Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KÍNVERJAR hafa nú loks-ins fengið ný fjölskyldulögeftir fimm ára deilur umbreytingar á hjúskapar-
lögum frá árinu 1980. Kínversk kven-
réttindasamtök höfðu vonast til þess
að nýju lögin yrðu samþykkt á árleg-
um allsherjarfundi þingsins í mars en
ákveðið var að fresta afgreiðslu laga-
frumvarpsins vegna ágreinings um
nokkur ákvæði þess.
Fastanefnd þingsins, sem setur lög
á milli allsherjarfundanna, samþykkti
síðan lagafrumvarpið í lok apríl eftir
að hafa fengið alls 3.829 umsagnir eða
tillögur frá almenningi sem sýndi
málinu óvenju mikinn áhuga. Frum-
varpið var samþykkt með 127 at-
kvæðum gegn einu, en níu þingmenn
sátu hjá.
Nokkrar breytingar voru gerðar á
lagafrumvarpinu frá allsherjarfund-
inum í mars. Þingnefndin hafnaði
ýmsum róttækum tillögum, meðal
annars um að framhjáhald gæti varð-
að allt að tveggja ára fangelsi eins og
tvíkvæni. Í nýju lögunum er hins veg-
ar ákvæði um að sambúð gifts fólks
með öðrum en ektamökum sé ólögleg
og jafngildi tvíkvæni.
Hjúskaparlögin
orðin úrelt
Flestir Kínverjar voru sammála
um að gömlu hjúskaparlögin sam-
ræmdust ekki lengur kröfum tímans
vegna hinna miklu breytinga sem
orðið hafa á þjóðfélaginu og fjöl-
skyldumynstrinu í Kína frá því þau
tóku gildi, með auknu jafnrétti
kynjanna, efnahagslegu og persónu-
legu sjálfstæði kvenna, mikilli fjölgun
hjónaskilnaða, aukinni velmegun kín-
verskra fjölskyldna og
umfjöllun um ofbeldi
gagnvart eiginkonum.
Allir voru sammála um
að hjúskaparlögin væru
orðin úrelt og þörfnuðust
gagngerrar endurskoðun-
ar, en ágreiningur var um róttækustu
tillögurnar.
Ákveðið var að endursemja hjú-
skaparlögin frá grunni og gera þau að
fjölskyldulögum þar sem komið væri
inn á réttindi barna og aðra þætti fjöl-
skyldulífsins.
Niðurstaðan er löggjöf sem nær til
fjölskyldutengsla, skilnaða, refsinga
fyrir lögbrot tengd hjónaböndum, svo
sem ofbeldi gagnvart eiginkonum,
auk ýmissa annarra ákvæða um fjöl-
skyldur og hjónabönd, meðal annars
eignaskiptingu við hjúskaparslit.
Kínverskar konur geta gengið í
hjónaband þegar þær eru tvítugar en
karlar 22 ára. Hjónabandsaldurinn er
þó í raun nokkuð hærri, yfirleitt 24–
25 ár.
Í Kína eru nú um 270 milljónir fjöl-
skyldna og níu milljónir hjónabanda
eru skráðar á ári hverju en hjóna-
skilnaðirnir eru 2,4 milljónir. 100.000
skilnaðanna eru rakin til ofbeldis
gagnvart eiginkonum en það vanda-
mál er talið miklu algengara en sú
tala gefur til kynna. Kvennasamtökin
segja að rannsóknir byggðar á við-
tölum við kínversk hjón bendi til þess
að um 30% kínverskra eiginkvenna
sæti ofbeldi af hálfu maka sinna nær
daglega. Flestar fjölskyldurnar líta
hins vegar á þetta sem einkamál sitt.
Enn minna er talað um nauðganir í
hjónaböndum þótt þær séu einnig
mikið vandamál og kvennasamtökin
vildu að komið yrði inn á það í nýju
lögunum.
Kvennasamtökin segja að sam-
kvæmt sömu rannsókn-
um álíti aðeins 10%
hjónanna að hjónaband
þeirra sé „mjög gott“.
Aðeins 450.000 af skiln-
uðunum verða eftir gagn-
kvæmt samkomulag
hjónanna án afskipta dómara en mik-
ill meirihluti skilnaðarmálanna endar
fyrir rétti þar sem lagabókstafurinn
gildir. Og lagabókstafurinn var ekki
nógu skýr, að mati flutningsmanna
frumvarpsins.
Sambúð með hjákonu
jafnað við tvíkvæni
Samkvæmt upplýsingum kín-
versku dómstólanna er helmingur
hjúskaparslitanna rakinn til framhjá-
halds. Kínversku þingmennirnir
deildu einkum um hvernig taka ætti á
framhjáhaldi í löggjöfinni.
Þorri karlmannanna á kínverska
þinginu var þeirrar skoðunar að
kvennasamtökin hefðu haft of mikil
áhrif á lagafrumvarpið og að ákvæði
þess um framhjáhald væru of víðtæk.
Þeir voru því tregir til að styðja frum-
varpið, þótt því hefði margoft verið
breytt á síðustu fimm árum.
Samkvæmt gömlu hjúskaparlög-
unum er tvíkvæni bannað, en slíkt
bann hefur verið í gildi frá því að „síð-
asta keisaranum“ var steypt 1911 og
lýðræði var komið á. Áður höfðu allir
kínverskir karlmenn rétt til að kvæn-
ast fleiri en einni konu. Bannið var
síðan hert þegar kommúnistar kom-
ust til valda 1949. Í hjúskaparlögun-
um frá 1980 varðaði tvíkvæni allt að
tveggja ára fangelsi og því var ekki
breytt í nýju fjölskyldulöggjöfinni.
Kvennasamtökin vildu hins vegar
að tvíkvænishugtakið yrði víkkað út,
þannig að það næði til ástkvenna og
ástmanna, jafnvel skammvinns fram-
hjáhalds.
Frá því að kínversk stjórnvöld tóku
að auka samskiptin við Vesturlönd og
koma á efnahagslegum umbótum í
lok áttunda áratugarins hefur orðið æ
algengara að efnaðir kaupsýslumenn
og einnig áhrifamiklir embættismenn
haldi hjákonur, sem kallaðar eru Bao
Ernai (önnur eiginkona), án þess að
brjóta bannið við tvíkvæni, þar sem
þau geta auðvitað ekki gengið í hjóna-
band.
Kvennasamtökin vildu að slíkum
samböndum yrði jafnað við tvíkvæni,
en mikill ágreiningur var um þá hug-
mynd meðal þingmannanna þótt hún
hefði að lokum verið samþykkt.
Kvennasamtökin vildu hins vegar
ganga lengra en gert var í löggjöfinni
og að litið yrði á hvers konar framhjá-
hald sem glæp.
Í lagafrumvarpinu segir að ef eig-
inmaður eða eiginkona sé „í sam-
bandi, sem líkist hjónabandi, við ann-
an en maka sinn lengur en í hálft ár“
jafngildi það tvíkvæni og hið sama
gildi um kynferðislegt samband sem
leiðir til þungunar. Þeir sem séu í
slíkum samböndum hafi því gerst
sekir um refsivert athæfi. Makar
þeirra geti einnig krafist skaðabóta.
Skiptar skoðanir um hvort líta
eigi á framhjáhald sem glæp
Þeir sem voru andvígir þessu
ákvæði sögðu að kynlíf utan hjóna-
bands væri einkamál hjónanna og
ætti því ekki að varða við lög.
Zhang Ying, 44 ára kínversk kona
sem skildi við mann sinn vegna
framhjáhalds hans, lagði hins vegar
til að gengið yrði enn lengra. Hún
vildi að hægt yrði að refsa ástkonu
eða ástmanni makans. „Hvers vegna
ætti það ekki að vera refsivert fyrir
aðra konu að eyðileggja hjónaband
mitt?“ sagði hún.
