Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGSVEIT Hafnarfjarðar hélt debúttónleika í Hafnarborg í Hafnar- firði dagana 26. og 27. apríl sl. Það var meira en húsfyllir á hvorum tveggja tónleikunum og á þeim seinni varð fólk frá að hverfa. Tónleikarnir vöktu gríðarlegan fögnuð áheyrenda enda var hér um einstæðan viðburð að ræða. Við listaflóru Hafnarfjarðar- bæjar var að bætast stórsöngsveit sem hefur það að markmiði að flytja aðallega óperu- og óperettutónlist. Í Hafnarfirði stendur listastarf með miklum blóma, má þar nefna Hafn- arborg, menningar- og listastofnun sem stendur fyrir fjölbreyttum mál- verkasýningum og tónleikahaldi, þá er leikhús Hafnarfjarðar í röð fremstu leikhúsa landsins. Kvik- myndasafn Íslands flutti 1997 til Hafnarfjarðar og var hvers kyns myndefni, bæði innlendu og erlendu, þar í fyrsta sinn búin viðunandi geymsluaðstaða. Umgjörð tónleikanna var sérlega smekkleg og hátíðleg þar sem mál- verk eftir Jón Gunnarsson prýddu veggi og sviðið afar fallega hannað. Fyrir framan söngpalla kórsins var útbúin sena með ljósum teppum fyrir einsöngvara, stjórnanda og flygil. Fagrar blómaskreytingar prýddu sviðið og nægt rými var fyrir flytj- endur. Formaður kórsins, Jóhannes Kristjánsson, bauð gesti velkomna. Það ríkti mikil eftirvænting þegar Elín Ósk Óskarsdóttir, stjórnandi og stofnandi Söngsveitar Hafnarfjarðar, birtist. Hún gaf strax tóninn í því að gera andrúmsloftið á tónleikunum létt og afslappað með því að kynna hvert viðfangsefni þannig að fólk fylgdist vel með og vissi um hvað ver- ið var að syngja. Þetta fyrirkomulag, að kynna munnlega í stað þess að hafa skýringar í efnisskrá, er í raun mun heppilegra á tónleikum sem þessum þar sem viðfangsefnin eru úr mörgum óperum og frá mismunandi tímabil- um, fólk nær einfaldlega ekki að setja upp gleraugun og rýna í lítilli birtu í söngskrána. En það þarf að gera vel og var aðdáunarvert hve örugg Elín var í kynningum og framsögn skýr og eðli- leg. Fyrsta viðfangsefni tónleikanna var hinn frægi Fangakór, Va, pens- iero, úr óperunni Nabucco eftir Verdi. Hann er einn þekktasti kór óperutón- bókmenntanna og óperan Nabucco var fyrsti sigur Verdis sem óperutón- skálds. Verdi tók virkan þátt í sjálf- stæðisbaráttu Ítala, og fangakórinn í lok þriðja þáttar óperunnar, þegar hebreskir fangar syngja um þrá sína til horfins heimalands, varð söngur sem Ítalir tóku sem sinn örlagasöng og varð einn vinsælasti söngur á Ítal- íu. Söngur kórsins hófst varfærnis- lega en milt og varð síðan sterkur og furðu hljómmikill og leiddur áfram af styrkri stjórn Elínar Óskar. Næst tók við annar frægur Verdi-kór, Coro di Zingari. Sígaunakórinn er upphafskór ann- ars þáttar, kórinn var glæsilega flutt- ur og píanóleikarinn Peter Maté spil- aði langt forspilið með bravúr og hljómaði eins og heil hljómsveit. Þarna sýndi Elín Ósk veruleg tilþrif sem stjórnandi. Það var eftirtektar- vert hve skýrt og hnitmiðað taktslag hún hefur og innkomur voru til fyr- irmyndar, að auki hefur hún útgeislun og sönggleði sem