Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                           !"# $ % &             !"" " # $  %     &" '("# )    #     * + "*# # , ,-                                      ! " ##" " " ##" $ %&   " ##" '(  "#)& ##"   "#)& ##" &%  $ % "#)& #!())&                                     " " # "$   #   % &'(              !" # $% &    !'(    ) &       ) " *( +"  ( Elsku Einar Sæþór. Mig langar að þakka þér fyrir þessi þrjú kvöld sem við vorum saman um páskana, ég hafði ekki séð þig síðan í fyrrasumar og ég átt- aði mig á því að þú værir ekki lengur litli bróðir minn því þú varst orðinn stærri en Markús bróðir og pabbi. Ég var ákveðin í því að þegar við myndum hittast um páskana ætlaði ég að reyna að hafa áhrif á framtíð þína og sannfæra þig um að þú ættir að fara á tölvubraut í VMA og sækja strax um í næsta mánuði. Þú varst dálítið áhugasamur og pabba fannst ég ná vel til þín. Þú gafst mér 2 geisladiska með 350 lögum sem þú hafðir gert án þess að ég hefði beðið þig um þá, þú vildir allt fyrir mig gera. Ég man þegar þú varst búinn að kaupa þér alla Friends-þættina á DVD-diskum; þá ætlaðir þú að at- huga hvort þú gætir fjölfaldað þá EINAR SÆÞÓR JÓHANNESSON ✝ Einar Sæþór Jó-hannesson fædd- ist á Akureyri 3. febrúar 1983. Hann lést af slysförum á Dalvík 14. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dalvík- urkirkju 21. apríl. handa mér. Svona varstu alltaf að hugsa um að gera eitthvað fyrir aðra. Þegar ég var á fermingaraldri og var að fara út á kvöldin að hitta vin- konurnar kvaddir þú mig alltaf og sagðir: Guð veri með þér, Didda. Það var svo sætt af þér, þú lærðir þetta af mömmu. Elsku Einar minn, nú kveð ég þig með miklum söknuði og þakka þér fyrir allan tímann sem við áttum saman og ég segi eins og þú sagðir við mig: Guð veri með þér, elsku Einar Sæþór. Þín systir, Anna Sigríður (Sigga). Elsku Einar. Það er svo sárt að vita að þú sért farinn. Mér þótti svo vænt um þig þótt ég þekkti þig lítið Vinir þínir eru vinir mínir og ég mun standa með þeim í sorginni. Þú varst alltaf svo glaður og þannig mun ég minnast þín. Þú varst alltaf til í að hjálpa sorgmæddri sál. Fylgstu með mér og vinahópnum. Við munum ávallt sakna þín. Karítas. Það var sumarið 1976 að ég hitti Torfa Stein- þórsson fyrsta sinni. Þá hafði ég ver- ið kennari í Nesjaskóla einn vetur, flutti frá Reykjavík með fjölskyldu mína haustið 1975. Torfi bankaði upp á íbúð okkar hjóna í Nesjaskóla um miðjan dag, erindið var að fá lánaða hrífu og strákúst vegna undirbúnings fyrir íþróttamót á vegum Ung- mennasambandsins Úlfljóts sem halda átti á velli Ungmennafélagsins Mána handan þjóðvegarins við Nesjaskóla. Hvoru tveggja vakti at- hygli mína, maðurinn og erindið. Þar stóð hann lágvaxinn, bjartur yfirlit- um og fór sér hægt þegar hann ávarpaði mig af eðlislægri skaft- fellskri kurteisi. Sagði á sér deili og bar svo fram erindið með tilheyrandi útskýringum á væntanlegum notum á verkfærunum. Við heilsuðumst með handabandi og ég sagði deili á mér, það fór vel á með okkur. TORFI STEINÞÓRSSON ✝ Torfi Stein-þórsson, fyrrver- andi skólastjóri að Hrollaugsstöðum í Suðursveit, fæddist 1. apríl 1915 að Hala í Suðursveit. Hann lést á hjartadeild Landspítalans í Foss- vogi 17. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Kálfa- fellsstaðarkirkju í Suðursveit 28. apríl. Seinna komst ég að því að þar fór einstakt ljúfmenni sem valdi sér æskulýðsmál að æfi- starfi, einn mesti fröm- uður á því sviði sem Austur-Skaftafells- sýsla hefur alið. Síðar sama ár bar fundum okkar Torfa saman aftur, úr varð áralöng vinátta sem aldrei bar skugga á. Ég fann mér fljót- lega starfsvettvang innan ungmennafélags- hreyfingarinnar eftir að ég flutti austur á Hornafjörð og kom það m.a. til vegna áhrifa frá Torfa og þá ekki síður föður hans, þeim mæta og merka manni, Stein- þóri Þórðarsyni. Hali í Suðursveit varð lærdómssetur mitt í málefnum þeirrar ágætu hreyfingarinnar. Reyndar var sama hvar borið var niður á því menningarheimili í ólík- um málefnum og ekki hvað síst þjóð- legum fróðleik. Það var hrein unun að