Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 16
LISTIR
16 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
en að sögn ættingjanna brýtur út-
gáfa bókarinnar í bága við frönsk
lög.
Stjórnarformaður Plon, Olivier
Orban, er hins vegar á öðru máli og
segir hann ritverk Hugos vel mega
vekja öðrum rithöfundum hug-
myndir að nýjum bókum. Cosette,
eða tími blekkinga, hefst á þeim út-
gangspunkti Vesalinganna er Ja-
vert fremur sjálfsmorð með því að
hoppa út í Signu. Í sögu Ceresa lif-
ir Javert hins vegar Signuferðina
af og hefst þar með nýtt líf hans
sem góðs og gegns borgara. Sögum
Ceresa hefur til þessa frekar verið
líkt við verk Alexander Dumas,
höfundar Skyttnanna þriggja, og
er Cosette, eða tími blekkinga,
skrifuð með álíka líflegum hætti.
Annar hluti framhalds Vesaling-
anna, Maurius, eða flóttamaðurinn,
er síðan væntanlegur í franskar
bókabúðir í haust.
FRAMHALD Vesalinganna, hinn-
ar þekktu skáldsögu franska rit-
höfundarins Victor Hugos, birtist á
hillum franskra bókabúða nú í lok
vikunnar. Það er útgáfufyrirtækið
Plon sem stendur að prentun bók-
arinnar sem ber heitið Cosette, eða
tími blekkinga. Franskir bók-
menntagagnrýnendur hafa lýst yfir
lítilli hrifningu af uppátækinu og
m.a. sagt rithöfundinn Francois
Ceresa ekkert hafa með það að
gera að feta í fótspor Hugos.
„Þetta er framleiðsluvara, ekki
skáldsaga,“ sagði franski ævi-
sagnaritarinn Pierre Assouline og
kvað uppátækið hneykslanlegt.
„Þessu má líkja við að falsari end-
urgerði verk þekkts málara,“ sagði
Max Gallo sem nýlokið hefur við
ritun ævisögu skáldsins. Þá hafa
núlifandi ættingjar Hugos hótað
Plon málshöfðun. Skaðabótakrafan
nemur einum 50 milljónum króna
Framhald Vesalinga
Hugos sætir gagnrýni
SÝNING Jóns Gunnarssonar í
Hafnarborg er yfirgripsmikil. Ol-
íumálverkin eru nærri þrjátíu og
vatnslitamyndirnar nær fjörutíu.
Myndefnið er hafið og sjómennsk-
an, og landslag, einkum hraun og
mosaþembur á Reykjanesi. Að vísu
eru vatnslitamyndirnar frá fjar-
lægari stöðum, svo sem Dyrhólaey
og Þingvöllum, en olíumálverkin
virðast fremur bundin við næsta
nágrenni Hafnarfjarðar.
Satt best að segja nýtur Jón sín
mun betur í minni myndunum, og
vatnslitirnir eru yfirleitt mun
þekkilegri í meðförum hans en ol-
íulitirnir. Það er svo sem engin
furða því stærð verka hefur áhrif á
tæknina, rétt eins og Matisse sál-
ugi nefndi svo oft þegar hann reif-
aði eðlismuninn í útfærslu stórra
verka og smárra. Stórar myndir á
borð við sjávarmyndir Jóns krefj-
ast í flestum tilvikum verkfræði-
legrar yfirsýnar líkrar þeirri sem
Scheving bjó yfir í svo ríkum mæli.
Að ætla sér að spila sjómennsku á
hafi úti af fingrum fram án þess að
byggja gaumgæfilega upp alla
hluta málverksins er eins og að
láta reka á reiðanum og kasta ein-
hvers staðar og einhvers staðar án
allrar fyrirhyggju. Slík sjó-
mennska gefur ekki mikið í aðra
hönd.
Landslagið lætur Jóni mun bet-
ur, enda krefst það ekki anatóm-
ískrar nákvæmni. Hraunið býr
jafnframt yfir nægilegri óreiðu til
að veita listamönnum tilhlýðilegt
olnbogarými. Þar reynir þó einnig
á ákveðna þætti svo sem litaskyn.
Litaspilið í olíumálverkum Jóns
skortir þó of oft þá útgeislun sem
landslagsmyndir krefjast og stafar
það ekki síst af tilhneigingu lista-
mannsins til að spila niður gildi lit-
anna í stað þess að veita ljóma
þeirra nauðsynlega útrás.
Hvað þetta varðar eru vatnslit-
irnir miklu happadrýgri í meðför-
um listamannsins. Einkum eru það
smærri verkin, svo sem eins og þau
sem prýða kaffistofu Hafnarborg-
ar, sem halda sýningu Jóns uppi.
Ekkert tekur fram blessuðum ein-
faldleikanum og því eru það smáu
myndirnar sem sýna best hvað í
listamanninum býr. Þyki það baga-
legt að vera smár í sniðum má full-
yrða að tímar okkar bjóða ekki upp
á stórbrotin efnistök á því sviði þar
sem Jón hefur markað sér bás.
Stórvirki á borð við málverk
Scheving, Jóns Stefánssonar eða
Kjarvals heyra til tíð sem er liðin.
Þeir sem vilja feta í fótspor þess-
ara ágætu listamanna verða ein-
faldlega að hugsa dæmið upp á
nýtt.
Haf og hraun
MYNDLIST
H a f n a r b o r g ,
H a f n a r f i r ð i
Til 14. maí. Opið miðvikudaga til
mánudaga kl. 11–17.
MÁLVERK & VATNS-
LITAMYNDIR
JÓN GUNNARSSON
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Ein af myndum Jóns Gunnarssonar í Hafnarborg.
Halldór Björn Runólfsson
„MAÐUR málar ekki ljós með pensli,
það verður dauflegt og flatt á striga,
þótt vel sé að verki staðið.“ Þessi
skoðun Kristjáns Jónssonar mynd-
listarmanns kallar á leik með ljós við
verkin sem hann sýnir nú í Stöðlakoti
við Bókhlöðustíg. „Því að ljósið er lif-
andi, tilvist þess dyntótt og sjálfstæð
og þó nátengd hverju sem fyrir verð-
ur. Geislinn umbreytir öllu og glæðir
lífi og það gildir líka um málverk eins
og þessi sem hér eru.“
Málverk Kristjáns eru óvenjuleg á
þann hátt meðal annars að blind-
rammarnir eru dýpri en venjulega og
innan í þeim hefur Kristján ljós sem
líkist dagsbirtu. Svo vandaði hann sig
við uppsetningu lítilla kastara í lofti
gallerísins og málaði yfir rúður þar
svo að útkoman sæist almennilega.
Stundum biðja gestir á sýningunni
um að ljósin séu slökkt og lýsingin
bak við strigann látin alveg duga.
Áhrifin verða þá óneitanlega
dramatískari, sumir segja svolítið
mystísk, og sjálfum þykir Kristjáni
að hann daðri jafnvel of mikið við
ástríðuna. „Mér hættir til þess og ég
á til dæmis lítið sameiginlegt með
mörgum ágætum íslenskum lista-
mönnum sem gera meira út á húm-
orinn. Þetta eru menn á mínum aldri
og mér finnst þeir fínir, ég bara er á
öðru róli.
Þessi málverk eru hugsuð sem eins
konar helgimyndir, minni um konur
og náttúruna og svo sérðu að ég hef
þarna vita í nokkrum verkum. Oft er
einhver arkitektúr í myndunum mín-
um, hús eða önnur mannvirki. Þau
standa fyrir það hverfula, það sem
maður tengir ákveðnum minningum,
ofboðlítið sárum kannski.“
Kristján er því myndasmiður til-
finninga; angurværðar og þokka,
hvort heldur þessi þokki býr í lands-
lagi eða hugleiðingum um ástir
manns og konu. Einhverskonar
skrift er einnig í mörgum mynda
hans og allt bendir þetta til áhrifa
spænskra meistara á borð við Tápies.
Enda lagði Kristján stund á listnám á
Spáni og hann var einmitt þar þegar
hugmyndin um lýsingu að mynda-
baki kviknaði.
Það var fyrir um áratug þegar
kvöldsólin í Barcelona skein gegnum
málverk sem hann hafði skilið eftir í
gluggakistu. Þá komu fram áherslur
sem hann hafði ekki áttað sig á áður.
Málverkin í Stöðlakoti eru ný, mál-
uð af miklum móð á fáum vikum fyrir
sýninguna. Annars segist Kristján
hafa haldið sig frekar til hlés frá því
hann eignaðist son fyrir tveimur ár-
um, sýningin nú sé sú fyrsta fyrir al-
vöru síðan.
Í Reykjavík hefur hann haldið
fimm einkasýningar áður, á árunum
1995–98. Hann segir að stutt gæti
núna verið í aðra sýningu hjá sér og
þá á ljósmyndum, hann hafi tekið
talsvert af þeim þessi síðustu misseri.
Viðfangsefnið sem hann hefur í huga
sé allt annað en á sýningunni í Stöðla-
koti og eiginlega leyndarmál ennþá.
Með þeirri gátu göngum við út úr
Stöðlakoti, Kristján slekkur á mál-
verkunum og læsir á dulúðina eftir
daginn.
Ljósið
kemur
aftan að
Morgunblaðið/Þorkell
Kristján Jónsson leikur sér með ljós og myndflöt í Stöðlakoti.
FYRIRTÆKIÐ GoPro Landsteinar
hlaut útflutningsverðlaun forseta
Íslands á dögunum. Ólafur Daðason
veitti sérhönnuðum verðlaunagrip
viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.
Verðlaunagripurinn í ár er gerður
af Sjøfn Har, en merki Útflutnings-
ráðs er eins og áður hannað af
Hilmari Sigurðssyni. Verðlauna-
gripurinn er unninn úr íslensku líp-
aríti. Steinninn er handhöggvinn,
sandblásinn og loks olíuborinn.
Grjótið var sérvalið úr þriggja
tonna bergi úr Rauðskriðum í Ham-
arsfirði. Sjøfn segir um verkið, sem
hún nefnir Vöxtur, að það sé sam-
sett úr tveimur steinum. „Neðri
steinninn er torso, búkur án útlima,
og efri steinninn er kúluform. Meg-
inuppistaðan, mannsbúkurinn, er
stílfærður, öflugur og sjálfstæður.
Á hálsi búksins hvílir höfuð eða
hnöttur, tákn fyrir hugvit, nýsköp-
un og hnattvæðingu sem einkennir
hið framsækna og ört vaxandi fyr-
irtæki GoPro Landsteina.“
Hlýtur sérhannaðan verð-
launagrip eftir Sjøfn Har
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, listamaðurinn Sjøfn Har og
Ólafur Daðason frá GoPro Landsteinum við verðlaunaverkið Vöxt.