Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 55 Windows, tölvupóstur og internet, Word. Kl. 09.00 - 13.00 eða kl. 18.00 - 22.00 mánudaga - fimmtudaga alls 36 kennslustundir Windows, tölvupóstur og internet, Word og Excel. Kl. 09.00 - 13.00 eða kl. 18.00 - 22.00 mánudaga - fimmtudaga alls 48 kennslustundir Windows, tölvupóstur og internet, Word 1, Word 2, Excel 1, Excel 2 og Excel 3. Kl. 09.00 - 13.00 eða kl. 18.00 - 22.00 mánudaga - þriðjudaga eða miðvikudag - fimmtudag, tvö skipti. Hvert námskeið 12 kennslustundir Kennd verður fingrasetning og gerðar hraðaæfingar með aðstoð nýjustu forrita á þessu sviði, algengt er að innsláttarhraði þrefaldist á slíku námskeiði. Kl. 09.00 - 13.00 virka daga, samtals 42 kennslustundir Inngangur að tölvunotkun, fingrasetning, Windows, teikniforrit, internet og margmiðlun kynnt. Kl. 09.00 - 13.00 virka daga, samtals 42 kennslustundir Notkun internetsins, einföld heimasíðugerð, Powerpoint myndvinnsluforritið og möguleikar margmiðlunar. Kl. 09.00 - 13.00 virka daga, samtals 42 kennslustundir Farið í að búa til heimasíðu fyrir nemendur með aðstoð Front Page forritsins vinsæla. Nemendur læra að setja inn myndir og texta og tengja það saman í heilstæða heimasíðu með þeim upplýsingum sem þeir kjósa.Kl. 09.00 - 13.00 virka daga, samtals 42 kennslustundir ALLT áhugafólk er velkomið á fyr- irlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/ sam/dagbok.html. Nýbreytni í rannsóknum á félags- aðstæðum barna – sjónarhorn barnsins. Mánudaginn 7. maí kl. 12.15– 13.15 mun Guðrún Kristinsdóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands, fjalla um nýbreytni í rannsóknum á félagsaðstæðum barna. Guðrún fjallar í málstofunni um þróun breskra og norrænna athugana. Umfjöllunin verður m.a. tengd dæmi um íslenska rannsókn, sem er í undirbúningi meðal íslenskra fóst- urbarna í samstarfi við Barna- verndarstofu, en þessi málefni hafa lítið verið rannsökuð hérlendis. Málstofan verður haldin í fundar- herbergi félagsvísindadeildar á 1. hæð Odda og er hún opin öllu áhugafólki um þróun félagsráðgjaf- ar innan Háskólans sem utan. Kennarar og nemendur eru sér- staklega hvattir til að mæta. Náttúruvá í Puerto Rico. Þriðju- daginn 8. maí kl. 14.30 mun dr. Jose Molinelli, prófessor og forstöðumað- ur umhverfisskorar raunvísinda- deildar háskólans í Puerto Rico, halda fyrirlestur á vegum Umhverf- isstofnunar HÍ. Hann mun fjalla um náttúruvá og önnur umhverfismál í Puerto Rico. Fyrirlesturinn ber heitið Natural Hazards and Land Use Planning Issues in Puerto Rico. Hann verður haldinn á ensku og fer fram í stofu 205 í Lögbergi. Hádegisfundur Sagnfræðinga- félagsins. Þriðjudaginn 8. maí kl. 12.05–13 mun Kristjana Kristins- dóttir sagnfræðingur flytja erindi á hádegisfundi hjá Sagnfræðinga- félaginu. Fyrirlesturinn nefnist Skjalasöfn í Þjóðskjalasafni Íslands og fer fram í Norræna húsinu. Fyrirlestur hjá Íslenska mál- fræðifélaginu. Miðvikudaginn 9. maí kl. 17.15 mun Jorge Hankamer, prófessor við málvísindadeild Kali- forníuháskóla í Santa Cruz, flytja fyrirlestur í boði Íslenska málfræði- félagsins kl. 17.15 í stofu 201 í Lög- bergi. Fyrirlesturinn verður á ensku og nefnist „Definite Nouns and Definite NPs“. Í honum verður fjallað um formgerð nafnliða í nor- rænum málum, einkum dönsku. Bólusetningar gegn krabbameini? Fimmtudaginn 10. maí mun Þórunn Rafnar ónæmisfræðingur flytja er- indi í málstofu í læknadeild. Erindið nefnist: Bólusetningar gegn krabbameini? og fer fram í sal Krabbameinsfélags Íslands, efstu hæð, og hefst kl. 16.15 en kaffiveit- ingar