Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BT SKEIFAN • BT KRINGLAN • BT AK UREYRI Hverjir eru það sem útbía tungumálið og samræður í orðaleppum, illa gerðum setn- ingum og einhæfu orðalagi sem flæðir hugs- unarlaust frá manni til manns, penna úr penna? Hver ber ábyrgð á geldu málfari í auglýsingum sem blasa við upp um alla veggi og í sjónvarpi, hvert sem litið er, og við virð- umst ekki geta verið án? Eru ekki þessar al- varlegu atlögur að tungumálinu einnig árás- ir á undirstöður sjálfsímyndar okkar? Og erum við, sem gerum þær sjálfviljug, ekki líka ábyrg fyrir þeim? Höldum áfram: Hverjir eru það sem leyfa ungu fólki að velta sér frá morgni til kvölds upp úr blóði sem flæðir um sjónvarpsskjáinn og kvikmyndatjaldið, en eru samt fullir vandlætingar og furðu lostnir yfir því hversu árásargjarnt ungt fólk er? Hverjir lesa alls kyns rusl og klámrusl? Þessi „afþreying“ er ekki kvikmynduð og gefin út af skriffinnum í Brussel eða fulltrúum alþjóðlegra stofnana, erlendra ríkja eða stórra alþjóðlegra fyrir- tækja; þetta er markaðssett af almennum borgurum fyrir samborgara þeirra. Auk þessara sýnilegu árása á sjálfsímynd, sem gerðar eru í öllum iðnríkjum, standa fyrrverandi kommúnistaríki frammi fyrir öðrum alvarlegum ógnunum við bæði sjálf- stæði og sjálfsímynd. Á undanförnum tíu ár- um efnahagsumbreytinga hefur gífurlegt auðmagn með óútskýrðum hætti horfið úr bönkum og fyrirtækjum; billjónir eru ógreiddar í skatta. Fáir þeirra sem eru ábyrgir fyrir þessu hafa verið dregnir fyrir dómstóla. Það sem kannski er verst, þeir sem fluttu peninga í skattaparadísir virðast njóta þögullar aðdáunar þess fólks sem þeir hafa níðst á. En hverjir nákvæmlega eru það sem ekki greiða skuldir sínar, og hverjir eru það sem ráða leigumorðingja til að losa sig við lán- ardrottna sína? Hver þeirra, sem ætti að vera öðrum fyrirmynd, það er, hver af leið- togum stjórnmálaflokkanna ber glottandi af sér sína eigin peningahöndlun? Hver smitar stjórnmálalíf okkar og hinn opinbera vettvang af eitri sundurþykkju, svindls, síngirni, haturs og öfundar? Hver er það sem fer ekki í grafgötur með að leiða okkur til meiri harðneskju og sífellt meiri meðvitundar um þá staðreynd, að hver sem er getur logið um hvaðeina? Ég endurtek: Ef sjálfsímynd þjóðarinnar er í hættu stafar ógnin fyrst og fremst innan frá. Það er valið sem ógnar því – oftar en ekki það val sem tjáð er á kjörstöðum – og því er ógnað af leti og ómennsku. Ógnir við sjálfsímynd nú á dögum er alla jafna ekki að rekja til utanaðkomandi fyrirmæla. Satt er það, að blind eftirsókn eftir hagnaði er ekki uppfinning neinnar tiltekinnar þjóðar. Satt er það, að þessi eftirsókn er ákaflega smit- andi eiginleiki. En það er líka satt, að enginn getur neytt mann til að fara þessa leið. Ef við í rauninni viljum það, ef við erum öll reiðubúin til að láta í ljósi þá ósk að vernda samfélagið og sjálfsímyndina með því að taka þátt í kosningum og með því að taka réttar ákvarðanir, þá er opið, alþjóðlegt um- hverfi og þróuð lýðræðismenning nágranna okkar, vina og bandamanna besti grundvöll- urinn fyrir varðveislu sérstöðu hverrar þjóð- ar. Nú á dögum getur hvaða sjálfsímynd sem er þrifist og blómstrað með því að anda að sér fersku andrúmslofti heimsins; ef hún er skilgreind á grundvelli varanlegra og lifandi samskipta við sjálfsmynd nágrannanna, og ef hún tekst með virðingarverðum hætti á við bæði válynd veður sem geisa í heiminum og, það sem kannski skiptir meiru, þær and- stæðu þrár sem koma innan frá. SJÁLFSÍMYND og sjálfstæði eru oft rædd þessa dagana. En hvað merkir þetta í raun og veru? Hvort tveggja byggir að öllum lík- indum á tilfinningu fyrir því að samfélag geti einungis verið sannarlega það sjálft þegar það getur verið það án hindrana – það er að segja, þegar samfélag getur sjálft