Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 35 ✝ Ruth Foss fædd-ist í Þrándheimi 23. nóvember 1923. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 28. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Eug- enie Olufsen og Bern- hard Olufsen. Ruth var næstyngst 5 systkina. Eftirlifandi bróðir er Ivar Oluf- sen. Hinn 29. mars 1952 giftist Ruth Thore Foss, f. 15. ágúst 1916, dáinn 6. júní 1999. Dóttir þeirra er Sigrid Foss, f. 20. janúar 1954. Eiginmað- ur hennar er Guðmundur Jónsson f. 29. júlí 1956. Börn þeirra eru: Laufey, f. 4. október 1985, Stein- unn Ruth, f. 14. desember 1987, Þór, f. 13. október 1990, og Jón Foss, f. 10. janúar 1997. Ruth menntaði sig til starfa við Norska Telegrafen (ritsím- ann). Þar starfaði hún þar til Sigrid dóttir þeirra hjóna fæddist. Ruth vann mikið að félagsmál- um, var mjög virk í stjórnmálum og sat í stjórnum kven- félaga, Voss-musik- klag og fl. Ennfrem- ur sat hún í stjórnum nokkurra líknarfélaga, t.d. Amn- esty International. Ruth verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Á morgun er okkar góða vinkona, Ruth Foss, kvödd hinstu kveðju. Ruth Foss var fædd og uppalin í Noregi. Íslandi kynntist hún af eig- in raun þegar einkadóttir hennar, Sigrid Foss, giftist góðvini okkar Guðmundi Jónssyni og fluttist al- farin frá Noregi til Íslands árið 1977. Þau hjón Ruth og Thore, sem lést fyrir tveimur árum, tóku strax miklu ástfóstri við Ísland og ekki síður Hafnarfjörð þar sem afkom- endur þeirra búa. Um miðjan des- ember ár hvert tókust þau hjónin á hendur ferðalag til Íslands, til þess að verja jólahátíðinni með fjöl- skyldu sinni í Hafnarfirði. Ferða- lagið gat verið langt og strangt en ekkert fékk stöðvað þau í að koma hingað og halda jólin hátíðleg í faðmi dóttur, tengdasonar og barnabarna. Mörgum Íslendingnum kynntust þau hjónin hér, og þeir eru ófáir hér á landi sem sakna Ruth og Thore. Fyrir hálfu öðru ári, þegar Ruth var í sinni venjubundnu jólaheim- sókn, greindist hún með krabba- mein. Það var hennar einlæga ósk að hér gæti hún dvalið í veikindum sínum. Hér vildi hún vera þar til yf- ir lyki. Ruth þreyttist ekki á að dásama þá þjónustu sem hún naut á Íslandi, fyrst á Landspítalanum, þá frá Heimahlynningu og síðar á Líknardeildinni í Kópavogi. Sagði gjarnan að hvergi í heimi hér væri slíkt starfsfólk á ferðinni. Hún var afar þakklát öllu því fólki sem ann- aðist hana í veikindunum. Ruth hafði mjög sterkan per- sónuleika. Hún var rammpólitísk og vann á sínum yngri árum að hinum ýmsu félagsmálum í heimabæ sín- um, Voss. Við vitum að þau hjón nutu bæði mikillar virðingar í Voss enda lögðu þau sitt af mörkum til bæjarfélagsins um áratuga skeið. Ekkert aumt mátti hún Ruth okkar vita og var síspyrjandi um hagi okkar og annarra góðra vina hér á Íslandi. Hún var ákaflega hrifin af börnum, og þess hafa barnabörnin hennar fjögur svo sannarlega fengið að njóta. Okkar börn sakna vinar í stað og þakka fyrir samfylgdina, sem varað hefur alla þeirra ævi. Elsku Sigga okkar. Við biðjum þess að minningarnar góðu sem þú átt muni ylja þér á erfiðum stund- um. Guð veri með ykkur kæru vinir, Sigga, Guðmundur, Laufey, Stein- unn Ruth, Þór og Jónsi. Mormor og morfar munu vaka yfir ykkur öllum. Ruth verður jarðsett í Hafnar- fjarðarkirkjugarði við hlið bónda síns. Það var hinsta ósk þeirra beggja að hvíla í íslenskri mold. Það segir meira en margt annað um hlýjan hug þeirra til lands og þjóð- ar. Blessuð sé minning Ruth Foss. Jóna Dóra, Guðmundur Árni og börn. RUTH FOSS ✝ Brandur ÁgústKristinsson fæddist í Reykjavík 10. október 1948. Hann lést á heimili sínu 26. apríl síðast- liðinn. Kjörforeldrar hans voru Halldóra Björnsdóttir og Brandur Vilhjálms- son, sem bæði eru lát- in. Foreldrar hans voru Rut Gunnlaugs- dóttir húsmóðir og Kristinn Pálsson, út- gerðarmaður í Vest- mannaeyjum, sem bæði eru látin. Brandur kvæntist Hörpu Han- sen 1969, þau slitu samvistir, börn þeirra eru Ólafur Ingi, f. 13.3. 