smitar alla kór- félaga og skilar sér til áheyrenda. Af- ar skemmtilegt var að heyra slag- verkið með kórnum þar sem Heimir Þór Kjartansson, 12 ára, lék á þríhorn og Smári Eiríksson kórfélagi á steðja, báðir af miklu öryggi og kunnáttu. Barcarolle eða Bátssöngur úr Ævin- týrum Hoffmanns eftir J. Offenbach var næstur á dagskrá. Þar sungu þær Gréta Jónsdóttir og Hanna Björk Guðjónsdóttir tvísöng með kórnum. Elín Ósk hefur tekið þá skemmtilegu ákvörðun að gefa söngfélögum tæki- færi til að syngja einsöng með kórn- um enda hafa margir kórfélagar margra ára söngnám að baki. Báts- söngurinn hljómaði milt og elskulega, Gréta var svolítið óstyrk í fyrstu og hefði mátt gefa meiri hljóm í altrödd- ina, Hanna Björk hefur bjarta og hreina sópranrödd og í samsöngnum hljómuðu þær vel saman og Elín Ósk og Peter ásamt kórnum náðu að mynda mjúka næturstemmningu. Næst söng Kjartan Ólafsson aríu dr. Malatesta, Bella siccome un ang- elo, úr óperunni Don Pasquale eftir Donizetti. Kjartan hefur hljómfagra og jafna baritónrödd með góða dýpt og tónhæð. Hann söng af myndugleik og söng erfiðar kadensurnar og hæstu tónana auðveldlega. Þá sungu þeir Kjartan og Þorgeir J. Andrésson dúett úr óperunni Perluköfurunum eftir G. Bizet, Au fond du temple saint. Þessi dúett þykir einn fegursti tenór-baritóndúett franskra óperu- tónbókmennta. Þorgeir J. Andrésson hefur verið mikilvirkur tenór á ís- lensku óperusviði mörg undanfarin ár. Hann eflist við hverja áskorun og hef ég varla heyrt hann syngja jafnvel áður. Dúettinn hljómaði afar fallega, rödd Kjartans var á fegursta sviði og báðir eru þeir bráðmúsíkalskir. Efnisskránni fyrir hlé lauk með því að söngsveitin söng tvo kóra úr óp- erunni Cavalleria Rusticana eftir P. Mascagni í íslenskri þýðingu Frey- steins Gunnarssonar og Guðmundar Jónssonar. Fyrri kórinn, Glóaldin angar, er opnunarkór óperunnar þeg- ar sveitafólkið er að koma til kirkju á páskadagsmorgni. Þessi kór er afar léttur og leikandi og reynir mjög á stjórnandann að ná réttri stemmn- ingu og auðmýkt í tilefni dagsins. Elín og kórinn leystu þetta afar vel af hendi. Seinni kórinn, Vér höldum á heimleið, er í raun drykkjusöngur Turiddu þar sem hann býður þorps- búum vínglas á krá móður sinnar. Þorgeir J. Andrésson brilleraði sem Turiddu og kórinn tók undir og fyrri hluta tónleikanna lauk með bravúr. Efnisskráin eftir hlé hófst á tersett úr óperettunni Leðurblökunni eftir J. Strauss, í íslenskri þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Þessi tersett Rosal- inde, Adele og Eisenstein úr fyrsta þætti þykir eitt helsta eyrnakonfekt óperettunnar, og þar sungu þau Elín Ósk, Hanna Björk og Þorgeir. Það var orðið spennandi að bíða eftir því að Elín Ósk syngi, hún söng hlutverk Rosalindu af yfirburðaöryggi, fljót- andi raddmagni, bæði veikum og sterkum söng, og tók háa C-ið í lokin með glæsibrag. Þorgeir og Hanna Björk sungu líka mjög markvisst og vel. Söngur Vilju úr óperettunni Kátu ekkjunni eftir F. Leh- ár var næst á efnis- skránni, íslensk þýð- ing Karl Ísfeld