Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL ORKUVEITA Reykjavíkur hefur á næstu dögum tilraunaborun eftir heitu vatni á Geldinganesi. Boruð verður ein tveggja km djúp bor- hola og verður um svokallaða ská- borun að ræða. Borað verður út frá strönd Geldinganess og í 500 m lóðlínu út í sjó í átt að Þerney. Guðmundur Þóroddsson orku- veitustjóri segir að í Geldinganesi séu lághitasvæði sambærileg við lághitasvæðin í Laugarnesi sem Orkuveitan hefur rannsakað und- anfarin ár. „Þarna verður boruð fyrsta holan sem fer niður á vinnsludýpi. Það eru líkur á því að þetta séu óháð svæði, þ.e.a.s. að jarðhitasvæðið þarna sé ekki tengt því í Laugarnesi. Menn eru að gera sér vonir um 120 gráða heitt vatn þarna,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að það sé ekki vatnsskortur sem hrindi þessari framkvæmd af stað nú. Hann segir að vatn sem þarna gæti hugsan- lega verið nýtanlegt gæti nýst til upphitunar í nýju hverfi í Geld- inganesi og jafnvel hluta Grafar- vogs. Hugsanlegt er talið að skort- ur geti verið orðinn á heitu vatni 2007–2008 miðað við þróun mark- aðarins og þá gæti þetta svæði nýst vel. Jarðboranir hf. munu annast borun holunnar. Einar Gunnlaugsson, jarðfræð- ingur hjá Orkuveitunni, segir að boraðar hafi verið nokkrar til- raunaholur á Geldinganesi fyrir nokkrum árum og þá hafi fundist vatn sem var allt að 100 gráða heitt. Vísbendingar voru jafnframt um að þetta væri ekki heitasti stað- urinn. Talið er að heitasti blettur- inn sé norður af Geldinganesi und- ir sjó. „Við ætlum því að færa okkur niður undir ströndina og prófa ská- borun niður undir hafsbotninn. Við erum að fiska eftir því hvort við gætum fengið þarna hærri hita en 100 gráður,“ segir Einar. Skáborað eftir heitu vatni út af Geldinganesi MEIRIHLUTI þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun á óop- inberri heimasíðu hljómsveit- arinnar Sigur Rósar, www.sigur- ros.co.uk, vill ekki að hljómsveitin flytji lög sín á ensku en orðrómur mun hafa verið á kreiki um að það stæði til. Rúmlega 1.200 manns hafa svarað spurningunni en á heima- síðunni má sjá að um helmingur þeirra sem tóku þátt í könnuninni var frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Af þeim sem svöruðu vildu einungis 7% að sveitin syngi á ensku en 38% töldu það engu skipta til eða frá. Tónleikaferð Sigur Rósar í Bandaríkjunum og Kanada lýkur í New York á þriðjudaginn. Löngu uppselt í New York Uppselt hefur verið á alla helstu tónleika sveitarinnar. Um mánuður er síðan uppselt varð á tónleika Sigur Rósar í New York og hefur verið brugðið á það ráð að leigja stærri tónleikasal en óvíst er að það nægi til að anna eftirspurn eftir miðum. Á tónleikunum á þriðjudaginn mun Steindór Andersen kveða rímur en sú uppákoma hefur vak- ið talsverða athygli meðal aðdá- enda sveitarinnar sem mun þykja tiltækið æði forvitnilegt. Vilja ekki að Sigur Rós syngi á ensku unni. Hann segist fagna því að Sam- keppnisstofnun ætli að rannsaka ein- stök fyrirtæki en harmar um leið að það hafi ekki verið gert áður en nið- urstöðurnar voru birtar. „Mér finnst eins og heildsalar hafi skrifað skýrsluna. Þar koma fram mjög rangar fullyrðingar, eins og t.d. varðandi ávaxtasafa, brauðmeti og fleira sem sagt er að ekki hafi hækk- að frá birgjum en hafi hækkað í framlegð. Þarna er farið með rangt mál.