1969, og Halldóra Sigríður, f. 21.11. 1970. Með Hallfríði Einars- dóttur eignaðist hann soninn Ægi Þór, f. 3.3. 1975. Ár- ið 1983 kvæntist hann Báru Bjarna- dóttir og er dóttir þeirra Guðrún Eva, f. 2.1. 1983. Þau slitu samvistir. Brandur starfaði hjá Eimskip í nokkur ár, bæði sem háseti og bátsmaður. Eftir að hann kom í land stofnaði hann mynd- bandaleiguna Vídeó- spóluna ásamt fé- laga sínum Ingi- mundi Jónssyni. Eft- ir að hann seldi sinn hlut þar hóf hann störf hjá Stöð 2 og vann þar meðan heilsan leyfði. Úför Brands fer fram frá Graf- arvogskirkju á morgun, mánu- daginn 7. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku besti pabbi, ég trúi ekki að þú sért farinn frá mér þótt ég vissi að það yrði ekki langt í það, þá lokaði ég alltaf á þá hugsun og mér fannst alveg sjálfsagt að þú yrðir alltaf hjá mér. Ég sakna þín svo sárt, mig vantar svo að tala við þig og sjá þig hlæja og hlusta á röflið í þér, þegar ég vildi horfa á eitthvað í sjónvarp- inu og þú varst svo hneykslaður yfir því að ég gæti horft á svona dellu, en þú hafðir lúmskt gaman af því. Ég man líka þegar ég var lítil og þú hringdir í mömmu og sagðir henni að koma með mig til þín og ég var al- veg viss um að ég hefði gert eitthvað af mér því þið voruð svo alvarleg og svo þegar ég kom þá vildirðu bara gefa mér hjól. Ég var svo mikil pabbastelpa og er enn. Þú varst besti pabbi í heimi. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og ég veit ekki hvað ég geri án þín, en ég veit að þú munt fylgjast með mér. Ætli þú sért ekki rúntandi um núna á nýjum bíl og bú- in að fá þér lazyboystól, stól sem þig langaði svo í. Elsku pabbi minn, ég veit ekki hvað ég get sagt meira því engin orð geta lýst því hvað þú varst góður pabbi og þú varst sko vinur vina þinna. Ég elska þig af öllu hjarta. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér í himnaríki þar sem þú verður fallegasti engillinn. Elsku pabbi minn, ég elska þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku pabbi, Guð geymi þig. Þín dóttir, Guðrún Eva. Elsku Brandur, nú ert þú laus við þín veikindi sem eru búin að hrjá þig í mörg ár. Því miður get ég ekki ver- ið við útför þína þar sem ég er stödd í Bandaríkjunum en ég kveð þig með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Guðrún Eva, minningarnar eru dýrmætar og megi þær milda sársaukann í huga þínum. Ég votta öðrum ástvinum hans mína dýpstu samúð. Anna Margrét. Elsku Brandur pabbi Guðrúnar Evu systur okkar. Þú varst mjög góður maður. Okkur Þórhildi þótti mjög gaman að koma heim til þín með henni. Okkur þótti vænt um þig og gerum enn. Við munum þegar þú varst að hjálpa mömmu og pabba að innrétta háaloftið fyrir Önnu Mar- gréti systur okkar, þegar þú komst niður í kaffi, þá varst þú alltaf að gantast við okkur. Þú varst smiður af Guðs náð og Guð hefur sennilega vantað smið til sín. Guð geymi þig elsku Brandur. Elsku Guðrún Eva, Guð gefi þér styrk á þessu erfiðu tímum. Einnig vottum við