Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 15
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 15
Í LISTAKLÚBBI Leikhúskjall-
arans nk. mánudagskvöld kl.
20.30 verður dagskráin helguð
japanskri menningu. Gestir
kvöldsins eru sr. Myako Þórð-
arson sem flytur smásögu af dvöl
hennar á Íslandi í þrjá áratugi.
Bókmenntafræðingarnir Stef-
án Baldur Árnason, sem fjallar
um skáldið Haruki Murakami, og
Björn Þór Vilhjálmsson, sem
ræðir um japanskar teikni-
myndasögur með myndskýring-
um. Kolbeinn Bjarnason blæs
anda í bambusflautu, shaku-
hachi, fornt hljóðfæri sem á sér
djúpar rætur í menningu Japana.
Þóroddur Bjarnason rifjar upp
námsár í myndlist og kynni af
landi og þjóð. Asako Ischihashi
lærði dans í Japan og Bandaríkj-
unum. Hún stofnaði Balletskól-
ann á Akureyri fyrir sex árum.
Asako dansar eigið spunaverk
við japanska tónlist.
Einnig verða flutt japönsk ljóð
í þýðingu Helga Hálfdanarsonar
og gestum kvöldsins gefst færi á
að kynnast japanskri matargerð-
arlist.
Aðgangseyrir kr. 1.000, kr. 500
fyrir skólafólk og eldri borgara.
Japanskvöld í
Listaklúbbnum
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga
minnast þess með dagskrá í Ís-
lensku óperunni kl. 21 annað kvöld
að fimmtíu ár eru liðin síðan banda-
ríski herinn steig hér á land og er
henni ætlað að vekja athygli á því
að herinn er hér enn. Annað tilefni
dagskrárinnar er að þennan dag
kemur út á geisladiski þriðja útgáfa
Sóleyjarkvæðis eftir Jóhannes úr
Kötlum við lög eftir Pétur Pálsson
en sú plata kom fyrst út 1967 og
aftur 1973. Lára Stefánsdóttir
dansari sýnir frumsamið dansverk
við hluta Sóleyjarkvæðis. Hjalti
Rögnvaldsson leikari og Arnrún
Þorsteinsdóttir lesa ljóð og tónlist-
aratriði verða í höndum Vox Fem-
inae, Bubba Morthens og Guð-
mundar Péturssonar gítarleikara,
rapphljómsveitarinnar XXX Rott-
weilerhunda og þjóðlagakvartetts-
ins Emblu.
Ávarp miðnefndar flytur Stein-
unn Þóra Árnadóttir og Kolbeinn
Óttarsson Proppé sagnfræðingur
flytur pistil um Ísland með og án
hers.
Kynnir á dagskránni verður Arn-
ar Jónsson leikari.
Dagskrá vegna hersetu
ATVINNA mbl.is