Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 22
EKKI ER ólíklegt að bær-inn Spanish Fork hafigengið undir nafninuSpænskur Forkur með-al Íslendinganna semfyrstir komu þangað,
eins og hjá Laxness. Nafnið er talið
hafa orðið til þegar Silvestre Valez de
Escalante og Francisco Atanasio de
Dominguez, sem voru munkar úr
Franciscan-reglunni, fóru um dalinn.
Þeir voru að leita að greiðfærri leið
frá Santa Fe í Nýju Mexíkó til
Monterey í Kaliforníu árið 1776. Fyr-
ir komu þeirra höfðu indíánar af Ute-
þjóðflokknum hafst við í dalnum en
þeir áttu sér ekki föst heimili. Fyrsta
heimilið í Spanish Fork var reist árið
1850 og fyrstu Íslendingarnir komu
þangað árið 1855, sama ár og bæj-
arfélagið var stofnað. Alls fluttust
410 Íslendingar til Utah á árunum
1855 til 1914. Ástæðan var sú að þeir
höfðu tekið mormónatrú.
Íslendingarnir sem þangað fluttu
áttu mjög erfiða tíma til að byrja
með. Það var helst fátækt og skortur
á tungumálakunnáttu sem stóð þeim
í vegi. Margar fjölskyldur bjuggu sér
til sín fyrst heimili í Utah með því að
grafa sig inn í hlíð nokkra í austur-
hluta Spanish Fork. Þessi heimili
voru því bara moldarholur með hurð.
Þannig bjó afi Johns Johnsons, nú-
verandi formanns Íslendingafélags-
ins, til að byrja með.
Smám saman aðlöguðust Íslend-
ingarnir þó umhverfinu, lærðu
tungumálið og byggðu sér hús ofan
jarðar. Fólki fannst Íslendingarnir
skrítnir í háttalagi og klæðaburði og
íslensk börn sem gengu í skóla lentu
stundum í því að aðrir nemendur
neituðu að sitja við hlið þeirra.
Félagsmenn Íslendingafélagsins í
Utah eru um fimm hundruð talsins
og eru allir af íslensku bergi
brotnir. Það finnst enn fólk í
Spanish Fork sem er ein-
göngu með íslenskt blóð í
æðum, þó svo að því fari
fækkandi. Markmið félags-
ins er að viðhalda tengslum
milli Vestur-Íslendinga og
Íslands.
„Ég get ekki útskýrt af
hverju við höldum svona
sterkt í Íslendinginn í okk-
ur. Það er eitthvað í blóð-
inu,“ segir John Johnson.
„Þegar maður hittir annan
Íslending fær maður það á
tilfinninguna að maður til-
heyri þessari þjóð. Við erum
stolt fólk eins og ég held að
fólk sé á Íslandi. Við urðum
að standa saman til þess að
komast af og þannig hefur
það haldist. Allir þeir Vest-
ur-Íslendingar sem ég
þekki bera sterkar tilfinn-
ingar til Íslands og Íslend-
inga. Þannig hefur þetta
alltaf verið. Við erum stolt af
upprunanum. Ég er búinn
að fara til Íslands og ég veit
að ég á eftir að fara þangað
aftur. Ég lít á sjálfan mig
sem Íslending og þegar ég
fór til Íslands fannst mér ég
vera kominn heim.“
Mormónakirkjan á
stærsta safn ættfræðiupp-
lýsinga sem til er. Fólk kemur víða að
úr heiminum til þess að leita sér upp-
lýsinga úr því safni en stærstur hluti
þess er varðveittur í safni kirkjunnar
í Salt Lake City. Í safnhúsi í Spönsk-
um Forki er íslenska ættfræðisafn
mormónakirkjunnar. Bliss Anderson
sér um að halda þeim upplýsingum
við.
„Íslendingar hér hafa meiri áhuga
á ættfræði heldur en flestar aðrar
þjóðir og það sama á við um okkur hér
í Utah. Þú getur fundið ansi mikið af
ættfræðiupplýsingum hér, en það eru
sjálfsagt til bækur á Íslandi sem okk-
ur vantar í safnið. Í Vesturfarasafn-
inu á Hofsósi eru myndir af 185 af
þeim 410 sem hingað fluttu og við er-
um stöðugt að reyna að bæta í safn-
ið.“
Á heimili Bliss Anderson er heilt
herbergi undirlagt af ættfræðiupp-
lýsingum og í miðjunni er tölva sem
inniheldur ættfræðigagnagrunn.
„Kirkjan leggur mikla áherslu á fjöl-
skylduna og forfeðurna,“ segir Bliss.
Íslendingarnir í Spanish Fork
halda Íslendingadag fyrstu helgina í
ágúst, líkt og þeir gera í Kanada, og
John Johnson heldur að þau hátíð-
arhöld hafi átt mestan þátt í að við-
halda arfleifðinni.
„Það var stórkostlegt að fá forseta
Íslands hingað í heimsókn. Hann
sagði okkur að fólkið á Íslandi vissi
meira um okkur en það gerði áður og
skildi okkur og forfeður okkar betur
og það er mikils virði.“
Þeir Íslendingar sem upphaflega
fluttu til Utah höfðu tekið mormóna-
trú og John segir að flestir hafi haldið
trúnni eftir að þeir settust að í Span-
ish Fork. Jeff Johnson, sonur Johns,
var nýlega sendur til Íslands sem trú-
boði og kom til baka altalandi á ís-
lenska tungu.
