Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 41 ánægður fyrir þína hönd að þarna værir þú búin að finna þína línu í líf- inu. Mér finnst dásamlegt að hafa fengið að heyra þig syngja aftur og fá að syngja með þér jólalög, en það eru einmitt lög sem mér þykir mjög gaman að syngja. Ég vona svo sannarlega að ég eigi eftir að fá að hitta þig aftur í annarri vídd og þú verður þá búin að finna kaffihús þar sem við Brynjar og þú getum tyllt okkur og spjallað saman um fortíðina og ókomna tíma. Minning um góða stúlku mun lifa í brjósti mínu um alla tíð. Ég samhryggist öllum þeim sem eiga bágt á þessum sorgartímum, þó sérstaklega foreldrum og systkinum og bið ég Guð um að veita þeim styrk. Kjartan I. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast frænku minni, henni Kristínu Gerði. Ég man þegar frænkurnar, Kristín, Kolbrún og Íris komu í heimsókn fram í Hraun, frá Brekku um jólin 1982. Þá var pabbi mikið veikur og lá á Landspítalanum. Kristín Gerður hughreysti mig og mikið svakalega leið mér vel eftir að við töluðum saman. Eftir þetta hitt- umst við öðru hverju og þá var alltaf mikið spjallað. Það var svo fyrir tæpum fjórum árum síðan að við unnum saman að erfiðu verkefni þar sem Kristín sýndi og sannaði hvers hún er megn- ug. Ég dáðist að því hve mikinn kjark, þor og áræði hún sýndi meðan við unnum að þessu verkefni. Þegar hún opnaði sig og talaði um það sem á daga hennar hefur drifið, þá fannst mér þau vandamál sem við kvörtum yfir vera smávægileg. Og í dag lít ég til baka og þakka fyrir þær stundir sem ég átti með Kristínu. Stundir sem eru mér ógleymanlegar og sem kenndu mér svo margt. Elsku Eygló, Guðmundur og fjöl- skylda. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. „Fögnuður hjarta vors er þrotinn, gleðidans vor snúinn í sorg.“ (Harmaljóðin, 5.15.) Jóhannes Kr. Kristjánsson. Okkur langar í fáeinum orðum að þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og njóta samveru þinnar. Á þeim stutta tíma sem við þekktum þig þá hafðir þú mikil áhrif á okkur. Það er óhætt að segja að þín áhrif hafi verið meiri en gengur og gerist á svo skömmum tíma vegna hrífandi og skemmtilegs persónuleika þíns. Stundunum úr myrkraherberginu verður seint gleymt. Minnumst við þess helst hversu frökk og frumleg þú varst í myndum þínum. Þær voru sannarlega áhrifa- miklar og hefðum við gjarnan viljað sjá meira af þeim. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Megir þú hvíla í friði. Leitaði ég í muna mér að minnisverðum línum, en nógu góð þér engin er af öllum kveðjum mínum. (Stephan G. Steph.) Magnús Viðar, Ólafur, Eva Hlín, Pétur Örn og Böðvar. Barnið mitt blítt. Svona fór þetta þá. Þú horfin Guðs í geym en við sem þekktum þig hnípin og hrygg og horfum nú út yfir þann dimma dag sem slökkti ljósið sem fylgdi þér inn í lífið. Þú varst gott barn. Iðin við námið, sátt við litla hópinn í Holti, allt frið- sælt og fagurt og þetta var vorið þitt. En þínu vori fylgdi ekkert sumar, bara haust og vetur. Þegar þú hefðir átt að gleðjast á hádegi lífsins kom gustur og þú varst öll. Ég trúi því að hinumegin fljótsins hafi góður Guð leitt þreytta barnið sitt inn á lendur þess kærleika sem þú sífellt varst að leita að. Þann góða Guð bið ég nú að geyma þig og blessa svo og varðveita allt þitt fólk. Þinn gamli kennari, Hjördís. Ég kynntist Kristínu náið um það leyti sem við hófum nám við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, um þær mundir lentum við bæði inni í sömu kreðsunum. Við urðum fljótt miklir sálufélagar og næstu árin vorum við í daglegu sambandi. Það gat verið opinberandi lífsreynsla að tala við hana, hún