fá að taka þátt í umræðunum og einkum þó að hlýða á frásagnir Steinþórs Þórðarsonar. Þjóðin fékk vænan skammt af frásögnum hans í viðtalsþáttum Stefáns Jónssonar út- varpsmanns og úr varð sú einstaka bók sem aldrei var skrifuð, „Nú nú“. Enn lifir frásagnarhefðin góðu lífi á Hala. Það er margs að minnast af sam- skiptum okkar Torfa þau 25 ár sem við höfum þekkst. Á þeim árum þeg- ar mesti tíminn fór í ungmenna- félagsstarfið var það fastur liður að leita til hans um góð ráð. Við sátum m.a. saman í stjórn Ungmennasam- bandsins Úlfljóts. Alltaf lagði Torfi gott til og ávallt var hann boðinn og búinn til starfa á íþróttamótum eða öðrum þeim verkefnum sem vinna þurfti. Hann skynjaði vel hlutverk sitt sem leiðbeinandans í félagsmál- unum, sinnti því óbeðinn. Torfi átti manna lengstan starfsdag innan Ungmennasambandsins Úlfljóts og hún var vel við hæfi sú virðing sem honum var sýnd þegar hann var val- inn fyrsti og eini heiðursfélagi þess. En Torfi var líka einstaklega þægilegur í allri umgengni, hvers manns hugljúfi og bráðskemmtileg- ur. Það var því ekki að ástæðulausu að ég sóttist eftir félagsskap hans en því miður urðu samverustundirnar alltof fáar í annríki daganna. En all- ar eru stundirnar þær ógleymanleg- ar. Hin síðari árin fóru þær fram nokkuð reglulega við græna borðið í skúkkelsinu á Hala. Og, alltaf hafði Torfi það á orði þegar ég hringdi og boðaði komu mína í spil að ég skyldi koma vel fyrir kvöldmat og fara ekki heim aftur fyrr en vel væri liðið á nóttu. Ekki er hægt að minnast á Torfa á Hala án þess að nefna til sög- unnar konu hans ágæta, Ingibjörgu Zophoníasdóttur. Þau hjón voru með afbrigðum samhent og gestrisni þeirra var einstök. Heimsóknir til þeirra á Hala voru allar mannbæt- andi, hvort heldur var til líkama eða sálar. Ég kveð kæran vin með söknuði og votta þér, Ingibjörg, mína dýpstu samúð. Ásmundur Gíslason. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Ég kveð þig, elsku Gréta mín, með virðingu og þakklæti í huga. Fyrir alla þína elsku og tillitssemi sem þú sýndir mér, fyrir alla þá visku sem þú gafst mér og fyrir allar minning- arnar sem þú skildir eftir í huga mér. Það er ekki hægt að segja annað en að þú værir sannkölluð hetja eins og þú barðist við þitt mikla heilsuleysi. Þrátt fyrir veikindin varstu alltaf tilbúin að vera með barna- og barna- barnabörn þín og hafðir mikla gleði af nálægð þeirra. Ég veit að hún Margrét mín á ekki eftir að gleyma Grétu ömmu þótt ung sé að árum og að hún saknar þín sárt. Og ég veit að GRÉTA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Gréta Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 31. maí, 1925. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi hinn 25. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey frá Lágafellskirkju 5. apríl. hún Magnea mín ber harm í brjósti eftir að amma fór. Missir henn- ar er mikill og ég veit að hugur hennar er oft hjá þér. Gréta mín, það er ósköp tómlegt hér hjá okkur eftir að þú fórst. En ég trúi því að þú hafir það gott hjá ástvinum sem farnir voru á undan og að þið Addi hafði sameinast í eilífðinni. Góður guð geymi þig vel, elsku tengdamamma. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þórunn Eggertsdóttir. Amma mín ég sakna þín. Ertu að spila á hörpu með afa? Mér þykir mjög vænt um þig. Ég bjó til ljóð í skólanum mínum. Ég ætla að vera dugleg að læra bænir fyrir þig, amma mín. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús að mér gáðu. Margrét Sæunn Axelsdóttir. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, styrk til að breyta því sem ég fæ breytt og vit til að greina þar á milli. Elsku amma mín, við söknum þín, það er skrýtið að koma ekki á hverj- um degi í pössun til þín að leika sér í búðarleik. Elsku besta amma, ég ætla að skrifa ljóðið sem ég bjó til í skólanum: Sólin skín á himni hátt. Uglan syngur um nætur. Máninn skín á hafið blátt. Allir fara á fætur. Rigningin grætur. Nú ert þú hjá afa og guði, bless amma. Þínar Sunneva Líf og Vera Sif Jónsdætur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.