Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 61 R OKKIÐ ER ekki síst þeimeiginleikum búið að það lif-ir áheyrendur sína ef svomá segja; áður en varir er allt orðið breytt, gömlu hetjurnar orðnar gamlar hetjur, gömlu við- miðin orðin jafn úrelt og tónlistin sem foreldrarnir hlustuðu á á sínum tíma og ekki er bara að allt sé há- værara en það var, heldur er engin leið að skilja hvað söngvarinn er að segja. Sem betur fer segja flestir þeir sem eru sífellt í leit að ein- hverju nýju, enda tóku þeir því fagn- andi þegar bandaríska sveitin At the Drive in rúllaði gamla settinu upp fyrir skemmstu. Það er aftur á móti erfitt að spá um hvað gerist næst, enda ekki gott að segja fyrir um framtíðina nema eftir á. Tvær sveit- ir koma þó upp í hugann sem eiga eftir að gera sitt til að hrista upp í rokkinu á árinu, önnur bresk og hin bandarísk, önnur, Clinic, dæmi um það hvernig hræra má saman stefnum og straumum úr rokkhefð- inni á fjölbreyttari og skemmtilegri hátt en til að mynda Beta Band og álíka poppfræðingasveitir, og hin, Les Savy Fav, fer með bandaríska síðrokkið í áður óþekktar áttir. Rokksveit í læknisleik Clinic er ættuð úr Liverpool, stofnuð upp úr rokksveitinni Pure Morning. Forðum liðsmenn þeirrar sveitar, Ade Blackburn og Hartley, fengu þá Brian Campbell og Carl Turney til liðs við sig, klæddust skurðlæknabúningum og tóku til við að rokka. Fyrsta smáskífan, IPC Sub-Editors Dictate Our Youth, vakti athygli, ekki síst þegar John Peel valdi hana níundu bestu smá- skífu ársins. Önnur smáskífa, Mon- key On Your Back, kom út vorið 1998 og Cement Mixer seinna það ár. Um haustið gerðu þeir félagar svo útgáfusamning við Domino- útgáfuna og gáfu smáskífurnar sam- an út á samnefndri plötu 1999. Það safn er framúrskarandi skemmti- legt, ekki síst fyrir vini 22 Pistep- irrko, sem rekast á ýmislegt kunn- uglegt, vísast fyrir tilviljun. Á síðasta ári kom svo út fyrsta eiginlega breiðskífa Clinic, Internal Wrangler, og kom mörgum á óvart. Geggjuð keyrslan er á sínum stað með sérkennilegum kaflaskiptum og innskotum, en einnig eru á skífunni hægfara lög og tregaskotin, til að mynda Distortions, sem er óneit- anlega með afskaplega sérkenni- legum texta eins og Clinic-manna er von og vísa. Á plötunni eru fleiri skemmtileg lög, til að mynda Hippy Death Suite, The Return Of Evil Bill og lagið sem breskir heyra í Levis-auglýsingu The Second Line. Bandarískt síðpönk Fyrir tilstilli Hljómalindar hafa íslenskir rokkáhugamenn getað fylgst með því sem helst er á seyði vestur í Bandaríkjunum þar sem síðrokkið er um það bil að syngja sitt síðasta. Í stað þess að hægja enn meira á ferðinni og beita enn meiri klifun hafa fjölmargar rokksveitir leitað í átt til fyrirmynda eins og Fu- gazi og And You Will Know Us by the Trail of Dead, í átt að eins konar síðpönki. Síðarnefnda sveitin hefur reyndar oft verið nefnd í sömu andrá og At the Drive-In, en á fátt sameiginlegt með henni nema misk- unnarlausa keyrsluna og emo- söngstíl. Úr þessum jarðvegi spratt Les Savy Fav fyrir sex árum þegar liðs- menn hennar kynntust í hönn- unarnámi á Rhode Island, en best er að geta þess strax að nafnið er bull að því þeir félagar segja sjálfir. Tim Harrington sá um sönginn, Seth Jabber og Gibb Slife léku á gítara, Syd Butler á bassa og Pat Mahoney á trommur, en ekki leið á löngu þar til Harrison Haynes kom í hans stað. Les Savy Fav vann sér snemma orð fyrir villta sviðs- framkomu. Eftir tveggja ára spilirí komst sveitin á samning hjá Sub- Pop sem gaf út fyrstu smáskífuna, SubPop7, og