og Guðmundur Jónsson. Hanna Björk Guð- jónsdóttir söng hlut- verk nöfnu sinnar Glawari með kórnum, sem söng afar mjúkt og fallega, og kom á óvart hve Hanna Björk söng ljúft og hreint einsöngshlut- verkið og söng tví- strikað „h“ í lokin án fyrirhafnar. Þá sungu Elín Ósk og Þorgeir dúettinn Varir þegja, vildu segja… úr sömu óperettu. Dúettinn var mjög fallega mótaður hjá þeim og kórnum og þau náðu að lyfta þessum annars of sungna dúett með hrífandi söng, sannfærandi ástarjátningu ásamt glæsilegum háum lokatónum og bravóin glumdu í salnum. Vín, borg minna drauma eftir Rudolf Secz- ynski söng Steinarr Magnússon með kórnum. Hann virtist taugaóstyrkur í fyrstu enda ekki auðvelt að syngja á eftir Elínu Ósk og Þorgeiri. Það kom niður á hljómgæðum en hann náði sér vel á strik eftir að kórinn kom með og lauk laginu vel. Þorgeir J. Andrésson söng hina flottu Grobbaríu Barynkay úr fyrsta þætti óperettunnar Sígaunabarónsins eftir J. Strauss í ísl. þýð. Egils Bjarnasonar ásamt kórnum og gerði það sannfærandi og skemmtilega. Þá sungu þau Elín Ósk og Þorgeir dúett- inn Um vígslu spyr hann nú, úr öðrum þætti sömu óperettu, sá ástardúett er þekktasti söngur óperettunnar og er melódían alþekkt og fögur. Það var skemmtilegt að sjá Hönnu Björk stíga fram úr röðum kórsins og taka við tónsprotanum og leiða Elínu Ósk yfir í annað hlutverk, en Hanna tók við til að stjórna innkomu kórsins í þessum dúett. Það var óborganlegt að sjá þau Elínu Ósk og Þorgeir flytja þennan dúett, því strax í forspilinu, þegar Þorgeir gengur til hennar og hún bíður hans, eru þau þegar komin inn í þá ljúfu stemmningu sem þau halda svo út dúettinn með undurveik- um tónum og leikandi tónhæð. Loka- söngur tónleikanna var Inngöngu- mars úr þriðja þætti Sígauna- barónsins þar sem kórinn söng af lífi og sál með miklum hljómgæðum og voru fagnaðarlætin slík í lok tón- leikanna að undirrituð man vart ann- að eins. Eftir hneigingar og bravó- hróp söng kórinn að lokum sem aukalag hinn þekkta Radetzky-mars og stóðu áheyrendur upp og klöppuðu í takt við tónlistina og hylltu hann. Söngsveit Hafnarfjarðar var stofn- uð í september sl. af Elínu Ósk Ósk- arsdóttur. Það er ótrúlegt hve góðum árangri Elín Ósk og kórinn hafa náð á svo stuttum tíma, en Elín Ósk er reyndur stjórnandi og músíkölsk fram í fingurgóma. Hún er einnig uppörvandi og hjálpsöm við kórfélaga og þau hafa komið til móts við hana með vinnusemi og sönggleði og kom það greinilega fram í góðri dýnamík og tjáningu. Það er afar sjaldgæft að stjórnandinn taki einnig að sér að kynna og syngja krefjandi einsöngs- hlutverk og leysa þau hlutverk jafn glæsilega af hendi og Elín Ósk gerði. Þá hafði stóru hlutverki að gegna Pet- er Maté, sem spilaði alla tónleikana og leysti það afbragðsvel af hendi. Það er fyllsta ástæða til að óska Hafnarfjarðarbæ til hamingju með tilkomu Söngsveitar Hafnarfjarðar. Elín Ósk sýndi og sannaði með þessum tónleikum að hún er fjölhæf tónlistarkona með meðfædda túlkun- arhæfileika og það fer ekki á milli mála að hún er