var stórgáfuð og hafði af- gerandi skoðanir auk þess að vera mjög næm, næmi sem gerði henni auðvelt að setja sig í spor annarra, en gerði hana líka berstrípaða og auðsæranlega. Skoðanir hennar og lífssýn mótuðust fullkomlega óháð öllu almenningsáliti, oft gat ég ekki annað en dáðst að hugrekkinu og sjálfstæðinu, en það sagði ég henni aldrei. Hún hafði oft annarskonar mælikvarða á hlutina en þá sem við- teknir eru. Sjónarhorn hennar var öðruvísi. Hún hlakkaði til að verða gömul, taldi að það hlyti að vera frá- bærlega skemmtilegt æviskeið. Hún gat heillast upp úr skónum af ein- hverju sem ég tók aldrei eftir; rödd, höndum, veðurbrigðum, skrýtnum steini... Það varð allt svo eftirtekt- arvert og merkilegt í nærveru henn- ar. Ekki löngu eftir að við Kristín Gerður urðum vinir, flutti hún að heiman og leigði sér kjallaraher- bergi á Hringbrautinni og var snögg að koma sér fyrir; þurrkuð blóm, slæður, kertaljós, handmálað sjón- varp. Huggulegasta holan í bænum. Seinna, eftir að Kristín var flutt ann- að, leigði ég herbergi í sama kjallara og hálfbrá þegar ég sá hvað þetta var berangurslegt og niðurgrafið, en þá var andi Kristínar og handbragð heldur ekki lengur til staðar. Þarna sátum við á öllum tímum og lékum okkur að eldinum í djúpri alheims- stemmningu og guðrækilegri að- dáun á eigin lífsskilningi. Kristín Gerður tæmdi bikarinn í botn. Þótt Kristín Gerður sigraðist um síðir á fíkninni, sátu sálarmeinvörpin eftir og í baráttunni við þau reyndust henni engin verkfæri brúkleg, þótt allt væri reynt. Þrátt fyrir endalausa hjálpsemi sína átti Kristín Gerður erfitt með að þiggja hjálp annarra, vildi ekki íþyngja öðrum, hafði líka mikla þörf fyrir að vera sterk. Langt er um liðið síðan við Kristín Gerður vorum í daglegu sambandi, en við hittumst þó reglulega á ólík- legustu stöðum og lentum þá iðulega á kjaftatörn. Ákváðum svo alltaf í lokin að gera meira af þessu. Þrátt fyrir löng uppgangstímabil og margar sólskinsstundir var Krist- ín Gerður illa bitin af ömurlegum sjúkdómum, hundelt af drauga- myndum liðinna tíma, hýdd af svíð- andi skömmustutilfinningu. Þartil líðanin varð svo óbærileg að hún kaus að nóg væri komið. Eftir sitja fjölskylda og vinir í mun sviplausari tilveru en áður. Tumi Kolbeinsson. Hún var ein af krökkunum „mín- um“ í FS, ein af þeim sem ég kenndi lengi. Hún var frekar lágvaxin, hnellin, lagleg, glaðvær. Hún var einn þeirra nemenda sem mér þykja hvað skemmtilegastir, ekki það að hún væri alltaf lesin, það var hún ekki. En hún var skarpgreind, kjaft- for án þess að vera dónaleg, spurul, gagnrýnin og hreint ekki reiðubúin til að kyngja öllu sem kennararnir sögðu svona þegjandi og hljóðalaust. Hún tók virkan þátt í flestu sem fram fór innan skólans, var í leik- félaginu, ræðuliðinu, tók að sér til- sjón, mætti á uppákomur. Ég held að henni hafi þótt gaman. Það var svo margt sem hana lang- aði að gera, ferðast, læra tungumál, læra fullt af misgáfulegum hlutum í háskóla, kynnast nýju fólki, taka myndir og hvað veit ég. Hún kom stundum og spjallaði, viðraði hug- myndir um lífið og tilveruna, hvað hana langaði til, hvað óréttlæti heimsins gæti verið mikið, hvernig hægt væri að bæta það. Og heimurinn utan skólans beið hennar. Heimur fullur loforða og ónotaðra tækifæra, það var bara að velja og hafna. En sitt er hvað gæfa og gjörvuleiki. Heimurinn reyndist henni erfiður. Ég hef alltaf haft spurnir af henni síðan hún fór, einstaka sinnum höf- um við hist og spjallað, einstaka jóla- kort hefur óvænt dottið inn um lúg- una, gamlir félagar hennar hafa stundum gaukað að mér fréttum. Ég var farin að vona að heimurinn ætl- aði að