Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SÆLL Skúli Jón Sigurðarson.
Ég trúði ekki mínum eigin eyr-
um þegar ég hlustaði á fréttirnar
að kvöldi miðvikudagsins 2. maí sl.
Þú virðist ætla að reyna að gera
umræðu um flugöryggismál á Ís-
landi að einhverju pólitísku bit-
beini. Þú reynir að gera málflutn-
ing manna tortryggilegan vegna
einhverra, raunverulegra eða
ímyndaðra, pólitískra tengsla.
Sérðu ekki hve hjákátlegur mál-
flutningur þinn er? Nefna má að
sams konar pólitísk tengsl og þú
nefnir eru milli ákveðins þing-
manns í samgöngunefnd og upp-
lýsingafulltrúa flugmálastjórnar.
Einnig eru pólitísk tengsl milli
flugmálastjóra og annars fulltrúa í
umræddri nefnd. Mér er spurn:
Hver eru pólitísk tengsl þín og
formanns samgöngunefndar? Af
viðbrögðum hans í þessu máli
mætti halda að þau væru veruleg.
Þú veist fullvel að benda mætti á
slík tengsl milli sonar míns og for-
manns samgöngunefndar. Hitt
veistu sennilega ekki að þar eru
einnig frændtengsl.
En, hvað kemur það málinu við?
Eru flugöryggismál flokkspólitísk?
Ég er þess fullviss að syni mínum
gæti ekki staðið meira á sama
hvaða pólitískar skoðanir allir þeir
hafa sem að þessum málum koma.
Alvarlegar ávirðingar hafa kom-
ið fram á þig og aðra sem starfa að
flugöryggismálum í landinu. Og þú
sérð þann kost vænstan að sveipa
málið pólitískri ólykt. Ætli fýlan af
málinu sé ekki næg fyrir! Svei þér,
þú ættir að skammast þín! Og þú
talar um tilfinningaöldur. Þú virð-
ist greinilega ekki gera þér grein
fyrir að umræðan um málið í fjöl-
miðlum undanfarið hefur ekki
beinst að flugslysinu í Skerjafirði
sem slíku, nema að litlu leyti, held-
ur flugöryggi í landinu almennt og
starfsaðferðum þeirra sem eiga að
stuðla að því.
Þar á meðal rannsóknarnefnd
flugslysa. Ég verð sterklega var
við að almenningur í landinu hefur
ekki traust á þér og öðrum sem
stuðla eiga að flugöryggi á Íslandi.
Og samgönguráðherra hefur
greinilega orðið var við það líka.
Fram hafa komið alvarlegar ávirð-
ingar á þig og aðra. Starfsaðferðir
þínar sæta opinberri lögreglurann-
sókn. Og þú gefur í skyn að um
pólitískar ofsóknir sé að ræða. Þú
getur bara bætt ráð þitt á einn
hátt ...
Kveðja,
P.S. Viltu fresta fundinum hjá
samgöngunefnd fram á haust þar
til þú hefur látið af störfum hjá
flugslysanefnd?
JÓN ÓLAFUR
SKARPHÉÐINSSON,
Víðimel 38, Reykjavík.
Opið bréf til for-
manns rannsóknar-
nefndar flugslysa
Frá Jóni Ólafi Skarphéðnissyni:
KJARASAMNINGAR þroskaþjálfa
hafa verið lausir um nokkurra mán-
aða skeið, samningaumleitanir við
ríki og sveitarfélög standa nú yfir
og eru mislangt komnar. Til tals
hefur komið hjá félögum í Þroska-
þjálfafélagi Íslands að beita því ör-
þrifa úrræði sem verkfall er.
Starfssvið þroskaþjálfa er víð-
tækt og starfsvettvangur þeirra
innan hinna ýmsu stofnana. Þá er
komið að stóru spurningunni:
Hvaða keðjuverkandi áhrif myndi
verkfall þeirra hafa ef til kæmi?
1. Loka þarf öllum dagvistar-
stofnunum fatlaðra.
2. Loka þarf vinnustofum fatlaðra
eins og t.d. Lækjarási, Bjarkarási
o.fl. Þjónustuþegar þessara stofn-
ana verða að vera heima við mjög
skerta þjónustu.
3. Starfsemi Greiningarstöðvar
ríkisins skerðist verulega.
4. Nemendur þroskaþjálfa í skól-
um missa stuðning sinn.
5. Starfsemi leikfangasafna rask-
ast.
Þetta er einfölduð mynd af því
sem mun gerast ef til verkfalls
þroskaþjálfa kemur.
Ofangreint ástand er ekki það
sem þroskaþjálfar vilja skjólstæð-
ingum sínum til handa, en þar sem
tregðulögmálið virðist gilda í samn-
ingum við ríkið, hvetjum við for-
eldra og aðra aðstandendur fatlaðra
að koma skoðunum sínum á fram-
færi.
SIGURBJÖRG DAN
PÁLMADÓTTIR,
forstöðuþroskaþjálfi.
VERA SNÆHÓLM,
yfirþroskaþjálfi B.ed.
Afleiðingar
hugsanlegs verk-
falls þroskaþjálfa
Frá Sigurbjörgu Dan Pálmadóttur
og Veru Snæhólm: