Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINS og fram kom í greinminni í Morgunblaðinu15. október 2000 „Á slóð-um Júlíönu Sveinsdóttur í San Cataldo í bænum Scala“ fórum ég og eiginmaður minn, Enrico Mensuali, til amalfísku strandlengj- unnar og dvöldum í bænum Scala frá 7. til 11. ágúst 2000. Í þessari ferð náðum við að heimsækja Amalfi, Positano, Ravello og Caprí. Amalfi Amalfi er miðpunktur amalfísku strandlengjunnar. Héðan eru báts- ferðir til Salerno, Positano, Maiori og Caprí. Einnig eru áætlunarferðir með bifreiðum til sömu staða, en ég ráðlegg frekar að fara með bátun- um, því vegirnir eru mjög þröngir. Við fórum fyrsta daginn inn á skrif- stofu við bryggjuna í Amalfi, þar sem seldir eru miðar í bátana. Á undan okkur voru hjón, sem vildu leigja bíl. Þau töluðu á ensku við starfsmann skrifstofunnar, en viti menn, þau tala sín á milli á íslensku. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum. Mér varð þá að orði: „Það er ekki einu sinni friður fyrir Íslend- ingum í Amalfi“. Ég held að þeim hafi hálf brugðið. Þau ætluðu að aka til Rómar. Mér fannst þau vera hug- rökk, en sá íslenski sagðist vera harðjaxl. Hann sagðist vera á sögu- slóðum bókar, sem hann hefði lesið í Menntaskólanum á Akureyri, en bókin heitir „L’Arrabiata“ en sú bók er eftir Poul Heyse, sem fæddist í Berlín 15. mars 1830 og dó í Münc- hen 2. apríl 1914. Poul Heyse fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1910, fyrstur Þjóðverja. Bókin „L’Arrabiata“ kom út árið 1855. Heimildir eru til um Amalfi allt frá 9. öld . Hér hafa dvalið í lengri eða skemmri tíma Giovanni Boccac- cio (1313-1375) en hann var höfund- ur Decamerone, Henry Wadsworth Longfellow (1807-1882) en hann ferðaðist um Ítalíu á árunum 1826 –1829 ásamt Spáni, Frakklandi og Þýskalandi,Victor Marie Hugo (1802-1885), Henrik Ibsen (1828- 1906), en hann skrifaði hérna Brúðuheimilið, sem kom út árið 1879,Wilhelm Richard Wagner (1813-1883), og Gabriele D’Annun- zio (1864-1938) en hann var undra- barn og gaf út 15 ára ljóðasafnið Primo vere, sem sló í gegn. Dóm- kirkjutorgið er miðpunktur Amalfi og er gosbrunnur í barokkstíl frá árinu 1760 á Dómkirkjutorginu og er hann tileinkaður heilögum Andr- ea, sem er verndari Amalfi, og er hans minnst ár hvert þann 27. júní með hátíðahöldum. Hátíð þessi er mjög fræg á Ítalíu og klæðist þá hluti Amalfíbúa í miðaldabúninga. Elsti hluti dómkirkjunnar er „Kirkja krossins“ frá árinu 833 en árið 987 var byggð við hana dóm- kirkjan og er hún með 6 kirkjuskip- um í rómönskum-amölfskum stíl, en síðan var henni skipt aftur í tvær kirkjur á barokktímabilinu. Klukku- turninn var byggður á árunum 1180 til 1276. Aftur á móti var grafhvelf- ingin, þar sem líkamsleifar heilags Andrea hvíla, byggð árið 1206. „Paradísarklausturgarðurinn“ var byggður á árunum 1266 til 1268 í rómönskum-amalfískum stíl og var hann byggður sem kirkjugarður fyrir amalfíska aðalsmenn. Endur- bygging „kirkju krossins“ lauk árið 1994 og var hún færð í sinn upp- runalega stíl, rómanskan stíl. Það sem ég tók eftir á þessu ferðalagi er hvað kirkjunum er vel við haldið. Því miður er oft sagt að því sunnar sem maður fari í Evrópu, þeim mun trúaðri séu íbúarnir og hefur fáfræði verið kennt um það. Ég man alltaf eftir því þegar bygg- ing Seðlabankans stóð yfir á Arn- arhóli, að utan á vinnuskúr var krot- að „Mammon, peningaguðinn“. Vonandi á Mammon ekki eftir að yf- irtaka þessar kirkjur. Við hliðina á Dómkirkjunni er klaustur frá 13. öld, en á póstkorti frá 1931 er búið að breyta því í Hót- el Luna, og er það hótel enn þann dag í dag. Það má segja að Amalfí hafi mest- an suðrænan mannlífssvip af þeim stöðum sem við heimsóttum. Við sáum 3 náunga úti á götu sem voru að spila og syngja, og stoppaði ferðamaður frá Brescia á Norður- Ítalíu og söng með þeim „O sole mio“ við mikinn fögnuð vegfarenda. Positano Allt frá því að ég sá fyrst póstkort af Positano heillaði staðurinn mig mjög. Þessi teningslöguðu hús, sem eru máluð hvít, bleik, rauð eða app- elsínugul, og eru eins og þeim hafi verið raðað í hæðina líkt og púslu- spili. Ekki er bílaumferðinni fyrir að fara. Brattar og mjög þröngar tröppur á milli húsanna gegna götu- hlutverkinu hérna. Á 19. öld lagðist Positano næstum því í eyði en á 20. öld hófst uppbygg- ing hennar aftur, og þá sem ferða- mannastaður. Við fórum til Positano