekki láta hafa
fyrir þér.
Eitt sinn þegar þér leið illa, skrif-
aði ég þér að oft óskaði ég þess að
það væri til eitthvað sem héti „sjálfs-
kynhneigð“, sem væri meðfædd
hneigð sem gengi út á það að elska
og rækta sjálfan sig eins og maður
er, með öllum sínum kostum og göll-
um og að eðli þessarar hneigðar væri
slíkt að ekkert gæti hindrað þessa
ást í að dafna, ekki einu sinni tilraun
annarra til að eyðileggja mann, sjúk-
dómar eða erfiðleikar gætu staðið í
vegi fyrir því að sama hvað, þá
myndi maður elska sjálfan sig eins
og maður er. Ég veit vel að það er
ekkert sem heitir „sjálfskynhneigð“,
en ég óskaði þess svo oft – þín vegna.
Þrátt fyrir að ég komi aldrei til
með að gleyma öllu því vonda sem þú
máttir upplifa er það fyrst og fremst
það góða og fallega við þig sem ég
óska að minnast.
Þegar ég hugsa til þín sé ég þig
fyrir mér lesa Dostojevski við kerta-
ljós á Óðinsgötunni, að hlusta áKK
og Bubba með Venus í fanginu, að
tala um gamla fólkið í götunni þinni
eða að sýna frábæru ljósmyndirnar
þínar og það er þannig sem ég vil
minnast þín; sem björtu, hæfileika-
ríku, sjálfstæðu, hugrökku og fallegu
Kristínar Gerðar.
Til fjölskyldu þinnar og til Ingu
sendi ég allar mínar samúðarkveðj-
ur.
Megi allir heimsins vættir vaka yf-
ir sálu þinni.
Jónína Helga.
Elsku Kristín Gerður.
Það er sárt að sakna þín hvern dag
í lífi mínu. Ég spyr þessara hefð-
bundnu spurninga „hvers vegna“ og
„af hverju“. Þjáning þín hefur verið
gífurleg í gegnum árin og erfitt hef-
ur verið fyrir þig að sætta þig við
hana. Mér finnst sárast að sjá þig
ekki oftar, brosið á vörum þínum og
hlusta á hlátur þinn, sjá bjarmann í
augum þínum og heyra þig tala um
heimspeki lífsins.
Það verður erfitt að kalla á dóttur
mína og vita að það verður ekki þú
sem munt svara mér. En gott verður
að heyra að þín sé minnst hvern dag
sem ég lifi. Ég veit að vel hefur verið
tekið á móti þér þar sem þú ert núna,
því fallegri persónu er ekki hægt að
finna. Þú stóðst alltaf eins og klettur
við hlið mér og aðstoðaðir mig í
gegnum erfiðleika lífsins. Ég er stolt
af því og Guði þakklát fyrir að hafa
fengið það tækifæri til að kynnast
þér og hafa gefið dóttur minni nafn
þitt, enda hefur hún marga góða
hæfileika frá þér.
Þú munt ávallt eiga stóran part af
mínu hjarta og minning mín um þig
lifir með mér og dóttur minni til ei-
lífðar, elsku Kristín Gerður mín.
Að lokum vil ég láta fylgja með
ljóð sem við sungum oft saman.
Ég heyrði Jesú himneskt orð:
„Kom, hvíld ég veiti þér.
Þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt,
því halla að brjósti mér“.
Hvíl þú í friði, elsku vinkona mín.
Sigrún Rakel og Kristín Gerður.
Fréttin sem barst til mín á sunnu-
deginum 22. apríl síðastliðnum um
að þú værir búin að kveðja okkur og
þetta jarðlíf var mér mikið áfall. Þú
varst ein af þessum manneskjum
sem gott var að tala við og hafðir
sterka nærveru þannig að manni leið
vel í kringum þig. Það var ekki bara
góða skapið sem í minni minningu
fylgdi þér alltaf, líka var það hversu
hreinskilin þú varst og umfram allt
skemmtileg.
Ég man fyrst eftir þér í þriðja
bekk í Myllubakkaskóla í Keflavík,
hversu falleg þú varst (og varst alla
tíð) og ekki leið á löngu þar til við
strákarnir í bekknum lágum kylli-
flatir fyrir þér. En eiginleikar þínir,
sem ég talaði um hérna áðan, þeir
voru komnir í ljós á þessum árum.
Eldklár varstu og ég gleymi því ekki
þegar við vorum að taka próf í nátt-
úrufræði og einkunnirnar bárust til
okkar. Þær voru af öllum gerðum
eins og gerist og gengur en þegar ég
heyrði hvaða einkunn þú fékkst, en
sú var langsamlega best, hvorki
meira né minna en einkunnin 11. Ég
náttúrulega gapti og krafði kennar-
ann skýringa á þessu og hann tjáði
mér að Kristín Gerður hefði svarað
öllum spurningum rétt, að sjálf-
sögðu, en auk þess hefði hún skrifað
orðrétt upp svar úr náttúrufræði-
bókinni sem hljóðaði upp á heila
blaðsíðu, sem hún kunni utan að.