“ Að sögn Jóns Ásgeirs er það mikið áhyggjuefni ef ekki er hægt að treysta Samkeppnisstofnun til að afla réttra upplýsinga. Stjórnmála- menn hlaupi síðan til og dragi sínar ályktanir og setji fram óábyrg orð gagnvart greininni. Hann segir að enginn þræti fyrir að álagning á mat- vöru hafi hækkað, en kostnaðurinn hafi á móti stórhækkað og niðurstað- an sé sú að enginn aukinn hagnaður sé af greininni. „Þetta er illa unnin greinargerð að JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., segir með ólíkindum hvernig skýrsla Samkeppnisstofn- unar um matvörumarkaðinn og verðlagsþróun í smásölu hafi verið unnin og segist harma að ekki hafi verið leitað eftir gögnum hjá smásöl- því leytinu til að ekki er leitað eftir gögnum hjá matvörugeiranum. Það er ekki verið að skoða með nokkru móti hvernig kostnaðaruppbygging hjá matvörugeiranum hefur verið að þróast. Það hefur verið mikil sam- keppni á markaðnum. Fyrirtækin hafa verið að fjárfesta mikið í því að opna nýjar verslanir til að ná við- skiptavinum. Það er ekkert horft til þessara atriða. Launakostnaður er 40–50% af álagningu verslana og laun hafa hækkað mikið síðustu þrjú árin. Ef við berum saman hagnaðinn af íslenskri matvöruverslun og ann- arra Evrópuþjóða, þá er hagnaður verslunar á Íslandi mun minni,“ seg- ir Jón Ásgeir. Hann segir sorglegt að lesa þau ummæli ráðamanna að engin sam- keppni sé á markaðnum. „Ég bara spyr; voru menn að fjárfesta í nýjum verslunum fyrir einn og hálfan millj- arð á síðasta ári ef það er engin sam- keppni? Eru menn að auglýsa fyrir um 30 milljónir á mánuði í þessum geira ef það er engin samkeppni? Sagt er að lækkanir sem hafi komið til verslana hafi ekki skilað sér til neytenda og það birtist í eigin gróða. Ég krefst þess að ráðamenn sýni hvar þessi gróði er. Af því að hann er ekki til staðar. Er verið að segja að endurskoðendur þessara félaga séu með blekkingar?“ Að sögn Jóns Ásgeirs kemur ekk- ert fram um álagningu heildsölunnar í skýrslu Samkeppnisstofnunar og ekki sé verið að skoða heildarmynd- ina. Það virðist aðeins hafa verið ákveðið fyrirfram að gera könnun gagnvart matvörumarkaðnum og hún hafi átt að leiða þessar niður- stöður í ljós. „Það er orðið spurning hvort hægt sé að stunda viðskipti á Íslandi undir svona óeðlilegum vinnubrögðum. Þessar nornaveiðar gagnvart okkar fyrirtæki af hálfu stjórnmálamanna eru alveg sorglegar og eiga sér örugglega enga samlíkingu í ís- lenskri sögu,“ segir Jón Ásgeir. Forstjóri Baugs ósáttur við vinnubrögð Samkeppnisstofnunar Illa unnin skýrsla og ekki leitað gagna hjá smásölunni TÖKUR á kvikmyndinni K-19: The Widowmaker standa nú yfir í Kanada. Framleiðandi er Sigurjón Sighvatsson en Ingvar E. Sigurðs- son fer með stórt hlutverk í myndinni sem rússneskur kaf- bátaforingi. Þeir félagar eru á myndinni fyrir framan stefni kaf- báts leikmyndarinnar. Aðal- hlutverkin eru í höndum stórleik- aranna Harrison Ford og Liam Neeson. „Þetta hefur verið tölu- vert ævintýri,“ segir Ingvar í samtali. Íslenskir kafbátaliðar  Er valdamikill/B20 Legvatnsástungum hefur fækkað mjög hér síðustu ár. Árið 1998 voru framkvæmdar tæplega 500 legvatnsástung- ur á fósturgreiningardeild kvennadeildar Landspítala. Í fyrra voru þær hins vegar 292. Legvatnsástunga veldur fósturláti í 0,5–1% tilvika og því hika margir verðandi foreldrar við að taka slíka áhættu. Á síð- ari árum hefur verið þróuð ný tækni, hnakkaþykktarmæling fósturs með ómskoðun, en með slíkri mælingu er hægt að reikna út líkur á litningagöllum fósturs. Enn fremur er hægt að mæla lífefnavísa í blóði móður og reikna út líkur á litningagöll- um og einnig má beita þessum aðferðum samhliða. Legvatns- ástungum hefur fækkað verulega  Nýjar aðferðir/10–11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.