ákvarðað örlög sín. Umræðurnar um sjálfsímynd og sjálf- stæði nú á dögum eru oft fremur dapurleg- ar. Hvoru tveggja er talið vera ógnað. Af Evrópusambandi sem vill gera „okkur“ svo einsleit sem framast er unnt; af Evrópu- ráðinu með viðmiðum sínum; af NATO, Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og Heimsbankan- um; af Sameinuðu þjóðunum; af erlendu fjármagni; af vestrænni hugmyndafræði; af mafíum fyrir austan; af bandarískum áhrif- um; af innflytjendum frá Asíu og Afríku; og af Guð má vita hverju öðru. Sumar af þessum áhyggjum kunna að eiga við rök að styðjast. En þær eiga sér þó allar rætur í hefðbundnum misskilningi – þeirri trú, að viðhald persónuleika, sjálfs- ímyndar eða sjálfstæðis sé ekki fyrst og fremst verkefni samfélagsins eða þjóðarinn- ar heldur ráði aðrir þar um; það er, heyri undir þá sem séu að reyna að ræna „okkur“ sjálfsímynd okkar, eða að minnsta kosti grafa undan því. En ég held að heiminum sé ekki efst í huga að leita leiða til að ræna fólk sjálfsímynd þess og sjálfstæði. Virðing fyrir sérstöðu hverrar þjóðar; viðgangi þeirra og því, að hve miklu leyti samfélagið ákveður sjálft örlög sín, er fyrst og fremst komið undir íbúum þess. Hvernig ráðast örlög? Það fer eftir því hvort þjóð lokar sig af í þeirri von að válynd veður þessa heims fari fram hjá; eða því, hvort þjóð tekur hinn pólinn í hæðina og hagar sér eins og sannir íbúar þessa meg- inlands og þessarar plánetu, það er, sem þjóð sem tekur þátt í gangi heimsins og axlar sinn hluta af ábyrgðinni á honum. Allt mann- kynið stendur frammi fyrir þessum grund- vallarvanda: Að fylgjast aðgerðarlaust með sjálfstortímingu menningar okkar, eða ger- ast virkur þátttakandi í viðhaldi þess sem til- heyrir öllum jarðarbúum, þar á meðal því sem mestu skiptir – jarðarkringlunni og vistkerfi hennar – sem við tilheyrum sjálf. En hugmyndin um samfélag er líka gerð úr áþreifanlegum hlutum. Það er til dæmis undir því komið hvort hlúð er að umhverfinu. Það er undir því komið hvort þjóðin lætur borgir sínar og bæi sligast af flatneskjuleg- um, einsleitum arkitektúr sem er ger- sneyddur sköpunargleði og ímyndunarafli. Þess konar áþján er ekki frá Evrópusam- bandinu komin eða alþjóðlegu fjármagni þverþjóðlegra fyrirtækja eða vondum út- lendingum. Það vill svo til að öll þessi sýni- lega hnignun á sér stað með samþykki íbú- anna og virkri þátttöku þeirra. Með öðrum orðum, þeir sem svívirða sjálfsímynd „okk- ar“ eru fyrst og fremst við sjálf – við, sem ættum að vera verndarar hennar og gæslu- menn. Hver ógnar sjálfsímynd okkar? © Project Syndicate. Václav Havel er forseti Tékklands. Reuters Ástfangið par á Karlsbrúnni í Prag, höf- uðborg Tékklands. Forseti landsins segir að Tékkar ráði því sjálfir hvort þjóðar- ímynd þeirra og sjálfstæði haldi velli. Nú á dögum getur hvaða sjálfsímynd sem er þrifist og blómstrað með því að anda að sér fersku and- rúmslofti heimsins. eftir Václav Havel sókn Slóveníu að NATO; landið sé að sínu mati vel undir það búið að axla ábyrgðina sem fylgir aðild að Atlantshafsbandalaginu. Halldór sagði það gagnkvæma DIMITRIJ Rupel, utanríkisráð- herra Slóveníu, kom hingað til lands á miðvikudagskvöld og átti á fimmtudag viðræður við starfsbróð- ur sinn Halldór Ásgrímsson og aðra íslenzka ráðamenn. Hann snæddi hádegisverð í boði Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra á Þingvöllum og hitti auk þess Guðmund Árna Stef- ánsson, varaforseta Alþingis, og Tómas Inga Olrich, formann utan- ríkismálanefndar Alþingis. Á blaðamannafundi í utanríkis- ráðuneytinu sagði Halldór að þeir Rupel hefðu einkum rætt um Evr- ópusambandið, stækkun Atlants- hafsbandalagsins og umsókn Slóv- eníu um aðild að þessum stofnunum. Sagði Halldór íslenzk stjórnvöld skilja mjög vel vilja Slóveníu í þess- um efnum. Ísland styddi aðildarum- ósk