Þetta þótti mér magnað, því að ég
átti í erfiðleikum með að muna ör-
stutt ljóð hvað þá muna heila blað-
síðu fulla af texta.
Einnig varstu góð íþróttamann-
eskja og stundaðir sund af kappi
langt fram á unglingsár og m.a.
fékkstu verðlaunin íþróttastúlka
Myllubakkaskóla þegar við vorum í
5. bekk. Síðan minnist ég líka þess
þegar bekkurinn var að koma saman
eftir jólafrí þegar við vorum í 8. bekk
(núna 9. bekkur) og þú birtist með
þessa líka pönkaraklippinguna þar
sem þú og vinkona þín höfðuð verið
að klippa hvor aðra og líklegast hef-
ur Bubbi verið keyrður í botn í græj-
unum. Þetta var á þeim tíma sem all-
ir hlustuðu á Duran Duran og
Wham, blésu hárið upp, notuðu
„gloss“ á varirnar og klæddust Mill-
et-úlpum í öllum regnboganslitum.
Ég, sem er ekki maður mikilla breyt-
inga og var nú hrifnari af hinni klipp-
ingunni, röflaði oft á tíðum um þetta
við þig en þú hlóst bara að þessu með
þínum smitandi hlátri og fannst
þetta bara æðislegt og kærðir þig
kollótta um mína afskiptasemi. Þetta
var kannski hluti af þínum persónu-
leika en þú kærðir þig kollótta um
hvað öðrum fannst enda fylgdir þú
aldrei neinum tískustraumum.
Ég man eftir því þegar ég heyrði
þig fyrst syngja en það var í 9. bekkj-
ar ferðalagi (10. bekkur) og glymur
rödd þín enn í hausnum á mér og ég
hefði alveg viljað heyra þig oftar
syngja því það fór þér svo vel úr
hendi eins og allt sem þú komst ná-
lægt. Þú reyndir einnig fyrir þér í
leiklistinni en þú varst virkur félagi í
Vox Arena leiklistarfélaginu í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja er þú stund-
aðir nám þar og lá það líka vel fyrir
þér.
Ég og Brynjar fengum boð um að
vera viðstaddir í stúdentsveislu þinni
og það þótti mér mikill heiður, að fá
að taka þátt í þeim stóra degi með
þér, en þú lékst á als oddi og varst
ánægð með áfangann. Framtíðin
blasti við þér. En einhvern veginn er
það þannig að sumir vilja fara grýttu
leiðina og þú, elsku Kristín mín, fórst
ekki þá auðveldustu en það er nú
einu sinni þannig að það ætlar sér
enginn að fara þá leið sem þú fórst.
Ég í rauninni trúði þessu ekki fyrr
en ég hitti þig fjórum árum eftir að
við hittumst síðast en þá varst þú
byrjuð í Háskólanum og við áttum
góða stund saman uppi í Landsbóka-
safni þar sem þú sagðir mér þína
sögu frá því við hittumst síðast. Mér
fannst þú líta svo vel út og fannst það
ótrúlegt að þú hefðir gengið í gegn-
um allt það sem þú gerðir. Þú vannst
í þínum málum og sigraðir. Þú hefur
einmitt alltaf verið sigurvegari, sem
sannaðist þarna. Einnig varstu ötul
að segja þína sögu í skólum landsins
fyrir framan öll ungmennin, sem
ætla að sjálfsögðu ekki að fara þessa
grýttu leið þó að einhver villist þang-
að. Þetta fórst þér afar vel úr hendi
og veit ég til þess að þú rataðir inn í
hug og hjörtu þessara ungmenna,
sem dáðust að sigrum þínum. Við
hittumst reglulega í skólanum og
varst þú ánægð með lífið og bjartsýn
á framtíðina og vildir endilega að við
tvö og Brynjar vinur myndum koma
saman að spjalla á einhverju kaffi-
húsinu í bænum, en aldrei varð ar
því, kannski seinna.
Síðan gerist það að maður missir
oft samband við fólk sem maður vill
vera í sambandi við og þannig var
það með þig, Kristín mín, að oft vildi
ég að samverustundir okkar hefðu
verið fleiri því mér þótti gott að tala
við þig og vera í návist þinni. Síðasta
skiptið sem ég hitti þig var á að-
fangadagskvöld í Keflavíkurkirkju
en þú og fjölskylda þín settust fyrir
aftan fjölskyldu mína og það urðu
miklir fagnaðarfundir með okkur.
Við spjölluðum heilmikið saman og
þú sagðir mér að þú værir byrjuð að
læra ljósmyndun og værir ofboðs-
lega sátt við það og ég var afar
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Grein-
arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Birting afmælis- og
minningargreina