Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 58
VILHELMÍNA Ósk Ólafsdóttir
varð þriðja árið í röð Íslandsmeist-
ari í einstaklingskeppni í „free-
style“-danskeppni Tónabæjar og
ÍTR í sl. febrúar.
„Ég var nýbyrjuð að æfa í Jazz-
ballettskóla Báru þegar ég vann í
fyrsta skiptið í einstaklings-
keppninni en hafði keppt árið áður
og varð í öðru sæti. Þá var ég ekki
byrjuð að æfa neitt, það var bara í
gamni,“ segir Vilhelmína og brosir.
Það hlýtur óneitanlega að vera
gaman að vera svona lengi á toppn-
um, en kannski erfiðara að halda
sér þar. Ætlar hún að keppa í fjórða
skiptið og taka áhættuna á að verða
ekki í fyrsta sæti?
„Ég yrði svolítið svekkt ef ég yrði
ekki í fyrsta sæti, en auðvitað tek
ég þátt í þessu til að hafa gaman af
og gera mitt besta. Það verður að
nægja. Þannig að ég ætla að taka
þátt allavega einu sinni enn.“
Dill í matvöruverslun
Vilhelmína æfir fast þrisvar sinn-
um í viku og mætir í frjálsa tíma
líka aukalega. Hún byrjaði í byrj-
endaflokki fyrir tveimur árum og nú
æfir hún með úrvalinu sem er efsti
flokkurinn.
– Dansarðu á hverjum degi?
„Já, já, allan daginn,“ segir Vil-
helmína og hlær. „Líka um helgar,
ef það er ekki hjá Báru, þá í rækt-
inni eða bara heima í stofu. Ég má
ekki heyra tónlist þá er ég farin að
dilla mér. Meira að segja úti í mat-
vörubúð.“
– Hefðurðu áhuga á öðrum döns-
um en djassdansi?
„Ég hef mikinn áhuga á suður-
amerískum dönsum. Þegar ég sé þá
í sjónvarpinu langar mig helst að
stökkva út á gólfið. Samkvæmis-
dansar eru rosalega mikil þjálfun en
ég væri alveg til í að prófa það. Ég
vil verða dansari en samkeppnin er
mjög mikil úti í heimi. Hér á Íslandi
eru dansskólar mest fyrir áhuga-
menn. Þeir Íslendingar sem vilja
verða dansarar fara út, mikið til
Svíþjóðar í Sænsku ballettakadem-
íuna, svo eru góðir dansskólar í
London.“
– Ertu strax byrjuð að athuga
með skóla fyrir þig?
„Já, ég er á fullu að tékka á Net-
inu og stefni að því að fara út í skóla
þrátt fyrir að ferill dansara sé mjög
stuttur. Úti eru menntaskólar sem
sérhæfa sig í dansi en kenna líka
bókleg fög þannig að maður verður
stúdent. En svo hef ég áhuga á lög-
fræði líka,“ segi Vilhelmína Ósk og
hlær við tilhugsunina um hversu
ólík fög þetta eru.
Tilfinningarnar fara í dansinn
– Semurðu alltaf dansana sjálf?
„Já, og í seinustu keppni var ég
með salsaþema í dansinum sem mér
finnst alveg rosalega skemmtilegt,
það er svo mikil sveifla, og gaman
fyrir áhorfendur. Innblásturinn
kemur með þemanu, en í „free-
style“ er ekki endilega nein saga á
bakvið dansinn, það er meira í þró-
aðri dönsum eins og hjá Íslenska
dansflokknum.“
– Finnst þér gaman að sjá hann?
„Frábært, ég fer alltaf þrisvar á
hverja sýningu. Mér finnst Hlín
Diego mjög góður dansari en hún er
einmitt að kenna aukatíma í JSB.“
– Vildirðu vera í Íslenska dans-
flokknum?
„Já! En það er samt áreiðanlega
mjög erfitt að komast inn í hann, en
maður reynir því ég er alveg ákveð-
in í að stefna á að leggja dansinn
fyrir mig. Hann er mín ástríða, ég
fæ rosalega mikið út úr því að
dansa. Alltaf á æfingum eða þegar
ég sem dans get ég sett allt í dans-
inn; tilfinningar, hvernig mér líður
þá stundina. Ég fæ mjög mikla út-
rás.“
– Hefurðu samið fyrir aðra?
„Já, ég er oft beðin um að semja
og hjálpa 13–16 ára hópum að
kenna, þjálfa, semja. Það er mjög
gaman því með hóp er hægt að gera
svo margt og svo er líka gaman að
sjá aðra dansa það sem ég hef sam-
ið. Maður fær mjög mikla reynsla
líka út úr „free-style“ keppninni. Ég
er samt alltaf jafn stressuð að
keppa, þetta venst ekkert og er ný
reynsla í hvert skipti.“
Ég kýli bara á það
„Ég er reyndar mjög feimin þeg-
ar kemur að því að dansa. Það er al-
veg ótrúlegt. En ég er líka feimin
bara almennt. Ég er m.a.s. feimin
að dansa fyrir mömmu,“ segir Vil-
helmína og kímir. „En ég bara kýli
á það. Þegar maður er kominn inn á
gólfið er rosalega gaman. Það
myndast stemmning í salnum og þá
er bara að sleppa sér og njóta þess
að dansa. Þá myndast útgeislunin.“
– Finnst þér þú eiga að skemmta
áhorfendum?
„Dansinn á að vera bæði flottur
og skemmtilegur. Þegar maður
keppir þarf dansinn að vera hraður
og fjörugur til að halda athygli
áhorfendanna allan tímann.“
– Sástu kvikmyndina Billy Elliot?
„Já, og mér finnst hún æðisleg.
Það vantar einmitt stráka í dansinn.
Það er einn í JSB af mörg hundruð
nemendum. Þeim finnst þetta eitt-
hvað stelpulegt. Sumir eru mjög
góðir en þeir vilja bara breika og
rappa, vera töff.
– Hvað er skemmtilegast við
dansinn?
„Að dansa. Það er líka gaman að
semja en það getur orðið alveg því-
líkur hausverkur þegar ekkert
gengur upp. Annars er ég alltaf að
grípa hugmyndir úr loftinu þótt ég
taki ekki alltaf eftir því. Það er eitt-
hvað að gerast í kringum mig, og
seinna þegar ég stend á dansgólfinu
þá kemur eitthvað sem tengist því.
Það var bara þarna inni í mér.“
– Eitthvað að lokum?
„Allir í dans. Hann er bæði íþrótt
og list um leið; þrek, tækniæfingar
og dans og maður fær svo mikið úr
þessu. Og þótt maður ætli ekki að
verða dansari er dansinn samt eitt-
hvað sem maður getur alltaf átt.“
Þrefaldur Íslandsmeistari í frjálsum dansi
Ég er feimin
að dansa
Það getur verið erfitt
að ákveða hvað maður
ætlar að verða þegar
maður verður stór.
En Vilhelmína Ósk
veit hvað hún vill.
Hildur Loftsdóttir
spjallaði við þennan
hæfileikaríka dansara.
hilo@mbl.is
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
„Ég fæ rosalega útrás við það að dansa,“ segir Vilhelmína Ósk.
Morgunblaðið/Golli
Sigurvegarinn
sæli á síðustu
„free-style“-
danskeppni í
Tónabæ.
Vilhelmína Ósk er ákveðin í
að verða dansari.
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