beggja ríkisstjórna að tvíhliða samskipti landanna vaxi og dafni, ekki sízt á viðskiptasvið- inu, en þau hafa verið takmörkuð fram til þessa. NATO mesta for- gangsmálið „Ísland er eitt fyrsta landið sem viðurkenndi sjálfstæði Slóveníu fyrir áratug (...) og hefur Ís- land gegnt mjög upp- byggilegu hlutverki einnig fyrir þá jákvæðu þróun sem orðið hefur í Slóveníu á þessum tíma,“ sagði Rup- el á blaðamannafundinum. Lagði Rupel áherzlu á að það sem sér væri mest um vert að koma á framfæri í Íslandsheimsókn sinni nú, væri að óska eftir stuðningi Ís- lendinga við NATO-aðildarumsókn Slóveníu. „Við höfum lagt hart að okkur við aðildarundirbúning sl. fimm ár og vonumst til að fá boð um inngöngu á leiðtogafundi NATO í Prag haustið 2002.“ Um hitt forgangsmálið í utanrík- isstefnu Slóveníu, aðild að ESB, sagðist Rupel vonast til að af henni yrði árið 2003. „Við munum ljúka öll- um formlegum undirbúningi fyrir árslok 2002,“ fullyrti hann. Þá sagði hann Slóveníustjórn leita eftir stuðningi ís- lenzkra stjórnvalda við framboð Slóveníu til að gegna for- mennskunni í Örygg- is- og samvinnustofn- un Evrópu, ÖSE, 2005-2006 og við aðild Slóveníu að Efna- hags- og þróunar- stofnuninni, OECD. Íbúar Slóveníu eru um tvær milljónir. Verða samstarfs- ríki í EES Skilyrði efnahagssamvinnu Ís- lands og Slóveníu breytast með væntanlegri aðild Slóveníu að ESB, þar sem þar með verður landið einn- ig aðili að Evrópska efnahagssvæð- inu, EES. Aðildarviðræður eru nú í fullum gangi og sér framkvæmda- stjórn ESB um framkvæmd þeirra fyrir hönd núverandi fimmtán aðild- arríkja, og í raun einnig fyrir EFTA-ríkin þrjú í EES, Ísland Nor- eg og Liechtenstein, þótt þau síð- arnefndu hafi engin formleg áhrif á samningagerðina. Framkvæmdastjórnin lagði ný- lega fram tillögur um að í aðildar- samningunum við Mið- og Austur- Evrópuríkin verði kveðið á um allt að sjö ára aðlögunarfrest á frjálsa flutninga vinnuafls milli þessara landa og hinna ríkjanna sem aðild eiga að innri markaði Evrópu. Rupel dró aðspurður um þetta enga dul á að sér þætti ósanngjarnt ef sitt land þyrfti að sætta sig við slíka aðlögunarfresti. „Eðlilega erum við ekki hrifnir af hugmyndinni um aðlögunarfresti og vonumst til að þeir verði ekki látnir gilda eins lengi og boðað hefur verið í þeim tillögum sem lagðar hafa ver- ið fram. Framkvæmdastjórnin hefur boðizt til að stytta frestina og taka þá til endurskoðunar tveimur árum eftir inngöngu viðkomandi lands,“ sagði Rupel. Engin íslenzk ósk um aðlögunarfrest „Við höfum annars lagzt gegn þessum aðgerðum vegna þess að þetta er ákvæði sem í raun er fundið upp fyrir Pólland. Það er upprunnið hjá þýzkum ráðamönnum og aust- urrískum að hluta til, með það fyrir augum að slaka á þrýstingnum á þýzka vinnumarkaðinn sem pólskir farandverkamennn valda,“ sagði hann. Pólverjar hafi sjálfir beðið um aðlögunarfrest í öðru máli sem þeim sé hjartfólgið í tengslum við inn- gönguna í ESB en það er að borg- urum ESB sé ekki frjálst að kaupa fasteignir og land í Póllandi. „Ég held þeir hafi beðið um 18 ára aðlög- unarfrest á fjárfestingarfrelsi á þessu sviði. Slóvenía hefur ekki farið fram á slíkan frest. Við erum til- búnir til að gangast undir þær regl- ur sem ESB hefur sett á þessu sviði sem öðrum,“ lýsti Rupel yfir. „Það er okkar mat að Slóvenía eigi ekki að gjalda þess að Þjóðverjar vilji tak- marka aðgengi pólskra verkamanna að vinnumarkaðnum hjá sér.“ Við þetta bætti Halldór að Ísland hefði ekki lýst neinni ósk um slíka aðlögunarfresti þótt vissulega hefði stækkun ESB áhrif á Ísland sem að- ila að Evrópska efnahagssvæðinu. Aðlögunarfrestir ósanngjarnir Dimitrij Rupel Utanríkisráðherra Slóveníu átti í vikunni viðræður við íslenzka ráðamenn. Auðunn Arnórsson hitti hann á blaðamannafundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.