reynast henni mildari, að hún gæti sæst við sjálfa sig. Öllum þeim sem þótti vænt um Kristínu Gerði sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Þórunn Friðriksdótttir. Það er ekki auðvelt að kveðja Kristínu Gerði sem var eins og lót- usblómin sem vaxa í forinni og fanga hug allra með fegurð sinni. Það er ekki auðvelt að sjá ör grimmdar og örvæntingar. Það er ekki auðvelt að geta ekki hjálpað og bjargað og huggað. Það er ekki auðvelt að sjá þann sem maður elskar engjast um af kvöl og angist og komast ekki út. Lífið er ekki auðvelt og ég þekki engan sem reyndi það meir en Krist- ín Gerður. Það var auðvelt að elska Kristínu Gerði. Það var auðvelt að kikna í hjart- anu af aðdáun á hugrekki og styrk Kristínar og það var auðvelt að roðna yfir hrósi hennar. Það var auð- velt að renna inn í töfraheim hennar þar sem ástin og fegurðin réð ríkj- um. Það var sá heimur sem hún bauð mér inn í en hinum ljóta hélt hún fyr- ir sig. Það verður ekki auðvelt að lifa án Kristínar en það er auðvelt að skilja hvers vegna hún getur ekki verið hér lengur. Ég myndi vilja hafa hana uppi á Óðinsgötu fyrir mig í hlýja hreiðrinu en ég get ekki óskað henni þess sársauka sem fylgdi andar- drættinum hennar. Lótusblómið er helgast blóma því það býr yfir viskunni að umbreyta ljótleika í fegurð og þjáningu í ham- ingju, það gleymir sjálfu sér og gleð- ur aðeins aðra. Lótusblómið er hreinleikinn sjálfur. Kristín Gerður kenndi mér að hreinleiki hjartans er það dýrmætasta í veröldinni. Í mínum huga verður Kristín Gerður alltaf heilög gyðja með brjál- aðan húmor og hjarta út yfir him- ingeiminn. Ég hef skæran grænan grun um hvar hún er núna og það gleður mig dýpra en nokkuð annað hefur gert. Elín Agla. Við Kristín vorum eins og systur, límdar saman frá því ég var sex ára og hún fjögra ára. Ég man ekki eftir deginum sem við kynntumst en ég man hversu hissa ég var að hún vildi vera vinkona mín. Ég er nefnilega hálfur Ameríkani og gekk í skóla uppi á Keflavíkurflugvelli. Margir krakkar í Keflavík vildu lítið kynnast mér. Ég var öðruvísi í þeirra augum. En Kristínu var alveg sama um það allt saman. Hún sá bara mig, ekki furðulega nafnið mitt og pabba minn sem talaði bjagaða íslensku. Kannski var það vegna þess að hún upplifði sjálfa sig líka öðruvísi. Hvað við skemmtum okkur og hlógum. Fyrir nokkrum árum fann ég spólu sem við Kristín tókum upp af okkur þegar við vorum örugglega átta og tíu ára gamlar. Við vorum að leika okkur að taka viðtal við hvor aðra sem einhverjar konur úti í bæ. Þegar ég hlusta á þessa spólu fer ég strax aftur í tím- ann og heyri hlátur hennar. Ég man líka hversu gáfuð, skýr og fyndin Kristín var. Hún var ein af best gefnu og hlýlegustu einstaklingum sem ég hef þekkt. Þegar við vorum saman sem litlar stelpur vorum við leikarar, söngvarar, dansmeyjar, rit- höfundar, vísindamenn, listamenn og viðskiptamenn. Söguþræðirnir í Barbie-dúkku leikjunum okkar voru langir og stóðu oft í marga daga. Við teikn- uðum myndir (eða sögðumst hafa teikna þær en í rauninni fórum við bara eftir öðrum myndum) og seld- um nágrönnunum þær á tíkall. Við vorum saman í djassballet. Við lærð- um hvert einasta Elvis Presley-lag utanbókar og sungum þau saman úti á rólóvellinum. Á sumrin þegar við vorum í úti- legu með Eygló og Gumma söfnuð- um við steinum úr lækjum og skoð- uðum náttúruna saman. Í kringum jól bjuggum við til jólaskraut kvöld eftir kvöld og aumingja mömmur okkar þurftu að skreyta húsin og jólatrén með þessu. Á veturna, í skammdeginu, þegar önnur okkar þurfti að fara heim frá hinni, passaði sú sem sat eftir að enginn væri út í móanum sem lá á milli húsanna okk- ar (eins og draugur) með því að kalla „ég sé þig!