síðan breiðskífuna 3/5. Þeir Les Savy Fav-félagar voru ekk- ert of ánægðir með samstarfið við Sub-Pop og svo fór að þeir stofnuðu eigin fyrirtæki til að gefa út næstu breiðskífu, The Cat and the Cobra. Sú vakti það mikla athygli á þeim félögum að Southern gerði við þá út- gáfusamning og byrjaði samstarfið á því að gefa The Cat and the Cobra út aftur. Skömmu eftir að The Cat and the Cobra kom út öðru sinni kvarnaðist úr sveitinni, því Gibb Slife hætti til að geta sinnt málaralistinni ein- göngu. Eftir miklar vangaveltur ákváðu þeir sem eftir voru að halda áfram án hans og vera kvartett upp frá því. Í framaldi af því létu þeir hendur standa fram úr ermum, sömdu fimm lög á fjórum vikum og hljóðrituðu þau síðan á fimm dögum. Niðurstaðan er platan ROME (writ- ten upside down), sem er með því besta sem heyrst hefur í rokki að vestan á árinu. Það virðist hafa treyst innviði hljómsveitarinnar að fækkaði í henni og flýtirinn við gerð plötunnar hefur einnig skilað hrárri og mjög skemmtilegri plötu. Ný viðmið nýjar leiðir Clinic-félagar í læknisleik. Les savy fav félagar áður en sveitin breyttist í kvartett. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Það besta við rokkið er að það endurnýjar sig sífellt, ungir menn henda á ruslahaug sögunnar því gamla, mörgum til hrellingar en öðrum til gleði. Vestan hafs og austan eru menn nú sem óðast að finna upp hjólið. Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ JULIA STILES • SEAN PATRICK THOMAS SAVE THE LAST DANCE Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Vit nr. 216. www.sambioin.is Tvíhöfði Sýnd kl. 2 og 3.50. Ísl. tal. Vit nr. 213 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. Vit nr. 173. PAY IT FORWARD Sýnd kl. 1.45 og 3.45 Ísl. tal. Vit nr. 194 Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10. B.i.16 ára. Vit nr. 223 FRUMSÝNING Joel Silver framleiðandi Matrix er hér á ferðinni með dúndur spennumynd með topp húmor. Stefnir í að verða stærsta Steven Seagal myndin frá upphafi í USA. Frábær tónlist í flutningi DMX! Forsýning kl. 2 og 4. Vit nr. 231 Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is HK DV  Kvikmyndir.is Hausverk.is Tvíhöfði  ÓJ Stöð2 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B. i. 16. Vit nr. 201. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit nr. 173. PAY IT FORWARD Kvikmyn dir.com HL Mbl Strik.is   Tvíhöfð i Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.14. Vit nr 220. Hann man aldrei meir en síðustu 5 mínútur af ævi sinni og veit ekki hverjum hann getur treyst. Guy Pearce (L.A. Confidential) og Carrie-Anne Moss (Matrix) í frábærri spennumynd sem Ebert og Roeper líkja við PulpFiction og Usual Suspects. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Engin sýning mán. Sprenghlægileg ævintýramynd What Women Want Sýnd kl. 3 og 8. Engin sýning mán. 2 fyrir 1 ÓSKARSVERÐLAUN AFTUR Í STÓRAN SAL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Íslenskur texti. Mán. kl. 5.30, 8 og 10.30. Frá Óskarsverðlaunaleikstjóra Cinema Paradiso kemur eftirminnileg og einstök mynd um ungan dreng og konuna sem breytti lífi hans. Hin gullfallega Monica Bellucci er Malena.Tilnefnd til 2 Óskarsverðlauna. 1/2 Hausverk.is Hugleikur.  Ó.T.H. Rás2.  ÓJ Bylgjan 4 ÍTÖLSK PERLA Í ANDA LA VITA É BELLA OG IL POSTINO.  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45 og 10.20 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. Miði í Regnbogann gildir sem happadrættismiði fyrir PS2  HK VDV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.