Jeff sagðist hafa verið mjög
ánægður með að hafa verið sendur til
Íslands. Kirkjan sendir trúboða til
margra landa, en að jafnaði eru að-
eins um átta trúboðar á Íslandi.
„Mormónakirkjan hefur verið til á
Íslandi í mörg ár en hún
hefur vaxið hægt og það
hefur verið erfitt fyrir okk-
ur að fá fólk til að skilja um
hvað líf okkar snýst. Nú
held ég að þetta gæti verið
að breytast því fólk veit
meira um okkur og morm-
ónatrúna. Kirkjan er helsta
ástæða þess að við höfum
haldið saman.“
Faðir Johns, John K.
Johnson, var formaður
nefndar sem falið var það
verkefni að byggja minnis-
merki um íslensku innflytj-
endurna. Þeir völdu að
byggja vita í miðjum
Spönskum Forki og á
kvöldin kviknar ljósið í
þeim vita þó svo að hann sé
eins langt frá hafi og komist
verður.
Mormónar drekka ekki kaffi
Ég hafði varið mestöllum
deginum í að heimsækja Vestur-Ís-
lendinga í Spönskum Forki og af ein-
hverjum ástæðum var ég orðinn pirr-
aður þegar sólin var farin að lækka á
lofti. Orsök pirringsins var mér hulin
þar til ég kom inn á heimili Emils
Þórs Emilssonar og Ingibjargar Ein-
arsdóttur, konu hans.
„Má bjóða þér kaffi?“ sagði Ingi-
björg og ég áttaði mig allt í einu á því
að enginn hafði boðið mér kaffi fyrr
en nú.
„Mormónar drekka ekki kaffi,“
segir Emil Þór, en Ingibjörg bætir
því við að þau eigi alltaf kaffi inni í
skáp ef ske kynni að Íslendingar
kæmu í heimsókn.
Í sögubókum íslenskra mormóna í
Utah má sjá frásagnir af kaffi-
drykkju fyrstu landnemanna og
hvernig sumar ömmurnar hafi spáð í
bolla. Því er svo bætt við að ekki hafi
öllum landnemunum tekist að venja
sig af þessu ósið.
Emil og Ingibjörg drekka ekki
kaffi enda eru þau búin að vera
mormónatrúar í mörg ár. Þegar nöfn
þeirra voru dregin út í landvistar-
happdrættinu ákváðu þau að láta
gamlan draum rætast og prófa að
búa í Bandaríkjunum. Utah varð fyr-
ir valinu því þau áttu þar þegar
marga vini úr kirkjustarfinu. Þar
hafa þau búið ásamt þremur börnum
sínum síðan um vorið 1996 og ekki
annað að sjá en að þau hafi komi sér
vel fyrir þó svo að fyrstu árin hafi
verið erfið.
„Við vorum í leiguhúsnæði til að
byrja með. Þar sem við vorum með
tvo ketti var erfitt fyrir okkur að
finna gott húsnæði því fólk vill ekki
leigja þeim sem eiga gæludýr,“ segir
Ingibjörg.
Emil reyndi fyrir sér í atvinnu-
rekstri til að byrja með en gekk illa
og endaði á því að fá sér vinnu á bíla-
verkstæði. „Það var dálítið sjokk að
lenda aftur á verkstæði því ég hafði
lært réttingar sem ungur maður en
fékk nóg af því,“ segir hann. Nú reka
þau sitt eigið verkstæði og gengur
vel.
Emil segir að mormónar í Vest-
mannaeyjum í lok nítjándu aldar hafi
í raun verið flæmdir frá Íslandi.
„Mormónakirkjan var og er flokkuð
sem sértrúarsöfnuður og viðhorfin
hafa sjálfsagt verið þau sömu í lok
nítjándu aldar og þau eru núna. Það
er annars vegar þjóðkirkjan og hins
vegar þessir skrítnu. Þannig var að
minnsta kosti viðhorfið þegar við
gengum í kirkjuna 1984.“
„Ég heillaðist af þessum stað. Það
er mjög mikil náttúrufegurð hérna og
mikil veðurblíða,“ segir Emil. „Mað-
ur þarf ekki að líta út um gluggann
áður en maður fer út á sumrin. Mað-
ur hoppar í stuttbuxurnar og svo út.“
„Ef það var einhver snefill af
heimþrá eftir hjá mér þá læknaðist
ég eiginlega af henni þegar við fórum
í heimsókn til Íslands í nóvember fyr-
ir rúmu ári. Það var svo kalt og svo
mikill vindur, svo mikið myrkur og
bensínið svo dýrt að maður var bara
feginn að komast til Utah aftur.“
Hjá Íslendingum í
Spænskum Forki
Skiltið á minnismerkinu í Spönskum Forki.
Vestur-íslensku
mormónarnir
eru stoltir af
upprunanum.
John Johnson við minnismerki um íslensku landnemana í Spönskum Forki.
Morgunblaðið/Jón Einarsson Gústafsson
Bliss Anderson sér um þann hluta ættfræðisafns mormónakirkjunnar sem inniheldur upplýsingar
um Íslendinga.
Bærinn Spanish Fork stend-
ur skammt sunnan borg-
arinnar Salt Lake í Utah-
ríki í Bandaríkjunum. Jón
E. Gústafsson segir frá
heimsókn til bæjarins, sem
kallaður var Spænskur
Forkur í Paradísarheimt
Halldórs Laxness.
22 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