“ þangað til sú sem hljóp með „lífið“ í vasaljósinu var komin heim. Svo var yndislegt að eiga „tvær mömmur“ og „tvo pabba“. Kristín kallaði alltaf foreldra mína mömma og pabba og ég gerði það sama við Eygló og Gumma. En eitt af því besta við þetta er að þegar til dæmis mamma mín var með eitthvað óspennandi í matinn, eins og lifur eða hrogn, var alltaf hægt að borða heima hjá Kristínu og fá kannski kótilettur og svo appelsín og Síríus- súkkulaði (hefðin hans Gumma á föstudagskvöldum). Kristín náttúr- lega gerði það sama og var alltaf fyrst í pottinn hjá henni mömmu þegar hún bjó til spaghettí í sósu. Ég hugsa að ég hafi sloppið við að borða hrogn alla mína æsku. Sem litlar stelpur töluðum við líka oft um alvarlega hluti. Við töluðum um Guð og hvort hann væri virkilega til. Af hverju hann væri ekki kona. Seinna töluðum við um þráhyggj- una hennar Kristínar og magapín- una sem hún var stöðugt með. Ekk- ert magasár, sögðu læknarnir. Hún átti bara að reyna að slaka á. Þegar ég var tólf ára flutti ég með foreldrum mínum til Flórída. Það var hryllilegt. Pabbi fann loksins að hann var orðinn meiri Íslendingur en nokkuð annað og hann vissi að hann hafði gert mistök að flytja. Við mamma vorum eins og týnd lömb. Íslendingar í öðrum heimi. Við skild- um engan og enginn okkur. En svo um sumarið kom Kristín og bjargaði mér. Hún hljóp í fangið á mér og mömmu þegar hún steig af flugvél- inni eins og geislandi íslenskt norð- urljós. Ég var ekki lengur öðruvísi. Við fluttum aftur heim þegar ég var fjórtán ára, þá í fyrsta skipti fundum við mismuninn á aldri okkar. Ég var táningur og var að rembast við að kynnast öðrum krökkum í Keflavík með því að stunda Bergás og Stap- ann. Ég eignaðist aðrar vinkonur. En einhvern veginn var ég aftur öðru- vísi. Svo þegar ég var átján ára flutti ég til New York og svo til Parísar. Við Kristín byrjuðum að skrifast á. Ég fékk, liggur við, heilu dagbæk- urnar frá henni. Svo kom hún í heim- sókn til mín í París. Ég man að ég stóð efst á tröppunum við metró- stöðina við íbúðina mína og hún kom hlaupandi í fangið á mér. Sama geisl- andi norðurljósið. Og það var eins og engin tími hefði liðið frá því við sáumst síðast. Eftir Parísardvölina heyrði ég annað slagið frá Kristínu. Henni gekk stundum vel. Þá sagði hún mér í bréfum sögurnar um feril sinn í Reykjavík og svo var ýmislegt sem hún sagðist ekki geta sagt frá. Þegar ég kom heim í heimsókn sá ég hana bara þegar henni leið vel. Við skildum alltaf hvor aðra þó svo að heimar okkar væru orðnir svo gjör- ólíkir. Gummi hringdi í mig 22. apríl og sagði mér að Kristín væri dáin. Ég sá fyrir mér augun hennar, val- brána hennar, ég finn lyktina henn- ar. Næst þegar ég kem heim um vet- ur mun ég kannski sjá norðurljós á himni sem er aðeins öðruvísi en öll hin. Ég veit að foreldrar mínir taka vel á móti Kristínu í æðri heimi og er það mér huggun. Eygló mamma, Gummi pabbi, Eydís, Berglind og Kristján, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur, hugur minn er hjá ykkur. Guð veri með ykkur. Deirdre (Dídí) A. Devaney, Esq. East Haddam, Connecticut. Elsku besta vinkona og pennavin- ur! Ekki hefði mig grunað að ég ætti eftir að skrifa þér svona kveðjubréf (í bili). Þar sem okkar góðu kynni voru ekki á svo löngu tímabili langaði mig til að kveðja þig í litlu bréfi.Við sem vorum á leiðinni að hittast og spjalla saman. Það gladdi mig mjög mikið að fá bréfið frá þér í febrúar sl. þá höfðum við ekki heyrst um árabil þar sem leiðir okkar skildu. Síðan fékk ég þetta fallega bréf frá þér sem gaf mér svo mikið og ég mun