Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 51
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 51
Lið-a-mót
FRÁ
Apótekin
Tvöfalt sterkara
með GMP gæðastimpli
100% nýting/frásog
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
EINS og ég drap á í bréfi mínu
„Eru verkföll tímaskekkja?“ hafa
verkföll almenns launafólks ekki
skilað árangri til bættra kjara. Ár-
angur hefur einungis náðst hjá
þeim hópum sem hærra eru settir í
launastiganum (líklega minna
skuldsettir). Þeir hafa einnig þá að-
stöðu að geta umsvifalaust lamað
mikilvæga þætti þjóðlífsins. Sam-
nefnari þeirra þátta er, að verkfalls-
aðgerðir þeirra bitna harðast á fólki
sem enga aðkomu á að deilunni. Má
þar t. d. nefna; kennara, starfsfólk
sjúkrastofnana, lögreglumenn, flug-
umferðarstjóra og fleiri hópa sem
álíka eru settir í þjónustuþætti
þjóðlífsins.
Aðferðir stéttarfélaga til öflunar
kjarabóta fyrir félagsmenn sína
hafa ekkert breyst í áratugi, þótt
lífshættir fólks og rekstrarfyrir-
komulag fyrirtækja hafi mikið
breyst á sama tíma. Þetta hefur um
langan tíma vakið mér undrun og
hef ég lengi bent á leiðir sem far-
sælli væru til árangurs, samhliða
því að valda þjóðfélaginu minni
skaða.
Nýjar leiðir til kjarabóta
Í núverandi fyrirkomulagi er
þvælt saman í einn pakka atriðum
er varða félagsleg réttindi. Eru það
aðallega atriði er varða alla launa-
menn svo sem; skattamál, heilbrigð-
is- og tryggingamál, atriði er varða
lög og reglur um aðbúnað á vinnu-
stöðum, svo eitthvað sem nefnt. Öll
slík atriði á að taka út úr kjara-
samningum en vera tekið á í sam-
eiginlegri nefnd allra stéttarfélaga,
þar sem gagnaðilinn er hinn eig-
inlegi viðsemjandi, ríkisstjórn og
Alþingi. Útfærsla á ferli viðræðna
getur verið í álíka farvegi og skýrt
verður hér á eftir um ferli í kjara-
samningum stéttarfélaga og at-
vinnurekenda.
Ferli samningsgerðar
Gerð kjarasamninga milli stétt-
arfélaga og atvinnurekenda lúti
ákveðnum skýrum leikreglum, sem
m.a. felist í eftirfarandi.
1. Þremur mánuðum fyrir lok
samningstímabils sé stéttarfélagi
skylt að leggja fyrir atvinnurekend-
ur viðkomandi starfsgreinar kröfur
sínar um breytingar á gildandi
kjarasamningi.
2. Innan 14 daga frá afhendingu
krafna stéttarfélaga skulu viðkom-
andi atvinnurekendur hafa svarað
erindinu, með skipulegri heildartil-
lögu um breytingu á kjarasamn-
ingnum.
3. Frá þeim tíma skulu aðilar
skiptast á heildartillögum að nýjum
kjarasamning á 7 daga fresti. Skal
breyting frá síðustu heildartillögu
vera að lágmarki ?% að mati rík-
issáttasemjara. Uppfylli annar hvor
aðilinn ekki skilyrði um framlagn-
ingu nýrrar heildartillögu skoðast
síðasta tillaga vera nýr kjarasamn-
ingur.
4. Nýr kjarasamningur taki æv-
inlega gildi frá og með fyrsta degi
eftir lokadag síðasta kjarasamnings.
5. Náist ekki að ljúka nýjum
kjarasamningi fyrir lok gildistíma
fyrri samnings er ríkissáttasemjara
heimilt að breyta tímalengd skila-
frests nýrra heildartillagna og
ákveða aðra prósentutölu sem
breytingu frá fyrri tillögu. Slíka
breytingu tilkynni ríkissáttasemjari
samningsaðilum með 7 daga fyr-
irvara.
6. Óski annar hvor samningsaðila
eftir að funda með gagnaðila um
málefni kjarasamningsins skal sá
fundur haldinn hjá ríkissáttasemj-
ara. Hann stýri fundi og bóki hjá
sér helstu atriði sem fram koma á
fundinum. Fundargerðina undirriti
síðan báðir samningsaðilar.
