Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
. . . . . . . . . .
7. maí 1991:
„Fáar þjóðir heims eru háð-
ari viðskiptum við umheim-
inn en við Íslendingar. Við
flytjum út stærri hluta af
framleiðslu okkar og inn
hærra hlutfall lífsnauðsynja
en flestar aðrar þjóðir. Lífs-
kjör í landinu ráðast að veru-
legum hluta af því, hvaða
verð við fáum á hverjum tíma
fyrir útflutningsframleiðslu
okkar, einkum sjávarvörur,
sem og hver kaupmáttur
gjaldeyristekna okkar er.
Ríki Evrópu hafa lengi
verið og verða trúlega mik-
ilvægasta viðskiptasvæði
okkar, bæði að því er varðar
útflutning og innflutning.
Það skiptir því miklu máli
fyrir framtíðarhagsmuni
okkar, hvern veg til tekst á
lokaspretti samninga-
viðræðna EFTA og EB um
EES [evrópskt efnahags-
svæði], sem nú stendur fyrir
dyrum.
Meginmarkmið okkar í
þessum viðræðum er að ná
fram hindrunarlausum við-
skiptum með sjávarvörur,
það er að tryggja þeim greið-
an framtíðaraðgang að evr-
ópska efnahagssvæðinu [án
tollmúra]. Þannig á að standa
að þessum samningum, að
þjóðin haldi fullu sjálfstæði
og óskoruðum yfirráðum yfir
auðlindum lands og sjávar.“
. . . . . . . . . .
6. maí 1981: „Þegar utanrík-
isráðherrar Atlantshafs-
bandalagsins samþykktu í
desember 1979, að í Evrópu
skyldi komið fyrir 572 kjarn-
orkueldflaugum til varnar
gegn SS-20 eldflaugum Sov-
étmanna í álfunni, var það
gert á þeirri forsendu, að upp
yrðu teknar viðræður Banda-
ríkjamanna og Sovétmanna
um takmörkun svonefndra
„Evrópukjarnorkuvopna“.
Erfiðlega hefur gengið að
koma slíkum viðræðum af
stað. Um jólin 1979 réðust
Sovétmenn inn í Afganistan
og þar með spilltu þeir póli-
tísku sambandi sínu við Vest-
urlönd. Á liðnu sumri, þegar
Helmut Schmidt kanslari
Vestur-Þýskalands fór til
viðræðna við Kremlverja í
Moskvu, kom í ljós, að þeir
héldu ekki fast í það skilyrði
sitt fyrir viðræðum við
NATO-ríkin um takmörkun
„Evrópukjarnorkuvopna“, að
hætt yrði við framkvæmd
ákvörðunarinnar um að
koma 572 kjarnorkueld-
flaugum fyrir í Vestur-
Evrópu. Þóttu þetta að sjálf-
sögðu mikil tíðindi og enn ein
staðfesting á því, að Sovét-
menn gefa ekki eftir, fyrr en
þeim er ljóst, að viðmæl-
endur þeirra ætla alls ekki að
slaka neitt á eða breyta
ákvörðunum sínum.“
Fory s tugre inar Morgunb lað s ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STÓRMARKAÐIR
Í SVIÐSLJÓSINU
Þær vísbendingar sem framhafa komið, um að stórmark-aðir hafi aukið álagningu sína
verulega, eru orðnar svo ákveðnar
eftir skýrslu Samkeppnisstofnunar,
sem kynnt var í fyrradag, að tals-
menn stórmarkaðanna verða nú að
gera ítarlegri grein fyrir sínu máli
en þeir hafa gert fram til þessa.
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra kynnti hina nýju skýrslu
Samkeppnisstofnunar á blaðamanna-
fundi í fyrradag. Niðurstaða hennar
er í stórum dráttum sú, að sam-
þjöppun í eignaraðild á þessum
markaði hafi leitt til þess, að álagn-
ing hafi hækkað verulega og að stór-
markaðir hafi ekki skilað lækkun á
verði frá birgjum áfram til neytenda.