alltaf varð- veita þín orð í hjarta mér. Mér þótti og þykir svo ákaflega vænt um þig Kristín Gerður og langar mig mjög að hafa eftir þau orð sem þú skrifaðir til mín. Þú með þitt einstaklega fal- lega hjarta, og sál þín svo hrein, svo tær og svo full af elsku, í þér sá ég spegilmynd af mér. Og það var bæði mikið sárt, og gott um leið. Þú áttir svo mikið gott skilið. Með þessum orðum vil ég þakka þér fyrir þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Guð blessi foreldra þína og fjöl- skyldu og styrki þau í sorg sinni. Davíðssálmur 16:1 Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín eilífðar vinkona, Agnes Ásta. Ég sit hérna fyrir norðan og er svo sannarlega með sorg í hjarta yfir því að þú, elsku Rós, skulir vera dáin. Ég hafði ekki heyrt í þér lengi og … Já, gettu hver nagar sig í handar- bökin og er með bágt í hjartanu í dag að hafa ekki verið búin að hringja í þig eða skrifa þér. En er ekki lífið svona, fullt af óvæntum uppákomum og því miður eru þær ekki allar skemmtilegar, en þú varst nú búin að kynnast því aðeins. Ég kynntist þér fyrir vestan í lok ársins ’92. Við vorum ekki stórar í okkur þá, búnar að brenna flestar brýr að baki okkur, en vorum þó að reyna að klóra í bakkann. Það kemur mynd af þér í hugann er þú stóðst í kirkjunni á Staðarfelli og ég var búin að mana þig í að syngja og jú ég ætlaði að syngja með þér, en ég hef aldrei get- að sungið neitt þó að þú segðir að ég gæti það vel, ég þyrfti bara að trúa því sjálf. Við byrjuðum og lagið var Summertime and the living is easy. Ég var fljót að setjast niður því það voru töfrar sem fylltu þessa litlu kirkju vestur í Dölum og þú elskan, aðeins þú, bjóst þá til með þinni ynd- islegu rödd og þessi stund hefur allt- af lifað með mér síðan. En svo skildi leiðir og ég fór norður, þú fórst fljót- lega vestur á Ísafjörð og við skrif- uðumst á. Ég hitti þig svo í Reykja- vík sumarið ’94. Ég hafði talað oft við þig í síma og ég vissi að það var mik- ið, allt of mikið búið að gerast hjá þér, en veistu það gyðjan mín, þarna langaði mig að pakka þér inn í sæng og fara með þig norður og hlúa að þér þar. Ég var lengi að jafna mig eftir að hafa hitt þig og varð svo ánægð þegar ég frétti að þú hefðir snúið við og værir að taka á honum stóra þínum. Og það þurftirðu oft að gera vinan eftir það, því nú fóru alls konur vofur að elta þig. Þú komst hingað til Akureyrar um haustið ’97, varst að vinna að forvörnum og sagð- ir sögu þína í framhaldsskólum bæj- arins. Ég veit að það tókst vel, þú áttir aldrei í vandræðum með að ná athygli fólks ef þú ætlaðir þér það, og þvílíkt að sjá þig, það hreinlega skein af þér þegar ég sótti þig í Gilið, og ég bara tárast núna yfir minning- unni, því þú varst svo falleg. Og við skemmtum okkur vel þennan rúma sólarhring er þú stoppaðir hjá mér. Ég hef aldrei, gamla mín, getað al- veg sleppt hendinni af þér, og ég veit að þeir sem fengu þann heiður að kynnast þér urðu allir miklu ríkari fyrir vikið. Ég sendi ykkur öllum kveðju og vona að þið takið ofan fyrir yndis- legri manneskju og haldið minningu hennar lifandi í hjörtum ykkar. Ef einhvers staðar er góður staður þá veit ég að þú ert komin þangað, von- andi með kertaljós og kósýheit, og frið í hjarta og sál, þú átt það skilið vinan, fyrir baráttuna. Hafðu ástar- þakkir fyrir að verða á vegi mínum, lita líf mitt gleði og skilja eftir svo fallegar minningar. Þér gleymi ég aldrei. Foreldrum, systkinum og ættingj- um öllum sendi ég mínar innilegustu kveðjur og vona að minning hennar verði ykkur ljós á lífsins vegi. Sóley Hallgrímsdóttir, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.