öðrum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Ástar- og saknaðarkveðjur, Thelma Björk, Þórhildur Svava. Eitt blað enn er fokið á burt af lífsins tré, það má segja að á bylgju- faldi feigðar hafir þú flotið allan síð- asta áratug, þó ekki sé nú meira sagt bróðir, en stríði þínu og pínu er nú lokið. Það hafði ég eftir læknum og hjúkrunarfólki að þú hefðir haft mörg líf. Andstreymi við vont og virðingarlaust kerfi en þó gott fólk sem annaðist þig af stakri alúð til hinstu stundar heyrir nú sögunni til. Það eru ekki allir sem skilja eða vilja vita um þær mannlegu raunir í lífsins táradal sem þú þurftir að glíma við undir lokin, þar sem kristi- legur kærleikur náði ekki upp á pall- borð þeirra sem vel voru aflögufær- ir. Mér er líka sterkt í minni það ótrúlega æðruleysi og sálarþrek sem þú sýndir, þú kvartaðir nánast aldrei um líðan þína. Oft spurði ég þig hvernig er heilsan í dag? þá var jafnan viðkvæðið, ja ég er nú bara sæmilegur, þó svo þeir sem umgeng- ust þig mest vissu betur. Það voru margir tilgangslausir morgnar sem luku upp samúðarlausum augum yf- ir þessari bágu tilvist, en þó svo skuggar hafi verið í sólarátt, og verulega syrt í álinn, voru þó marg- ar gleðistundir í hérvist þinni, þú hafðir ferðast vítt og breytt um jarð- kringluna, m.a. sagðir þú mér sög- una frá því er þið hjón fóruð til Gam- bíu. Æði margt kom þar á óvart, aðeins einn ljósastaur og forseti landsins hvorki læs né skrifandi. Já húmorinn var aldrei langt undan hjá þér eins og flestir vissu sem til þín þekktu. Á gleðistundum var mikið hlegið að þessari skoplegu mannsmynd sem mannskepnan er í öllum sínum glaum og glamúr og gerir lífið að þeim skemmtilega karakter sem það er. Næmt auga og skarpskyggni á menn og málefni voru þér í blóð bor- in, enda víðsýnn í hugsun, ekki síst af lestri góðra bóka, en þú varst ein- mitt að rýna í eina slíka þegar kallið kom. Þinn var þó draumur allra drauma að geta eignast farartæki svo þú gætir húsvitjað vini og vanda- menn en svo brestur silfurþráður lífsins, nánast öllum á óvart. Já, það er einkennilegt hvað Guð getur ver- ið ólíkur í sálmunum og veðurlaginu, stundum er eins og engin brú sé þar á milli. Eftir situr söknuður sár sem með tíð og tíma verður minning ein um góðan dreng með hlýja nærveru sem átti sér von sem ekki varð að veruleik. Gakk nú á Guðs vegum, bróðir kær. Hilmar. Á morgun, 7. maí, verður til mold- ar borinn fyrrverandi mágur minn og kær vinur, Brandur Kristinsson, sem lést á heimili sínu langt um ald- ur fram hinn 26. apríl síðastliðinn. Svo einkennilegt sem það er tók það mig marga daga að átta mig á því að Brandur væri látinn. Eins og allir vita, sem til hans þekktu, var hann búinn að vera veikur í mörg ár og í nóvember 1999, þá kominn á spítala með hjartabilun á lokastigi, áttu allir von á því að fylgja honum til grafar. En Brandur, öllum til undrunar og síst ekki læknum hans, útskrifast heim í byrjun janúar 2000. Brandur naut þess að borða góð- an mat og drekka góð vín. Hvorugt fékkst á sjúkrahúsinu þannig af hreinni þrjósku fór hann heim til að geta veitt sér þennan munað. Svo langt sem það náði. Það var hans stórkostlegi húmor svo og þrjóskan sem hélt í honum líf- inu síðustu ár svo ekki sé minnst á ást hans á yngstu dótturinni, Guð- rúnu Evu, sem var ljósið í lífi hans og er fráfall hans mikil sorg fyrir hana og eins börnin hans frá fyrri samböndum. Guðrún Eva bjó hjá honum síðustu ár. Brandur minn, nú veit ég að þér líður vel. Engir verkir í fótum