Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 39 Allmörg undanfarin ár dvaldi Fríða sem sjúklingur á vistheimilinu Grund við Hringbraut. Páll Hannesson. Ég veit að vorið kemur og veturinn líður senn. Kvæðið er um konu, en hvorki um guð né menn. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng og hvíta, fleyga fugla og fjaðraþyt og söng. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. ( Davíð Stef.) Hinn 27. apríl sl. lést mágkona mín Hallfríður Magnúsdóttir á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykja- vík. Hallfríður var á áttugasta og þriðja aldursári. Kynni okkar Fríðu, eins og hún gjarnan var nefnd, hófust um 1953. En þá kom ég, ásamt systur hennar Ester, fyrst á heimili þeirra hjóna, Fríðu og Benedikts Hannes- sonar. Þangað sóttu yngri systkini hennar enda öll ógift og foreldrahús þeirra á Hellissandi. Ég man hvað mér þótti samheldni þeirra systkina góð og eftirminnileg, og einkanlega hvað hjónin Benedikt og Fríða tóku öllum vel sem að garði komu. Skipti þá ekki máli hver átti í hlut, enda var gestakoman eftir því, yfirleitt fullt hús. Þau hjón áttu fjögur börn, þrjá drengi og eina dóttur. Þau misstu son eftir veikindi aðeins 12 ára gamlan en hin lifa foreldrana. Benedikt andaðist 1992. En Fríða hélt áfram búskap sínum þar til hún fluttist á Grund. Það sem einkenndi Fríðu einna mest var glaðværð og hjálpsemi, hún var tilbúin að rétta hverjum og einum hjálparhönd og gera gott úr öllu. Fríða talaði gjarnan í hljóðstaf og gerði að gamni sínu. Meðal annars var haft sérstakt orð á því á Grund að hún hefði góð áhrif á aðra vistmenn á þeim deildum þar sem hún dvaldist og starfsfólk sá eftir henni er hún var flutt á milli deilda. Þetta þekkjum við best sem stöndum henni næst. Og vil ég koma á framfæri þakklæti til starfsfólks á Grund fyrir góða og hlýja umönnun. Fríða var hrókur alls fagnaðar og gerði í því að láta öllum sem voru í návist hennar líða vel. Við hjónin og okkar fjölskylda fórum ekki varhluta af því. Fríða og Bene- dikt áttu lítinn sumarbústað í Hólms- landi við Geitháls á árum áður og þangað lá leiðin gjarnan á sunnudög- um. Meðal annars tók Fríða að sér að passa dóttur okkar hjóna, þá korn- unga, þegar við þurftum á að halda og þökkum við það af alhug ásamt öllu öðru sem við kemur samskiptum okkar á liðnum árum. Eftirsjá er ætíð þegar náinn vinur eða ættingi kveður þetta jarðneska líf, og kannast flestir við það, en það telst til sérstakra for- réttinda að hafa fengið að umgangast á liðnum árum slíka manneskju sem Hallfríði Magnúsdóttur. Nú þegar komið er að skilnaðar stund hrannast upp ýmsar fagrar minningar frá lið- inni tíð og munum við geyma þær í hugum okkar. Við biðjum góðan guð að vaka yfir börnum hennar og fjölskyldum þeirra. Fjölskyldu Hallfríðar og ættingj- um öllum vottum við samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. Alexander Alexandersson og fjölskylda. Kær svilkona mín Fríða Magnús- dóttir hefur kvatt lífið og okkur sem kynntust henni hér. Það verða örugg- lega margir sem fagna þér og segja vertu velkomin því við höfum hlakkað til að hitta þig aftur; þú sem varst svo mikil lífshæfileikakona, full af kær- leika og góðvild til allra, alltaf til reiðu ef einhver þurfti hjálpar við, enda vannst þú við hjúkrunarstörf á Landakoti, sem ung stúlka og í þjón- ustu hjá háum og lágum. Allir dáðu Fríðu. Heimili Fríðu var á Hofsvalla- götu 18, öllum opið því margir þurftu að hitta hana, hún gaf öllum svo mikið af sér. Það kom fram í lífsgleði henn- ar og einstökum hæfileikum í að líta í