Þetta eru alvarlegar ásakanir sem
munu draga mjög úr trúverðugleika
stórmarkaðanna nema þeir leggi
fram óyggjandi gögn um það að
Samkeppnisstofnun hafi rangt fyrir
sér.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði um þetta mál í samtali við
Morgunblaðið í gær: „Smásalan hef-
ur hækkað álagningu miklu meira en
hún hefur viljað vera láta. Ég fór yfir
þetta fyrir einu ári en orðum mínum
var þá harðlega mótmælt. Nú eru
hins vegar að koma fram upplýsing-
ar sem sýna að gagnrýni mín var
réttmæt. Þeir hafa verið að hækka
grænmeti og slíka hluti í þeirri von
að almenningur myndi halda að þetta
væri það sem kallað hefur verið of-
urtollar, en síðan kemur í ljós að þeir
taka mest hagnaðinn sjálfir. Álagn-
ing á ávöxtum hefur einnig hækkað
mikið. Samkeppnin er þannig orðin
nánast engin og álagningin hækkar í
samræmi við það. Þær lækkanir, sem
þessir aðilar þvinga fram með því að
beita einokunaraðstöðu sinni, koma
ekki fram í verði til neytenda heldur
birtast þeir í þeirra eigin gróða.“
Óhætta er að fullyrða að með þess-
um orðum er forsætisráðherra að
endurspegla sterka tilfinningu al-
mennings í þessu máli.
Undanfarnar vikur hafa farið fram
töluverðar umræður á síðum Morg-
unblaðsins um álagningu á ávöxtum
og grænmeti. Morgunblaðið hefur
haft undir höndum gögn, sem blaðið
birti á skírdag, sem bentu til þess að
álagningin væri 60–80%, sem reynd-
ar er óumdeilt að hún var í tilteknum
verzlunum á tilgreindum vörum síð-
ustu daga í marz. Hagkaup hefur
lagt fram upplýsingar um að álagn-
ing á þessar vörutegundir hafi á
fyrstu þremur mánuðum ársins num-
ið 47–48% og talsmenn Baugs hafa
haldið því fram að óréttmætt væri að
taka sem dæmi einstakar vöruteg-
undir á afmörkuðum tíma heldur
bæri að miða við meðaltalsálagningu
yfir árið allt.
Í Morgunblaðinu í gær var skýrt
frá því að smásöluverð á jarðarberj-
um hefði sl. miðvikudagsmorgun ver-
ið langtum hærra í Reykjavík en í
Kaupmannahöfn eða Osló. Nú vill
svo til að á jarðarberjum eru engir
tollar. Hins vegar getur einhver
munur verið á flutningskostnaði, en
ekki sá sem kemur fram í smásölu-
verðinu í þessum þremur borgum.
Frá því að Morgunblaðið fór að
spyrjast fyrir um þetta sl. miðviku-
dagsmorgun hefur verð á jarðarberj-
um farið lækkandi. Stórmarkaðir
gefa skýringar á borð við þær að ís-
lenzkir neytendur séu kröfuharðari
um gæði jarðarberja en neytendur í
Danmörku eða Noregi. Er það lík-
legt?!
Þær upplýsingar, sem fram hafa
komið, hafa leitt til þess að það
þrengir verulega að stórmörkuðum í
þessum umræðum. Þeir hljóta nú að
skýra betur sitt mál enda augljóst að
hvert fyrirtæki fyrir sig á yfir höfði
sér rannsókn af hálfu Samkeppnis-
stofnunar eftir því sem fram kom á
blaðamannafundi Valgerðar Sverris-
dóttur í fyrradag.