leng- ur, köfnunartilfinningin horfin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Að lokum vil ég votta börnum hans, Guðrúnu Evu, Óla, Halldóru og Ægi ásamt Hilmari bróður hans, sem var Brandi svo góður í veikind- um hans, mína dýpstu samúð. Guðrún Bjarnadóttir. Fallinn er frá vinur minn og félagi, Brandur Kristinsson, langt um aldur fram. Ég kynntist Brandi fyrir 35 árum er hann kvæntist frænku konu minnar. Frá þeim tíma þróaðist vinátta sem fáa skugga bar á. Við stofnuðum saman fyrirtæki og rákum það saman í nokkur ár og gekk það samstarf mjög vel. Margar ferðir fórum við saman til innkaupa til London og Glasgow og þar naut Brandur sín, því hann var mjög traustur og skemmtilegur ferða- félagi. Síðan skildu leiðir um stund, við hættum saman með fyrirtækið, en hin síðari ár hittumst við mjög oft og skemmtum okkur þá saman, bæði hérlendis og erlendis. Síðustu fjögur árin voru vini mínum mjög erfið. Hann missti heilsuna en þrátt fyrir það var alltaf gaman að vera með honum því lífsgleðin og skemmtilegheitin voru aldrei langt undan. Ég votta börnum hans og ættingj- um innilega samúð mína. Ingimundur Jónsson. Það er stundum sagt að maður eignist fjölmarga kunningja en fáa vini á lífsleiðinni og ég held að það sé rétt. Brandur var í síðari hópnum og var vandfundinn betri vinur en hann og spann vinátta okkar ca. 30 ár. Brandur var og einnig óvenju vina- margur maður, enda drengur góður sem öllum vildi vel. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman í frítímum og gátum við þá spjallað tímunum saman og farið í marga langa ökutúra, einnig ferðir erlendis svo og á öldurhús bæjarins og stundum lyft glasi og skálað fyrir líf- inu og tilverunni og var þá oft eitt- hvað sterkara í glösunum en Sana- sól. En eftir að Brandur veiktist áttum við langar samræður á sjúkrahúsinu, eða í símanum, er Brandur dvaldist heima. Það sýndi best hve Brandur vinur minn var góður drengur að ekki talaði hann illa um nokkurn mann, þó svo að hann hefði mikið til málanna að leggja, vel lesinn og inni í mörgu og vel fróður. Ekki var heldur til öfund eða afbrýðisemi hjá honum og var hann alltaf fyrstur til þess að gleðj- ast með þeim sem vel gekk hjá og taldi í þá kjark er miður gekk. Það er sárt til þess að vita að nú verða samverustundir ekki lengri í bili. Fallinn er frá í blóma lífsins ljúfur og góður drengur. Gangi hann á Guðs vegum. Jesú segir. Ég lifi og þér munuð lifa. Góður Guð blessi Brand og hans góðu minningu og styrki börn hans og aðra ástvini. Óli Geir. BRANDUR ÁGÚST KRISTINSSON Elsku afi, mig langar í örfáum orðum að kveðja þig. Samveru- stundir okkar voru færri en ég hefði viljað eiga, en þið gerðuð það sem marga dreymir einungis um að gera, siglduð um hnöttinn og upplifðuð ævintýri sem orð fá ekki lýst. Ég var alltaf jafn stolt þegar ég MAGNÚS MAGNÚSSON ✝ Magnús Magnús-son fæddist 24. mars 1927. Hann lést á sjúkrahúsi í Rønne á Borgundarhólmi 22. apríl síðastliðinn og fór bálför hans fram á Borgundar- hólmi. sagði fólki frá ykkur, „Þetta eru afi minn og amma“, afi minn með stóru hendurnar, þykku stóru gleraugun og nefhljóðin þín, þessu gleymi ég aldrei. Ég hefði ekki viljað skipta fyrir allt í heiminum. Þú varst bestur. Elsku afi, ég er svo ofboðslega þakklát fyrir að þið skylduð koma hingað um jólin og eyða þeim með okkur, það voru okkar síðustu stundir. Takk fyrir allt saman. Minningarnar geymi ég í hjart- anu. Þín Kolbrún Elsa. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.