Li Yinghe, prófessor við kínversku
félagsvísindaakademíuna, var and-
vígur þessari tillögu. „Það væri stórt
skref aftur á bak í þróun persónu-
frelsis í Kína ef slíkt ákvæði kæmist í
löggjöfina,“ sagði hann.
Fang Lin, 32 ára kaupsýslumaður,
var algjörlega andvígur því að litið
yrði á framhjáhald sem glæp. „Ég tel
það aðeins eðlilegt að menn hafi kyn-
ferðislegt samband við konur sem
þeir elska,“ sagði hann og bætti við að
margir vina hans og starfsfélaga
væru sömu skoðunar.
Fá hjákonur í stað
mútugreiðslna
„Framhjáhald er orðið mikið
félagslegt vandamál í Kína, það eyði-
leggur ekki aðeins fjölskyldur, heldur
spillir einnig opinberum embættis-
mönnum,“ sagði hins vegar Wang
Shengming, einn af embættismönn-
um fastanefndar þingsins.
Embættismaðurinn
skírskotaði til þess að al-
gengt er að kínverskir
embættismenn, sem hafa
áhrif á ákvarðanir í
tengslum við atvinnulífið,
þiggi ekki reiðufé eða gjafir í mútur,
heldur fái ástkonur til umráða. Erf-
iðara er að afhjúpa slíkar mútur en
þegar miklar fjárhæðir eru lagðar inn
á bankareikninga embættismann-
anna.
Vændi, sem var óþekkt í Kína frá
valdatöku kommúnista 1949 og til
loka áttunda áratugarins, er ólöglegt
samkvæmt nýju lögunum og varðar
fangelsi. Viðskiptavinir vændis-
kvenna eiga einnig yfir höfði sér refs-
ingu. Sérfræðingar telja að a.m.k.
þrjár milljónir kínverskra kvenna
stundi vændi.
Í gömlu hjúskaparlögunum var
ekki gert ráð fyrir því að hjón þyrftu
að fá skilnað að borði og sæng áður en
þau fengju lögskilnað. Hjónaskilnaðir
hafa tekið gildi mánuði eftir úrskurð
dómara eða annarra embættismanna
þegar hjónin eru sammála um hjú-
skaparslitin. Í nýju lögunum er hins
vegar ákvæði um að hjón fái ekki lög-
skilnað fyrr en tveimur árum eftir að
þau fá skilnað að borði og sæng.
Margir voru andvígir þessu ákvæði
og sögðu að ekki væri rétt að torvelda
fólki að fá skilnað.
Heimilisofbeldi bannað
Í nýju lögunum er einnig ákvæði
um að bannað sé að beita ofbeldi inn-
an veggja heimilanna. Rannsóknir
kvennasamtakanna bentu til þess að
96% Kínverja væru hlynnt slíku
ákvæði en aðeins 46,2% voru þeirrar
skoðunar að kveða ætti sérstaklega á
um refsingar fyrir heimilisofbeldi. Í
gömlu hjúskaparlögunum var ekki
slíkt refsiákvæði en samkvæmt hegn-
ingarlöggjöfinni er hægt að dæma
menn fyrir að valda öðrum sýnilegum
meiðslum. Mjög sjaldgæft er þó að
mönnum hafi verið refsað fyrir að
beita maka sína ofbeldi því lögreglan
hefur verið treg til að skipta sér af
heimilisofbeldi þar sem hún hefur lit-
ið á slíkt sem óviðeigandi afskipti af
fjölskyldulífinu. Meiri umræða hefur
þó verið um þetta vandamál í Kína frá
kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Peking árið 1995 og í nýju fjöl-
skyldulögunum er tekið fram að fólki,
svo sem starfsmönnum sjúkrahúsa,
beri skylda til að skýra lögreglunni
frá slíkum ofbeldismálum.