frá Amalfi með báti, og tók ferðin 25 mínútur. Lagst er að „bryggju“ við hina litlu strönd Positano. Við ákváðum að fara í sólbað og í sjóinn. Sandurinn er mjög dökkur skelja- sandur og er ekki hægt að ganga berfættur á honum. Sjórinn er mjög kaldur og mjög saltur. Ekki get ég mælt með Positano sem strandstað, þar sem ströndin er mjög lítil og mikið af minni og stærri bátum sem leggjast að við ströndina. Eftir sól- baðið gengum við „strandgötuna“. Við höfðum ætlað að sleppa hádeg- ismat en þegar við komum að veit- ingastaðnum „Chez Black“ gátum við ekki staðist freistinguna. Mjög skemmtilegur staður, þar sem þú getur staðið fyrir framan eldhúsið og horft á kokkana elda ljúffenga skelfiskrétti. Eftir matinn skoðuð- um við Santa Maria Assunta kirkj- una, sem er tákn fyrir Positano. Mjög falleg kirkja. Elof Risebye, danskur málari, sendi vinkonu sinni Júlíönu Sveins- dóttur, afasystur minni, póstkort frá Positano árið 1931. Það var ein- mitt á árunum 1920 til 1940 sem mikið af listamönnumm dvaldi í Po- sitano. Risebye fór frá Scala til Po- sitano á hestvagni. Honum fannst Positano vera of einangrað og allt of mikið af ferðamönnum! Hann sagð- ist vera hrifnari af Amalfi. Hver og einn bær við amalfísku strandlengj- una er ólíkur öðrum, svo að mér fannst þess virði að heimsækja Po- sitano. Ravello Ravello er sá staður sem heillaði okkur mest á þessu ferðalagi. Kyrrðin er ótrúleg. Ravello er beint á móti Scala og er 1 km á milli þeirra svo að við fórum þangað gangandi. Talið er að Ravello hafi fyrst verið byggð á 6. öld og voru það Rómverjar sem voru fyrstu íbú- ar hennar, en þeir flúðu þangað í öðru gotneska stríðinu. Svarti dauði reið yfir Ravello á 17. öld og dó helmingur íbúa Ravello. Á 10. öld voru íbúar Ravello 30.000 en í dag eru þeir um 2.600. Arabískra áhrifa gætir í bygging- arstíl Ravello. Dómkirkjan í Ravello er helguð heilögum Pantaleone og var hún byggð árið 1086. Breytingar voru gerðar á henni í aldanna rás og sú síðasta árið 1786. Kirkjan var ný- lega gerð upp. Dómkirkjuhurðin er úr bronsi og er hún frá árinu 1179 og er hún eftir Barisano da Trani. Dómkirkjan að innan. Dómkirkj- an skiptist í 3 kirkjuskip. Í mið- kirkjuskipinu er skírnarfontur frá 13. öld eftir Niccoló di Bartolomeo da Foggia. Skreyting skírnarfonts- ins er mjög glæsileg: skreytingin samanstendur af marglitum mósa- íkmyndum, útskurði og snúnum súl- um. 6 öskrandi ljón eru stoðirnar undir skírnarfontinum. Framan á skírnarfontinum er örn. Ég tel að Júlíana og Risebye hafi eytt miklum tíma í Ravello og stað- urinn hafi heillað þau mjög. Villa Rufolo. Þessi villa var byggð á árunum 1270-80 og lét Rufolo fjöl- skyldan byggja hana, en hún var ættuð frá Róm. Rufolo fjölskyldan var mjög efnuð og átti hún skip og banka í Puglia héraðinu og á Sikil- ey. Árið 1851 keypti Skoti, sem hét Nevil Reid, villuna og lét hann gera hana upp og opnaði hann hana fyrir almenningi. Villan er í arabískum- normandískum stíl. Garðurinn í Villa Rufolo er mjög frægur og það- an er hægt að njóta frábærs útsýnis yfir amalfísku strandlengjuna. Þeg- ar Wagner dvaldist í Positano lét hann flytja sig á asna þann 26. maí 1880 til að fá innblástur í Parsifal óperuna. Um leið og hann kom inn í garðinn hrópaði hann upp yfir sig: „Núna er ég búinn að finna Klingsor garðinn!“Í garðinum eru svalir , sem heita „Wagnerssvalirnar“ og eru þær til minningar um þegar Wagner fékk innblásturinn. Í fyrri hluta júlí ár hvert eru haldnir tón- leikar undir berum himni í garðin- um og eru þeir tileinkaðir Wagner. Grieg og Verdi voru einnig mjög hrifnir af garðinum. Blómin og plönturnar í garðinum eru gullfalleg og er það vel þess virði að heim- sækja Villa Rufolo. Villa Cimbrone. Þessi villa er frá 12. öld og er hún í miðaldastíl. Villan var gerð upp í byrjun 20. aldar en í dag er Villa Cimbrone 4 stjörnu hót- el og eru hóteleigendurnir svissnesk fjölskylda og er internetvefurinn- Amalfi Dómkirkjan í Amalfi. Svefnherbergi Axel Munthe í Villa San Michele á Anacapri. Greinarhöfundur bendir á ein- tak af Sögunni af San Michele á íslensku. Amalfiska strand- lengjan og eyjan Caprí Hann sagðist vera á söguslóðum bókar, sem hann hefði lesið í Menntaskólanum á Akureyri, en bókin heitir ,,L’Arrabiata“. Bergljót Leifsdóttir segir ferðasögu frá Amalfi og Caprí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.