Á
50 ÁRA afmæli varnar-
samnings Íslands og
Bandaríkjanna blasir við
að þátttaka Íslands í varn-
ar- og öryggismálasam-
starfi vestrænna ríkja hef-
ur tekið miklum
breytingum og enn sér
ekki fyrir endann á því breytingaferli. Veruleik-
inn í þessum efnum er allt annar og flóknari en
áður. Það er óbreytt að þátttaka okkar í Atlants-
hafsbandalaginu, NATO, og varnarsamstarf okk-
ar við Bandaríkin miðar fyrst og fremst að
tvennu; annars vegar að tryggja varnir Íslands
og hins vegar að leggja okkar af mörkum til sam-
eiginlegs öryggis vestrænna ríkja. Áður fyrr var
báðum markmiðum mætt með sama hætti; Ís-
lendingar, sem hafa engum herafla á að skipa,
lögðu til land undir varnarstöðina í Keflavík og
ratsjár- og birgðastöðvar á nokkrum öðrum stöð-
um á landinu. Þetta var aðstaða sem hafði gríð-
arlega hernaðarlega þýðingu meðan á kalda
stríðinu stóð. Með afnotum varnarliðsins af þess-
ari aðstöðu voru annars vegar tryggðar varnir
landsins sjálfs og hins vegar eftirlit og varnir á
Norður-Atlantshafinu sem skipti NATO í heild
öllu máli. Ekki er hægt að segja að Íslendingar
hafi haft neinn fjárhagslegan kostnað af þessu
framlagi sínu, við græddum þvert á móti á veru
varnarliðsins hér þótt það hafi aldrei átt að vera
markmiðið. Hins vegar má segja að samfélagið
hafi borið nokkurn kostnað af varnar- og öryggis-
málunum í öðrum skilningi. Vera fjölmenns er-
lends herliðs í fámennu og einangruðu landi olli
til að byrja með miklu álagi. Deilurnar um þátt-
tökuna í NATO og varnarsamstarfið skiptu þjóð-
inni í andstæðar fylkingar og þjökuðu íslenzk
stjórn-, samfélags- og menningarmál áratugum
saman. Alla þá fyrirhöfn og orku, sem fór í deilur
um varnarmálin, hefði verið hægt að nota í annað.
Nú er þessum deilum lokið og enginn ágrein-
ingur að ráði um veru okkar í NATO eða varn-
arsamstarfið við Bandaríkin. Hins vegar liggur
ljóst fyrir að það er orðið miklu flóknara og fyr-
irhafnarmeira fyrir Íslendinga að ná þessum
tveimur meginmarkmiðum; að tryggja varnir
landsins og taka þátt í varðveizlu öryggis Vest-
urlanda.
Breytt öryggis-
hugtak, ný
verkefni
Skilgreining okkar á
öryggi er gerbreytt.
Meginhlutverk NATO
er ekki lengur að verj-
ast árás úr austri,
heldur að fást við
margvíslegar hættur sem taka á sig ýmsar mynd-
ir. Bandalagið fæst nú við varðveizlu friðar og ör-
yggis í Evrópu og nærsvæðum hennar á breiðum
grundvelli. Í því felst m.a. að stilla til friðar í stað-
bundnum deilum eins og þeim sem komið hafa
upp á Balkanskaganum, skipuleggja varnir gegn
hugsanlegum hryðjuverkum og útbreiðslu ger-
eyðingarvopna, standa að ýmiss konar fyrir-
byggjandi aðgerðum, koma til bjargar ef neyðar-
ástand skapast, leitast við að tryggja efna-
hagslegan stöðugleika og leggja ungum
lýðræðisríkjum í Austur-Evrópu lið við uppbygg-
ingu lýðræðislegra stofnana. NATO hefur tekið
upp náið samstarf við alla sína gömlu fjendur í
Evrópu, jafnt og ríkin sem áður stóðu utan hern-
aðarbandalaga. Nú þegar hafa þrjú fyrrum aðild-
arríki Varsjárbandalagsins fengið aðild að banda-
laginu og fleiri geta vænzt aðildar á næstu árum.
Samfara þessum breytingum á alþjóðlega um-
hverfinu og hlutverki NATO hefur dregið úr
hernaðarlegu mikilvægi Íslands fyrir bandalagið,
þótt lega landsins sé vissulega enn mikilvæg. Vilji
Íslendingar áfram gera sig gildandi innan sam-
félags vestrænna þjóða verða þeir að taka þátt í
hinum nýju verkefnum NATO og annarra al-
þjóðastofnana sem mynda hið nýja öryggiskerfi
Evrópu. Það kemur ekki að sök þótt Ísland eigi
engan her; með breyttu öryggishugtaki er mun
minna einblínt á hernaðarþáttinn í NATO en
fyrrum. Borgaralegar stofnanir gegna stærra
hlutverki en áður í verkefnum á borð við frið-
argæzlu, leitar-, hjálpar- og björgunarstörf,
vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis. Ísland
getur nýtt styrk sinn á öðrum sviðum en því hern-
aðarlega í þessum störfum.
Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að axla
meiri ábyrgð á sviði öryggis- og varnarmála með
ýmsum aðgerðum. Þar ber án efa hæst ákvörðun
um stofnun Íslenzku friðargæzlunnar á síðasta
ári. Ísland hefur smátt og smátt á undanförnum
árum aukið þátttöku sína í friðargæzlu á vegum
Sameinuðu þjóðanna, NATO og Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Nú hefur hins
vegar verið ákveðið að á næstu tveimur árum
skuli stefnt að því að 25 Íslendingar starfi við frið-
argæzlu en með aukinni þátttöku og reynslu geti
sá fjöldi farið í allt að 50 manns. Útbúa á lista með
yfir 100 manns sem verði viðbúnir að fara til
starfa með stuttum fyrirvara. Á þeim lista er rætt
um að verði t.d. lögreglumenn, læknar og hjúkr-
unarfræðingar, lögfræðingar, stjórnendur og
tæknimenntað starfslið. Miðað við að kostnaður
við hvern íslenzkan friðargæzluliða er talinn 8–10
milljónir króna á ári, er ljóst að hér er um tals-
verða fjárhagslega skuldbindingu að ræða af Ís-
lands hálfu, á bilinu 200–500 milljónir króna á ári.
Bandamenn Íslands í NATO hafa líka tekið eftir
nýrri áherzlu stjórnvalda á þátttöku í friðar-
gæzlu. Walter Slocombe, fyrrverandi aðstoðar-
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, nefndi það í
ræðu sinni á málþingi í tilefni af afmæli varnar-
samningsins í Þjóðmenningarhúsinu í gær, föstu-
dag, að Íslendingar hefðu hlutfallslega sent miklu
fleiri friðargæzluliða til Balkanskaga en Banda-
ríkjamenn.
Ísland hefur sýnt aukið frumkvæði á öðrum
sviðum, t.d. með almannavarnaæfingunum sem
haldnar hafa verið hér á landi á vegum Friðar-
samstarfs NATO árin 1997 og 2000. Í bæði skipt-
in tók Rússland þátt í æfingunum. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra bendir á það í viðtali,
sem birtist í fylgiblaði Morgunblaðsins um varn-
arsamstarfið í dag, laugardag, að þannig hafi Ís-
land haft hlutverki að gegna við að efla samstarf-
ið við Rússland: „Rússar tóku í fyrsta skipti þátt í
æfingu á vettvangi Samstarfs í þágu friðar hér á
Íslandi. Síðar kusu þeir að slíta því samstarfi.
Þegar þeir gengu síðan á ný á vit þessarar sam-
vinnu fór fyrsta æfingin einnig fram hér á landi.
