Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 25
ÞEGAR ég brosi af kurt-eisi er ég að þóknastviðmælanda mínum.Þegar ég hneigi mig
fyrir forsetanum er ég að þókn-
ast yfirvaldinu. Þegar ég þegi um skoðanir
mínar er ég að þóknast þeim sem stjórna.
Þegar ég skutla börnunum mínum í skól-
ann er ég að dekra við eftirlætin mín. Þeg-
ar ég klæðist á morgnana er ég að þóknast
tískunni.
Ef að er gáð, þá erum við meira og minna
sífellt að reyna að þóknast. Þóknast for-
eldrum, kennurum, vinnuveitendum, emb-
ættismönnum, ráðherrum og guð má vita
hverjum og hverju. Og auðvitað börnunum
okkar, ungum sem gömlum. Hjala við þau í
fanginu, láta eftir þeim í frekjunni, passa
fyrir þau í hjónabandinu, taka við þeim aft-
ur eftir skilnaðinn. Er nema von að blessuð
mannskepnan sé til þjónustu reiðubúin,
þóknanleg og eftirgefanleg, þegar þetta er
allt alið upp í okkur í uppvextinum?
Og svo erum líka að þóknast foreldr-
unum með því að þykjast vera betri en við
erum. Fela fyrir þeim syndirnar sem við
drýgjum, koma með þeim í fermingarveisl-
urnar, eyða jafnvel heilum helgum með
þeim í sumarbústaðnum. Reykja í laumi,
stelast út á kvöldin, ekki láta pabba vita,
annars fæ ég ekki bílinn lánaðan.
Og ungu fólki er sagt að hlýða í skól-
anum. Öll þekkjum við kennarasleikjurnar
og höfðingjasleikjurnar og sumt ungt fólk
gengur í stjórnmálaflokka með
það veganesti að flokkurinn hafi
alltaf rétt fyrir sér. Það þarf að
þóknast forystunni til að fá
frama. Maður þarf að vera
blindur í trúnni, til að öðlast velþóknun. Og
ekki er kirkjan betri. Hún prédikar skilyrð-
islausa guðstrú og býður í besta lagi upp á
fyrirgefningu syndanna ef manni verður á í
messunni. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo
sem vér og fyrirgefum vorum skuldunaut-
um. Meginstefið er sem sagt að vera guði
og öðrum mönnum þóknanlegur. Hlýddu og
vertu góður. Hlýddu og haltu kjafti, það er
mottóið, það eru hin skýru skilaboð sam-
félagsins.
Vinnuveitandinn rekur þig úrvinnunni, ef þú ert ekki undirgefinn.Húsbóndinn skammar þig ef þú
hlýðir ekki. Stjórnmálaflokkurinn setur þig
út í kuldann ef þú ert með múður. Fram-
kvæmdastjóri verslunarmannafélagsins er
leystur út með starfslokasamningi, með því
skilyrði að hann leysi ekki frá skjóðunni, ef
hann er með uppsteyt gagnvart formann-
inum.
Eins og yður þóknast, herra, ég skal
vera þægur og þakklátur og þrælslundaður
þegn í þínu ríki. Þá er ég í náðinni eða vona
að minnsta kosti að ég sé í náðinni, ef ein-
hver tekur eftir mér, tekur eftir undirgefni
minni og hollustu gagnvart flokki og for-
ystu og erkibiskups boðskap.
Sú var tíðin að til var fólk sem hlýddi á
erkibiskups boðskap en var ráðið í að hafa
hann að engu. Allt fram á okkar daga var
mótþrói og uppsteytur mörgum vitsmuna-
verum þjóðfélagsins í blóð borinn, jafnvel
líka ungdómnum, og hér voru heilu sam-
tökin stofnuð og starfrækt til að bjóða
byrginn þeim viðteknu venjum og skoð-
unum sem okkur voru innrættar. Komma-
samtök, ungliðasamtök, sellufundir, sextíu
og átta samtök. Listamenn reiddust og rif-
ust, konur rifust við karla, karlar rifust
innbyrðis, sérvitringar gengu um með
kröfuspjöld, karlinn á kassanum var tákn
raddarinnar í eyðimörkinni og hver þekkir
ekki hið fræga pereat í latínuskólanum?
Fólk sótti fram og krafðist réttar síns, þótt
ekki væri til annars en að hafa skoðun,
vera öðruvísi en hinir.
Nú er þetta allt koðnað niður í litlausa
hjörð sviplausra borgara sem leyfa sér í
besta falli að hafa hátt í heitu pottunum.
Ragnar skjálfti er fluttur norður, flokk-
arnir eru samansettir af hlýðnum vatns-
greiddum framagosum, karlinn á kassanum
er löngu dauður. Enda hefur Davíð fengið
að sitja á friðarstóli í tíu ár og flestar aðrar
kanónur eru komnar í útlegð í sendi-
herrabústöðum í fjarlægum löndum. Það
segir sína sögu: Eins og yður þóknast,
herra.
Mér datt þetta í hug, þegar ég lasviðtal við Birnu Þórðardóttur ísíðustu viku. Birnu þekki ég ekk-
ert, nema af afspurn, vegna þess að hún
var á sínum tíma kunn fyrir að vera fremst
í flokki andófs og andspyrnu af sérhverjum
toga og hefur haldið því áfram, þótt hún sé
orðin fullorðin og sjálfsagt ráðsett eins og
gengur um fólk á miðjum aldri. Ég hef ekki
verið sammála henni Birnu nema rétt stöku
sinnum en ég get ekki annað en dáðst að
úthaldi hennar og manndómi til að standa
vörð um hugsjónir sínar og sína einka-
uppreisn gegn því sem henni mislíkar. Það
hlýtur að vera töggur í þessum kvenmanni
sem hefur neitað að þóknast. Neitar að
þóknast stjórnvöldum og stjórnmála-
stefnum, á hinni malbikuðu alfaraleið þjóð-
arinnar um eyðimörk auðmýktarinnar.
Nú er ég ekki að segja að þóknun og
þjónkun sé af hinu illa og víst þurfum við í
aðalatriðum að vera sammála um um-
gengni, virðingu og tillitssemi hvert við
annað. Uppsteytur gegn ríkjandi hefðum
og venjum og mannasiðum er engin hetju-
dáð í sjálfu sér. En það er áhyggjuefni ef
öll verðum við smám saman steypt í sama
mót hugsunarháttar, framkomu og tján-
ingar og enginn er lengur fær um að skera
sig úr hópnum eða hefur til þess hugrekki
og kjark að mótmæla og múðra. Hvað þá
að hafa á því rænu og þörf, af ótta við að
kalla yfir sig hefnd og hatur samfélagsins.
Þá getum við allt eins leyft klónun og eft-
irlíkingar, lítið fólk í litlum kössum, allir
eins, allir eins.
Öll fögnuðum við því þegar einræði
kommúnismans féll af stalli, vegna þess að
okkur var ljóst að það kerfi drap niður
frelsið til tjáningar og sjálfstæðrar afstöðu,
drap einstaklinginn í lifanda lífi, breytti
mannskepnunni í ráðlausan og ringlaðan
múg.
Það sama gildir um nasisma Hitlers, sem
innleiddi gæsaganginn, allir í takt, allir
eins, heil Hitler.
En hvar erum við sjálf stödd, þettafrjálsborna fólk, ef við glötummetnaði og viðleitni til að vera
öðruvísi en aðrir, vera jafnvel nógu vitlaus
til að þora að vera vitlausari en aðrir? Þora
að þóknast ekki. Þora að standa upp og
segja tískunni og einsleitninni stríð á hend-
ur. Þora að stíga til hliðar, þora að misstíga
okkur í gæsaganginum.
Eins og
yður þókn-
ast, herra
Nú er ég ekki að segja að þóknun og þjónkun
sé af hinu illa, skrifar Ellert B. Schram.
En það er áhyggjuefni ef öll verðum við smám
saman steypt í sama mót hugsunarháttar, framkomu
og tjáningar og enginn er lengur fær
um að skera sig úr hópnum eða hefur til þess
hugrekki og kjark að mótmæla og múðra.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
FÉLAG íslenskra músík-
þerapista heldur fræðslufund
þriðjudaginn 8. maí kl. 20:00 í
Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni
12 (inngangur á vesturgafli).
Á fundinum heldur Helga
Björg Svansdóttir, tónmennta-
kennari og músíkþerapisti,
fyrirlestur um „músíkþerapíu
með alzheimersjúklingum“.
Helga Björg mun fjalla al-
mennt um músíkþerapíu með
alzheimersjúklingum og einnig
kynna rannsókn sem hún er að
fara af stað með um þetta efni,
en rannsóknin er hluti af
mastersnámi hennar í músík-
þerapíu, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Allir velkomnir.
Fræðslu-
fundur
músík-
þerapista
Í FRÉTT í Lesbókinni um tónleika
Kórs Fríkirkjunnar í Reykjavík
var rangt nafn á konsertmeistaran-
um. Rétt er að Greta Guðnadóttir
er konsertmeistari hljómsveitar-
innar.
LEIÐRÉTT