ein okkar allra besta óperusöngkona. Það hlýtur að vera krafa tónlistarunnenda að fá að heyra Elínu Ósk syngja, bæði með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og í Íslensku óp- erunni. Glæsilegir óperu- og vínartónleikar TÓNLIST H a f n a r b o r g Söngsveit Hafnarfjarðar. Stjórn- andi: Elín Ósk Óskarsdóttir. Píanó: Peter Máté. Slagverk: Smári Eiríksson og Heimir Þór Kjart- ansson. Einsöngvarar: Þorgeir J. Andrésson, Gréta Jónsdóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Steinarr Magnússon, Kjartan Ólafsson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Fimmtudaginn 26. apríl kl. 20. ÓPERU- OG VÍNARTÓNLEIKAR Þuríður Pálsdótt ir Þorgeir J. Andrésson og Elín Ósk Óskarsdóttir. BERGLIND Björnsdóttir er ung- ur ljósmyndari sem hélt sína fyrstu einkasýningu í fyrra, í Gallery Alexie í New York. Árið 1994 útskrifaðist hún með BA-gráðu frá Listaskóla Ríkisháskólans í Arizona, og hefur síðan tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum, hér heima og í Bandaríkjun- um. Sýningu sína nefnir hún 2001 Space Odyssey, í tilefni af ártalinu. Það er auðvitað tilvitnun í hina ágætu kvikmynd Stanley Kubrick, frá 1968, sama ári og Berglind fædd- ist. En það er annað í sýningunni sem minnir á geimflakk. Myndirnar eru nefnilega allar teknar með að- stoð fiskilinsu, eða kúlu sem endur- kastar umhverfinu hnöttótt líkt og horft sé á plánetu. Þannig arta allar fyrirmyndir Berglindar sig sem hnettir, hvort sem hún myndar bárujárn, járn- grind yfir niðurfalli eða baldursbrá. Brennipunkturinn þenur sig móti auganu en allt annað sveigist í hring og myndar hnattlagið. Segja má að hver hnöttur sé eins og smáveröld, ef til vill oltin út úr ævintýri Saint-Ex- upéry um Litla prinsinn, eða úr til- raunastöð Steinu Vasulka í tengslum við Alvision-kúluna spegilfægðu sem nemur allt sem að henni er beint. Táknræn endurspeglun þessara mynda verður afar sterk því það að sýna brot af heiminum sem hnöttinn allan er vissulega snjallt. Hitt er svo annað mál hvort hugmyndin þolir allar þessar margvíslegu útgáfur á einni sýningu án þess að virka þreytt og tilbreytingasnauð. Þetta er vissu- lega vandi sýninga sem byggjast á einu þema. Lausnin er sú að sýna minna en gefa til kynna að fleiri ein- tök og afbrigði séu til þótt þau hangi ekki uppi. Umgjörð ljósmyndanna eru gaml- ir, látlausir gluggar, hver og einn einstakur. Þetta er nokkuð snjallt og eykur til muna táknrænt ríkidæmi verkanna án þess að virka teprulegt. Reyndar vinna rammarnir gegn ein- hæfni formsins og því verður sýn- ingin lífrænni og dýpri fyrir vikið. Í heild er þessi einkasýning Berglind- ar góður fengur og sýnir að ljós- myndin er að sækja í sig veðrið hér heima. Verk á sýningu Berglindar Björnsdóttur í Galleríi Ófeigs. Heimur í hnotskurn MYNDLIST G a l l e r í Ó f e i g s , S k ó l a v ö r ð u s t í g Til 16. maí. Opið virka daga frá kl. 10–18, laugardaga frá kl. 11–16 og sunnudaga frá kl. 13–17. LJÓSMYNDIR BERGLIND BJÖRNSDÓTTIR Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.