eru frá kl. 16. Reiknað í sjóinn. Fimmtudaginn 10. maí kl. 16.15 mun Sven Þ. Sigurðsson prófessor flytja erindi, sem nefnist Reiknað í sjóinn. Fjallað verður um ýmis reiknifræðileg úrlausnarefni við hönnun á reiknilíkani fyrir grunn- sjávarstrauma. Lýst verður, hvern- ig slíkt líkan tengist reiknilíkönum af göngum fiska, sem verið er að þróa á reiknifræðistofu Raunvís- indastofnunar. Fyrirlesturinn er á vegum Íslenzka stærðfræðafélags- ins og verður fluttur í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvísinda- deilda háskólans á Hjarðarhaga 6. Fræðslufundur á Keldum. Fimmtudaginn 10. maí kl. 12.30 verður fræðslufundur á Keldum. Þar mun Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir Hólum, tala um „Spatt í íslenskum hestum“. Fræðslufund- urinn er haldinn á bókasafni Keldna. Námskeið Endurmenntunar- stofnunar HÍ. Vefsetur: www.end- urmenntun.is. Electronic Com- merce and New Media – í boði Vienna University of Ecomomics. Tími: Mán. 7. maí–18. júní kl. 16.30– 18. Endurhæfing lungnasjúklinga. Námskeiðið er einnig kennt í gegn- um fjarfundabúnað á Akureyri. Umsjón: Dóra Lúðvíksdóttir, lungnasérfræðingur á Reykjalundi og Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Kennarar auk Dóru eru íslenskir og erlendir sérfræðingar. Tími: 7. og 8. maí kl. 9–16. Unix 3. Kennari: Yngvi Þór Sig- urjónsson hjá Teymi hf. Tími: 7. maí kl. 8.30–12.30 og 8. maí kl. 13–17. Afskriftir í TBR. Umsjón: Hall- dór J. Harðarson Ríkisbókhaldi. Tími: 7. maí kl. 13–17 og 8. maí kl. 9–13. Vísindavefurinn Hvers vegna? – Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nem- endur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er http://www.visindavef- ur.hi.is. Sýningar. Árnastofnun, Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suð- urgötu. Handritasýning er opin kl. 14–16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 11–16 mánudaga til laugardaga, 1. júní til 25. ágúst. Þjóðarbókhlaða. Myndir úr Maríu sögu. Sýning á útsaumuðum smámyndum eftir Elsu E. Guðjónsson í Þjóðarbók- hlöðu 15. mars–30. apríl. Myndir úr Maríu sögu eftir Elsu E. Guðjónsson eru átján útsaumað- ar smámyndir ásamt frumsömdum vísum sem skírskota til sögu hinnar helgu meyjar eins og hún er sögð í Maríu sögu, íslenskri helgisögu frá 13. öld. Þá er einnig á sýningunni veggteppi með sömu myndum. Þróun námsefnis á 20. öld. Þriðjudaginn 17. apríl var opnuð í Þjóðarbókhlöðu sýning um þróun námsefnis. Sýningin ber heitið Þró- un námsefnis á 20. öld: Móðurmálið – náttúran – sagan og stendur hún til 31. maí og er opin á afgreiðslu- tíma safnsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sett er upp sýning af þessu tagi hér á landi. Hún tekur til námsefnis fyrir skyldunám og hafa verið valin sýnishorn náms- bóka í nokkrum greinum frá því um og eftir aldamótin 1900, frá miðri öldinni og loks frá síðustu árum. Orðabankar og gagnasöfn. Öllum er heimill aðgangur að eft- irtöldum orðabönkum og gagna- söfnum á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans: Íslensk málstöð. Orðabanki. Hef- ur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ ob/. Landsbókasafn Íslands – há- skólabókasafn. Gegnir og Greinir: http://www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þró- unarstarfs: http://www.ris.is Dagbók Háskóla Íslands Alfa Romeo 156 Árg. 29.9.1998. Ekinn 33 þús. km, 1600 bsk, einn eigandi, álfelgur, sportpakki o.m.fl. Áhv. bílalán 1.012.000 kr. Ásett verð 1.430.000 stgr. Upplýsingar á Bílasölu Guðfinns í síma 562 1055. VEÐUR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.