kaffibolla og að setja sig inn í aðstæð- ur annarra. Þess vegna fóru allir full- ir bjartsýni frá henni. Benni svili minn, sem er látinn fyrir nokkrum árum, var einstakt ljúfmenni og sjálf- ur sér samkvæmur. Þeirra hjóna- band var til fyrirmyndar og um- hyggja og virðing í fyrirrúmi þeirra í milli. Þau áttu fjögur börn, Ástu Benediktsdóttur póstfulltrúa, Hann- es Benediktsson flugvirkja, sem starfar og býr í Bandaríkjunum, Knút Benediktsson rafvirkja sem starfar nú á Nesjavöllum, og Magnús sem dó ungur. Ég vil votta öllu þessu fólki, börnum og barnabörnum hjart- kæra samúð við fráfall yndislegrar móður og ömmu. Kær kveðja. Laufey Jónsdóttir. Núna þegar sómakonan Hallfríður Magnúsdóttir er fallin frá langar mig að minnast hennar, eins og ég man hana þau rúmlega fjörutíu ár er ég fékk að njóta návistar hennar. Fríða eins og allir kölluðu hana var móðursystir mín, hjá mér eins og öðr- um systkinabörnum var hún aldrei annað en Fríða frænka. Fyrst man ég eftir henni og Benna eiginmanni hennar í Skálagerðinu, síðar kemur sumarbústaðurinn upp við Geitháls, alltaf fullt af fólki og nóg að gera hjá Fríðu. Við systurnar þar í leik ásamt Knúti yngsta syni hennar niðri í sól- baðsskeifunni eða að vaða í Hólms- ánni, þetta voru skemmtilegir tímar hjá okkur öllum. Ég hugsa líka oft um Fríðu í ísbúðinni, þar sem hún réttir mér stóran girnilegan ís eða sendir mig heim með fullan poka af brotnum ísformum handa okkur systrum. Síðan kemur Hofsvallagatan sem alltaf virtist í leiðinni, sama hvar í bænum maður var, það tilheyrði að koma við á Hofs og fá eina stjörnu eða hvolfa bolla. Hjá henni lærði ég að drekka kaffi til að geta fengið inn- sýn í framtíðina. Hún Fríða var þeirri gáfu gædd að geta spáð og það var sko spennandi. Árið sem ég varð tólf ára var ég í pössun hjá þeim hjónum í tíu daga, ekki leiddist mér að fá að leika úti í „porti“ sem virtist svo stórt og spennandi, eða liggja á stofugólf- inu og hlusta á „þrjú hjól undir bíln- um“. Okkur Fríðu kom vel saman og það varð úr að hún reddaði mér minni fyrstu vinnu við að passa hjá Ástu dóttur hennar á Ásvallagötunni. Það sumar gekk mjög vel, utan eitt skipti er ég sofnaði óvart á verðinum, börn- in notuðu tækifærið og fóru í leik er þau kölluðu að „gefa öndunum“, þau tóku allt er til var í eldhússkápunum og stráðu yfir íbúðina á meðan ég svaf vært. Amma þeirra kom mér að óvörum og sú varð ekki hrifin. Þá sá ég Fríðu reiða í fyrsta og eina skipti og er ég ekki hissa á því, enda skammast ég mín enn. Fríða hafði gaman af að vera fín, vel snyrt og var alltaf með naglalakk. Ég kom ósjaldan við hjá henni þar sem við höfðum verkaskipti, hún spáði fyrir mig og ég naglalakkaði hana. Alltaf sagði hún að ég ætti eftir að vinna í tengslum við útlönd, jafn- vel búa erlendis, þar fór hún nærri lagi, eins og svo oft áður. Svona var Fríða, hún virtist alltaf sjá allt … Fríða og Benni elskuðu að ferðast, þau dvöldu oft hjá Hannesi elsta syni sínum í Ameríku á meðan þau höfðu heilsu til. Oft kom ég við og dvaldi hjá þeim. Þá var Hannes óþreytandi við að keyra okkur um allt eða sigla um á bátnum sínum á hina og þessa staði. Ég brosi er ég hugsa um okkur í Am- eríku. T.d. á fáfarinni strönd að bera sólarolíu hvort á annað, við á rölti í leita að amerísku bingói eða á sigl- ingu til að skoða Frelsisstyttuna. Við fórum öll í mjög skemmtilegt ferða- lag með fellihýsi í eftirdragi, þar sem við sungum íslensk dægurlög á leið okkar til Kanada að skoða fegurð Ni- agra-fossana. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Fríða, ég þakka fyrir alla gleðina og hláturinn sem við áttum saman. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sitja, ásamt mömmu, hjá þér er þinn síðasti dagur var að kveldi komin. Ekki kom það okkur á óvart er starfsstúlkurnar á Grund sögðust sakna þín, þar sem þú værir með þægilegri vistmönnum, alltaf syngjandi kát og léttir allra lund, þannig varst þú. Hvíl í friði, elsku frænka, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég og fjölskylda mín vottum öllum aðstendendum innilega samúð. Þín systurdóttir, Bára Alexandersdóttir. Eftirmæli enginn fær ástúðlegri þínum. Að þú lifðir öllum kær, uns þú hvarfst þeim sýnum. Vertu sæl og sof þú rótt, sálu gleður mína. Þó gröf og nafn þitt gleymist fljótt, Guð man alla sína. (Höf. ók.) Elsku Fríða frænka. Nú er komið að leiðarlokum eftir nær hálfrar aldar kynni. Það er svo margs að minnast frá liðnum árum allt frá því að ég var lítið barn í pössun hjá þér eða bara í heim- sókn á Hofsvallagötunni. Við krakk- arnir að leika okkur úti í porti þar sem nóg var að gera, ýmist að vega salt eða að renna okkur í rennibraut- inni sem mér fannst svo stór að hún hlyti að ná til himins. Þá sast þú gjarna úti í bakgarðinum í sólinni og horfðir á. Alltaf gátum við komið inn til þín og fengið að drekka því það voru alltaf til nýbakaðar kökur hjá þér. Svo var nú aldeilis gaman að koma í bústaðinn í Lækjarbotnum þar sem var oftast margt um manninn og mik- ið að gerast. Þið mamma fóruð stundum með okkur krakkana í berjamó upp í Heiðmörk og þá þurftum við að vaða yfir Hólmsána sem okkur smáfólkinu fannst vera stórfljót. Þetta voru yndislegir dagar, allir komu heim í bústað að kveldi berja- bláir og sælir eftir frábæran dag. Svo þegar ég varð nógu stór til að fá að fara ein í bæinn með strætó þá var mesta sportið að heimsækja þig í ísbúðina sem þú vannst í við Lækjar- götuna og ef þú varst ekki að vinna var gott að labba upp á Hofsvallagötu og stinga sér inn til þín í hlýjuna því hún var alltaf til staðar og góða skap- ið líka. Oftast voru nokkrar vinkonur í för með mér og við fengum allar að hvolfa bolla eða leggja stjörnu í spil. Síðan spáðir þú í framtíðina fyrir okkur allar. Síðan voru það unglingsárin, það var nú aldeilis ágangur sem þú og Benni máttuð þola af vinahópnum okkar Knúts. Oft var þröngt á þingi í íbúðinni hjá ykkur en aldrei heyrði ég þig kvarta yfir okkur heldur hélstu bara áfram að spá fyrir okkur og gefa okkur kaffi og kökur. Og redda því að ég fengi að fara á sveitaböll, þá sagðir þú gjarna við mömmu: Æ-i leyfðu nú greyinu að fara, hin fara öll. Þú varst alltaf svo jákvæð og það var alltaf gleði þar sem þú varst. Skapbetri og ljúfari manneskju er vandi að finna. Ég kveð með söknuði og virðingu. Hvíl þú í friði elsku frænka mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ég votta Ástu, Hannesi, Knúti og öðrum aðstandendum samúð mína og fjölskyldu minnar og bið góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Hjördís Alexandersdóttir. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri                                                           ! "#  $       %     ! "# ! $ %& &   ! $ %'( % ) *+ ,#  ( &   ! $ "'  !- ,#  )%""   ! $  .,*  + ,#  $% (//&(  ) &#" $ "/ ,01 &#" $                                  !      "   #    $%%& '(  )     ! "  #$#%&&'  () * +'  #$$, ))#% '+   #$#%&&'  -+' .%  #$$, ')/ )  +0                                                 !"   # $          ! "  ## $% %&'' ! (  %&'' ! )  $ ! *$( +  %&'' !  +   !  '  %&'' ! (,   (,  !    (    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.