7. Viðræðunefndir beggja aðila
skulu vera jafn fjölmennar, skip-
aðar 5-7 mönnum, þannig að allir
nefndarmenn, að undanskildum
tveimur frá hvorum aðila, skulu
hafa beina tengingu við málefnið,
þ.e. að vera launamaður eða stjórn-
andi fyrirtækis í þeirri atvinnugrein
er kjarasamningurinn fjallar um.
Hér hefur í stuttu máli verið rak-
in aðferðarfræði sem í flestum til-
vikum myndi koma í veg fyrir verk-
föll og tryggja reglubundið
áframhald þróunar nýs kjarasamn-
ings á síðustu þremur mánuðum
þess samnings sem væri að renna
út. Í svona stuttri grein er ekki
hægt að tíunda öll smáatriði sem
huga þarf að. Slíkt væri hægt að
gera á undirbúningstíma nýrrar
lagasetningar um gerð kjarasamn-
inga. Vonandi verður sú vinna hafin
sem fyrst, til hagsbóta fyrir þjóð-
arheildina.
GUÐBJÖRN JÓNSSON,
Haukshólum 6, Reykjavík.
Kjarabætur
án verkfalla
Frá Guðbirni Jónssyni:
NÚ get ég ekki orða bundist leng-
ur yfir þeirri vitleysu sem við sjó-
menn látum yfir okkur ganga.
Þetta verkfall sem nú er farið að
ganga á annan mánuð fer sennilega
fljótlega að taka enda og þá örugg-
lega með lagasetningu enn og aft-
ur.
Í fullan áratug og rúmlega það
hef ég hlustað á þessa fosvarsmenn
sjómannasamtakanna koma í fjöl-
miðla eftir lagasetningar og telja
sig hlunnfarna af ríkisvaldinu og
útgerðarmönnum sameiginlega.
Það er nú kannski eitthvað til í
þeirra rökum, að þeir séu ofurliði
bornir og hafi engin svör við laga-
setningum. En því má ekki gleyma
að sjómannaforystan er í 10 ár búin
að æða af stað með verðlagsmálin í
fyrsta, öðru og þriðja sæti og þar
af leiðandi hafa öll önnur mál setið
á hakanum. Fyrir vikið eru samn-
ingar sjómanna orðnir algerlega
úreltir á mjög mörgum sviðum.
En samt sjáum við þessa menn
leggja úti í enn eina vonlausu brátt-
una fyrir sama hlutnum og enn
koma önnur mál einhvers staðar
langt á eftir. Er ekki kominn tími
til að þeir fari að hugsa um önnur
og ekki síður mikilvæg mál og hvíla
þetta verðlagsmál, því þeim er
greinilega ofviða að semja um það
eins og nú er?
Er það ekki að verða sjálfsögð
krafa sjómanna að þessir menn
landi einu sinni samningi sjálfir?
Það er svo auðvelt að segja alltaf
nei og koma til sinna umbjóðenda
sem hetjan er ekki gaf eftir. Þetta
gengur ekki lengur, það liggur í
hlutarins eðli að samningar breyt-
ast með tímanum eins og allt ann-
að.
Við sjómenn hljótum að sjá að
það er víða fáránlega yfirmannað á
íslenskum skipum miðað við er-
lendis. Við hljótum líka að sjá að til
þess að okkar starfsgrein megi
vaxa og dafna verða útgerðarmenn
að geta hagrætt á móti auknum
launakostnaði. Þannig er það í öll-
um öðrum greinum, af hverju ekki
okkar?
Hins vegar er það algerlega óvið-
unandi að lágmarkslaun sjómanna
séu 85.000 kr. á mán og að menn
séu ekki tryggðir almennilega við
störf sín. Það er líka sanngirnismál
að sjómenn fái sömu lífeyrissjóðs-
hækkun og aðrir launþegar hafa
verið að fá á undanförnum árum.
En þetta eru mál sem menn væru
fljótir að ná utan um ef hitt væri úr
sögunni. Önnur verkalýðsfélög
virðast hafa áttað sig á því að
samningar snúast um það að báðir
aðilar gefi aðeins eftir, en okkar
ágætu félög eru greinilega ekki bú-
in að átta sig á þessu og ég stað-
hæfi það að vinna þessara manna
síðustu árin er búin að stórskaða
þeirra umbjóðendur. Þessir menn
vita vel að verkfallinu verður lokið
með lögum vegna þess að land sem
byggir alla sína afkomu á fiskveið-
um getur ekki látið flotann liggja
við bryggju öllu lengur. Þá munu
þeir koma aftur og segja: „Við
gerðum það sem við gátum, en rík-
ið er á bandi LÍÚ.“
Eigum við þá að fara aftur í
verkfall að ári? Ég spyr, er það
ekki lágmark að þessir menn hætti
þessari vitleysu og fari að vinna
sína vinnu og það með því að
semja, en ekki að bíða eftir laga-
setningu eins og þeir gera nú?