Skýrar reglur um
eignaskiptingu
Í nýju fjölskyldulögunum eru einn-
ig skýrar reglur um hvernig skipta
eigi eignum hjóna við hjúskaparslit. Í
gömlu lögunum voru þessar reglur
óljósar enda var þetta ekki mikið
vandamál í Kína þegar fjölskyldurnar
áttu yfirleitt litlar eignir, nokkur fá-
brotin húsgögn og ef til vill sjónvarps-
tæki. Konurnar fengu oftast íbúðirn-
ar, sem voru í eigu ríkisins, og
sjaldgæft var að karlmönnum væri
gert að greiða fyrrverandi eiginkon-
um sínum framfærslufé þar sem laun
þeirra voru yfirleitt svipuð.
Þetta hefur hins vegar breyst
vegna batnandi lífskjara Kínverja;
margar fjölskyldur eiga nú umtals-
vert sparifé og eigin íbúðir með dýr-
um húsgögnum og öðrum verðmæt-
um sem þarf að skipta við hjú-
skaparslit.
„Í nýju lögunum eru skýr ákvæði
um eignaskiptingu því gömlu lögin
voru alls ekki í samræmi við efna-
hagslegu þróunina í landinu. Eigna-
skiptingar hafa orðið mesta vandamál
okkar í skilnaðarmálum,“ segir Ma
Shiyi, héraðsdómari í Peking. Dóm-
arinn bætir við að meginreglan sé að
eignunum verði skipt til helminga, en
einnig sé tekið sérstakt tillit til rétt-
inda kvenna og barna og þess hvor
eigi meiri sök á hjúskaparslitunum.
„Sýndarhjónabönd“
ekki bönnuð
Fastanefnd þingsins ákvað í des-
ember, þegar deilt hafði verið um
endurskoðun hjúskaparlaganna í
fimm ár, að leita álits almennings á
málinu. Slíkt hefur aðeins gerst sjö
sinnum á þeim 52 árum sem liðin eru
frá stofnun alþýðulýðveldisins.
Komið var upp sérstökum vefsíð-
um, sem voru tileinkaðar
umræðunni um fjöl-
skyldulögin, og fólki gafst
kostur á að senda ábend-
ingar eða breytingartil-
lögur í tölvupósti, auk
þess sem hægt var að
hringja í sérstakt símanúmer. Þannig
bárust fastanefndinni 3.829 umsagnir
eða tillögur frá almenningi.
Meðal annars var lagt til að í laga-
frumvarpið yrði sett ákvæði um að
„sýndarhjónabönd“ á Netinu yrðu
bönnuð. Tilefni þessarar tillögu er
nýr leikur, sem virðist vera nokkuð
vinsæll í Kína og felst í því að fólk
finnur nýjan „maka“ á Netinu, giftist
honum og hefur samfarir við hann á
Netinu, þótt það hitti aldrei „sýnd-
armakann“ og viti jafnvel ekki hvað
hann heitir réttu nafni. Hermt er að
þessi leikur hafi eyðilagt mörg hjóna-
bönd í Kína á síðustu tveimur árum.
Þessi tillaga var þó ekki samþykkt
og í nýju fjölskyldulögunum er því
ekki bannað að halda framhjá maka
sínum á Netinu.
Ný fjölskyldulög samþykkt í Kína eftir áralangar deilur
Karlmönn-
um bannað
að halda
hjákonur
Embættis-
mönnum
mútað með
hjákonum
Þingið fékk
3.829 umsagn-
ir eða tillögur
frá almenningi
Morgunblaðið/Niels Peter Arskog
Ættingjar og vinir nýgiftrar konu bjóða hana velkomna í nýtt hús henn-
ar. Níu milljónir para giftast í Kína á ári og 2,4 milljónir hjóna skilja.
Ný fjölskyldulög í Kína eiga m.a. að tryggja réttindi barna og kvenna.
Ný fjölskyldulög hafa verið samþykkt í
Kína eftir fimm ára deilur um endurskoðun
tuttugu ára gamalla hjúskaparlaga sem
voru orðin úrelt vegna örra þjóðfélags-
breytinga í landinu. Niels Peter Arskog,
fréttaritari í Peking, hefur kynnt sér nýju
lögin og segir að þau kveði m.a. á um bann
við því að kvæntir karlmenn haldi hjákonur.
Litið er á slíkt sem tvíkvæni.