Það er rangt þegar því er haldið fram að Ísland
skipti litlu máli innan þessa samstarfs. Ísland og
Íslendingar skipta máli með öðrum og nýjum
hætti í samræmi við breytta heimsmynd.“
Á ýmsum öðrum sviðum öryggismála hefur Ís-
land látið til sín taka. Ísland á aukaaðild að Vest-
ur-Evrópusambandinu, varnararmi Evrópusam-
bandsins eða Evrópustoð NATO, eftir því
hvernig á málið er litið. Við eigum jafnframt sam-
ráð við Evrópusambandið á sviði utanríkis- og ör-
yggismála og tökum þátt í sameiginlegum mál-
flutningi ESB-ríkjanna á vettvangi ýmissa
alþjóðastofnana. Fastanefnd okkar hjá ÖSE hef-
ur verið endurreist og Ísland á nú fastanefnd hjá
Evrópuráðinu sem gegnir mikilvægu hlutverki í
öryggismálum vegna áherzlu sinnar á að festa
mannréttindi og lýðræði í sessi í aðildarríkjunum.
Fastanefndin hjá NATO hefur verið efld, m.a.
með sérstökum hermálaráðgjafa sem á sæti í her-
málanefnd bandalagsins. Með þátttöku í Scheng-
en-samstarfinu tekur Ísland þátt í að tryggja
innra öryggi í stórum hluta Evrópu. Samstarf um
öryggismál fer vaxandi á vettvangi norrænnar
samvinnu. Ísland hefur tekið aukinn þátt í starfi
Sameinuðu þjóðanna og stefnir nú að sæti í ör-
yggisráðinu á tímabilinu 2009–2010. Allt útheimt-
ir þetta aukna vinnu utanríkisþjónustunnar og
kostar umtalsverða fjármuni. Það hefur verið og
verður áfram óhjákvæmilegt að efla utanríkis-
þjónustuna til að takast á við þessi verkefni, þótt
auðvitað beri að gæta ýtrustu hagkvæmni í þeirri
uppbyggingu.
Niðurstaðan er sú, að það hefur orðið flóknara
og kostnaðarsamara að ná því markmiði íslenzkr-
ar utanríkisstefnu að við leggjum okkar af mörk-
um til sameiginlegs öryggis vestrænna ríkja. Öll
þessi vinna útheimtir líka mikla sérfræðiþekk-
ingu á sviði varnar- og öryggismála. Margt prýði-
lega menntað fólk í þeim fræðum starfar nú innan
utanríkisþjónustunnar. Það er hins vegar full
ástæða til að gefa gaum að tillögu nefndar sem
fyrir tveimur árum skilaði utanríkisráðherra
greinargerð um öryggis- og varnarmál Íslands
við aldamót, en hún lagði til að kannað yrði sér-
staklega hvernig utanríkisráðuneytið og Háskóli
Íslands gætu átt samstarf um að í landinu væri
ávallt fyrir hendi haldgóð þekking á öryggis- og
varnarmálum. Í nágrannaríkjum okkar eru und-
antekningarlaust starfandi öflugar rannsókna-
stofnanir á þessu sviði sem eru stjórnvöldum til
ráðgjafar og eiga jafnframt ríkan þátt í að upp-
lýsa almenning og efla almennar umræður um ör-
yggis- og varnarmál.
Ágreiningur
um kostnað og
viðbúnað
EN HVAÐ um hitt
meginmarkmið örygg-
is- og varnarstefnunn-
ar, að tryggja varnir
Íslands? Það verkefni
hefur sömuleiðis orðið
snúnara viðfangs eftir að kalda stríðinu lauk.
Fyrir liggur að ekki er fullkomin samstaða á milli
íslenzkra og bandarískra stjórnvalda um viðbún-
að á Keflavíkurflugvelli eða fjármögnun starf-
seminnar þar. Meðan á kalda stríðinu stóð horfðu
Bandaríkjamenn lítt í kostnað og sóttu frekar á
um að auka viðbúnað sinn í Keflavík en hitt. Nú er
þessi staða mjög breytt. Allan síðasta áratug hafa