Ég borga ekki í stéttarfélag af
því að mér finnst gaman í verkfalli
heldur af því að þeir eiga að semja
fyrir mig; og samningar byggjast,
eins og áður sagði, á því að báðir
aðilar gefi eftir, ekki bara annar.
Þessir menn eru búnir að sýna það
að þeir eru vanhæfir í þetta starf.
Þetta kann að hljóma eins og sé al-
veg á bandi LÍÚ en svo er ekki. Ég
get bara ekki krafið félag sem ég
er ekki í um nokkuð; það er verk
óánægðra útgerðarmanna. En ég
get krafist þess, og geri það, að
mínir menn, sjómannaforystan, fari
að gera alvarlegar tilraunir til að
semja. Það er hennar hlutverk,
ekki að halda okkur í enn einu ár-
angurslausu verkfalli! Og geti þeir
það ekki þá verða þeir að víkja fyr-
ir öðrum mönnum sem það geta.
JÓNAS SIGMARSSON,
Sólbrekku 5, Húsavík.
Opið bréf
til sjó-
manna
Frá Jónasi Sigmarssyni:
FRÓÐLEGT er að fylgjast með um-
ræðunni í grænmetismálum síðustu
daga. Við spurningum um hátt verð-
lag spígspora allir tengdir aðilar um
víðan völl sem litla gula hænan og
segja „ekki ég“, eða ekki benda á
mig.
Hér skal ekki lagt mat á hvenær
verndartollar verða ofurtollar. Það
er umdeilanlegt. Kanski duga vægir
tollar ef annað umhverfi batnar.
Gegn háu verði á grænmeti þarf að
vinna. Það er hins vegar óbilgirni að
krefjast afnáms verndartolla á ís-
lensku grænmeti þegar liggur fyrir
að sambærileg framleiðsla er ríkis-
styrkt með tollum og styrkjum á
heimavelli samkeppnislanda. Slíkt er
einfaldlega ekki samkeppni á jafn-
réttisgrundvelli. Nema menn vilji
viðkomandi atvinnugrein feiga. Þá er
gjarnan bent á sjávarútveg. Hann
gengur án beinna styrkja sem betur
fer. Þar er hins vegar í flestum fiski-
stofnum takmörkuð auðlind, frekar
vöntun á vöru sem selst á góðu verði
um allan heim.
Og margir vilja þessa atvinnu-
grein purrkunarlaust út og telja það
bestu lausn fyrir alla. Hér má nefna
sem dæmi sjálfumglaðan, ágætan
þáttastjórnanda, Egil Helgason, sem
mætir reglulega í sviðsettar sam-
ræður á Rás 2. Með dyggilegum já og
amen spyrjandi spyrlum í grænmet-
isumræðu nýlega var niðurstaðan
giska einföld og hlæjandi afgreidd.
Bændum má fórna. Í gegnum þessa
umræðu er farið með reglulegu milli-
bili en þetta sjónarmið á langt í land
að hafa þingmeirihluta. Vegna hugs-
anlegs afnáms verndartolla er rétt að
minna landbúnaðarráðherra á þá
staðreynd. Nú þegar hann er undir
ofurþrýstingi innflytjenda, heildsala,
kaupmanna, DV, síðdegisspjallara
ásamt Jóni og Jóhannesi, æviráðnum
„neitendakeisurum“.
En hvað með almenning? Hefur
hann risið upp og mótmælt? Það hef-
ur farið fram hjá mér. Boðið var upp
á þægilega „mótmælaleið“ á Netinu
sem er hentugt fyrir þjóð sem nennir
ekki í kröfugöngur lengur . Ekki fer
miklum sögum enn af þátttöku.
Er ekki hugsanlegt, þrátt fyrir all-
an kattarþvottinn síðustu daga, að
einhver af öllum þessum fjölda versl-
ana beri sig illa. Það virðist líkt og
dæmin sanna freisting að leggja
hressilega á vöru þegar verðmyndun
sveiflast líkt og pendúll upp og niður.
Ekki endilega vegna tolla heldur sí-
breytilegs framboðs og eftirspurnar
innanlands sem erlendis. Sérstak-
lega virðist auðvelt að lauma inn
nokkurra tuga eða hundruða pró-
senta álagningu í uppsveiflu. En af
sanngirni skal þess getið að hátt verð
er stundum tilkomið vegna áherslu
verslana á hátt þjónustustig.
Íslenskir neytendur kunna að
meta gæði íslensks grænmetis þó að
Jón Magnússon og fleiri hafi hæðst
að slíku tali. Því miður duga gæðin
vart ein og sér. Ætli ástæða verðs í
hærri kantinum sé ekki staðan á
hnettinum, veðurfar og dýr aðföng.
Hátt verð getur hins vega aldrei ver-
ið markmið bænda, aðeins að greinin
sé lífvænleg og arðbær. Ástæður
gæðanna eru margar en hér skal
nefnt tvennt.
Flestir nota lífrænar varnir. Notk-
un eiturefna er lítil.
Gúrkur og tómatar eru 80 – 90 %
vatn. Drekkur fólk vatn úr krana á
hótelum í Hollandi eða á Spáni?
Finnst fólki þetta vatn (yfirleitt end-
urunnið) betra en íslenskt lindar-
vatn?
Ef svarið er já finnst fólki án efa
spænskir tómatar og hollenskar
gúrkur betri en íslenskar.
VALDIMAR GUÐJÓNSSON.
Gaulverjabæ.
Innlegg ofan í grænmetispottinn
Frá Valdimari Guðjónssyni:
KENNARAR við Suzukitónlistar-
skólann í Reykjavík og Tónlistar-
skóla Árbæjar senda frá sér eft-
irfarandi ályktun:
Tónlistarkennarar eru orðnir
langþreyttir á stefnuleysi í launa-
málum þeirra. Kennarar í tónlist-
arskólum hafa dregist verulega
aftur úr í launaþróun í samanburði
við aðra kennara og launþega í
landinu. Árið 1989 tóku sveitar-
félögin alfarið við rekstri tónlistar-
skólanna en áður höfðu ríki og
sveitarfélög skipt milli sín kostnaði
við reksturinn. Á þeim tíma voru
launakjör tónlistarskólakennara
sambærileg launakjörum fram-
haldsskólakennara og grunnskóla-
kennara með tvöfalt leyfisbréf.
Sagt var að þessi breyting myndi
ekki koma niður á kjörum þeirra.
Nú eru byrjunarlaun tónlistar-
skólakennara með kennararéttindi
eða BA-próf í tónlist 102.020 krón-
ur á mánuði! Tónlistarkennarar
hafa að baki langt og sérhæft nám
sem hefur útheimt mikla vinnu,
tíma og peninga.
Fjölmargar ástæður liggja að
baki kröfu okkar um endurmat á
launum. Þar má helst nefna:
1. Vinnutími tónlistarkennara
hefur færst til með einsetningu
grunnskóla. Mjög fáir kennarar
geta leyft sér þann munað að
vinna á morgnana og ljúka kennslu
fyrir klukkan 17.00. Algengt er að
vinnudagur byrji ekki fyrr en við
lok skóladags hjá nemendum og
standi langt fram eftir kvöldi.
Einnig eru allir tónleikar, tónfund-
ir, æfingar fyrir tónleika og próf,
skipulags- og samstarfsfundir utan
samfellds vinnutíma, iðulega á
kvöldin og um helgar.
2. Kennarar þurfa að útvega
hljóðfæri, nótur, upptökur og önn-
ur gögn til nota við kennslu eða
undirbúning kennslu
3. Í flestum skólum er aðstaða
til undirbúnings kennslu afar bág-
borin þannig að kennarar þurfa að
koma upp aðstöðu heima hjá sér.
4. Í mörgum greinum er mjög
takmarkað til af námsefni. Kenn-
arar þurfa ýmist að semja eða
staðfæra námsefni, jafnvel útsetja
lög til samspils og hljómsveitar-
vinnu.
Tónlist er ríkur þáttur í allri
menningu og daglegu lífi fólks. Á
bak við alla tónlistariðkun liggur
ómæld vinna. Rannsóknir sýna að
tónlistarnám hefur jákvæð áhrif á
almenna greind og þroska ein-
staklingsins auk þess að vera
mikilvægt forvarnarstarf, á borð
við íþróttaiðkun og önnur áhuga-
mál.
Tónlistarkennarar telja að sú
menntun sem þeir veita sé ekki
síður mikilvæg en önnur grunn-
menntun sem veitt er í þjóðfélag-
inu og vilja að þeirra vinna sé met-
in til jafns við aðra kennara.
HILDIGUNNUR
RÚNARSDÓTTIR,
Njálsgötu 6, Reykjavík.
Tónlistarkennarar langþreyttir
Frá Hildigunni Rúnarsdóttur: